Bændablaðið - 07.06.2005, Qupperneq 31

Bændablaðið - 07.06.2005, Qupperneq 31
Þriðjudagur 7. júní 2005 31 *   >  '      D BA  D  D   '  A>      "         5!"  . 666 !" (  +7+.78// 9 :;-.-//- Vegna mikillar sölu vantar eignir á söluskrá. Gerum verðmöt. Jón Sigfús Sigurjónsson hdl. og löggiltur fasteignasali jon.sigfus@bustadur.is - www.bustadur.is Sími 545-4100, 893-3003, 868-4112 Þá baulaði Búkolla Matthías Jochumson orti svo til hestsins síns um fyrrum eiganda hans: fyrstur hann á frækleik þinn og fagra kosti trúði. Við sem trúum á kosti íslensku kýrinnar höfum búið við góðan frið undanfarin misseri. Því hefur lítið borið á félagsskap okkar, Búkollu. En við erum ekki út af dottin og enn síður gengin af trúnni. Enda engin ástæða til. Nýjustu fréttir Bændablaðsins herma að bandaríska verslunarkeðjan Whole Foods Mark- ets vilji selja íslenskar mjólkurafurðir (Bbl. 10. 5. 2005). Það þykir mér, sem þetta skrifar, svo litlar fréttir að ég gaf mér ekki tíma til að lesa annað en fyrirsögnina þar til í dag. Ég vissi þetta nefni- lega alltaf. Og var blessunarlega ekki ein um það. Við vissum að sérstaða kúastofnsins er kostur. Við vissum að ís- lenskar afurðir má markaðssetja og selja í útlöndum. Við vissum að ís- lensku kúna yrði að verja. Og það skulum við gera um alla framtíð svo Búkolla bauli, enn ein- hvers staðar á lífi, þótt tröll hafi tekið hana á sínum tíma. Sigríður Jónsdóttir Arnarholti, 23. maí 2005 Framfarafélagið styður stóriðju Framfarafélag Þingeyjarsveitar hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: Á aðalfundi Framfara- félags Þingeyjarsveitar 30. maí 2005 kom fram eindreginn vilji fundarmanna til þess að orka verði nýtt til atvinnuuppbygg- ingar sem næst uppruna sínum. Fundurinn styður því hugmynd- ir um stóriðju við Húsavík sem nýti virkjaða raforku frá há- hitasvæðum og fallvötnum í Þingeyjarsýslu. Merkilegar niðurstöður um hornsíli Hátt hlutfall hornsíla með 11 uggageisla í eyrugga í stofni sem nýlega einangraðist í ferskvatni. Sérfræðingar við fiskeldis- og fiskalíffræðideild Hólaskóla, í samstarfi við prófessor við Há- skólann í Guelph í Kanada, birtu nýlega grein í tímaritinu Evoluti- onary Ecology um sérstakan stofn hornsíla í Hraunsfirði á Snæfells- nesi. Þessi stofn er upprunninn úr sjó, en einangraðist í fersku vatni árið 1987. Það sem er sérstakt við þennan hornsílastofn er að mikill breytileiki er í fjölda uggageisla í eyrugga milli einstaklinga og margir einstaklingar eru með allt að 11 uggageisla í eyrugga. Lík- legt er að hér sé um að ræða óstöð- ugleika í þroskun hornsílanna vegna þess hversu ólíkt fersk- vatnsbúsvæðið er sjávarbúsvæð- inu. Leiða má líkur að því að þessi breytileiki hverfi þegar fram líða stundir. Á Íslandi má víða sjá mik- inn breytileika í útliti og hegðun bleikju og hornsíla, en breytileiki líkur þeim sem hér er lýst gæti verið undanfari þeirra. Þó svo að greinin komi út núna á vordögum 2005 birtist hún í 2004 árgangi tímaritins. Þessi grein er því sjöunda tímaritsgrein- in sem sérfræðingar við fiskeldis- og fiskalíffræðideild Hólaskóla birtu á árinu 2004.                       !"#$%&'()*+++,-.$-/-,% 0123  4  501 3 15% VidarKURL Skógræktarfélag Reykjavíkur Elliðavatni - 110 Reykjavík 564-1770 - 893-2655 www.skograekt.is Félagsmenn fá 15% afslátt! Opið mán-fim kl 8:00-16:00 og fös kl 8:00-12:00. P S N -S a m sk ip ti 2 0 0 5 Í síðasta Bændablaði er greint frá hugmyndum um að hefja á ný rekstur sláturhúss á vegum Sláturfélags Austurlands. Greinin gefur tilefni til vanga- veltna um tilgang og þörf slíks. Rekstur sauðfjársláturhúsa á Íslandi á sér nær 100 ára sögu og efalaust má af henni læra. Tilgangur slíks reksturs virð- ist á undanförnum árum hafa ver- ið margþættur. Meginmarkmið hefur væntanlega oftast verið að slátra sauðfé og markaðssetja af- urðirnar, en síðan hafa önnur markmið vegið þungt, einkum at- vinnusköpun í viðkomandi byggðarlagi og jafnvel flokkspól- itískar skoðanir. Frá sjónarhóli sauðfjárbónd- ans hlýtur gott verð fyrir afurðir og örugg afsetning að vera megin- markmið. Reynsla síðustu ára bendir til að hagkvæmasta slátrunin náist í vel tæknivæddum sláturhúsum sem slátra langan tíma. (Betri nýting búnaðar og þjálfaðir slátrarar) . Mikið magn sem fer gegnum vinnslu og söluferli sama aðila gefur einnig tækifæri á hagræðingu og lækkun kostnaðar og styrkari stöðu á markaði. Alltof mörg dæmi eru um á síðasta áratug og fyrr að litlar einingar í slátrun hafi tapað miklum fjármunum, bæði fram lögðu hlutafé og einnig of oft hluta af afurðaverði bónda. Vöruþróun er nauðsynleg í harðri samkeppni á markaði . Hún verður væntanlega árangursríkust í öflugum fyrirtækjum með góða markaðsstöðu. Smá fyrirtæki sem stofna á um sérstaka meðferð af- urða virðast eiga litla möguleika vegna takmarkaðs markaðsað- gangs en einnig vegna þess að nýrri markaðssetningu fylgir óhjá- kvæmilega kostnaður og gera verð- ur ráð fyrir tapi af vissum vörum því ekki ná allar nýjungar markaðs- stöðu. Framleiðendasamvinnufélög hafa að mati danskra bænda og ný- sjálenskra reynst farsælasta félags- form í rekstri afurðastöðva og hér- lendis eru margar öflugustu afurða- vinnslur bænda samvinnufélög. Fram kemur að áætlun Sláturfélags Austurlands gerir ráð fyrir 90 millj- ón kr. eigin fé sem væntanlega er hugsað sem hlutafé. Þeir sem það fé leggja fram ráða þar með félag- inu og hljóta að gera arðkröfur af hlutafénu í einhverju formi og þær kröfur munu væntanlega hafa áhrif á greiðslugetu til framleiðenda. Margir austfirskir búvörufram- leiðendur eru þegar aðilar að öflug- um framleiðendafélögum, þeir hljóta að hugsa sig um tvisvar áður en þeir bindast nýju hlutafélagi um afurðavinnslu, jafnvel þótt í heima- byggð sé. Ari Teitsson Nýtt sláturhús á Aust- urlandi, fyrir hverja? www.bondi.is Ráðgjafarstarf í landbúnaði skilar árangri Bændasamtök Íslands starfrækja umfangsmikla ráðunautaþjón- ustu fyrir landbúnaðinn í nánu samstarfi við búnaðarsamböndin í landinu. Umfangsmesti þáttur starfsins er á sviði búfjárræktar, einkum ræktun, kynbætur og afurðaskýrsluhald í búfjárrækt. Höfuðmarkmið starfsins er að auka og bæta afurðasemi gripanna, treysta og bæta heilbrigði þeirra og auka gæði búvaranna. Áherslur í ræktunarstarfinu taka ávallt mið af því að sinna fjöl- breytilegum óskum neytenda um þær neysluvörur sem landbúnaðurinn framleiðir. Nautgriparækt Skipulegt ræktunarstarf í nautgriparækt hefur skilað umtalsverðri aukningu meðalafurða eftir hvern grip (sjá mynd). Á síðustu átta árum hefur aukningin verið rúm 1000 kg mjólkur á hvern grip. Þetta er hlut- fallslega jafn mikil, ef ekki meiri afurðaaukning, en hjá mjólkurkúa- kynjum í grannlöndunum. Þennan árangur má fyrst og fremst þakka vel skipulögðu ræktunar- starfi, miklum áhuga bænda og öflugri þátttöku þeirra í ræktunarstarf- inu svo og stöðugt aukinni færni þeirra og kunnáttu í fóðuröflun, fóðr- un og hirðingu kúnna. Nokkur pláss laus undir Þyt í fyrragangmál sem hefst 12. júní í Neðra-Seli. Upplýsingar gefur Finnur Egilsson í síma 893-3585. Afurðaþróun á stærstu framleiðslusvæðum

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.