Bændablaðið - 07.06.2005, Qupperneq 29
Þriðjudagur 7. júní 2005 29
Til á lager á hagstæðu verði.
Joskin haugsuga 8400 L galv…………………………
Reck mykjuhræra TRY 500-T55…………………….
Reck mykjuhræra TRE-Z 5-T55…………………….
Avant 320Plus minivél 20 hö diesel………………
Avant 320 minivél 20 hö bensín……………………
Álrampar fyrir minivélar………………………………..
Niemeyer tromlusláttuvél 185 cm………………..
Niemeyer tromlusláttuvél 225 cm………………..
Mörtl diskasláttuvél 290 cm………………………….
Tonutti 4stj. lyftuttengd heytætla 5,8m……….
Niemeyer 6stj. lyftutengd heytætla 6,7m…….
Tonutti 5 hjóla lyftut. rakstrarvél 2,8 m……….
Tonutti dragtengd 9 hjóla rakstrarvél 6 m…..
Maschio hnífatætari 210 cm…………………………..
Maschio pinnatætari 300 cm………………………….
Nardi fjórskera plógur 140-160 cm……………….
LR 290 vatnsfylltur valti 290 cm……………………
WS 400 ávinnsluherfi (slóði) 4 m………………….
Sigma ýtutennur 2,65 m. með Eurotengi......
SS k3 2ja. stjörnu flekkjari........................
GS 300 flaghefill lyftutengdur. 3 m..............
Maschio kefla sláttuvél 190 cm……………………..
Crosmec sláttuvél m. safnkassa 2,2m………….
Lyftu tengdir dráttarkrókar……………………………
Vökva yfirtengi margar gerðir……………………….
12/24V dieselolíu dælur 45/60 l/min…………….
LACOTEC kornmylla PTO 540 ca. 10T/klst……
Girðinganet 6 str. hæð 80 cm. lengd 50m.….
Girðinganet 8 str. hæð 100 cm. lengd 50m...
Gaddavír 2x1,6mm 500m……………………………..
Otma M/551-3PA einskorinn brotplógur………..
Michelin traktors dekk 540/65 x 30………………
O
R
K
U
T
Æ
K
N
I
e
h
f.
S
ím
i:
5
8
7
6
0
6
5
.
Kynbótasýningar hrossa hafa
staðið yfir undanfarnar vikur og
hafa hundruð hrossa verið sýnd
víðsvegar um land. Sýningar
standa fram yfir miðjan júní, en
sú síðasta fer fram í Kópavogi
líkt og undanfarin ár. Nú þegar
hefur fjöldi hrossa hlotið góða
dóma og einna mesta athygli
hefur vakið dómur Núma frá
Þóroddsstöðum sem sýndur var
í Hafnarfirði. Númi, sem er 12
vetra gamall, var síðast sýndur
sem einstaklingur árið 2000 og
hlaut þá í aðaleinkunn 8,54, auk
þess sem hann hlaut 1. verðlaun
fyrir afkvæmi á Landsmóti á
Hellu í fyrra. Að þessu sinni
hlaut Númi 8,66 í aðaleinkunn,
með 8,48 fyrir sköpulag og 8,78
fyrir hæfileika. Hann hlaut m.a.
9,5 fyrir skeið og fet og hækkaði
upp í 9,0 fyrir háls og herðar.
Númi er undan Svarti frá Una-
læk og Glímu frá Laugarvatni
og hefur hann verið í eigu
hrossaræktarsamtaka Suður-
lands og Eyfirðinga og Þingey-
inga undanfarin ár, en ræktandi
hans er Bjarni Þorkelsson á Þór-
oddsstöðum. Númi var nýverið
seldur til Danmerkur og fer lík-
lega utan fljótlega og má leiða
líkum að því að hann verði full-
trúi Íslands í elsta flokki stóð-
hesta á heimsmeistaramótinu í
Svíþjóð síðar í sumar. Sýnandi
Núma var Daníel Jónsson, en
hann varð einmitt sigurvegari í
sama flokki á síðasta heims-
meistaramóti á gæðingnum
Sjóla frá Dalbæ sem hlaut einnig
8,66 í aðaleinkunn, meteinkunn í
þeim flokki, sem nú hefur verið
jöfnuð af Núma.
Á kynbótasýningunni í Hafnar-
firði komu einnig fram góðar ung-
ar hryssur sem gaman verður að
fylgjast með, auk þess sem athygl-
isverðir einstaklingar hafa komið
fram á öllum sýningum vorsins
eins og venja er. Í sumar verður
haldið fjórðungsmót Vestlendinga
á Kaldármelum og kemur í ljós
hvaða hross hafa unnið sér inn
þátttökurétt þar þegar kynbótasýn-
ingunum lýkur í júní. Nú þegar
hafa góð hross í eigu Vestlendinga
komið fram, s.s. Sólon frá Skáney
sem hlaut 8,39 í aðaleinkunn fyrir
skemmstu og verður spennandi að
sjá hverju Vestlendingar tefla fram
á mótinu í sumar.
Þeir sem vilja fylgjast með
kynbótasýningum og hafa aðgang
að öllum dómum um leið og þeir
eru skráðir inn í dómpalli geta gert
það í gegnum gagnabankann
Worldfeng á slóðinni www.world-
fengur.com. Félagar í Félagi
hrossabænda fá ókeypis aðgang að
gagnagrunninum, en aðrir geta
keypt áskrift hjá Bændasamtökun-
um þar sem allar nánari upplýsing-
ar fást. /HGG
Kynbótasýning-
ar í fullum gangi
-Númi hlaut meteinkunn
Hin stórglæsilega Dögg frá Breiðholti vakti mikla lukku á héraðssýningu á
Sörlastöðum. Hún er aðeins fjögurra vetra gömul, undan Orra frá Þúfu og
Hrund frá Torfunesi. Eigandi og ræktandi er Gunnar Ingvason, en knapi er
Jón Páll Sveinsson. Bændablaðsmynd: HGG
Þegar fulltrúi Bændablaðsins
var á ferð í hesthúsahverfi Gust-
ara í Kópavogi fyrir skemmstu
stóð þar yfir gæðingakeppni fé-
lagsins. Meðal keppenda voru
vinirnir Bára Bryndís Kristjáns-
dóttir og Bjarnleifur Smári
Bjarnleifsson og höfðu þau ný-
lokið keppni í úrslitum þegar
Bændablaðið tók þau tali.
Þau hafa bæði verið virkir
keppendur undanfarin ár og staðið
sig vel og að þessu sinni hafði
Bjarnleifur sigur í unglingaflokki
á gæðingi sínum Roða frá Ármóti
og Bára Bryndís varð fjórða í
sama flokki á ungum og efnileg-
um hesti sem hún eignaðist í vet-
ur, Stefni frá Hofi í Öræfum. Að-
spurð segja þau hestamennskuna
frábært áhugamál sem snúist ekki
bara um keppni og þau eru dugleg
að ríða út alla daga. Bjarnleifur
hefur undanfarin sumur starfað í
Halakoti í Flóa og verið í læri hjá
ábúendum þar sem stunda tamn-
ingar, en hann hefur ekki enn gert
upp við sig hvað hann gerir í sum-
ar, en þó er ljóst að það mun hafa
eitthvað með hross að gera. Bára
Bryndís er á leið í sumarvinnu á
Efri-Brúnavöllum á Skeiðum og
hlakkar mikið til. „Það er mjög
spennandi að fá að vera í sveit í
sumar og ég fæ að taka hestinn
minn með og læri vonandi helling
á dvölinni.“
Þau eru sammála um að það sé
frábært fyrir borgarbörn að dvelja
í sveit og fyrir krakka sem hafa
áhuga á hestum sé ekki vafamál
að best sé að komast í vinnu þar
sem stundaðar eru tamningar og
útreiðar, enda sé reynslan besti
skólinn þegar kemur að hesta-
mennskunni. Bændablaðið þakkar
þessum hressu vinum spjallið og
óskar þeim góðs gengis í hesta-
mennskunni í sumar. /HGG
Bjarnleifur Smári og Bára Bryndís með hesta sína Roða og Stefni að lok-
inni keppni. Bændablaðsmynd: HGG
Spennandi að vinna í sveit
!""# $% !"""
&&&'
(
)'
G
IBA>
-
Stóðhestar til
notkunar Sörlatungu
í Holtum Rangárþ.
Þokki frá Sörlatungu
Tölt. 8,5 Brokk. 8,5 Stökk. 8,5
Vilji og Geðsl. 8,5
Fegurð í reið 9,0 Kostir 8,03
Sköpul.7,91
Segull frá Sörlatungu
Tölt. 9.0 Brokk 8,5 stökk 9,0
Vilji og geðsl. 8,5
Fegurð í reið 8,5 kostir 8,06
sköpul. 7,93
Verð á folatolli kr. kr. 25.000
Uppl. Þorgrímur og Sólveig
s. 89-21270 og 89-21271
!""# $% !"""
&&&'
(
)'
3 HK 3 -
3 $
3 3
3
3
, DCK