Bændablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 39
39Þriðjudagur 16. maí 2006 Til stendur að stofna starfs- menntasjóð bænda. Gunnar Guðmundsson, forstöðumaður ráðgjafarsviðs Bændasamtak- anna, sagði í samtali við Bændablaðið, að mörg undan- farin ár hafi Framleiðnisjóður landbúnaðarins veitt ákveðn- um fjármunum til endur- menntunar bænda, eða allt að 13 milljón krónum á ári. Mest af þessu fé hefur runnið til þess að styrkja námskeiðsþátttöku eða greiða niður þátttöku- kostnað við námskeið fyrir starfandi bændur. Þessi nám- skeið hafa nær eingöngu verið haldin á Hvanneyri, undir merkjum endurmenntunar- deildar þar, á Hólum, Garð- yrkjuskóla ríkisins á Reykjum, meðan hann var, og einnig hafa Bændasamtökin og búnaðar- samböndin staðið fyrir endur- menntunarnámskeiðum sem sjóðurinn hefur styrkt. Gunnar segir að umsýsla þess- arar styrkveitinga hafi þótt frem- ur þung í vöfum. Í viðræðum for- svarsmanna Bændasamtakanna og Framleiðnisjóðs í vetur fædd- ist sú hugmynd að í stað þess að Framleiðnisjóður héldi niður- greiðslu námskeiðahalds áfram myndu svipaðir fjármunir úr sjóðnum renna til Bændasamtak- anna sem þá stofni til endur- menntunarsjóðs á svipuðum nót- um og gerist hjá stéttarfélögum. Þessari hugmynd var þannig tek- ið, bæði í stjórn Framleiðnisjóðs og Bændasamtakanna, að nú er búið að semja drög að reglum að ,,Starfsmenntasjóði Bændasam- taka Íslands" en það er vinnuheiti hans. Við reiknum með því að á þeim tíma sem eftir er af núgild- andi búnaðarlagasamningi verði fyrirkomulag með þeim hætti að Bændasamtökin fá ákveðið fram- lag frá Framleiðnisjóði til að standa straum af starfsemi sjóðs- ins. Ef til vill munu Bændasam- tökin leggja hvert fé í sjóðinn líka en um það hefur ekkert verið ákveðið. Síðan reiknum við með að sjóðurinn ávaxti sig eitthvað," sagði Gunnar. Hann segir að hugmyndin sé að gefa bændum kost á því að sækja um framlag t.d. annað hvert ár að ákveðinni hámarks- upphæð til þess að kosta endur- menntun sína. Þá standa þeir frjálsir að því að sækja sér endur- menntun til þeirra aðila sem þeir telja sér best henta eða hvort þeir halda áfram að sækja og stunda endurmenntunarnámskeið sem Endurmenntunardeild Landbún- aðarháskóla Íslands, Hólaskóli, Bændasamtökin og búnaðarsam- böndin standa fyrir. ,,Styrkupphæð hefur ekki ver- ið ákveðin. Við hugsum þetta þannig að hver bóndi, sem stund- ar búrekstur og greiðir búnaðar- gjald, eigi rétt á því að sækja um ákveðna fjárhæð á ári sem fer sjálfsagt eftir því hve aðsóknin í sjóðinn verður mikil. Hingað til hafa 500 til 900 bændur sótt sér endurmenntun á þessum form- legu endurmenntunarnámskeið- um á ári. Við reiknum með að það verði gerðar ákveðnar kröfur til þess að námskeiðin, sem styrkt verða, varði þá búgrein sem við- komandi bóndi stundar. Svo að dæmi sé tekið reiknum við hins vegar með að ferðaþjón- ustubóndi geta sótt tungumála- námskeið. Einnig að bændur geti sótt endurmenntunarnámskeið í upplýsingatækni, nýsköpun, fjar- vinnslu, tölvutækni og fleiru. Grunntónninn er að boltinn fer yfir til bóndans. Hann á kost á því að sækja um ákveðna fjármuni sem renna til greiðslu námskeiðs- kostnaðar, uppihalds, kennslu- gagna, kennslu og fleiri þátta. Síðan er einnig gert ráð fyrir því að ákveðin fjárhæð renna til að styrkja þá sem sækja endur- menntun út fyrir sinn landsfjórð- ung vegna ferðalaga," sagði Gunnar. Hann segir að stefnt sé að því að leggja formlegar tillögur um reglur sjóðsins fyrir stjórnarfund BÍ í júní og kynna reglurnar fyrir stjórn Framleiðnisjóðs í sama mánuði. Von okkar er, ef af þessu verður, að sjóðurinn taki til starfa í haust. Starfsmenntasjóður bænda gæti tekið til starfa í haust

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.