Bændablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 15
15Þriðjudagur 16. maí 2006        !" #$% & '( )*#+) + ,  -). Hvanneyri • 311 Borgarnes • s. 433 5000 • www.lbhi.is Landbúna›arháskóli Íslands Úr búfræ›inámi vi› LBHÍ útskrifast nemendur sem búfræ›ingar. Búfræ›i er einnig hægt a› taka í fjarnámi. Búfræ›inám vi› LBHÍ – tækifæri fyrir flig? Kynntu flér starfsmenntanám vi› LBHÍ, fla› gæti henta› flér. www.lbhi.is Fjölmennur hópur stund- ar bjargsig á Langanesi Austur á Langanesi stundar stór hópur manna bjargsig á vorin og nú nýverið úthlutaði Þórs- hafnarhreppur heimildum til bjargnytja í Skoruvíkurbjörg- um. Halldór Halldórsson er einn af þeim sem stundað hefur bjargnytjar á Langanesi í mörg ár. Hann hefur, ásamt þremur öðrum mönnum, stofnað félags- skap um þessa starfsemi sem heitir Eggjafélagið. Eggjatakan stendur þrjár til fjórar vikur frá því um miðjan maí. Þeir félagar tína eingöngu svartfuglsegg sem seld eru um allt land. Mikil eftir- spurn er eftir eggjum, einkum í byrjun vertíðarinnar. Halldór segir að svartfugls- eggjatínslan sé umtalsverð búbót fyrir þá sem hana stunda enda eru tínd á milli 70 og 80 þúsund svart- fugls- og rituegg í venjulegu ár- ferði. Á milli 30 og 40 menn koma að bjargsigi á Langanesi vor hvert. Í fyrra var lítil eggjatínsla vegna þess hve fáir svartfuglar og ritur verptu og eggjafjöldinn ekki nema fjórðungur þess sem tínt er í venju- legu áferði. Ástæða þessa var, að sögn fuglafræðinga, átuleysi í sjónum. Halldór segir að nú sé mikið um æti og því er búist við góðri eggjatöku. Svæðið sem Eg- gjafélagið hefur til umráða heitir Skipagjá. Menn ekki lengur á vað Nú er það ekki lengur hópur manna sem er á vað, eins og það var kallað hér áður fyrir þegar sig- ið var björg eftir eggjum, heldur er notast við bæði bifreiðar og dráttavélar til að hífa sigmennina upp úr bjarginu. Halldór segir að það sé þó nokkuð af lunda á Langanesi en menn stundi samt ekki lundaveiðar með háf. Fyrir utan þá sem eru með al- vöru útgerð í svartfuglseggjatöku eru aðrir sem tína bara rituegg. Einn þeirra er Rúnar Konráðsson á Þórshöfn og sagði hann að hjá þeim væri um tómstundagaman að ræða og ekki eins mikið undir og hjá þeim sem síga eftir svartfugls- eggjum. Hann sagði að ritueggin væru mjög vinsæl og eftirspurn eftir þeim mikil. Varp ritunnar hefst á svipuðum tíma og hjá svartfuglinum. Lífið gengur eitthvað svipað fyrir sig í fuglabjörgum landsins. Hér má sjá fýla í Krísuvíkurbjargi.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.