Bændablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 32
Á fulltrúaráðsfundi í dansk- sænska mjólkurfyrirtækinu Arla snemma í mars sl. kom fram að það tap, sem fyrirtækið verður fyrir vegna sölusam- dráttar á afurðum þess í Mið- Austurlöndum, nemur 7 aurum dönskum á lítra innlagðrar mjólkur, eða 400 milljón dkr. alls. Tap á hvern innleggjenda nemur dkr. 40 þúsund. Hér er þó gert ráð fyrir að salan hafi náð helmingi af því sem hún var áður um nk. áramót. Áður en málið kom upp seldi Arla mjólkur- vörur til þessara landa fyrir 3,3 milljarða dkr. á ári. Hvað magn varðar seldi Arla ár- lega 60-70 þúsund tonn af mjólkur- vörum, smjöri og ostum, til Mið- Austurlanda á ári og undirbjó að auka þau viðskipti enn frekar. Skopmyndir af Múhamed spámanni dönskum mjólkuriðnaði dýrar 32 Þriðjudagur 16. maí 2006 Orðsending til nautgripabænda ! Við, - forsvarsmenn Os Husdyrmer-kefabrikk as í Noregi vekjum athygli á að enn er tími fyrir nautgripabændur að panta merki í nautgripi sem hafa upplitast og eru ó- eða illlæsileg. Föstudaginn 19. maí 2005 lýkur áður auglýstu tímabili til pöntunar. Gengið skal frá pöntun í töluvukerfinu MARK. Þessi merki er eingöngu hægt að panta sem ,,endurpöntuð merki” þ. e. aðeins er hægt að panta merki með gripanúmerum og áður hafa verið pöntuð og verða þessi merki því auðkennd með bókstafnum N. Merkin verða framleidd og póstsend til hvers bónda án endurgjalds. Við væntum þess að nautgripabændur nýti sé þetta tilboð okkar f.h. Os Husdyrmerkefabrikk as Wenche Wikan Ligård, framkvæmdastjóri. Hvernig væri að sameina nám i búfræði og að kynnast Noregi vetrarlangt. Í Forsand í Rogaland verður stafræktur farskóli í almennum bú- fræðum sem gefur þér titilinn bú- fræðingur eftir 1 árs nám. Farskólinn er starfræktur á af- mörkuðu svæði í Ryfylki i Roga- land og er einstakur að sínu leyti. Skólagjöld eru engin en nemendur verða að sjá sér fyrir fæði og hús- næði, kaupa námsbækur og borga lengri námsferðir. Nemendur læra það mikilvæg- asta um fóðrun og umönnun dýra, plöntur, jarðvegsfræði, tækni, fjár- mál, umhverfi og almenna náttúru- fræði. Landnýting og lífræn rækt- un er vaxandi þáttur í kennslunni. Það er líka hægt að taka sérnám- skeið til dæmis í grænni umönnun, um hesta, fjármál, umhverfi, eða ferðaþjónustu svo að eitthvað sé nefnt. Kennslan er skipulögð sem fyr- irlestrar, hópvinna og skoðunar- ferðir. Inntökuskilyrði eru próf frá fjölbrautaskóla eða álíka. Það er líka krafist ½ árs starfsreynslu frá landbúnaði. Slíka starfsreynslu er hægt að verða sér úti um samhliða náminu, t.d. med afleysingavinnu. Nemendum er boðið í lengri og styttri ferðir til að kynna sér norsk- an landbúnað og fyrirtæki tengd honum. Kynnisferð til háskólans á Ási er árviss og vikuferð erlendis er líka á dagskrá i samráði við nemendur. Námið hefst með nám- skeiði í tölvunotkun í nútímalegu kennsluhúsnæði. Flestir sækja skólann að heim- an. Væntanlegir nemendur, sem eiga um langan veg að fara, geta fengið aðstoð með að útvega sér húsnæði. Fyrir þá sem koma er- lendis frá getur skólinn, í sam- vinnu við sveitarfélagið og bændur í Forsand, aðstoðað væntanlega nemendur í að verða sér úti um fæði, gistingu og afleysingavinnu hjá bændum. Það er ekki settur sérstakur um- sóknarfrestur en nemendafjöldinn er takmarkaður við 20. Aldurinn á nemendum er breytilegur eða allt frá 19 til 60 ára. Kynjaskipti hafa yfirleitt verið nokkuð jöfn. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Halldóri Gíslasyni í vinnu- síma +47 51700140, farsíma +47 91723325 eða með því að senda tölvupóst til hal@forsand.komm- une.no. Bygðalagið Forsand er einstak- lega fallegt og hefur m.a heims- þekkta ferðamannastaði eins og Lysefjörðinn, Prédikunarstólinn og 1000 metra fjallið Kjerag. Heimasíða hjá Forsand komm- une er: www.forsand.kommune.no /Fréttatilkynning. Búfræðinám í Noregi DÍ og JÍ sameina krafta sína í að halda námsstefnu bæði fyrir járningamenn og dýralækna. Segja má að námsstefna þessi marki ákveðin tímamót, í fyrsta lagi fyrir það að nú hefur í fyrsta sinn á Íslandi verið stofnaður formlegur félagsskapur járn- ingamanna. Járningamannafélag Íslands var stofnað 18. mars sl. Í annan stað markar þetta tímamót hér á landi fyrir þær sakir að þessi tvö félög sameina krafta sína í að bjóða uppá námsstefu á heimsmæli- kvarða. Þetta er fyrsta námsstefn- an sem félögin bjóða uppá og von- andi ekki sú síðasta. Tilgangurinn með námsstefn- unni er að auka fræðslu á sviði járninga og auka færni í hinum ýmsu aðferðum við járningar og tengja þær sjúkdómum í fótum hesta. Allt í öllu er ætlunin að stuðla að betri hófhirðu hrossa, bæta líðan þeirra og að stuðla að skjótum og góðum bata þeirra sem eiga við fótamein að stríða. Þetta eykur velferð hrossa. Miklar fram- farir hafa orðið í þessari grein á síðustu árum. Það er markmið námsstefnunn- ar að kynna fyrir járningamönnum, dýralæknum og öðrum á Íslandi sem áhuga hafa, allt það nýjasta sem völ er á í þessum fræðum í heiminum í dag. Þá er það ekki síður tilgangurinn að auka sam- vinnu þessara tveggja stétta hvað varðar meðferð á fótameinum í hrossum. Hans Castelijns er dýralæknir og járningamaður sem hefur til- einkað sér járningar og umhirðu hófa. Hann býr í Toskana á Ítalíu og er kennari við dýralæknadeild háskólans í Perugia á Ítalíu. Hans hefur skrifað fjölda greina um járningar, sjúkrajárningar og hóf- hirðu. Járningar sem meðferð við fótameinum er nokkuð sem Hans hefur lagt mikla áherslu á. Hans er afar vinsæll fyrirlesari og hefur haldið fyrirlestra og námskeið víða um heim. Aðrir fyrirlesarar eru: Joep Lu- ber frá Luwex í Þýskalandi, sem mun kynna botna, kransa og hóf- fylli- og hófviðgerðarefni frá Lu- wex. Erik Lokhorst Vettec, hóffylli og hófviðgerðarefni Vís Agria, sem kynnir trygging- ar á hestum. Tímasetning: laugardaginn 27. og sunnudaginn 28. maí 2006. Fyrirkomulag: Fyrirlestrar fyrir hádegi og verkleg kennsla eftir hádegi. Staðsetning: Félagsheimili hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi. Námsstefnan er öllum opin. Áhugasamir nálgist skráninga- reyðublöð hjá Þorvaldi í síma 892 5785 eða Sigurði Torfa í síma 899 3554. Ennfemur er hægt að nálg- ast þau á www.dyr.is Námskeiðsgjald er kr 15.000,- fyrir félagsmenn DÍ og JÍ. (DÍ styrkir hvern sinna félagsmanna um kr 5.000,-.) Námsskeiðsgjald fyrir þá sem ekki eru félagar í DÍ eða JÍ: kr 17.500,-. Innifalið í námskeiðsgjaldi er léttur hádegisverður, kaffi og með- læti báða dagana. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 17. maí nk. Námskeiðsgjald þarf að inna af hendi fyrir 24. maí nk. Fyrirhugaður er sameiginlegur kvöldverður fyrir þátttakendur á Fjörukránni í Hafnarfirði laugar- daginn 27. maí. Greiða þarf sér- staklega fyrir kvöldverðinn. Makar velkomnir. Möguleiki er á ferð með rútu að kvöldverði loknum um Suðurland austur á Hellu. Styrktaraðilar: Vís Agria, Félag Hrossabænda og Bændasamtök Ís- lands, Hestamannafélagið Gustur Kópavvogi, O. Johnson & Kaaber. Námsstefna Járningamannafélags Íslands og Dýralæknafélags Íslands um hóf og fótamein í hestum og járningar Höfum til sölu jörðina Ytri Víðivelli II, Fljótsdal. Miklir möguleikar. Seljandi er tilbúinn til að selja eignina í heild eða hlutum, allt eftir áhuga viðkomandi. Á jörðinni eru vönduð íbúðarhús (3 íbúðir) og útihús. Land liggur að Kelduá, yfir Víðivallaháls og niður að ánni í Gilsárdal. Landið er u.þ.b. 830 ha. að stærð, þar af ræktað land ríflega 30 ha. Tilboð óskast. Allar nánari upplýsingar á Fasteigna- og skipasölu Austurlands sími 580 7905 Reykholtshátíð haldin í 10. sinn Reykholtshátíð verður haldin í tíunda sinn í júlí 2006. Hátíðin hefur fest sig í sessi í tónlistarlífi landsins og nýtur vaxandi að- sóknar með hverju árinu. Stjórnandi hátíðarinnar er Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Vegna 10 ára afmælis hátíðar- innar hefur hljómsveitinni Virtu- osi di Praga frá Tékklandi verið boðið að koma fram á hátíðinni og er það mikill fengur fyrir tón- listarlífið. Hún mun leika tvisvar á hátíðinni og mun Sigrún Hjálm- týsdóttir m.a. syngja einsöng með hljómsveitinni á tónleikum þann 28. júlí sem tileinkaðir eru Mozart en hann á 250 ára afmæli í ár. Opnunartónleikar hátíðarinnar verða föstudaginn 28. júlí kl 20.00 og eru þeir sem fyrr segir tileink- aðir 250 ára afmæli Mozarts. Bændablaðið kemur næst út þriðjudaginn 30. maí Kýrsýni til RM - öflugt hjálpartæki! Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknastofu mjólkuriðnað- arins eru nú tæplega 500 fram- leiðendur sem skila mjólkursýn- um úr einstökum kúm til mæl- inga. Það eru því á þriðja hundrað mjólkurframleiðendur sem láta hjá líða að gera slíkt. Frumutala í tankmjólk hefur heldur farið uppávið á síðustu mánuðum, margfeldismeðaltal- ið var 219 í apríl, á móti 207 í sama mánuði árið 2004 og 2005. Ef fer sem horfir gæti nokkur fjöldi framleiðenda lent í vand- ræðum í sumar, en frumutalan er alla jafna hæst yfir sumar- tímann. Ljóst er að fá hjálpartæki eru jafn öflug í viðureigninni við frumutöluna og sýnataka úr ein- stökum kúm. Hún veitir framleið- endum gullvægar upplýsingar um hverja kú, bæði magn verðefna og frumutölu, auk fleiri þátta. Þá á RM heiður skilinn fyrir skjót skil niðurstaðna, en rannsóknastofan hefur markað sér þá stefnu að sýni sem henni berast eru mæld sam- dægurs. Auk þess að nýtast bænd- um að fullu við daglega bústjórn, nýtast upplýsingar sem aflað er á þennan hátt í ræktunarstarfinu við að bæta einhverja mikilvægustu eiginleika gripanna, afurðasemi og júgurhreysti./BHBVíða er ægifagurt í Noregi. Þessi mynd er tekin á slóðum skólans. Ytri Víðivellir II Fljótsdal

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.