Bændablaðið - 07.06.2005, Side 30

Bændablaðið - 07.06.2005, Side 30
30 Þriðjudagur 7. júní 2005 Gisting í öllum gæðaflokkum En hvað hafa bændur að bjóða uppá? Hægt er að finna gist- ingu í öllum gæðaflokkum hjá Ferðaþjónustu bænda, frá heimagistingu til flottustu hót- elgistingar og sumarhúsa í hinum ýmsu myndum. Mögu- leikarnir í gistingu eru fjöl- margir og hægur leikur er að finna gistingu sem hentar hverjum og einum. Þá má ekki gleyma nábýlinu við náttúruna sem bændur hafa uppá að bjóða. Ferðaþjónusta meðal bænda í landinu er kannski ekki nógu sýnileg sem búgrein, því bændur eru ekki bara í hefðbundnum bú- störfum heldur einnig í mikilli ferðaþjónustu og stunda bú- drýgindi með framleiðslu heimabúvara. Þannig er ferða- þjónusta bænda ákveðinn gluggi fyrir fólk til að kynnast landbúnaði. Hægt er að fá að kynnast hefðum og verklagi til sveita og eru tamningar á hestum, heyskapur og mjaltir atriði sem hægt er að fá að komast í snertingu við með því að nýta sér ferðaþjónustu bænda. Afþreying af ýmsum toga Segja má að ferðaþjónusta meðal bænda sé ákveðinn angi af landbúnaði þar sem ferðaþjónustubændur nýta landið sitt á annan hátt en tíðkast til landbúnaðar. Þannig er boðið upp á afþreyingu af öllu tagi, svo sem hestaleigu, gönguferðir, hellaskoðun, snjósleðaferðir, veiði í ám að ógleymdum húsdýrunum. Þegar kemur að afþreyingu fyrir ferðamenn er óhætt að segja að Gunnar Th. Sigurðs- son, Leifsstöðum í Eyjafirði, sé stórhuga maður, því síðasta sumar hóf hann golfvallar- framkvæmdir á jörð sinni og stefnir að því að opna völlinn núna í sumar. Gunnar rekur einnig glæsilegt gistihús. Á sumrin tekur hann því á móti kylfingum ásamt ferðamönn- um innlendum jafnt sem út- lendum og á veturna eru það skíðamenn sem sækja hann heim. Ferðaþjónusta allt árið um kring hjá Gunnari. Hver staður hefur sinn sjarma Jóhannes Kristjánsson er einn stærsti aðilinn að Ferðaþjón- ustu bænda og rekur glæsilegt hótel að Höfðabrekku við Vík í Mýrdal. Hann hittir naglann á höfuðið þegar kemur að því að útskýrir í hverju ferðaþjón- usta bænda felst. "Líkja má ferðaþjónustu bænda við þeg- ar komið var í verslun í gamla daga og hægt var að fá klauf- hamar upp í gjafavöru og allt þar á milli. Ég held að styrkur ferðaþjónustunnar sé sá hvað fjölbreytileikinn er mikill. Við erum að bjóða upp á allt mögulegt í gistingu, mat og afþreyingu og hver staður hef- ur þannig sinn sjarma," segir hann. Umhverfisvæn ferðaþjónusta Umhverfismál skipa stóran sess hjá Ferðaþjónustu bænda og má segja að ferða- þjónustubændur séu í farar- broddi þegar kemur að um- hverfisvænni ferðaþjónustu hér á landi. Bændur hafa unnið markvisst að því und- anfarin ár að halda umhverfi sínu hreinu og aðlaðandi og halda úti sérstakri umhverfis- stefnu. Þannig er stuðlað að verndun á menningar- og náttúruminjum og leitast er við að nota endurnýjanlegar auðlindir við reksturinn. Stunduð eru græn innkaup, ef svo má að orði komast, og eru gestir virkjaðir til um- hverfisverndar með leiðbein- ingum og fræðslu svo eitt- hvað sé nefnt. Ferðaþjónusta bænda telur umhverfisvæna ferðaþjónustu skipta miklu máli og með öflugri stefnu í þeim málum eru gæði þeirrar þjónustu sem boðið er upp á aukin til muna. Fjölbreytileikinn í fyrirrúmi hjá Ferðaþjónustu bænda Sumarið 2004 stóðu yfir miklar golfvallarframkvæmdir við Leifsstaði í Eyjafirði. Myndin var tekin þegar framkvæmdir stóðu sem hæst, en völlurinn verður opnaður á sunnudaginn. Höfðinginn á Höfðabrekku, Jóhannes Kristjánsson: "Styrkur ferðaþjónustu bænda er sá að við erum í raun að bjóða upp á allt mögulegt í gistingu, mat og afþreyingu." Nábýli landbúnaðar og ferðaþjónustu á Suðurlandi. Að Stóru Mörk III undir vestur Eyjafjöllum heldur Ragna Aðalbjörnsdóttir úti myndarlegri heimagistingu. Hjá henni má segja að nábýli landbúnaðar og ferðaþjónustu sé í fyrirrúmi, enda rekur hún kúabú með glæsibrag. Stundum er sagt að Ferðaþjónusta bænda sé stærsta hótel á Íslandi. Auðvitaðer það ekki svo, en hitt er annað mál að 150 bændur í landinu eru aðilar aðferðaþjónustunni og eru gistirými hátt í 4000 talsins. Þannig að "hótelið" er vissulega stórt og teygir anga sína um land allt. Bændagisting er vel þekkt víða í Evrópu og hingað til hafa útlendingar verið í meirihluta þeirra sem sótt hafa til Ferðaþjónustu bænda. Íslendingar hafa hins vegar verið að sækja í sig veðrið und- anfarin ár og eru farnir að uppgötva kosti bændagistingar og alla þá möguleika sem hún hefur uppá að bjóða.Ferðaþjónusta bænda hlaut umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs á sl. ári, skandinavisku ferðaverðlaunin í mars og Uppsveitarbrosið sem Ferðamálasamtök uppsveita Árnessýslu veittu sl. haust.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.