Bændablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 22
22 Þriðjudagur 16. maí 2006 Sauðburðarkver Sauðburður er mikill annatími og nauðsynlegt að vita skil á ýmsu til að geta mætt erfiðleikum og dregið úr tjóni af sjúkdómum og kvillum. Í SAUÐBURÐARKVERI sem kom út fyrir nokkrum árum eru leiðbein- ingar sem að gagni geta komið. Þeir sem ekki eiga þessa litlu bók eða hafa aðgang að henni ættu að útvega sér hana. Fjallað er þar um ýmis vandamál fyrir, um og eftir sauðburð og um einstaka sjúkdóma í lömbum og í eldra fé. Þetta kver er hægt að fá hjá undirrituðum og víðar. Sjálfsagt er að ráðgast við dýralækni um búnað sem nauðsynlegt er að hafa við hendina og fá leiðbeiningar um fyr- irbyggandi aðgerðir og um notkun lyfja. Fósturdauði Fyrir nokkru uppgötvaði glöggur fósturtalningamaður og vakti athygli á því, að talsvert er um það á stöku bæjum, að fóstur deyji fárra vikna gömul í móðurkviði. Einkum er þetta algengt í gemlingsgimbrum. Fram til þessa hafa margir talið eðli- legt, að viss fjöldi gemlinga festi ekki fang. Þetta verður að endur- skoða nú. Á einum bæ höfðu nær allir gemlingarnir fest fang en við talningu fáum vikum síðar sást að allt að fjórðungur þeirra var með dauð eða deyjandi fóstur. Ef fóstrin deyja fára vikna gömul verður eng- inn var við fósturlát. Fóstrin sogast upp og eyðast í móðurkviði. Óvíst er ennþá hvað veldur þessu. Skoðun á leghnúðum og hyldahnöppum fóstr- anna í smásjá sýndi breytingar, sem líktust breytingum af völdum Toxo- plasma gondii eða kattasmiti. Kannski er þar skýringin, kannski ekki. Mótefnamælingar kynnu að svara því. Þær standa yfir. Þetta er augljóslega mikill tjónvaldur og nauðsynlegt að rannsaka það nánar. Fósturlát Algengasta orsök fósturláts er Toxo- plasma gondii, sem er sníkill, er magnast gríðarlega upp í ungum köttum, án þess þó að þeir veikist. Smitefnið lifir mánuðum saman í umhverfinu. Iðulega eru fóstrin mis- jöfn að stærð. Stundum morka á móti lifandi lambi. Þetta virðist vera aðal orsök fósturláts nú í vor eins og áður.(Kattasmit, Býglasótt, Bogfrymlasótt). Jafnvel er þar skýr- ing á því að óeðlilega margar ær einkum gemlingar eru geldar, sjá hér að ofan. Menn standa ráðalitlir gagnvart fósturláti af þessum toga enn sem komið er. Jafnvel er það til að fósturlát af þessum orsökum komi fyrir, þótt enginn hafi orðið var við kött eða ketti í húsunum. Bólu- efni gegn smitefninu er í þróun á Nýja-Sjálandi en er varla nógu hag- stætt ennþá. Önnur algeng orsök fósturláts er Hvanneyrarveikisýklar úr misgóðu heyi. Gegn því má vinna með því að bæta heyverkunina. Smitandi fósturlát, jafnvel stórfellt tjón af völdum sýkilsins Camp- hylobacter foetus(áður Vibrio) þekk- ist en er sjaldgæft. Algengt er að fóstur deyji í ám við hnjask, en slíkt fósturlát verður aldrei stórfellt, oftast ein eða fáar ær, stöku sinnum fleira. Við bólusetningu ánna gegn lamba- sjúkdómum getur þeta gerst, einkum ef aðstaða til bólusetningarinnar er ekki nógu góð fremur en vegna þess að bóluefnið sé varasamt, þótt það hafi komið fyrir áður fyrr. Snögg fóðurskipti á viðkvæmum tíma er enn ein orsökin og reyndar eru margar fleiri sýkingar svo sem af af völdum sýkla, sveppa, eitrana í fóðri o.fl. Lambadauði til rannsóknar nú í vor Á hverju vori deyr talsvert af ung- lömbum.Tjónið er mikið á lands- vísu og umtalsvert á einstaka bæj- um. Nákvæmar og ítarlegar upp- lýsingar um orsakir þessa hefur vantað, einkum vegna þess að lítið hefur verið sent til rannsóknar og vegna þess að ekki hafa verið, fyrr en nú, aðstæður og fjármagn til að gera athuganir heima á bæjunum sem verða fyrir tjóni, bera saman aðstæður, fóðrun, fóðurefni og að- búnað við mismunandi mikið tjón. Það gæti bætt við dýrmæt- um upplýsingum og auðveldað greininguna í sumum tilfellum. Á þessu vori er fyrirhugað að reyna að bæta úr þessum þekkingarskorti og gera sem ítarlegasta könnun á lambadauða á bæjum þar sem tjón er áberandi. Skorað er á alla þá menn sem verða varir við óeðlileg vanhöld af þessum toga, að hafa samband við umsjónarmann verk- efnisins, sjá hér að neðan. Hann mun safna upplýsingum í síma og taka sýni við heimsóknir á bæi þar sem tjón er verulegt. Hér er um að ræða samvinnuverkefni milli Landbúnaðarstofnunar, Landbún- aðarháskólans á Hvanneyri, til- raunastöðvarinnar á Keldum og Bændasamtaka Íslands. Sérstök áhersla verður lögð á að leita or- saka þess að lömb fæðast fullburða en andvana eða líflítil og drepast á fyrsta sólarhring. Stundum er eins og slökkt hafi verið á lömbunum rétt áður en þau fæddust. Einnig á að kanna eftir því sem unnt er or- sakir fósturláts á síðasta hluta meðgöngu. Ungur dýralæknir, sem hefur aðsetur við Landbúnaðarhá- skólannn á Hvanneyri, Hjalti Við- arsson, mun hafa umsjón með þessari athugun. Skorað er á bænd- ur og fjáreigendur, sem verða varir við óeðlileg vanhöld af fyrrnefnd- um toga að hafa samband við Hjalta í síma: 433 5094 eða 843 5351. Fjármagn hefur fengist til að greiða kostnað af þeim rannsókn- um sem ákveðið verður að gera í tengslum við þetta verkefni. Menn sem verða fyrir talsverðum vanhöldum og senda sýni geta reiknað með því að allur kostnaður við rannsóknirnar verði greiddur af fyrrnefndu fjár- framlagi, en til þess er ætlast að menn sjái um og kosti sendingu að Keldum á hræjunum. Sending fóstra og lamba til rannsóknar Best er að fá lömbin til rannsóknar sem fyrst og ófrosin. Hins vegar er nauðsynlegt að stöðva rotnun þeirra. Þap er best að gera með kælingu. Einfalt réð er að nota litlar plastflöskur með skrúfloki (gosflöskur), fylla þær af vatni, frysta þær og raða í kringum lambið. Til að forða leka frá umbúðunum, þarf að nota dagblöð eða annað sem drekkur í sig vætu og láta undir og í kring um lambið Sigurður Sigurðarson, dýralæknir, Keldum Sauðburður Fósturdauði, fósturlát, lambasjúkdómar Ekki er seinna vænna en fara nú þegar að hugsa fyrir skipulagi hey- öflunar í sumar og setja skýr mark- mið um hvaða heygæðum og hey- magni hver og einn þarf að ná. Víða reyndust heygæðin eftir sumarið 2005 rýrari en vænst var og því hafa kúabændur orðið að grípa til meiri kjarnfóðurgjafar en ella til að viðhalda þeirri mjólkurframleiðslu sem markaðurinn kallar eftir. Hér verður farið í nokkur mikilvæg at- riði varðandi skipulag heyöflunar með sérstakri skýrskotun til kúa- búa. Vorið er brostið á og reikna má með að sláttur hefjist um næstu mánaðamót fari fram sem horfir. Útlit er fyrir gott heyskaparsumar. Víða má nú sjá stórar rúllu- stæður á bæjum sem bera vott um að ekki hafi verið þörf fyrir allt það hey sem aflað var og/eða að hey- gæðin hafi ekki verið í samræmi við þarfir búsmalans. Væntanlega hefur það besta þegar verið gefið. Svona þarf þetta ekki að vera ef unnið er skipulega. Með markvissri og skipulagðri heyöflun, sem byggð er á áætlana- gerð um raunverulega heyfóðurþörf má örugglega lækka fóðuröflunar- kostnaðinn í búrekstrinum. Véla-, olíu- og plastkostnaður vegna heys sem ekki stenst gæðamörk og ekki er þörf fyrir er tapað fé. Heyöflun- inni þarf að stýra samkvæmt fóður- þörfum áhafnar búsins. Þrjú atriði skipta mestu máli um heyöflunina; - gæði, magn, verð (framleiðslukostnaður). Hey um- fram þarfir áhafnarinnar bindur fjármagn að óþörfu og er sóun á fjármunum, nema augljós markað- ur fyrir umfram hey sé fyrir hendi. Heygæði sem ekki eru í takt við þarfir búfjárins kalla á aukin og óþarfa innkaup korns eða kjarnfóð- urs. Hey er ekki bara ,,hey“. Kröfur til gæða eru mismunandi milli bú- fjártegunda og framleiðslutímabila ársins. Heygæðin ráðast fyrst og fremst af: Grastegundum og slátturtíma Meltanleika þurrefnis Próteininnihaldi, AAT og PBV NDF sem er ný gæðaviðmiðun og gefur mikilvægar vísbendingar um gróffóðurátið og meltingarstarf- semina í vömbinni. Taflan hér fyrir neðan byggir á litlu reiknilíkani um heyfóðuröflun á kúabúi með 40 mjólkurkýr og til- heyrandi uppeldi. Gróffóðrinu er skipt í þrjá gæðaflokka, - A, B, og C flokk (sjá nánari skilgreiningu í töflunni) og reiknuð er út líkleg þörf fyrir heymagn í hverjum gæða- flokki miðað við þarfir þessa gripa- fjölda. Gjafatímanum er skipt niður eftir áætlaðri fóðurþörf hvers gripa- hóps og eftir framleiðslutímabilum. Beitartíminn er áætlaður u. Þ. b. þrír mánuðir. Reiknað gróffóðurát af heyi er áætlað og stuðst er við gögn úr innlendum fóðurtilraunum . Hvað gagn má hafa af töflunni? Reiknuð þörf fyrir A-flokks- hey (60 tonn þe.) er fyrst og fremst síðustu vikur fyrir og fyrstu mánuð- ina eftir burðinn hjá mjólkurkúnum, 1. k. kvígum svo og smákálfum fyrstu 8 mánuðina . Reiknuð þörf fyrir B-flokks- hey (55 tonn þe.) er á miðmjólkur- skeiði, fyrir eldri kálfa en átta mán- aða og uppeldiskvígur á öðru ári. Reiknuð þörf fyrir C-flokks- hey (29 tonn þe.) er síðast á mjólk- urskeiðinu og framan af geldstöð- unni. Til viðbótar áætluðu heymagni verður að gera ráð fyrir fyrningum. Miða má við 15-25% fyrningar eftir ræktunaröryggi í hverju héraði. Á kúabúi af þessari stærð verður reiknuð heyþörf því um 212 tonn þurrefnis (beitin meðtalin) eða um 177 þúsund FEm. Hvað segja þessar tölur okkur um skipulag ræktunar, meðferð túna og þörf fyrir endurræktun ? Rösklega þriðjungur túnanna þarf að geta gefið A-flokkshey með fullu öryggi. Þessum þriðjungi þurfum við sýna sérstaka ,,rækt“- arsemi í allari umgengni; fylgjast árlega með virkni framræslunnar §bera snemma og rétt á (áburð- aráætlun árlega), fylgjast grannt með grasþrosk- anum og slá snemma, í byrjun skriðs hjá vallarfoxgrasi (á meðan meltanleiki þurrefnis er hærri en 73 % ) vanda sérstaklega heyverkun og geymslu, fylgjast með heygæð- um með reglulegri heysýnatöku, endurrækta til að viðhalda sáð- gresi og tryggja háan meltanleika, stýra beit (einkum hrossa) til þess að tryggja endingu sáðgresis og frjósemi túnsins. Grænfóðurrækt til beitar sem og verkunar getur verið hluti reglu- legrar endurræktunar þessa þriðj- ungs túnanna. Hey í B og C flokki má ná af venjulegum gamlgrónum túnum, ef sæmilega rétt er borið á og slegið á réttum tíma. Endurræktun kostar og sumt ræktunarland hjá okkur hentar misjafnlega vel til tíðrar endurrækt- unar. Þess vegna er ekki þörf á því að endurrækta meira né hraðar en gæðakröfur áhafnar búsins til heyj- anna segja til um. Varúðarþáttur áætlunarinnar liggur í því að hér er rætt um lág- markskröfur. Til þess að mæta áföllum, sem upp kunna að koma, er rétt að setja enn strangari gæða- körfur sem fyrst og fremst verður mætt með því að slá kúaheyið fyrr en seinna á þroskaferli grasanna. Áætlun er sett fram í þeim til- gangi að hvetja bændur til skoðunar á þessum mikilvæga þætti í þeirra búrekstri og bústjórnun. Hún verð- ur aldrei gerð þannig að henti öllum búum jafnt. Hún sýnir hins vegar dæmi um vinnubrögð sem beita má til þess að heyöflunin verði hverju kúabúi sem hagkvæmust og í takt við þarfir. Þeir sem vilja hagnýta þetta ein- falda reiknilíkan til áætlanagerðar um eigin fóðuröflun geta nálgast það á www.bondi.is/jarðrækt/ fóðuröflun/ráðgjafinn /GG Áætlun um heyöflun á kúabúi - mjólkurkýr og kvígur Þverm rúllu, m Fjöldi Gjafat. Meltanl Orka Prótein Heygjöf Heygjöf Heyþörf Heyþörf Hey- Kg þe. í m2 Uppskera, Gjafatímabil gripa mán % FEm/þe g í þe kg þe./d FEm/d tonn þe FEm fl. 1,2 t þe./ha. 200 4 Hámjaltaskeið 35 3,5 73-77 0,87 150-180 12,00 10,44 45 38.968 A 165 11,2 Miðmjaltaskeið 35 1,5 68-72 0,80 140-170 12,50 10,00 20 15.997 B 74 5,0 Síðmjaltaskeið 35 1,5 63-67 0,77 120-150 11,00 8,47 18 13.549 C 65 4,4 Geldstaða 35 1 63-67 0,77 120-150 7,00 5,39 7 5.748 C 28 1,9 Fyrir burð 35 0,5 73-77 0,87 150-180 7,70 6,70 4 3.572 A 15 1,0 Ungkálfar 0 - 8 m 6 8 73-77 0,87 150-180 2,00 1,74 3 2.545 A 11 0,7 Kálfar 8 - 12 m 4 4 68-72 0,80 140-170 4,50 3,60 2 1.755 B 8 0,5 Kvígur 12- 24 m 16 8 68-72 0,80 120-150 6,00 4,80 23 18.721 B 86 5,9 122 100.855 Fjöldi rúlla 451 30,6 Beit - kýr vorb 35 2 73-77 0,87 150-180 11,00 9,57 23 20.412 A Beit - kýr haust 35 2 73-77 0,87 150-180 10,00 8,70 21 18.556 A Beit - kvígur 20 4 68-72 0,80 120- 160 6,00 4,80 15 11.700 C Fóðurþarfir samtals 182 151.524 Gróffóður: Tonn % Rúllur Hey í A-flokki: 52 28 191 Hey í B-flokki: 46 25 168 Hey í C-flokki: 25 14 92 Beit: Beit - góð (A) 45 25 Beit - slakari (C) 15 8 Samtals: 182 100 451 Notkun: Með því að slá inn í óskyggðu reitina í stærri töflunni, - gripafjöldann á búinu á hverju tímabili og í hverjum aldursflokki svo og áætlaðan gjafa- og beitartíma hvers hóps reiknar líkanið út áætlaða hey- og fóðureiningaþörf í hverjum heygæðaflokki fyrir áhöfnina á búinu. Þá er hægt að breyta forsendum í stærð rúlla, gefnar forsendur líkansins eru rúllur: - 1,2 m í þvermál með 200 kg þurrefnis í rúmmeter. Breytileiki milli véla í þessum stærðum er talsverður, einnig hefur þurrkstig heysins áhrif þar á. Heyfóðuröflunin í sumar

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.