Bændablaðið - 28.03.2006, Qupperneq 7

Bændablaðið - 28.03.2006, Qupperneq 7
Árnavísur Mikið var ort um Árna Magnússon og brotthvarf hans úr pólitík. Hjálm- ar Freysteinsson orti um erfðar- prinsinn: Víst það telja verður slys, veikir flokkinn, að erfðaprinsinn útbyrðis er nú stokkinn. Svo bætti hann við: Árni fer í önnur störf ekki verður krýndur, erfðaprins varð ekki þörf því arfurinn var týndur. Pétur Stefánsson orti um sama efni: Gömul saga gerist ný, -grasið veðurbarið. Framsókn sækir sífellt í sama gamla farið. Elli Hreiðar Karlsson sendi á Leirinn þessa snilldarvísu Kristjáns Ólafs- sonar Einskisverðri undir byrði, einn á ferð í veðraskaki, allt sem gerði einhvers virði ævina - sérðu langt að baki. Ódauðlegur Pétur Stefánsson losaði sig við tób- aksnautnina og sagði: Eins og draumur er mitt líf, -opnast greiðfær vegur. Laus við tóbak, vín og víf, verð ég ódauðlegur. Kristján Bersi sagðist hafa skotist í verslun í Hafnarfirði til að eiga bjór fyrir kvöldið. Þegar hann kom þar inn voru þrjú afgreiðsluborð opin og við þau sátu unglingar, sem hann hafði aldrei séð þar áður. Þá kom í huga hans þessi vísa, Vorið góða grænt og hlýtt gerir oss bráðum ríka Allt er hér sem orðið nýtt, afgreiðslufólkið líka. Hömlulaus grátur Eftir mikinn rigningardag í Reykja- vík orti Sigrún Haraldsdóttir:. Hér er flest á vondum vegi, veröld fáum traust. Guð hefur á gráum degi grátið hömlulaust. Endurborinn Hannibal Kristján Bersi heyrði viðtal við Jón Baldvin heimkominn og hættann í utanríkisþjónustunni og orti í hrifn- ingu sinni: Í Jóni Baldvini býr mikill kraftur til bjargræðisverka, og því væri gott ef hann gengi aftur og gerðist leiðtogi á ný. Hjálmar Freysteinsson var honum ekki sammála og sagði: Varla málin verið gætu verri en lýsir þetta tal, að eyja sína einu glætu í endurbornum Hannibal. Bólu-Hjálmar Hreiðar Karlsson spurði á Leir eftir hvern þessi vísa sé og Kristján Bersi fullyrðir að hún sé eftir Bólu- Hjálmar: Skær þegar sólin skín á pólinn skorpnar ól við spíkar þjó. Argur fólinn urgar hólinn, eru hans tólin þeygi sljó. Golf vísa Stefán Vilhjálmsson segir frá: Ein- hverju sinni sat ég hóf með golfur- um og lagði fram eftirfarandi „bók- un“: Þó ég yrki ansi vel að því að ég sjálfur tel, kann ég ekki að yrkja um golf áður en ég lendi á hvolf- i. Mælt af munni fram Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson 7Þriðjudagur 28. mars 2006 Kraftur í starfi Land- búnaðarháskóla íslands Landbúnaðarháskóli Íslands (LBHÍ) hélt fyrsta ársfund sinn þann 17. mars sl. á Hótel Selfossi. Ársfundurinn þótti takast frábærlega vel og greinilegt að mikill kraftur er í starfi háskólans um þessar mundir. Bændablaðið ræddi við Ágúst Sigurðsson rektor sem fór vítt og breitt um sviðið í ræðu sinni við upphaf ársfundarins. Hvers vegna haldið þið árs- fundinn hér á Selfossi? Við ákváðum strax í upphafi að leggja áherslu á þessa ársfundi okkar, vanda til dagskrár og fara með fundina út um land, til þeirra sem við eigum hvað ríkast erindi til sem er landsbyggðin og þeir sem þar búa. Að þessu sinni ákváðum við að sækja Sunnlend- inga heim og leggja áherslu á að fjalla um þá miklu byltingu sem er að verða í landnotkun hér á þessu svæði. Hér eru að eiga sér stað breytingar sem sannarlega kalla á umræðu um með hvaða hætti við skipuleggjum nýtingu landsins okkar með skynsamlegustum hætti. Í erindi, sem Sveinn Sigur- mundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, flutti á ársfundinum, kom glögg- lega fram hvernig landnýting í heilu sveitarfélögunum hefur gjör- breyst. Ölfusið hefur t.d. breyst á tiltölulega stuttum tíma úr mjólk- urframleiðslusvæði í klasabyggð með hrossabúgörðum. Sterkasti kjarni mjólkurframleiðslunnar á svæðinu hefur flust lengra í austur, fjær höfuðborgarsvæðinu, og eru Austur-Landeyjarnar í miklum vexti hvað þetta varðar og eru að verða eitt öflugasta svæðið.“ Nauðsynlegt að undirbúa breytta löggjöf um tvöfalda búsetu Og Ágúst heldur áfram: „Mikil spurn er eftir jörðum á Suðurlandi, sérstaklega á vestari hluta svæðis- ins, sumarhús spretta upp út um allt, tilhneiging er til að skipta upp jörðum í allskyns parta og þéttbýl- iskjarnar á svæðinu eru í vexti. Allt kallar þetta á að við hugum betur m.a. að skipulagsmálum í dreifbýli og eflum alla umræðu um þessi mál í samvinnu við m.a. sveitarfé- lög, sem víða standa frammi fyrir stórum ákvörðunum í þessum efn- um nú þegar. Löggjafinn þarf að herða sig til þess að við séum betur búin undir þessar miklu breytingar, sem munu gerast með auknum hraða á næstu árum. Það er t.d. al- gjörlega nauðsynlegt að undirbúa breytta löggjöf hvað tvöfalda bú- setu varðar.“ Höfum margt fram að færa Skipulagsmál, hefur Landbún- aðarháskóli Íslands eitthvað fram að færa þar? „Já, það teljum við tvímæla- laust. Við rekum mjög öfluga og vinsæla námsbraut til BS-gráðu, sem við köllum umhverfisskipu- lag. Þar er m.a. verið að fást við þessi mál auk þess sem skipulags- mál í dreifbýli eru auðvitað ná- tengd búrekstri almennt. Við höf- um mikinn hug á því að koma af stað fleiri rannsókna- og þróunar- verkefnum sem tengjast þessu við- fangsefni enda er það aðkallandi eins og kom glögglega fram á árs- fundinum. Rannsóknir sem beinast að skipulags- og umhverfismálum og landmótun við okkar aðstæður eru mikilvægar. Verkefni sem tengjast skipulagningu bújarða og grænna svæða í þéttbýli mætti nefna og síðan er alls ekki nóg að gert við rannsóknir á t.a.m. skjól- myndun í okkar vindasama landi, hvort heldur er í þéttbýli eða úti í sveit.“ Víðtækari skírskotun Er Landbúnaðarháskólinn með þessu að fara inn á ný svið? „Já, enda sjálfsagt mál, tímarnir breytast og ný viðfangsefni spretta upp, landbúnaður hefur víðtækari skírskotun nú til dags en áður og þarf ekki annað en skoða nýju jarðalögin til að sjá þessa breyttu skilgreiningu. Við erum í rauninni að tala um sjálfbæra náttúrunýt- ingu á Íslandi í víðu samhengi, hvort heldur er á sviði framleiðslu eða þjónustu. Sem dæmi um út- víkkun námsframboðs má í þessu samhengi nefna BS-nám í náttúru- og umhverfisfræði þar sem fengist er við fjölbreytt viðfangsefni ís- lenskrar náttúru og samspil manns- ins við hana. Hvað sem því líður erum við þó alls ekki að missa sjónar á hlut- verki okkar gagnvart hefðbundn- um íslenskum búrekstri og ætlum svo sannarlega að standa okkur þar. Áhersla á þekkingu í nútíma búfjárrækt og jarðrækt er á sínum stað. Til marks um það mætti nefna að við höfum nýverið ráðið til okkar einn fremsta búfjárkyn- bótafræðing heims, við erum lögð af stað með mjög stórt rannsókna- verkefni til að kortleggja vandamál tengd kálfadauða í íslenska kúa- stofninum. Við munum frá og með næsta hausti bjóða upp á starfs- miðað meistaranám (MS) í búvís- indum og við munum sömuleiðis frá sama tíma bjóða fram BS-nám í garðyrkju. Þá er starfmenntanám í búfræði og garðyrkju á sínum stað. Fleira mætti nefna þessu tengt eins og sú aukna áhersla sem við ætlum nú að leggja á sameindaerfðafræði og líftækni. Við teljum algjörlega nauðsynlegt að koma okkur upp betri aðstöðu til kennslu og rann- sókna á sviði sameindaerfðafræði og fá inn fleira fólk í gegnum rann- sóknaverkefni þannig að þekking- in á þessu sviði rjúki ekki út í veð- ur og vind um leið og einhverjar breytingar verða í hópi starfsliðs eins og tilfellið hefur verið í gegn- um tíðina. Verkefnin á þessu sviði eru óþrjótandi, hvort heldur er litið til búfjár eða nytjajurta og við þurfum að skapa okkur þær að- stæður að við getum verið virkir þátttakendur í rannsóknasamstarfi á þessu sviði.“ Rannsóknasetur á sviði viðskipta og hagfræði Þú nefndir á ársfundinum nýtt rannsóknasetur við LBHÍ á sviði viðskipta og hagfræði, hvað er þar á ferðinni? „Við höfum allt of lengi van- rækt þetta svið. Þó svo að þessi málefni séu á oddinum víða í þjóð- félaginu, viðskiptafræðin stórt fag sem margir sækja í og hagvísindin málefni af þungavigt, þá höfum við verið of lin í þessum fræðum frá sjónarhóli landbúnaðar og nátt- úrunýtingar á Íslandi. Ég vil stofna til rannsóknaseturs á þessu sviði þar sem a.m.k. 2-3 sérfræðingar starfa, helst í samvinnu við aðrar menntastofnanir og fyrirtæki. Þar færu fram rannsóknir og þekking- arleit, sem beinist að alþjóðasamn- ingum, alþjóðaviðskiptum með búvörur, breyttu stuðningsformi, áhrif af slíku og leiðir í íslenskum landbúnaði. Áhersla verði á auð- linda- og svæðahagfræði, rann- sóknir sem beinast m.a. að velferð- araukandi áhrifum sjálfbærrar nátt- úrunýtingar, landgræðslu og skóg- ræktar. Þetta tel ég brýnt og við höfum þegar hafið vinnu við að koma þessu af stað.“ Námsbraut í skógfræði og landgræðslu Er aukin áhersla á skógfræði og landgræðslu hjá ykkur? „Þessi fræðasvið eru í örum vexti hjá okkur enda skógræktin sífellt í sókn hérlendis og má eig- inlega segja að verið sé að klæða landið skógi á ný á stórum svæð- um. Þetta kallar á miðlun þekking- ar og rannsóknir en við réðum ein- mitt prófessor í þessum fræðum á síðasta ári til að veita þessum mál- um forystu við háskólann. Land- græðsla er einnig áherslusvið hjá okkur til framtíðar en frá og með næsta hausti munum við bjóða upp á sérstaka námsbraut til fyrstu há- skólagráðu (BS) í skógfræði og landgræðslu þar sem nemendur geta lagt sig eftir sérhæfingu á hvoru sviðinu sem er. Landgræðsla sem fræðasvið hefur einnig mjög alþjóðlega skír- skotun fyrir okkur Íslendinga í ljósi sérstöðu landsins og langrar sögu landgræðslustarfa á Íslandi. Það opnar fyrir ýmsa möguleika í framtíðinni. Þessu tengt er auðvit- að sú áhersla sem við höfum lagt á rannsóknir á sviði kolefnisbúskap- ar og hnattrænna umhverfisbreyt- inga. Í þeim efnum er afar brýnt mál nú, ef við Íslendingar ætlum að standa okkur gagnvart loftslags- sáttmála og Kyoto-bókun, að halda glöggt bókhald um bindingu kol- efnis í íslensku landi og þar liggur beint við að byggja enn frekar ofan á Nytjalandsgrunninn.“ Aukið samstarf LBHÍ og Hólaskóla Nú eru starfandi tvær mennta- stofnanir innan vébanda landbún- aðarins, LBHÍ og Hólaskóli, er eitthvert samstarf þar? „Já, svo sannarlega og það mun brátt verða mun meira. Hólaskóli hefur rétt eins og LBHÍ verið í mikilli þróun og þar eru margir efnilegir hlutir að gerast. Við erum nú þessa dagana að leggja loka- hönd á víðtækan samstarfssamning milli LBHÍ og Hólaskóla, sem ætl- unin er að muni ná til allra fag- sviða við skólana tvo, bæði hvað varðar námsleiðir sem og rann- sóknastarf. Þessi samningur mun þannig skapa ramma fyrir allt okk- ar samstarf en síðan þarf að útfæra hvert og eitt verkefni sérstaklega.“ Framhald á bls. 12 Ágúst Sigurðsson rektor í ræðustól.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.