Bændablaðið - 28.03.2006, Qupperneq 30

Bændablaðið - 28.03.2006, Qupperneq 30
30 Þriðjudagur 28. mars 2006 Atli Vigfússon, Laxamýri Suður-Þingeyjarsýslu: Gaman að beita kúnum Það er jafnan mikið tilhlökkunarefni hér á Laxamýri að koma kúnum út á vorin enda innistaðan í Þingeyjarsýslu oft mun lengri heldur en í sumum örðum lands- hlutum. Hér er alltaf fyrst borið á kúahag- ann til þess að hafa hann tilbúinn ef viðrar og oftast eru kýrnar látnar út á litla beit. Þær eru þá jafnframt á fullri gjöf með úti- verunni enda alltaf nokkra daga að gera sér gagn úti. Þó svo að mjaltabás gefi kúm ákveðna hreyfingu teljum við að ekkert komi í staðinn fyrir útivistina. Það að anda að sér fersku lofti og vera úti daga og nætur býr þær mjög vel undir langan vetur. Fyrstu dagana eru þær ekki lengi á túninu þar sem við reynum mýkja þau viðbrigði sem útiveran veldur þeim. Þá erum við einnig að hugsa um júgrin því ef sólfar er mikið þá þarf að hugsa um að spenarnir brenni ekki í þurrkinum. Best er að venja kýrnar út þegar er skýjað og heldur milt. Allar kýr eru á sama túni, óháð nyt, enda of mikil vinna að fara að flokka í hópa. Þær eru bæði á gömlum túnum og endurunnum spildum. Randabeit er ekki viðhöfð fyrri part sumars, en þegar nætur- beitin hefst er stækkað við þær og kunna þær mjög vel við að vinna í nýjum ræm- um. Einnig er ánægjan mikil þegar komið er á sérstakan næturhaga sem þær fá þegar búið er að slá svokölluð heimatún. Þá eru kýr nær bænum og ekki lengi verið að setja inn á morgnana því nálægðin við fjósið er meiri. Hvað grænfóður varðar þá er oft ekki sáð fyrr en í byrjun júní og eru það 40% hafrar og 60% vetrarrepja. Þetta vex ágæt- lega saman og styður hvað annað í haust- vindunum. Hátt skjólbelti er norðan og vestan við stykkið til þess að minnka vindálagið á júgrin og kunna kýrnar vel að meta það að liggja í skjólinu. Þarna ná þær oft lengri tíma á dag þó svo að veður séu vindasöm og eru á beit í logni þó svo að hvasst sé heima við fjós. Með grænfóðrinu hefst randabeitin og er fært þrisvar á dag. Þetta er auðvitað mikil fyrirhöfn en gefur hámarks nýtingu á fóðrinu. Þetta finnst okkur hér mjög gaman og gefur meira samband við gripina. Á nóttunni eru þær í öðrum haga t.d. rýgresi, háarbeit eða endurunnu túni með vallarfoxgrasi. Nú orðið fá kýrnar hey allt sumarið og virðast alltaf hafa lyst. Það teljum við mjög gott fyrir þær og viðbrigðin að koma inn á haustin verða mjög lítil . Það besta sem gert hefur verið fyrir kýrnar er skjólbeltið hjá grænfóðurakrin- um og hér á bæ þyrftu að vera mun fleiri slík belti sem myndu koma að góðum not- um fyrir búfénað. Vandamálið er hins veg- ar það að yfir þjóðveg er að fara á beitina stóran hluta sumars og er mesta umferða héraðsins við fjósdyrnar þar sem mætast Kísilvegur og Akureyrarleiðin frá Húsa- vík. Veggöng hafa verið dagskrá, en alltaf er skorið niður hjá Vegagerðinni og því ekki að vita hvenær úr rætist. Stundum bíða á annan tug bíla á kvöldin eftir að kýrnar fari yfir veginn þegar ferðamanna- tíminn stendur sem hæst. Gunnsteinn Þorgilsson á Sökku í Svarfaðardal: Gefum kjarnfóðrið á mjaltabásnum Hér á Sökku erum við oft að hleypa kún- um út eftir innistöðu vetrarins um miðjan apríl. Annars ræðst þetta mikið af veðráttu og hér í kring sé sæmilega þurrt. Ef hitastig fer undir fimm gráður á daginn er þetta allt í góðu lagi. Þegar er svo orðið bærilega hlýtt á nóttunni er orðið í lagi að láta kýrnar liggja út næturlagi. Skiljanlega er ekki komin mikill gróður hér á heimatún snemma vors, þannig að við setjum hey til kúnna þar sem þær eru hér í heimatúninu og svo er opið inn í fjós og þangað geta kýrnar rölt ef þeim sýnst svo. Mér hefur fundist það gefa góða raun að hleypa kúnum svona snemma út. Hreyfing skilar sér tvímæla- laust í betra heilsufari og þar með aukinni nyt. Yfir sumarið gefum við kúnum kjarn- fóðrið hér inni á mjaltabásnum. Kjarnfóður- gjöf er talsvert minni með vorbeit og mið- sumarbeit en yfir veturinn, enda er beitin í haganum oft kröftug og lystug. Nytin í hverri kú ræður því hvað hver þeirra fær af kjarnfóðri, þær sem eru með 15 kg. dagsnyt byrja að fá kjarnfóður - en þó aldrei meira en átta kg. á dag þó svo þær mjólki jafnvel helmingi meira. Kýr sem eru með undir þessari lágmarknyt fá ekki kjarnfóður. Sumarbeitinni haga ég í raun eftir sömu hugmyndafræði; það er að nytlægri kýr og þær sem eru í geldstöðu fara í lélegri haga eða þau tún sem lítið af áburði er borið á. Þær sem mjólka betur set ég hins vegar á grösugri tún, sem meira er borðið á. Þegar líða tekur á sumarið hleypi ég kúnum svo gjarnan á flæðiengið hér niður við Svarfað- ardalsá, hvar þær komast í steinefnarík stör og fergin. Ég segi svo sem ekki að þetta sé tiltakanlega næringarrík beit, hins vegar eykur þetta fjölbreytni í fóðrinu og slíkt er af hinu góða. Á ræktuðu landi viðhef ég hólfabeit, Í fyrra sáði ég fjölæru rýgresi hér heima við sem ætti að verða hæft til beitar nú í sumar. Þá stendur til að sá sumarrýgresi nú í vor og vonandi gæti það orðið um miðjan apríl. Væntanlega má þá beita akurinn tveimur mánuðum síðar, sé veðrátta og önnur skil- yrði hagfelld. Þá reikna ég með að fara út í randabeit, sem mér finnst ekkert tiltökumál. Þessi akur verður hér alveg við bæjarhúsin og því tekur lítinn tíma að færa til raf- magnsgirðinguna. Sumarrepjunni, sem skil- ar góðri nyt, sái ég svo væntanlega um miðjan mái og um miðjan júlí ætti að vera hægt að beita á þann akur.Þá hef ég einnig verið að fikra mig áfram við að rækta vetr- arrepju, og sái henni á tveimur tímum, þannig að hún gagnist mér sem best við beit. Ella er hætta á að hún spretti úr sér. Ég gef hey árið um kring, þó svo ég beiti á túnin um leið slíkt er beinlínis nauðsyn- legt. Ef kýrnar væru til dæmis eingöngu á grænfóðurökrum og fengju ekki annað fóð- ur færi meltingin í þeim úr jafnvægi. Það sem mér þykir að öðru mikilvægast við beitarskipulag er að aldrei komi eyður eða millibilsástand; að kýrnar komist á beita- tímanum alltaf í nýmeti og vel sprottna akra. Sáningu, slátt og annað verður að taka mið af þessu - og því hugsar maður langt fram í tímann með heildarmyndina í huga. Hvað segja bændur um beitina? Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vesturlands var haldinn á Fossa- túni 9. mars sl. Þar var sam- þykkt eftirfarandi tillaga: „Að- alfundur Ferðamálasamtaka Vesturlands, haldinn á Fossa- túni, 9. mars 2006, skorar á sam- gönguyfirvöld og sveitarfélög á Vesturlandi að beita sér fyrir að lagningu Sundabrautar verði flýtt eins og kostur er. Ennfrem- ur að hugað verði að heilstæðri legu vegar frá höfuðborgarsvæð- inu inn á Vesturland, allt frá Sundabraut, tvöföldun Hval- fjarðargangna, þverun Grunna- fjarðar og færslu vegar við Hafnarfjall.“ Vaxtarsamningur Marteinn Njálsson er formaður Ferðamálasamtaka Vesturlands. Á fundinum benti hann á að nú væri í undirbúningi vinna við vaxtarsamn- ing við Vesturland þar sem athygli væri beint að sóknarfærum og sam- keppnishæfni landshlutans. Mikil- vægt væri fyrir ferðaþjónustuaðila að taka þátt í þeirri vinnu. Mjög mikilvægt væri að auka fagmenntun og þekkingu í greininni og rífa at- vinnugreinina úr þeirri stöðu sem aðrar atvinnugreinar voru í á sínum tíma þegar launin voru lág, arðsem- in lítil og fagmenntun í lágmarki. Háskólastofnanir og Fræðasetur Há- skóla Íslands væru nú að beina sjón- um sínum að ferðaþjónustu og væri slík vinna eitt af lykilatriðunum við að ná árangri á þessu sviði. Að lokum taldi Marteinn upp nokkra ferðamannastaði á Vestur- landi sem hafa vakið athygli og eru á áætlunum næstu árin: Landnáms- setrið í Borgarnesi, Minjagarðinn í Reykholti, Eiríksstaði í Dölum, Þjóðgarðinn Snæfellsjökul og Green Globe 21 vottun Snæfells- ness og hugsanlegt Eldfjallasafn í Stykkishólmi svo nokkur dæmi væru tekin. Ferðamálasamtök Vesturlands: Lagningu Sundabrautar verði flýtt B æ nd ab la ði ð/ Jó n E irí ks so n

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.