Bændablaðið - 28.03.2006, Page 36

Bændablaðið - 28.03.2006, Page 36
36 Þriðjudagur 28. mars 2006 Inn- og útflutningur landbúnaðarvöru 2005 Ef skoðaður er inn- og útflutningur landbúnaðar- vöru ársins 2005 kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Þar sést að fluttar eru inn landbúnaðarvörur fyrir rúmlega fjóra milljarða króna. Útflutningur er hins vegar fyrir tæpa fjóra milljarða. Meðfylgjandi tafla er sett saman úr gögnum frá Hagstofu Íslands. Inn- og útflutningur Landbúnaðarvöru 2005 Það vekur athygli að afurðir fiskeldis eru um 40% af útflutningsverðmæti landbúnaðar í fyrra. Síðan kemur dilkakjötið og afurðir sauðfjár fyrir tæpar 700 milljónir eða tæp 18% af útflutningn- um, þá afurðir minnka og síðan hestar. Dúnn er rúmlega 7% og sjávargróður og þörungar tæp 7%. Aðrar afurðir eru einungis í litlum mæli í krónum talið og útflutningur „hefðbundinnar“ landbúnaðarframleiðslu er hverfandi lítill, að frátöldum sauðfjárafurðum og hrossum. Hvað varðar innflutning staðfestist það enn einu sinni, að við flytjum aðallega inn landbúnaðar- vöru sem ekki er framleidd hér á landi. Af þeim rúmlega 4 milljörðum króna, sem flutt er inn fyrir, eru tæplega 3,7 milljarðar fyrir „aðrar landbúnað- arvörur“, þ.e.a.s. landbúnaðarvörur sem ekki eru framleiddar hér heima. Það vekur ef til vill líka at- hygli að við flytjum inn afurðir nautgripa, svína og meira að segja sauðfjár - fyrir nokkra tugi millj- óna. Hér er líklega aðallega um tilbúin matvæli að ræða. Þá eru fluttar inn mjólkurvörur fyrir rúm- ar 100 milljónir. Töluverð „verkaskipting“ Þegar upp er staðið er allgott jafnvægi á milli inn- og útflutnings. Auðvitað væri æskilegt að meira væri flutt út en inn og vöruskiptajöfnuðurinn hag- stæðari í þá veruna. Tölurnar sýna einnig tölu- verða „verkaskiptingu“ á milli íslenskrar fram- leiðslu og innfluttrar. Fyrir nokkrum árum var vægi sauðfjárafurða mun meira í útflutningnum. Afurðir fiskeldis hafa tekið þann sess, í bili að minnsta kosti. Þessar tölur og samanburður eru gott veganesti í umræðunni um matvælaverð. Varla er innlend framleiðsla ábyrg fyrir verðlagi þeirrar innfluttu. Þá er einnig gott að hafa þessi hlutföll og magn- tölur í huga í yfirstandandi WTO-umræðum og við gerð tvíhliða verslunarsamninga milli landa. Eins og margoft hefur komið fram í þeirri umræðu er Ísland í hópi landa, sem flytja inn meira af landbúnaðarvörum en út og eru auk þess opin fyrir margvíslegri landbúnaðarframleiðslu þróun- arlandanna./ÞES. Inn- og útflutningur Landbúnaðarvöru 2005. Innflutningur Útflutningur TEXTI Þyngd kg Fob kr Þyngd kg Fob kr Fiskeldi 210 Lax 126.001 46.147.016 4.482.425 1.111.158.220 211 Silungur 5.930 1.685.420 532.774 268.970.408 219 Annar fiskur 89.046 10.293.333 338.502 149.294.641 Búfé 227 Minkar 1.275 3.073.575 229 Annar búfénaður3.437 9.008.156 220 Hestar 523.580 370.548.882 Afurðir sláturdýra 229 Annar búfénaður 139 276.709 231 Afurðir hrossa 344.951 45.559.276 232 Afurðir nautgripa 62.801 58.262.968 561.844 49.274.961 233 Afurðir svína 12.060 15.636.345 24.107 2.067.969 234 Afurðir sauðfjár 76.067 18.746.348 3.489.710 667.577.268 235 Afurðir minnka 20.166 424.026.647 236 Afurðir refa 3.906 23.120.759 239 Afurðir annarra sláturdýra 128.223 97.038.860 24.700 4.342.824 Mjólk og mjólkurvörur 240 Mjólkurvörur 221.519 106.534.954 705.828 84.487.439 Aðrar land- og sjávarnytjar 250 Dúnn 657 1.205.189 3.153 289.182.957 251 Sjávargróður og þörungar 2.363 2.056.669 6.152.763 249.625.096 Aðrar landbúnaðarvörur 299 Aðrar landbúnaðarvörur 98.401.763 3.698.710.201 397.240 20.132.820 SAMTALS 99.131.142 4.068.399.034 17.605.788 3.759.646.876 Reykhólahreppur Verulegar fram- kvæmdir bæði í raforku- og hita- veitumálum Á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir verulegum framkvæmdum í bæði hitaveitu- og rafmagns- málum á Reykhólum. Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri Reyk- hólahrepps, segir að þessar framkvæmdir séu tímabærar enda hafi Reykhólar setið á hak- anum í þessum efnum í mörg ár. Einar bendir á að Reykhólar séu með frumstætt raforkukerfi sem sé fjarri því að vera boðlegt fyrir þéttbýlisstað. Nú ætlar Orku- bú Vestfjarða að koma þessu í nú- tímanlegt horf. Sömuleiðis á að endurbæta hitaveitukerfið með því að tengja saman hveri, sem hafa verið virkjaðir, og borholur fyrir hitaveituna. „Þessar framkvæmdir Orku- búsins í ár verða miklu meiri en verið hefur undanfarin ár og Orku- búsmenn viðurkenna að Reykhól- ar hafi lengi mætt afgangi. Þeir segjast ætla að koma hlutunum í það gott stand að eftir það verði bara um eðlilegt viðhald að ræða,“ segir Einar Örn Thorlacius. Bændablaðið kemur næst út þriðjudaginn 11. apríl

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.