Bændablaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 18
18 Þriðjudagur 28. mars 2006 Meiri mjólk! Nú þarf að auka mjólkurfram- leiðslu hér á landi til að mæta þörf- um markaðarins fyrir okkar frá- bæru mjólkurafurðir og til að láta reyna á útflutningsmög-uleika! Þá er ljóst að a.m.k. út verðlagsárið verður greitt fyrir umframmjólkina og því ástæðulaust annað en að reyna nú sem aldrei fyrr að há- marka nyt eftir hverja kú! Ræddar hafa verið ýmsar leiðir til að auka afköst kúnna og langar mig að ræða örlítið þá leið sem líklega er einfaldast að fara fyrir marga kúa- bændur, að auka kjarnfóðurgjöf- ina! Gluggað í skýrsluhaldið Hér skal gripið niður í opinberar tölur í skýrsluhaldinu á bondi.is og tekin út fjögur bú af Vesturlandi árin 2000-2005. Öll hafa þau færst umtalsvert upp listann á undan- förnum árum. Þetta eru búin á Eystri Leirárgörðum, Hjarðarfelli, Leirulækjarseli og Stakkhamri. Ég vil nota tækifærið og óska ábúend- um til hamingju með frábæran ár- angur á tímabilinu. Í töflu 1 gefur að líta vegið meðaltal yfir afurðir og kjarnfóðurgjöf, á Stakkhamri er gefið súrsað bygg og er tekið tillit til þess í kjarnfóðurtölunni þaðan í skýrsluhaldinu. Hér má sjá að aukning afurða á búunum helst nokkuð í hendur við meiri kjarn- fóðurgjöf, ábúendum hefur tekist vel að fóðra kýrnar til afurða! Er nóg að gefa kúnum almennilega að éta? Ef við leikum okkur aðeins með meðaltalsaukningu í kjarnfóður- gjöf á búunum fjórum, þá eru í 634 kg af kjarnfóðri, 634 FEm. Ef kýr- in skilar öllu kjarnfóðrinu með aukinni nyt þá á hver FEm að gefa um 2,2 lítra af mjólk. Þannig má segja að 634 kg aukning á kjarn- fóðurgjöf eigi að geta skilað 634 x 2,2 = 1395 lítrum af mjólk, sem er ríflega sú aukning á nyt sem orðin er á þessum fjórum búum á um- ræddu sex ára tímabili. Auðvitað er þetta mikil einföld- un, annað og meira þarf að koma til s.s. betri aðbúnaður kúnna og bætt fóðrun jafnt á innistöðu sem á beitartíma, auk þess sem kynbætur hafa skilað sínu en þetta er samt at- hyglisvert og mætti jafnvel spyrja hvort nóg sé að gefa kúnum al- mennilega að éta? Svarið við þeirri spurningu er að mínu áliti bæði já og nei. Séu aðbúnaðarþættir kúnna allir góðir, má ná umtalsverðri aukningu í nyt með aukinni kjarn- fóðurgjöf upp að vissu marki. Ef aðbúnaðurinn er aftur á móti slæmur, þarf oftast meira til! Ljóst er að á þessum fjórum myndarbú- um fara saman mikil gæði gróffóð- urs, góð fóðrun og aðbúnaður kúnna, enda voru þau öll í hópi af- urðahæstu kúabúanna á Íslandi árið 2005. Afkastageta kúnna okk- ar er greinilega mikil þegar vel er að verki staðið! Aukin kjarnfóðurgjöf skilar sér! Ef málið snýst eingöngu um að framleiða meiri mjólk, en ekki endi- lega að framleiða þá mjólk með heimaöfluðu fóðri, þá virðist aukin kjarnfóðurgjöf vera fljótlegasta leiðin til að svara kalli markaðarins um aukna mjólk! Ekki er sama hvernig kjarnfóðurgjöf er háttað, velja þarf rétta blöndu m.t.t. gróf- fóðurs og svo þarf kýrin að fá kjarn- fóðrið í hóflegum skömmtum yfir daginn! Kjarnfóðurgjöfin á fyrri hluta mjaltaskeiðs skilar mestu, en ef tekst að ná kúnum í hærri nyt þegar þær mjólka mest, þá skilar það hærri nyt út mjaltaskeiðið. Vissulega er verð á kjarnfóðri hátt hérlendis, en hefur þú skoðað hve mikilli mjólk aukin kjarnfóðurgjöf getur skilað hjá þér og hvaða verð þú getur fengið fyrir þá mjólk í dag? Er ekki rými fyrir auknar tekjur hjá þér? Ef þú hefur ekki skoðað þetta, skaltu gera það, hugsanlega kemur niðurstaðan þér á óvart! Allt hitt, sem hægt er að bæta! Vinna þarf markvisst í ,,öllu hinu“ sem getur aukið nytina, setja sér markmið og vinna eftir þeim! Þar má nefna atriði eins og uppeldi kálfa og kvíga, aðbúnað kúnna, hreinlæti, júgurheilbrigði, gæði gróffóðurs og beitarstjórnun svo eitthvað sé nefnt! Mannlegi þáttur- inn varðandi mjaltirnar skiptir t.d. gríðarlegu máli og þar má eflaust gera betur í mörgum fjósum! Frá- bært starf við mjaltir kúnna leggur grunn að aukinni endingu þeirra, en þar er mikla aukningu afurða að sækja. Aflaðu þér aukinnar fræðslu og þekkingar með námi við LBHÍ eða leitaðu aðstoðar nágranna, ráðunauta, dýralækna eða hjá mjólkureftirlitinu til að ná betri tök- um á því að láta kúnum „semja við“ þau tæki og tækni sem þú notar við mjaltirnar. Staðreyndin er nefni- legaa sú að eldri kýr mjólka meira en þær yngri, svo framarlega sem þær halda heilsu! Hve lengi endast kýrnar í fjósinu hjá þér? Það er spennandi til þess að vita að í kúa- búskapnum geta allir bætt sig, líka þeir sem eru að ná góðum árangri í dag! Gangi ykkur öllum vel! Tafla 1. Meðaltal meðalnytar og -kjarnfóðurgjafar á kúabúunum fjórum Ár Meðalnyt/kú Kjarnfóðurgjöf/kú 2000 5572 807 2001 5789 933 2002 5782 970 2003 6204 1171 2004 6268 1217 2005 6870 1441 Aukning á tímabilinu 1298 lítrar/kú 634 kg/kú Til að auka nyt íslenskra mjólkurkúa skjótt...... .....er einfaldast að auka kjarnfóðurgjöfina! Brák á Stakkhamri, sem mjólkaði 9032 lítra árið 2005. Ljósfufjöll í baksýn. Þar á bæ er kúnum einfaldlega gefið svo að þær mjólki mikið! Brák bar 6. desember og mjólkaði yfir 40 lítra á dag í febrúar. Þá fékk hún 10 kg af súrsuðu byggi og 10 kg af kjarnfóðri auk gróffóðurs að vild, bæði vallarfoxgras og vel verkaða há. Afkvæmadómur fyrir nautin, sem fædd voru árið 1999 og not- uð á Nautastöð BÍ, liggur nú fyr- ir. Þessi nautaárgangur var í minnsta lagi eða aðeins 20 naut. Nokkrir síðustu árgangar nauta hafa verið að skila til ræktunar- starfsins mjög öflugum kynbóta- gripum. Eftirtekjan úr þessum árgangi verður greinilega veru- lega minni. Af þessum 20 nautum voru tíu talin óhæf til frekari notkunar. Af þeim tíu sem fá notkunardóm verða fimm nú sett í almenna sæð- isdreifingu frá Nautastöðinni og skal gerð örstutt grein fyrir þeim hér á eftir. Rétt er að geta þess að nýtt kyn- bótamat hefur verið reiknað fyrir afurðaeiginleika og frumutölu, en fyrir eiginleika sem byggja á skoð- un og mjaltaathugun hafa engar nýjar upplýsingar komið frá því í haust. Þollur 99008 frá Þverlæk í Holtum var settur í almenna notk- un síðastliðið haust. Hann hefur með upplýsingum fyrir aukinn fjölda dætra verulega styrkt sinn dóm, hefur afurðamat 117 og 111 í kynbótaeinkunn. Ekkert vafamál er að þetta er öflugasti kynbóta- gripurinn í þessum árgangi nauta. Veikasti þáttur í mati hans er skap þar sem hann hefur 73 í einkunn en ástæða er til að leggja áherslu á það að þrátt fyrir það eru ekki að koma undan honum verulega skapgallaðar kýr og um leið hefur hann eitt alhæsta mat í gæðaröð eða 126 þannig að eigendurnir meta þessar kýr yfirhöfuð að góðu einu. Þollur er undan Skildi 91022 og á Bassa 86021 að móðurföður. Þollur er eina nautið úr 1999 ár- ganginum sem notað verður sem nautsfaðir. Spuni 99014 frá Berustöðum í Ásahreppi var einnig tekinn í al- menna notkun síðastliðið haust. Hann stendur með nánast óbreytt- an dóm frá síðasta hausti (sem finna má í Nautskrá) með sömu kynbótaeinkunn, 103. Spuni er sonur Stúfs 90035 og einnig dótt- ursonur Bassa 86021 eins og Þoll- ur. Ábætir 99002 er frá Svalbarði á Svalbarðsströnd. Þetta naut er með í 105 í kynbótaeinkunn en dætur hans eru ágætlega mjólkur- lagnar með fremur góða júgur- og spenagerð. Dómur um mjaltir er heldur undir meðaltali (85) en hans stóra tromp er kynbótamat fyrir frumutölu sem er 131 og nýt- ur hann þar góðra eiginleika föður síns, Bætis 91034, en móðurfaðir hans er Suðri 84023. Ótti 99029 er frá Arnstapa í Þingeyjarsveit. Kynbótaeinkunn hans er 106. Dætur hans eru ágæt- lega mjólkurlagnar með góða júg- urgerð en slakasta kynbótamat fyr- ir einstaka þætti er fyrir frjósemi en þar geldur hann afa síns í móð- urætt sem er Andvari 87014 en Ótti er sonur Tudda 90023. Gangandi 99035 er frá Göngu- stöðum í Svarfaðardal. Kynbóta- einkunn hans er 104. Dætur hans eru vart nema í tæpu meðallagi með afurðasemi. Þetta eru hins vegar að útliti, einkum hvað júgur- og spenagerð varðar einhver glæsi- legast dætrahópur sem nokkru sinni hefur komið til skoðunar hér á landi og kynbótamat um mjaltir er gríðarlega hátt (130). Lágt mat fyrir frumutölu (73) er hins vegar það sem mest dregur til lækkunar á kynbótamati en þar er ástæða til að benda á að hann er sonur Krossa 91032 og ætternisþátturinn vegur enn mjög þungt í mati um þennan eiginleika. Móðurfaðir Ganganda er Þráður 86013. Hin nautin, sem fengu notkun- ardóm, geta áhugasamir bændur fengið til notkunar með sérpöntun úr sæði úr þeim líkt og menn þekkja. Það eru eftirtalin naut; Viti 99016 frá Hundastapa á Mýrum, Duggari 99022 frá Böðmóðsstöð- um í Laugardal, Örvar 99028 frá Lambhaga á Rangárvöllum, Kofri 99030 frá Stóra-Ármóti og Oddi 99034 frá Helluvaði á Rangárvöll- um. Rétt er að benda á að úr Vita 99016 eru til það takmarkaðar sæðisbirgðir að ekki var af þeirri ástæðu mögulegt að bjóða hann til almennrar notkunar. Athygli er vakin á því að þessi nýju naut, sem núna koma til notk- unar, eru af fjölbreyttari uppruna en oft hefur verið með nýja nauta- hópa og þannig gjörbreytt mynd miðað við t.d. síðasta árgang (1998 nautin). Kynbótamat allra nautanna fyrir einstaka eiginleika er að finna á Netinu. Ítarlegri umfjöllun um nautin mun einnig birtast í Frey og endurnýjað nautaspjald með upp- lýsingum um reynd naut í almennri dreifingu verður fljótlega sent til viðskiptavina Nautastöðvarinnar. Afkvæmadómur nauta Nauta- stöðvarinnar, sem fædd voru 1999, liggur fyrir Jón V. Jónmundsson, ráðunautur BÍ jvj@bondi.is Sverrir Heiðar, kennari við Búfræðibraut LBHÍ á Hvanneyri Bændasamtökin og vatnalaga- frumvarpið Að undanförnu hefur mikið verið rætt um vatnalögin á Alþingi og nokkrir þingmenn hafa nefnt um- sögn Bændasamtaka Íslands við frumvarpið í þessu sambandi. Ein- staka þingmenn hafa haldið því fram í umræðum að BÍ séu and- stæð vatnalagafrumvarpinu. Þetta er rangt. Umsögn BÍ er á engan hátt nei- kvæð gagnvart atriðum sem mest hefur verið deilt um og snúa að eignarrétti. Bændasamtökin hafa ávallt stutt að tryggður sé einka- eignarréttur á öllum landtengdum réttindum. Það er mikil mistúlkun á umsögn BÍ að halda því fram að samtökin séu andsnúin meginefni frumvarpsins. BÍ sendu frá sér umsögn um frumvarpið í fyrra og hún var ítrekuð nú í vetur. Í umsögninni eru gerðar nokkrar athugasemdir við frumvarpið, en þær snúa ann- ars vegar að skilgreiningum og hins vegar voru settar fram spurn- ingar er lúta að stjórnsýsluákvæð- um. Þannig var lýst efasemdum um að færa jafn mikið vald til Orkustofnunar og gert er í frum- varpinu, en samtökin lýstu ekki yfir andstöðu við þessa breytingu. Í umsögn BÍ er bent á að með frumvarpinu eru numin á brott ákvæði um réttarstöðu er varða framræslu lands og við því var varað. Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.