Bændablaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 26
26 Þriðjudagur 28. mars 2006 Erfðabreyttar jurtir sem gefa ekki spírunar- hæft fræ Nokkur ár eru síðan bandaríska fyrirtækið Monsanto setti á markað erfðabreytta stofna nytjajurta, svo sem af maís og sojabaunum, en einnig nýlega hrísgrjónum, sem þola jurta- varnarefnið Roundup. Út- breiðsla þessara erfðabreyttu stofna er mikil í nokkrum lönd- um, þar á meðal í Bandaríkjun- um, Argentínu, Brasilíu, og voru þeir ræktaðir á 80 - 90 milljón hekturum árið 2005 (sjá síðasta Bændablað, nr. 5/2006, bls. 20). Í sumum löndum, m.a. í Evrópu, mætir þessi ræktun hins vegar andbyr. Fyrirtækið Monsanto hefur fylgt því fast eftir að krefja einka- leyfisgjalds af erfðabreyttum stofnum sínum og staðið í mála- ferlum í því sambandi. Nú hefur fyrirtækið hins vegar gengið skrefi lengra og sett á markað erfðabreytta stofna nytja- jurta sem bera fræ sem spírar ekki. Andstæðingar erfðabreyttrar ræktunar hafa varað við því að þessi eiginleiki, að gefa fræ sem spírar ekki, geti borist í náttúru- lega stofna og skaðað þannig líf- ríkið. Á alþjóðlegri umhverfisráð- stefnu í Jóhannesarborg árið 2002 beitti Noregur sér gegn því að all- ir alþjóðlegir umhverfissáttmálar yrðu lagaðir að regluverki Al- þjóða viðskiptastofnunarinnar, WTO. Margir vona að Noregur geti nú á sama hátt barist gegn því að leyft verði að rækta óspír- unarhæft frá. Árið 2000 var ákveðið að fresta því að leyfa notkun þessar- ar tækni. Nú er hins vegar hætta á að sú frestun verði felld niður. Sú ákvörðun verður tekin á ráðstefnu í Brasilíu í lok mars á þessu ári. Líftækniiðnaðurinn berst af öllum kröftum fyrir því að bann- inu verði aflétt og hefur fengið Kanada, Nýja-Sjáland og Ástralíu á sitt band í þeirri baráttu, og hef- ur þegar náð þeim áfangasigri að losa um bannið. Noregur stóð þó gegn þeirri ákvörðun. (Heimild: Nationen, Ósló). Sveitarstjórn Húnaþings vestra gengst fyrir viðamikilli ráð- stefnu um landbúnað og dreif- býli í sveitarfélaginu þriðjudag- inn 11. apríl næstkomandi í Fé- lagsheimilinu á Hvammstanga. Elín Líndal, oddviti í Húnaþingi vestra, sagði í samtali við Bænda- blaðið að svipuð ráðstefna hefði verið haldin á síðasta kjörtímabili og væru menn sammála um að hún hefði skilað miklu fyrir sveit- arfélagið. Hún sagði að á ráðstefnunni nú yrði fjallað um hinn hefðbundna landbúnað í sveitarfélaginu. Fyrirlesarar eru margir og fjallað jafnt um núverandi stöðu og framtíðarsýn. ,,Síðan er það þessi gífurlega uppbygging í ferðaþjónustu á svæðinu sem er einn af okkar stóru vaxtarbroddum. Um hana verður mikið fjallað á ráðstefnunni. Ferðaþjónustan er vaxandi at- vinnugrein í dreifbýlinu, ekki bara hjá okkur heldur um allt land,“ sagði Elín. Hún sagðist sannfærð um að fyrirlestrar og pallborðumræður á ráðstefnunni muni skilja mikið eft- ir sig af hugmyndum og efni fólki til umhugsunar. Ráðstefna um landbúnað og dreifbýli í Húnaþingi vestra Grýtubakka- hreppur Skorað á Símann að koma upp ADSL tengingu Fyrir nokkru barst sveitarstjórn Grýtubakkahrepps undirskrift- arlisti þar sem 112 íbúar sveitar- félagsins skora á Símann að koma upp ADSL tengingu, bæði tölvu- og sjónvarpssambandi á Grenivík, hið fyrsta. Guðný Sverrisdóttir sveitar- stjóri sagðist hafa komið áskorun- inni á framfæri en ekki fengið svar ennþá. Áður hefur verið rætt við forráðamenn Símanns um þetta mál og sagði Guðný að þeir hafi svo sem tekið vel í málið en það virðist vera spurning um hvaða tækni þarf að nota til að koma sambandinu á. ,,Við erum vissulega orðin langeyg eftir þessu því okkur finnst það mikilvægt byggðamál að vera með sæmileg fjarskipti,“ sagði Guðný Sverrisdóttir. Bændablaðið kemur næst út þriðjudaginn 11. apríl

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.