Bændablaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 14
14 Þriðjudagur 28. mars 2006 Framtíð garðyrkju- menntunar á Íslandi Nemendur garðyrkjubrauta Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi standa fyrir málþingi miðvikudaginn 29. mars frá kl. 15:00 til 17:00 í húsnæði skólans á Reykjum um framtíð garðyrkjumenntunar á Íslandi. Allt áhugafólk er velkomið. Ekkert þátttökugjald og veitingar í lok þingsins. Ferðamálasamtök Snæfellsness sendu nýlega bæjarstjórn Snæ- fellsbæjar bréf um vega- og fjar- skiptamál. Formaður ferðamála- samtakanna er Marteinn Njáls- son, ferðaþjónustubóndi á Suð- ur-Bár, og sagði hann í samtali við Bændablaðið að vegalagnir á Snæfellsnesi hefðu gengið vel síðustu árin og beri að þakka það. Í bréfinu er bent var á mik- ilvægi þess að vegaframkvæmd- um verði haldið áfram og að litið verði á Snæfellsnesið sem eina heild í því sambandi. „Þarna er aðeins verið að tala undir rós vegna þess að menn hafa deilt nokkuð um veg yfir Fróðár- heiði. Ólafsvíkingar vilja fara í mjög stórbrotnar framkvæmdir sem er gerð jarðganga í stað vegar yfir heiðina. Þetta tefur vegagerð- ina og gæti tafið málin næstu 15 árin ef stefna ætti á jarðgöng. Það myndi að sjálfsögðu hafa áhrif á allt Snæfellsnesið,“ sagði Mar- teinn. Varðandi fjarskiptin sagði hann að þau þyrftu að vera mun betri úti í sveitunum. Þar búi menn við símalínur og ISDN. Gagnvart ferðaþjónustunni séu góð fjarskipti mjög mikilvæg fyrir utan að vera hluti af búsetuskilyrðum líka. Bréf Ferðamálasamtaka Snæ- fellsness er á þessa leið: „Stjórn Ferðamálasamtaka Snæfellsness fagnar þeim samgöngubótum sem hafa orðið á Snæfellsnesi á liðnum árum og hvetur til þess að hugað verði að áframhaldandi uppbygg- ingu vega. Þar má telja fram- kvæmdir á Útnesvegi, uppbyggðan veg með bundnu slitlagi um Fróða- árheiði og uppbyggingu vegar um Skógarströnd. Þessar framkvæmd- ir eru hagsmunamál allra Snæfell- inga og hafa jákvæð áhrif á ferða- þjónustu á öllu Snæfellsnesi en ekki aðeins hagsmunamál þeirrar byggðar sem er næst framkvæmd- unum. Stjórn Ferðamálasamtaka Snæfellsnes fagnar einnig fyrir- huguðum bótum á fjarskiptasam- bandi og Internettenginum á öllu svæðinu samkvæmt nýrri fjar- skiptaáætlun og bendir á að þessar úrbætur er allri ferðaþjónustu á svæðinu nauðsynlegar og mjög mikilvægar.“ Ferðamálasamtök Snæfellsness Vilja nýjan veg yfir Fróðárheiði en ekki bíða eftir jarðgöngum Óánægja meðal þjóðanna fimm- tán, sem mynduðu ESB fyrir stækkun sambandsins, grefur um sig. „Var það þetta sem við vild- um?“ spyrja Frakkar og Ítalir, þeg- ar verið er að leggja niður verk- smiðjur vegna harðnandi sam- keppni. Efnahagsvandamál og at- vinnuleysi blasir við. Lausnin, sem stjórnarandstæðingar innan ESB stöðvast við, er „minna ESB“, eða m.ö.o. minni sam- keppni með því að loka landamær- um og draga úr samkeppni utan frá. Þarna er á ferð grundvallar- ágreiningur. Samstarf innan ESB hefur frá upphafi byggst á því að draga úr viðskiptahindrunum og hvetja til aukinna viðskipta á innri markaði sambandsins, og styrkja þannig samkeppnisstöðu ESB á alþjóðamarkaði. Aðrir líta svo á að það að víkja frá grundvallarstefnu frjálsra viðskipta, þegar á bjátar, sé bæði hættulegt og rangt. Ljóst er þó að sú opna stefna í viðskiptamálum, sem segja má að ESB hafi byggst upp í kringum, hafi nú leitt til árekstra milli aðild- arlanda sambandsins. Það skref í átt til aukinnar frí- verslunar, sem stigið var í Úrúgvæ viðræðulotunni innan Alþjóða við- skiptastofnunarinnar, WTO, og hélt svo áfram í Doha-viðræðulot- unni, hefur valdið áður óþekktum óróa í mörgum löndum ESB, eink- um í sunnanverðri Evrópu. Skýrust merki þess er hin gríð- arlega aukna samkeppni sem staf- ar af ódýrum vörum og þjónustu frá Kína og Indlandi. Þar má m.a. minna á ódýr föt frá Kína og ódýra tölvuvinnu sem Indverjar bjóða fram. ESB er þannig bundið í báða skó þegar það er annars vegar að tala fyrir auknu viðskiptafrelsi en hins vegar að taka tillit til eindreg- innar verndarstefnu. Í stuttu máli rekst þar á frjálslynd engilsaxnesk stefna og latnesk verndarstefna ríkja Suður-Evrópu. (Internationella Perspektiv nr. 3/2006). ESB og alþjóða- væðingin Grundvallar ágreiningur gerir vart við sig Ný Jarðabók Íslands var opnuð formlega af landbúnaðarráð- herra á ársfundi Landbúnaðar- háskóla Íslands (LBHÍ) á Sel- fossi þann 17. mars. Hin nýja Jarðabók markar mikilvæg tímamót í sögu landupplýsinga á Íslandi. Upplýsingarnar eru almannaeign og öllum frjáls til afnota. Þau mynda afar mikil- vægan grunn fyrir skipulagsmál í dreifbýli og skipulag landnotk- unar. Að baki Jarðabókarinnar er viðamikill gagnagrunnur sem byggir á þremur meginþáttum: 1. Landamerkjum flestra jarða Ís- lands 2. Gróðurfari, sem flokkað er í 10 meginflokka 3. Gervihnattamyndum, sem not- aðar hafa verið við flokkun gróðurs og sem landfræðilegur grunnur jarðabókarinnar. Jarðamarkanna var aflað mjög víða, m.a. af gróðurkortum RALA/NÍ, af aðilum sem vinna fyrir sveitafélögin við skipulags- mál, en flestra var þó aflað af starfsmönnum Nytjalands í góðu samstarfi við bændur og sveita- stjórnir. Öflun jarðamarkanna er ekki að fullu lokið og sum eru frekar gróf en teljast þó góð fyrsta nálgun. Upplýsingar um uppruna markanna eru skráðar í grunninn. Jarðamörkin munu í framtíðinni mynda grunn fyrir bújarðir í Landskrá fasteigna hjá Fasteigna- mati ríkisins, sem mun taka við vinnu við jarðamörkin í áföngum á þessu og næsta ári. Einföld gróðurflokkun Gróðurflokkunin er einföld og skírskotar til uppskeru beitilands. Gróðurflokkunin miðaði einnig að því að hægt væri að greina milli flokkanna með hjálp gervi- tunglamynda. Við flokkunina voru notaðar gervitunglamyndir og fjarkönnunaraðferðum var beitt til að greina á milli ólíkra yf- irborðsgerða. Yfirborðsgerðir gefa frá sér mismunandi endur- varp (bylgjulengdir) og fjarkönn- unin gengur út á það að aðgreina bylgjur sem endurvarpast frá ólík- um gróðurlendum. Árangurinn af fjarkönnuninni var staðfestur eft- irá með vettvangsathugunum. Að flokka allt yfirborð landsins með þessum hætti er afar viðamikið og metnaðarfullt verkefni en flokk- unin er nú á lokastigum. Þó vantar gervihnattamyndum af nokkrum svæðum landsins, en eftir er að flokka um 20% landsins, m.a. stóra hluta af hálendinu. Á undan áætlun Verkefnið hófst að full í byrjun árs 2000 með sérstakri fjárveit- ingu á fjárlögum. Miðað var við að verkið tæki 8-10 ár. Því hefur miðað betur en ætlað var í fyrstu en er þó ekki alveg að fullu lokið. Þeir starfsmenn, sem hafa borið hitann og þungan af vinnunni, eru Sigmar Metúsalemsson, Fanney Gísladóttir, Einar Grétarsson og Björn Traustason, en Ólafur Arn- alds hefur verið verkefnisstjóri. Í stjórn Nytjalands hafa setið Sigur- geir Þorgeirsson (Bændasamtök- um Íslands), Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri, Níels Árni Lund (landbúnaðarráðuneytinu), og Þorsteinn Tómasson, forstjóri RALA. Það hefur verið styrkt af ýmsum aðilum, m.a. af verkefni ríkisstjórnarinnar um upplýsinga- samfélagið, Framleiðnisjóði land- búnaðarins, Alþingi og fleiri aðil- um. Margháttuð not Jarðabókin er nú þegar notuð í margvíslegum tilgangi, m.a. í skipulagsvinnu, arðgreiðslur vegna hreindýraveiða, og marg- víslegum rannsóknum þar sem notaðar eru landfræðilegar upp- lýsingar svo sem við vegagerð, rannsóknir á kolefnisbúskap, við jarðvegskortagerð, og staðsetn- ingu ýmiss konar landupplýsinga, svo sem náma og jarðhita. Jarða- bókin hefur einnig mikið verið nýtt í tengslum við eignarumsýslu á jörðum síðustu árin og líklega munu ekki margar bújarðir skipta um eigendur án þess að leitað verði upplýsinga í Jarðabókina. Grunnurinn mun í framtíðinni gegna mikilvægu hlutverki við rannsóknir og menntun við í LBHÍ. Grunninn má nota við skipulagsrannsóknir og margvís- legar rannsóknir á byggðaþróun o.fl. með tengingu hagrænna og landfræðilegra upplýsingar. Nytjalandsgögnin munu einnig verða kjörinn grunnur til kort- lagningar og upplýsingaöflunar af öðru tagi, t.d. við náttúrufarsrann- sóknir og við skráningu örnefna, fornleifa, jarðfræðiminja og bún- aðarminja. Bændur nytja stærsta hluta landsins og er Nytjalandsgögnun- um ætlað að vera grunnur fyrir áætlanagerð á bújörðum, t.d. varðandi ræktun, áburðargjöf, beitarstýringu, skógræktar- og landgræðsluáætlanir, friðun, vatnsvernd og fleira, sem bændur þurfa að huga að á jörðum sínum. Mikilvæg heimildaöflun Auk margþættra notkunarmögu- leika þá felur vinna Nytjalands í sér mikilvæga heimildaöflun. Meðal annars verða til á aðgengi- legu formi upplýsingar um hvern- ig gróðurfari í landinu var háttað um aldarmótin 2000 og er það fyrsta samfelda skráning á gróð- urfari á landinu öllu, í svo stórum mælikvarða. Landamerkjaskrán- ingin er einnig mikilsverð heim- ild, þar sem fólki, sem þekkir landamerki og/eða þau kennileiti sem vísað er til í landamerkjalýs- ingum, fækkar óðum í sveitum landsins. Í Jarðabókinni eru nú rúmlega 8.000 landskikar í dreifbýli, en um 6.000 jarðir. Upplýsingar um stærðir og gróðurflokka eru til fyrir flestar jarðanna. Slóðin er www.nytja- land.is/vefsja Þar er að finna ít- arlegri lýsingu á verkefninu auk vefsjár fyrir jarðirnar. Þar eru einnig krækjur í greinar sem sýna dæmi um rannsóknir sem unnar hafa verið upp úr Jarðabókinni og birtar voru á Fræðaþingi landbún- aðarins. Það er von okkar sem að verk- efninu höfum unnið að þetta sé aðeins fyrsta útgáfa og að tæki- færi gefist á næstu árum til að bæta upplausnina og þar með upplýsingagildi Nytjalands. Sá möguleiki er nú þegar fyrir hendi, þar sem nákvæmar gervitungla- myndir eru nú fyrir hendi af nán- ast öllu landinu. Ólafur Arnalds og Fanney Gísladóttir Tímamót í notkun landupplýsinga á Íslandi Nytjaland - Jarðabók Íslands Ólafur Arnalds skálaði með sínu fólki í gúrkustaupi þegar Jarðabókin var formlega opnuð af landbúnaðarráðherra á fyrsta ársfundi Landbúnaðar- háskóla Íslands, 17. mars sl.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.