Bændablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 1
Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 30. maí Upplag Bændablaðsins 14.300 Þriðjudagur 16. maí 2006 9. tölublað 12. árgangur Blað nr. 238 Flugnaplága í fjósum Heyskapurinn í sumar Nokkur mikil- væg atriði varðandi skipu- lag heyöflunar Úða þarf eitri af kunnáttu og vand- virkni 10 22 Stafafura þroskar fræ árvisst hérlendis og er ræktun ungplantna fyrir skógrækt að mestu byggð á heimafengnu fræi núorðið. Gróðursetning Stafafuru er á bilinu 600-700 þúsund plöntur árlega og er hún fjórða mest gróðursetta trjátegundin í íslenskri skógrækt, á eftir birki, lerki og sitkagreni. Þess má geta að stafafura er gott jólatré og könglarnir ágætir í skreytingar. Sem jólatré er stafafura mjög barrheldin og keppir fullkomlega við innfluttan nordmannsþin í þeim efnum. Skógarbændur sem hugsa sér að rækta jólatré ættu að leggja áherslu á stafafuru. Meðfylgjandi mynd var tekin í landi skógræktarjarðarinnar Fossár í Hvalfirði í síðustu viku. Könglar á stafafuru Nokkrir nemendur Viðskiptahá- skólans á Bifröst rituðu skýrslu og veltu fyrir sér hver væri eignar- réttur landeigandans á Skipanesi í Leirár- og Melasveit þegar Orku- veita Reykjavíkur kemur sem þriðji aðili og leggur ljósleiðara með vegastæði Vegagerðarinnar. Jafnframt athuguðu þeir hvort Vegagerðinni hefði verið heimilt að veita þriðja aðila heimild fyrir framkvæmdum meðfram vega- stæði sínu. Meginspurningin var hvort það væri brot á eignarrétti landeigandans á Skipanesi þegar Vegagerðin heimilar Orkuveitu Reykjavíkur að leggja ljósleiðara í vegastæði sem enginn samningur hefur verið gerður um? Sjá nánar á bls. 34 Brot á eignarrétti? Langanes Tína 70-80 þúsund ritu- og svartfugls- egg í góðu ári Brátt hefst vertíðin hjá bjargsigs- mönnum landsins og stendur í þrjár til fjórar vikur. Á Langanesi eru miklar bjargnytjar og margir sem síga þar í björg. Halldór Hall- dórsson er einn af þeim og sagði hann í samtali við Bændablaðið að í góðu ári mætti gera ráð fyrir að tínd væru 70 til 80 þúsund ritu- og svartfuglsegg á öllu nesinu. Í fyrra var dapurt ár því fuglinn hafði svo lítið æti að það verptu fáir fuglar. Eggjatakan var aðeins fjórðungur þess sem tínt er í venjulegur árferði. Nú er mikið æti að sögn Halldórs og því búist við miklu varpi. Sjá nánar á bls. 15. Í bókun bæjarstjórnarinnar lýsir hún áhyggjum sínum yfir því að Landbúnaðarráðuneytið skuli ætla að færa greiðslumark mjólkur af jörðum sínum á Fljótsdalshéraði, sem ekki séu í ábúð, út af Héraðinu og veikja þar með mikilvæga undir- stöðu rekstrar Mjólkursamlagsins á Egilsstöðum, ásamt því að veikja stöðu landbúnaðar á svæðinu. Bæj- arstjórnin óskar, í bókun sinni, eftir því að starfshópur sem settur var á laggirnar til að vinna að tillögum varðandi mjólkurframleiðslu innan svæðis Mjólkursamlagsins á Egils- stöðum og unnið hefur í samstarfi við Þróunarfélag Austurlands skili af sér tillögum um málið. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri, nefnir nýlegt dæmi um þetta. "Þegar hætt var búskap á rík- isjörð í Hróarstungu fyrir stuttu ákvað landbúnaðarráðuneytið að nýta greiðslumark mjólkur þaðan við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Ráðuneytið var svo til- búið að selja jörðina án kvótans. Okkur munar um hvern mjólkur- dropa hér því að talsvert hefur verið um að bændur á svæðinu, sem hætt hafa búskap á liðnum árum, hafi selt kvótann burt af svæðinu, enda hafa verið nógir til að bjóða hátt verð fyrir. "Vanti landbúnaðarráðu- neytið mjólkurkvóta til rannsókna eða kennslu á Hvanneyri, þarf hreinlega að bæta honum við heild- ina en ekki taka kvótann á kostnað annarra", segir Eiríkur. Hann segir að komið hafi til tals að nota nýjan sjóð sveitarfélagsins, sem varð til við sameiningu þriggja sveitarfélaga á Héraði, Fjárafl, til að fjármagna slík kaup því að ljóst sé að bændur hafi almennt ekki bol- magn til þess. Sá sjóður hafi verið stofnaður til að styðja við atvinnu- uppbyggingu í sveitum á Fljótsdals- héraði. "Við erum ekki að fara fram á að fá þennan kvóta gefins, heldur að hann komist á markað og okkur grunar að búskap verði hætt á nokkrum ríkisjörðum til viðbótar á næstunni og óttumst mjög að kvót- inn hverfi út af svæðinu, verði ekk- ert að gert", segir Eiríkur. -hbj Mótmæla flutningi á mjólkur- kvóta úr sveitarfélaginu Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs er ósátt við að mjólkurkvóti sé fluttur af ríkisjörðum í sveitarfélaginu til annarra landshluta þegar ábúð er hætt á jörðunum. Þetta var tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar um miðjan síðasta mánuð. Framboð til Alþingis gæti komið til greina Ólafur Ólafsson, formaður Lands- sambands eldri borgara, segir í viðtali við Bændablaðið að til greina gæti komið að Landssam- bandið bjóði fram lista í alþingis- kosningunum að ári sökum fálætis stjórnvalda í þeirra garð. Sjá bls. 28. Bænda markaður í Borgarfirði í byrjun júní Efnt verður til Bænda- markaðar í Borgarfirði helgina 9.-10. júní á Hvann- eyri. Bændamarkaður er ætlað- ur þeim sem ala, rækta, tína, baka eða á einhvern hátt framleiða gæðavörur heima á býli. Þetta verður fyrsti markaðurinn af þremur sem Búnaðarsamtök Vesturlands hyggjast standa fyrir í sumar. Framleiðendur á starfssvæði BV sem hafa áhuga á því að taka þátt í slíkum markaði eru hvattir til að hafa sam- band við Sigríði í síma 437- 1215 eða senda tölvupóst á netfangið sjo@bondi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.