Bændablaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 16
16 Þriðjudagur 28. mars 2006 Ólafur Þór Hauksson, sýslu- maður á Akranesi, segir að allt fram á síðustu misseri hafi geymsla skotvopna víða hér á landi ekki verið í lagi. En við voðaskot sem átti sér stað á Sel- fossi fyrir tveimur árum hafi verið ákveðið að herða mjög reglur um geymslu skotvopna. Hann segist hafa gert könnun í sínu umdæmi og þá hafi komið í ljós að víða var þetta í stak- asta lagi og aðrir tilbúnir til að gera þær umbætur sem þurfti. Hann segir að það sé sín reynsla að þeir sem hafa byssuleyfi og eru með lögleg skotvopn sé hópur sem vill hafa sín mál al- gerlega í lagi. Þetta sé löghlýð- inn hópur. Þeir sem eru með óskráða og ólögmæta byssu fara ekki eftir neinum lögum eða reglugerðum um meðferð skotvopna. Viðurlög við að vera með ólöglega byssu og án byssuleyfis eru sektir og skot- vopnin eru gerð upptæk. Læst húsnæði Ólafur Þór segir að samkvæmt 23. gr. vopnalaga nr. 16/1998 sbr. Og 33. gr. reglugerðar nr. 787/1998, skulu eigendur eða umráðamenn skotvopna og skot- færa ábyrgjast vörslur þeirra og sjá um að óviðkomandi nái ekki til þeirra. Í því skyni skal hús- næði sem geymir skotvopn og skotfæri ávallt vera læst ef íbúar eru fjarverandi. Við lengri fjar- veru skal auk þess gera skotvopn óvirkt, t.d. með því að fjarlæga af því nauðsynlega hluta, aðra en láshús. Þeim sem eiga eitt til þrjú skotvopn og geyma þau ekki í sérútbúnum vopnaskáp er skylt að hafa gikkslás á vopnum sínum þegar þau eru ekki í notkun. Jafn- framt er þeim skylt að geyma þau í læstum hirslum. Þeim sem á fleiri en þrjú skot- vopn er skylt að geyma þau í sér- útbúnum vopnaskáp sem sam- þykktur er af lögreglustjóra. Með vísan til ofanritaðs sagðist Ólafur Þór hafa ákveðið eftirfarandi um búnað vopnaskápa og geymslu skotfæra í sínu umdæmi: Vopnaskápur Skápurinn skal gerður úr stáli og þykkt hliða, gafls og hurðar skal vera að lágmarki 3 mm. Lamir skulu vera innfelldar. Hann skal búinn minnst einum lykla- og/eða talnalás sem skal vera innfelldur í hurð. Hengilás- ar eru ekki leyfðir. Hann skal vera boltaður og/ eða steyptur í vegg eða gólf ef eigin þyngd er minni en 150 kg. Hann skal vera með a.m.k. þriggja punkta læsingu (pinnar/bolt- ar), þar af skal einn ganga í hurða- karm lásmegin. Geymsla skotfæra Skotfæri skulu geymd í læstu hólfi inni í sérútbúnum samþykktum vopnaskáp eða í læstum skáp eða annarskonar læstum hirslum sem festar eru í vegg eða gólf. Heimilt er að tveir eða fleiri aðilar með skotvopna-leyfi samnýti skot- vopnaskáp enda hafi þeir einir að- gang að honum og hver og einn eigi eða hafi afnotaheimild að öll- um vopnum sem geymd eru í skápnum. Lögreglustjóri getur heimilað geymslu skotvopna í sérútbúnum herbergjum (geymslum) ef fyrir gluggum eru rimlar og fyrir her- berginu er sérstök öryggishurð. Lögreglustjóri getur samþykkt vopnaskápa sem fluttir hafa verið inn eða framleiddir fyrir gildistöku þessara reglna þótt þeir uppfylli ekki ofangreind ákvæði. Jói byssusmiður stend- ur hér við sterklegan byssuskáp en sam- kvæmt lögum verða menn að kaupa byssu- skáp þegar þeir eignast fjórðu byssuna. Jói sagði það sína skoðun að menn ættu að kaupa byssuskáp um leið og þeir keyptu fyrstu byss- una. Hætta væri á að menn misstu áhugann á skotveiði og hentu byssunni niður í geymslu þar sem hver sem er gæti farið að fikta við hana. Svona byssuskápur eins og Jói stendur við kostar 37 þúsund krónur. Reglur um geymslu skotvopna hafa verið hertar Gaulverjabæjarskóli í Gaul- verjabæjarhreppi hefur nú feng- ið nýtt hlutverk því í skólanum hefur verið opnuð sérdeild ætluð sunnlenskum börnum og ung- lingum með hegðunar- og til- finningavanda. Kristín Hreinsdóttir, forstöðu- maður Skólaskrifstofu Suðurlands, er forstöðumaður skólans en deild- arstjóri er Kristín Guðmundsdóttir atferlisfræðingur. Kristín sér um daglega umsjón skólans. Alls hafa átta nemendum verið veitt skóla- vist í deildinni. Nemendur stunda nám og meðferð við skólann í 3-6 mánuði og snúa svo aftur í sinn heimaskóla. Meðferðin í skólanum er þríþætt og skiptist í félagsfærni- þjálfun, reiðistjórnun og siðferðis- þjálfun. Unnið er samkvæmt með- ferðarkerfinu ART (Aggression Replacement Training), sem hefur verið að ryðja sér til rúms víða í Evrópu og Bandaríkjunum. ART er, eins og nafnið bendir til, beint fyrst og fremst gegn árásargirni. Meðferðin fer fram í 45 mín. Lot- um, þrisvar til fjórum sinnum í viku. /MHH Gaulverjabæjarskóli, sem hefur nú fengið nýtt hlutverk en í dag er hann fyrir sunnlensk börn og unglinga á aldr- inum 10 til 16 ára sem etja við hegðunar- og tilfinningavanda. Bændablaðsmynd/MHH Sérdeild fyrir sunnlensk börn í Gaulverjabæjarskóla Sýningin „Verk og vit“ Bændablaðið brá sér á sýninguna Verk og vit sem var haldin í nýju íþrótta- og sýningahöllinni í Laugardal á dögunum. Á sýningunni var megináhersla lögð á fagmennsku, aukna þekkingu og tækninýjungar í byggingariðnaði og mannvirkjagerð en mjög örar framfarir hafa orðið á þessu sviði undanfarin ár. Áhugaverðar nýjungar í íslenskri fram- leiðslu voru kynntar, auk véla, tækja, hönnunar, ráðgjafar og þjónustu, sem ýmis fyrirtæki bjóða. Skipulagsmál sveitarfélaga fengu sérstakan sess. Hér eru þeir Kjartan Kristófersson, starfsmaður í varahlutaverslun Vélaborgar, og Magnús Sigurðsson, sölumaður búvéla. Kjartan sagði að á þessari sýningu væru einkum verktakar í byggingaiðnaði, en hann lét vel af sér og aðsókn í básinn. Borgarplast var mætt til leiks. F.v. Sigurður Ástvaldsson sölumaður, Arnar Már Gíslason sölumaður og Guðni Þórðarson, forstjóri Borgar- plasts. Á sýningunni voru einkum brunnar og fl. sem sveitarfélög nota í starfsemi sinni, en eins og kunnugt er framleiðir Borgarplast einnig rotþrær og fiskiker, sem eru stærsti hluti framleiðslunnar. Starfsmenn Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki kynntu steinull í gríð og erg. F.v. Magnús Sigfússon sölustjóri og Trausti Jóel Helgason skrifstofustjóri. „Kostir steinullarinnar eru miklir en það þarf stöðugt að vera að minna á sig,“ sagði Magnús sölustjóri. Lesendur Bændablaðsins þekkja vel fyrirtækið Landstólpa, sem er í eigu Arnars Bjarna Eiríkssonar í Gunnbjarnarholti. Landstólpi var þarna á sinni fyrstu „stóru“ sýningu. F.v. Sigrún Símonardóttir bókari, Rúnar Skarphéðinsson sölumaður, Þröstur Jónsson sölumaður, Ás- geir Eiríksson og Arnar Bjarni Eiríksson framkvæmdastjóri. Land- stólpafólkið lét vel af sér. Það fengi mikið af fyrirspurnum sem er jú upphafið að frekari viðskiptum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.