Bændablaðið - 07.06.2005, Side 26

Bændablaðið - 07.06.2005, Side 26
26 Þriðjudagur 7. júní 2005 Stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) ákvað 19. maí sl. að mælast til þess að af- urðastöðvarnar kaupi prótein- hluta úr 2 milljónum lítrum af mjólk til viðbótar þeim 4, 5 milljónum lítra af umframmjólk sem áður var ákveðið að kaupa á yfirstandandi verðlagsári. Í bréfi dagsettu 4. febrúar síð- astliðinn mæltist stjórn SAM til þess að afurðastöðvar í mjólkur- iðnaði keyptu prótein úr sem næmi allt að 4,5 milljónum lítrum af umframmjólk á yfirstandi verð- lagsári sem lýkur 31. ágúst næst- komandi. Jafnframt kom eftirfar- andi fram í áðurnefndu bréfi : „Fylgst verður með söluþróun næstu mánuði og í byrjun maí nk., þegar sölutölur aprílmánaðar liggja fyrir, mun koma í ljós hvort söluþróunin gefi tilefni til þess að keypt verði meira prótein úr um- frammjólk á verðlagsárinu. „ Stjórn SAM hefur farið yfir framleiðslu- birgða- og söluþróun mjólkur og mjólkurvara. Ljóst er að sala sl. 12 mánuði er nú þegar orðin jafn mikil og greiðslumark verðlagsársins að viðbættum áður útgefnum 4,5 millj. lítrum af um- frammjólk, eða sem nemur um 110,5 millj. lítrar. Auk þess bend- ir söluáætlun, fram á seinnihluta yfirstandandi árs, til þess að sala mjólkurvara verði ríflega 112 millj. lítrar. Því sá stjórnin ástæðu til að mælast til þess að afurða- stöðvarnar kaupi próteinhluta úr 2 millj. lítrum til viðbótar, eða alls 6,5 millj. ltr. á yfirstandandi verð- lagsári. Uppgjör og uppgjörsreglur Það mjólkurmagn sem afurða- stöðvar vilja kaupa með þessum hætti af mjólkur-framleiðendum, á yfirstandandi verðlagsári, svarar til um 6,13% af úthlutuðu 106 millj. ltr greiðslumarki verðlag- sársins 2004 / 2005 . Hver greiðslumarkshafi hefur því for- gang að greiðslu fyrir umfram- mjólk sem samsvarar því hlutfalli af greiðslumarki hans, eða 6,13%. Það sem kann að vera ónotað að loknu slíku uppgjöri, deilist á þá framleiðendur sem leggja inn um- frammjólk og þá í hlutfalli við greiðslumark þeirra. Greiðslur til hvers framleið- anda umframmjólkur sem fellur innan ofangreinds marks, 6,13% af rétti hvers um sig, ættu að geta farið fram samhliða uppgjöri fyrir innvegna mjólk í hverjum mánuði. Endanlegt uppgjör og lokagreiðsla fyrir þá umframmjólk, sem óskað er eftir, getur ekki farið fram fyrr en verðlagsárið frá 1. september 2004 til 31. ágúst 2005 er liðið og fullnaðaruppgjör Bændasamtaka Íslands liggur fyrir. Gert er ráð fyrir að sala mjólkurvara verði ríflega 112 milljónir lítra á árinu Efnahags- og framfarastofnunin í París (OECD) áætlar árlega þann stuðning, sem einstök ríki og ríkjasambönd veita til bú- vöruframleiðslu og bænda. Mest notaði mælikvarðinn er „reikn- aður framleiðendastuðningur“, nefndur PSE, sem er skamm- stöfun á enska heitinu „Produc- er Support Equivalent“. Þetta PSE-gildi er svo túlkað á ýmsa vegu, togað og teygt í umræð- unni um búvöruverð og land- búnaðarpólitík. En hvað er PSE? Það er mælikvarði á þann tekjuauka, sem búvöruframleiðendur fá vegna opinberra aðgerða, ann- ars vegar með fjárframlögum / styrkjum (með neikvæðu for- merki, ef um sértækar álögur er að ræða), og hins vegar er sk. markaðsvernd, þ.e. hversu mik- ið hærra verð bóndinn fær fyrir afurð sína vegna tollverndar eða annarra opinberra verðlagsaf- skipta, borið saman við lægsta heimsmarkaðsverð, að teknu til- liti til flutningskostnaðar. Reynt er að útskýra þetta á meðfylgj- andi mynd, sem lýsir nokkurn veginn mati OECD á Íslandi nú. U.þ.b. 2/3 hlutar af tekjum bænda eru raktir til opinberra aðgerða, 1/3 er opinber framlög, 1/3 er reiknuð markaðsvernd og þar með telst PSE vera 67%, en 1/3 er áætlað markaðsvirði til framleiðenda á heimsmarkaði. Matið á markaðsverndinni er erfiðast og viðurkennt að það er ónákvæmt og ýmsum ann- mörkum háð. Síðustu ár hefur markaðsverndin fyrir íslenskar búvörur verið áætluð 6-7 millj- arðar króna. Þá álykta sumir í umræðunni: Ef við opnum allt og flytjum inn án tolla, lækkum við verð á búvörunum um 6-7 milljarða. En svo einfalt er mál- ið ekki og svona má ekki álykta. Um er að ræða áætlun framleið- endaverðs út frá lægsta verði í heimsviðskiptum. Varan þarf engan veginn að vera sambæri- leg og er það örugglega ekki allt- af. T.d. er mjólkurverð reiknað út frá undanrennudufti annars vegar og smjöri hins vegar, þar sem nýmjólk er lítið í alþjóða- viðskiptum. Íslendingar mundu heldur ekki flytja bara inn ódýr- ustu finnanlegar búvörur. A.m.k. mundi okkur þá setja niður á ýmsum sviðum. Útreikningar OECD þjóna fyrst og fremst þeim tilgangi að bera saman stuðninginn hjá mismunandi ríkjum og hvernig hann breytist frá einum tíma til annars. Grunnurinn er sam- bærilegur fyrir alla, þannig að þegar skýrslur OECD sýna u.þ.b. helmingi hærra PSE fyrir Ísland en Evrópusambandið, má örugglega álykta að opinber- ar aðgerðir vegi um helmingi meir í tekjum bænda hér en þar. En með því er ekki öll sagan sögð. Landbúnaðurinn er gjör- ólíkur hér og þar. Í Evrópu veg- ur akuryrkjan mun meira. Reiknað PSE-hlutfall við sauð- fjárrækt er t.d. svipað hér og í ESB, mun lægra hér við nauta- kjötsframleiðslu, og mjög hefur dregið saman í stuðningi við svínarækt. Það er auðvitað staðreynd, að íslenskur landbúnaður nýtur mikilla styrkja á alþjóðlegan mælikvarða. En þar erum við ekki einir á báti, heldur á sam- bærilegu plani og önnur vel stæð, þróuð lönd, sem búa við óhagstæð ræktunarskilyrði. Þetta eru Sviss og Noregur, Jap- an og Suður-Kórea og svo ein- stök ríki eða svæði innan ESB, sem ekki eru lengur birtar sjálf- stæðar niðurstöður fyrir. Það er fyllilega eðlilegt að fram fari gagnrýnin umræða um réttmæti þess að styðja land- búnað umfram aðrar atvinnu- greinar. Slík umræða fer alls staðar fram þar sem líkt háttar til og hér. En það skiptir máli að rætt sé á réttum forsendum og án fordóma. Virtur prófessor við Háskóla Íslands benti stjórnmálamönnum á þann möguleika í Morgunblaðinu fyr- ir nokkrum dögum að leggja mætti vegi fyrir reiknuðu mark- aðsverndina. Er von að öðrum skjátlist! Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri BÍ. Mat á stuðningi við landbúnað - hvað er PSE? P S E = 6 7 % 1.0 2/3 1/3 Opinber framlög 1/3 Reiknuð markaðs- vernd 1/3 Verð- mæti á heims- markaði 1/3 Verð- mæti á heims- markaði Fram- leiðslu- tekjur+ framlög Fram- leiðenda- verð á Íslandi Nú á vordögum var sett af stað verkefni sem hefur það að markmiði að kanna mjaltahraða íslensku kúnna. Undafarna daga hefur Elin N. Grethards- dóttir, nemandi við Landbúnaðarháskóla Íslands, safnað gögnum hjá bændum sem eru með tölvu- stýrð mjaltakerfi. Er skemmst frá því að segja að verkefninu hefur verið afar vel tekið af bændum og gengur söfnunin greiðlega. Komin eru gögn frá 45 búum, með upplýsingar um mjaltir 1800 kúa. Aflað er upplýsinga um nyt kýrinnar (kg mjólkur), há- marks flæði og meðalflæði (kg/mín) og lengd mjalta (mín). Þá er skráð hvernig kerfi er á búinu og hvort um morgun- eða kvöldmjaltir er að ræða. Eins og við var að búast er gríðarlegur breytileiki í mjaltahraðanum. Þegar gögnin eru skoðuð eins og þau koma fyrir, kemur í ljós að mesta hámarks- flæði er 6,3 kg/mín en það minnsta er 0,7 kg/mín. Að jafnaði er hámarks flæðihraði við mjaltir 2,68 kg/mín, staðalfrávik er 0,88 og breytileikastuðull 0,328. Ekki er búið að leiðrétta fyrir þáttum sem ætla má að hafi áhrif á flæðihraðann, t.d. nyt, mjaltaskeiði eða hvernig mjaltakerfi er á búinu. Þá verður mjög spennandi að sjá hvernig breytileika milli feðra kúnna er háttað varðandi mjaltahraðann. Eitt af markmiðum verkefnisins er að athuga, hvort hægt er að nýta þessi gögn til að styrkja mat á mjöltum dætra einstakra nauta. Ljóst er að með sí- fellt stærri búum er það þáttur sem bændur leggja aukna áherslu á í ræktunarstarfinu. Gögnin mun El- in nota í B.S.120 verkefni við Landbúnaðarháskól- ann, leiðbeinandi hennar er Magnús B. Jónsson, LBHÍ. Einnig koma að verkefninu Jón V. Jón- mundsson og Baldur H. Benjamínsson, ráðunautar hjá Bændasamtökum Íslands. Elin vill koma fram sérstökum þökkum til þeirra bænda sem lagt hafa verkefninu lið fyrir góðar móttökur. /BHB. Mikill breytileiki í mjaltahraða kúnna Söfnun gagna gengur vel

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.