Bændablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 37
37Þriðjudagur 16. maí 2006 Með hækkandi sól færist vor- skap í menn og málleysingja. Hormónarnir komast á fullt skrið, hryssur og stóðhestar sjá margt athygliverðara en mannskepnuna og virða stundum lítils fyrirætl- anir hennar. Ungfolar á fyrsta vetri geta jafnvel farið að fylja mæður sínar og systur og hryssur finnast í ókunnum girðingum í leit að ævintýrum vorsins. Hafa ber sérstakar gætur á að girð- ingar séu heldar sem og önnur mannvirki innan- húss sem utan svo ekki komi til óþarfa slysa eða óþæginda vegna slíkra ferðalaga. Fylfullar hryssur fara að taka til sín mun meira fóður vegna stækkandi fósturs en eru orðnar svifaseinar og standa oft ekki geldum kynsystrum sínum og geldingum á sporði hvað varðar fæðuöflun. Gott er því að hafa þær aðskildar frá öðrum hrossun nema þá helst ungum tryppum og gefa þeim hópi mjög vel. Fóstrin halda almennt áfram að þroskast vel þótt móðirin lendi í dálítilli aflögn en hætt er við að þær mjólki mun minna ef þær hafa misst mikil hold á vormánuðum. Einnig er það margsannað að hryssur í aflögn halda síður en hryssur í bata svo ef koma á fol- aldi í þær snemma sumars verður að gæta þess að þær fái nóg að bíta og brenna á vormánuðum. Margir verða varir við að hross hætta að koma í hey þegar græn- gresið fer að sjást, jafnvel þótt heyið sé gott. Þetta ber að athuga og bregðast við því ef ljóst er að fylfullu hryssurnar geti ekki haft nægju sína eingöngu á beit en neita fóðri. Sumir hafa rekið þær að heyi, eða lok- að í aðhaldi jafn- vel dagpart eða um tíma til að tryggja að þær fái nægju sína. Mannskepnan fer einnig í vor- skap á þessum árstíma. Hjá sum- um rýkur keppnisskapið upp og þörfin fyrir að sýna sig á góðum hestum margfaldast. Aðrir fara loks að njóta þess að vera uppi í hesthúsi meira, fara í lengri reið- túra og huga að undirbúningi sumarferðalaganna. Mikilvægt er að fara sér þó ekki óðslega og hafa ávallt heill hestsins í fyrir- rúmi. Þegar álagið eykst verður góð upphitun og niðurkæling enn mikilvægari til að koma í veg fyrir álagsmeiðsl og ótímabært slit á liðum, vöðvum og sinum. Gott er þá að hestur fær að jafna andardrátt í rólegheitunum og losna við mjólkursýru úr vöðvun- um til að svo megi vera. Hestar og hestamenn Herdís Reynisdóttir Vor í hestum og mönnum Árið 2003 var samþykkt þings- ályktunartillaga sem Ísólfur Gylfi Pálmason flutti fyrst 1995 og fjallaði um á hvern hátt bæri að nýta trjávið sem fellur til við grisjun hér á landi þar sem skóg- rækt er orðin alvöru atvinnu- grein. Í framhaldi af þessari samþykkt var stofnuð í október 2004 nefnd sem kölluð er Viðar- nýtingarnefnd. Nefndin starfar sjálfstætt og heyrir ekki undir landbúnaðarráðuneytið. Að nefndinni standa Skógrækt rík- isins, Rannsóknarstöð Skóg- ræktar ríkisins, BYKO, lands- bundnu skógrækt-arverkefnin, Landssamtök skógareigenda, Skógræktarfélag Íslands, Tré- tækniráðgjöf og Viðarmiðlun Skógræktar ríkisins. Formaður nefndarinnar er Eiríkur Þor- steinsson. Ísólfur Gylfi Pálmason bar á dögunum fram fyrirspurn á Al- þingi og spurði landbún-aðarráð- herra í hverju er starf viðarnýting- arnefndar fólgið? Hverju hún hafi áorkað frá því að hún tók til starfa og loks hvernig fyrirhugað sé að nýta allan þann við sem til verður vegna aukinnar skógræktar í land- inu? Þrír höfuðþættir Landbúnaðarráðherra sagðist hafa leitað til formanns nefndarinnar með þessar spurningar. Hann hefði sagt að megin markmið nefndar- innar væri að finna nýtingu á grisj- unarviði úr fyrstu og annarri grisj- un. Verksvið Viðarnýtingarnefndar skiptist í þrjá höfuðþætti: Viðar- miðlun, skógarverkefni og vöru- þróunarverkefni. Til að sinna þess- um þáttum hefur nefndin m.a. ákveðið, skilgreint og fjármagnað einstök verkefni, unnið að vöru- þróun á grisjunarviði úr íslenskum skógum, sinnt fræðslu og unnið að markaðssetningu á skógarafurð- um. Vöruþróunarverkefni Hverju nefndin hafi áorkað var bent á þau vöruþróunarverkefni sem staðið hafa upp úr eru í fyrsta lagi flísar sem eru notaðar til að klæða veggi og er verið að skoða kaup á vélum og búnaði til að koma af stað framleiðslu. Í öðru lagi stiklur sem eru 15-20 cm lang- ir viðarbútar sem raðað er saman og mynda gangstíg og plön. BYKO hefur nú þegar selt þessa vöru. Hesthúsabásar eru úr lerki, nú þegar hafa tvö hesthús verið innréttuð með þessu. Í dag er verið að kanna með framleiðendur sem vilja hefja framleiðslu á þessu. Reykflís, verið er að skoða mögu- leika á frekari markaðssetningu á þessum vöruflokki og þá í neyt- endaformi. Spænir til að nota undir húsdýr, þessi vara er enn á til- raunastigi. Svo er það að lokum efni sem notað er í skólunum. Varðandi nýtingu á við sem til verður vegna aukinnar skógræktar í landinu kom fram í svari ráðherra að nytjaskógrækt á Íslandi væri svo ung að litlar sem engar afurðir væru komnar úr þeim skógum. En ár frá ári hafa afurðir skóga Skóg- ræktarinnar aukist þannig að nú er hægt að tala um vísi að timbur- framleiðslu. Eftir 20 til 40 ár mun framleiðslan fara að skila sér í ein- hverjum mæli. Pitstop – góð vara, frábært verð og framúrskarandi þjónusta. Dugguvogi 10 (v/Sæbraut) 104 R.vík • S: 568 2020 Hjallahrauni 4 • 220 H.fj. Sími 565 2121 Við g erum þér TILBOÐ SÚPE R Hafðu samband – við eigum dekkin fyrir þig! Við eigum einnig mikið úrval dekkja undir jeppa, fólksbíla og fjölmargar stærðir af nýjum vörubíladekkjum frá Michelin, Hanksugi og Kormoran og sóluð vörubíladekk frá Vulkan. Frábær dekk frá Taurus undir dráttar- og vinnuvélar Mjög góð dekk á góðu verði! Viðarnýtingarnefnd vinnur að vöruþróun á viði sem kemur úr fyrstu og annarri grisjun

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.