Bændablaðið - 28.03.2006, Qupperneq 33

Bændablaðið - 28.03.2006, Qupperneq 33
33Þriðjudagur 28. mars 2006 Fóðurblandan hefur hafið innflutning á Acetona Synergi frá Finnska fóðurfyrirtækinu Suomen Rehu. Þetta sérfóður hefur slegið rækilega í gegn í Danmörku. Því er ætlað að auka nyt kúnna og frjósemi og koma í veg fyrir súrdoða og júgurbólgu. Fyrst í stað verður Acetona flutt inn í 20 kg sekkjum en fæst auk þess í 600 kg sekkjum sem og í fljótandi formi. Acetona Synergi fóðrast beint eða blandað við annað fóður. Nánari upplýsingar á www.fodur.is Sími: 570 9800Hlíðarvegi 2-4 Hvolsvelli Fax: 570 9801 www.fodur.isKorngörðum 12 Reykjavík Austurvegi 69 Selfossi Bústólpi Akureyri Acetona Synergy = sérfóður Eykur heilbrigði og nyt Fyrir skömmu var undirritaður samningur Landsbankans og Norðlenska sem felur í sér endur- fjármögnun Landsbankans á birgða- og rekstrarlánum Norð- lenska. Einnig kveður samningur- inn á um fjármögnun á nýbygg- ingu Norðlenska á Akureyri, þar sem starfsmannaaðstaða og skrif- stofur félagsins verða. Höfum mikla trú á Norðlenska „Mikil umskipti hafa orðið í rekstri Norðlenska síðustu misseri sem aukið hefur styrk og getu fé- lagsins. Við í Landsbankanum höfum mikla trú á því sem Norð- lenska er og hefur verið að gera og ekki síður á framtíðaráformum fé- lagsins. Það er okkur Landsbanka- mönnum því ánægjuefni að taka þátt í uppbyggingu Norðlenska með endurfjármögnun, sem von- andi er til þess fallin að styrkja fé- lagið enn frekar,“ segir Helgi Teit- ur Helgason, útibússtjóri Lands- bankans á Akureyri. Viðsnúningur í rekstri „Í mínum huga er það skref sem Landsbankinn stígur með endur- fjármögnun Norðlenska mjög af- gerandi. Ég tel að þetta sé til marks um að fyrirtækið hafi upp- fyllt væntingar Landsbankans varðandi rekstur og bankinn hafi trú á framtíðaráætlunum okkar og vilji styðja við áframhaldandi vöxt og sókn. Rekstrarviðsnún- ingur fyrirtækisins á síðustu miss- erum og árum er ekki síst frábæru starfsfólki félagsins að þakka og það er því ánægjulegt að sjá fram á að geta bætt starfsmannastöðuna með nýju húsnæði hér á Akur- eyri,“ segir Sigmundur E. Ófeigs- son, framkvæmdastjóri Norð- lenska. Norðlenska er stærsti slátur- leyfishafi landsins og hefur jafnt og þétt verið að styrkja stöðu sína á kjötmarkaði. Verulegur viðsnún- ingur hefur orðið í rekstri félags- ins á undanförnum árum og er ljóst að rekstur ársins 2005 skilar hagnaði. Heildarmagn kjöts úr slátrun hjá Norðlenska á síðastliðnu ári var 3.850 tonn og til viðbótar keypti félagið um 600 tonn frá öðrum sláturleyfishöfum. Heild- arsala Norðlenska á kjöti á síðasta ári var því tæplega 4.500 tonn Samningur um langtímaleigu á sláturhúsinu í Búðardal Norðlenska rekur stórgripaslátur- hús á Akureyri og Höfn í Horna- firði, sauðfjársláturhús á Húsavík, Höfn og frá og með september nk. mun Norðlenska taka á leigu til langs tíma sauðfjársláturhúsið í Búðardal, sem er í eigu Slátur- hússins í Búðardal ehf. Á liðnu hausti var slátrað þar tæplega 16 þúsund dilkum, en Norðlenska, í samstarfi við heimamenn, hyggst auka þar verulega slátrun. Nýtt hús fyrir starfsmannað- stöðu og skrifstofur Norðlenska Stefnt er að því að ráðast í ný- byggingu á lóð Norðlenska á komandi hausti. Um er að ræða tveggja hæða hús - að grunnfleti 250-300 fermetrar - heildarflatar- mál því milli 500 og 600 fermetr- ar. Á jarðhæð hússins verður mötuneyti starfsmanna og bún- ingsaðstaða og skrifstofur á efri hæð. Samningur um endurfjármögn- un Norðlenska SVFR leitar eftir fleiri veiðisvæðum Stangaveiðifélag Reykjavíkur (SVFR) auglýsti nýverið í Bændablaðinu eftir veiðisvæð- um. Páll Þór Ármann, fram- kvæmdastjóri félagsins, sagði að stangaveiðimönnum og fé- lögum í SVFR hefði fjölgað svo hin síðari ár að nauðsyn- legt væri fyrir félagið að fjölga veiðisvæðum. Hann sagði að félagið leitaði eftir ám því það væri hluthafi í Veiðikortinu sem veitir aðgang að 23 vötn- um víðsvegar um landið. Páll Þór sagði að víða um land væru tækifæri á að fá veiði- svæði. Margir landeigendur væru að selja veiðileyfi sjálfir eða samningar að renna út. Hann sagði að SVFR næði ekki að fylgjast með þessu öllu og því hefði félagið auglýst eftir veiði- svæðum. Með því væri það að minna á sig en vænti þess ekki að auglýsingin bæri árangur strax daginn eftir. Í dag er SVFR með á milli 20 og 30 ár og veiði- svæði á leigu. Heilu fjölskyldurnar saman Um vaxandi vinsældir stanga- veiðinnar sagði Páll Þór að það væri vaxandi að hjón færu sam- an að veiða eða jafnvel heilu fjölskyldurnar. Stangaveiðin væri ekki lengur ríkra karla sport nema þá yfir miðsumarið. Bæði fyrri- og seinnihluta sum- ars væri hægt að fá veiðileyfi í góðum ám fyrir skaplegt verð. Hann nefndi dæmi um þá vin- sælu laxveiðiá, Norðurá. Þar kostar stangardagurinn ekki nema um 20 þúsund krónur í júní og ágúst. Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar verður haldinn í Laugaborg Eyjafjarðarsveit þriðjudaginn 11.apríl og hefst hann kl. 10:00. Auk venjubundinna aðalfundarstarfa, kosningu búnaðar- þingsfulltrúa og verðlaunaveitinga verða á dagskrá tvö erindi: Staða og horfur á kjötmarkaði Sigurður Jóhannesson formaður stjórnar Landssamtaka sláturleyfishafa. Hver græðir á hagræðingu í mjólkurframleiðslunni? Daði Már Kristófersson sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands. Hádegisverður og kaffiveitingar í boði BSE. Hér má sjá f.v.: Árna Magnússon, fjármálastjóra Norðlenska og Sigmund E. Ófeigsson,framkvæmdastjóra Norðlenska. Þá koma útibússtjórar Landsbankans á Akureyri, Helgi Teitur Helgason og Birgir Björn Svavars- son.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.