Bændablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 19
19Þriðjudagur 16. maí 2006 Framtíðin liggur í loftinu Fjölmiðlafrumvarpið sem kynnt var fyrir þinghlé en kom ekki til umræðu snýst ekki bara um eignarhald á fjölmiðlum og sjálfstæði ritstjórna eins og ætla mætti af umræðunni sem orðið hefur um það í fjöl- miðlum. Veigamikill þáttur í því er að skapa umgjörð utan um dreifingu fjöl- miðlaefnis á ljósvakanum og þar hafa hin- ar dreifðu byggðir verulegra hagsmuna að gæta. Einn megintilgangur frumvarps- ins er að koma í veg fyrir að íbúar dreif- býlisins verði hafðir útundan þegar sjón- varpið, síminn og netið renna saman í eitt á næstu árum. Um þann samruna hefur raunar verið rætt í allnokkur ár án þess að nokkuð gerðist en nú segja menn að þetta sé að bresta á, að á næstu 2-3 árum munum við í auknum mæli sjá samruna síma, sjónvarps og tölvu þar sem fyrirtæki á markaði munu í auknum mæli bjóða upp á allt þrennt. Þessi þríþætta þjónusta sem nú er í boði víða er kallaður þríleikur (e. triple play). Með samrunanum felst munurinn á þjónustunni fyrst og fremst í viðtækjunum sem notuð eru og möguleik- um þeirra. Þegar fólk er á ferðinni þarf það að geta hringt og komist í netsamband. Þá er að færast í vöxt að horft sé á kvikmyndir og sjónvarp í gegnum farsíma og er slík þjón- usta í boði nú í sumum löndum Asíu. Í vinn- unni þarf fólk háhraðasamband fyrir tölvurn- ar. Þegar fólk er heima að slappa af fyrir framan sjónvarpið gegnir öðru máli, þar vill fólk geta sest niður, hvort sem það er að horfa á bíómynd, ná sér í upplýsingar um allt mögulegt eða stunda verslun og viðskipti. Íslensk stjórnvöld hafa sett fram það markmið að allir eigi þess kost að vera í sambandi við háhraðanet svo þeir séu gjald- gengir í upplýsingasamfélaginu. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur farið um landið og boðað þetta fagnaðarerindi. Spurningin sem vaknar er hvað átt er við með háhraðaneti, en um það hefur ráðherra tjáð sig með frekar óljósum hætti. Skilgrein- ingin á því getur hins vegar skipt sköpum um það hvort íbúar til sveita fái raunveruleg- an aðgang að upplýsingasamfélaginu, sam- bærilegan þeim sem verður í boði í þéttbýli, bæði hvað varðar efni og verð. Aðskilnaður veitnanna Núna er staðan sú að bændum býðst ein- göngu netsamband um svokallaðar ISDN+ tengingar sem eru mun hægvirkari og dýrari en ADSL-sambandið sem hefur farið eins og eldur í sinu um þéttbýlið. Það dytti engum heilvita manni í hug að reyna að flytja bíómynd yfir ISDN-tengingu - það myndi æra óstöðugan að reyna það þar sem teng- ingin er ekki ætluð fyrir sjónvarpsefni, auk þess sem kostnaður við hvert kílóbæti sem flutt er þannig getur verið allt að tuttugufald- ur á við ADSL. Verði frumvarpið að veruleika aukast lík- urnar á því að hægt verði að loka þeirri gjá sem hefur verið að myndast á milli þéttbýlis og dreifbýlis hvað varðar aðgang að net- heimum og öðrum vistarverum upplýsinga- samfélagsins. Verði hins vegar ekkert að gert og markaðslögmálin látin um að stjórna þró- uninni er hætt við því að dreifðustu byggð- irnar verði útundan. Við það rýrna lífsgæði þeirra sem þar búa. Í frumvarpinu eru nokkur lykilatriði sem vert er að útskýra áður en lengra er haldið. Einn af grunnþáttum frumvarpsins er sá að skilið verði á milli efnisveitna og dreifi- veitna. Það merkir að annars vegar séu til fjölmiðlar, sjónvarpsstöðvar og önnur fyrir- tæki sem framleiða sjónvarpsefni. Hins veg- ar séu til fyrirtæki sem annast dreifingu þessa efnis til almennings. Þetta er sérstak- lega mikilvægt hér á landi því íslenskur markaður er að mörgu leyti öfgakenndari en annars staðar staðar þekkist á þessu sviði. Til skamms tíma var staðan sú að hér voru ein- ungis tvær stöðvar sendar út á opnum rásum, Ríkissjónvarpið og Ómega. Hinar stöðvarn- ar, bæði innlendar og erlendar sem endur- varpað var um landið, voru allar sendar út í lokuðum dreifikerfum sem voru í eigu fyrir- tækja sem í mörgum tilvikum ráku einnig sjónvarpsstöðvar. Verði frumvarpið að veru- leika þarf að skilja í sundur rekstur sjón- varpsstöðva og dreifikerfa. Skylda og réttur Reyndar var fyrsta skrefið í þá átt stigið á dögunum þegar samningar náðust á milli tveggja helstu keppinautanna um gagn- kvæma dreifingu sjónvarpsefnis. Þar er í raun verið að fikra sig inn á svið sem í frum- varpinu er táknað með hugtökunum flutn- ingsskylda og flutningsréttur (sjá skýringu hér til hliðar). Til þess að skýra þessi hugtök skulum við taka dæmi af ensku knattspyrnunni sem nú er einungis í boði hjá Skjánum (sem er í eigu Símans). Hingað til hefur einungis verið hægt að verða áskrifandi að enska boltanum í gegnum Breiðvarp eða ADSL-tengingu Símans. Eftir að ákvæði fjölmiðlafrum- varpsins um flutningsrétt verða komin til framkvæmda getur hvaða dreifiveita sem er (svo sem dreifikerfi 365 fjölmiðla eða Orku- veitu Reykjavíkur) farið fram á að fá þetta efni inn á sitt dreifikerfi og dreift því til sinna viðskiptavina. Á hinn bóginn getur Skjárinn farið fram á að fá að dreifa enska boltanum í gegnum hvaða dreifiveitu sem er. Þetta breytir því ekki að áskrifendur sem vilja horfa á enska boltann verða eftir sem áður að greiða áskriftargjald þeim sem hefur rétt til að sýna enska boltann hér á landi. Innheimtan getur svo verið í höndum efnis- veitunnar eða dreifiveitunnar eftir atvikum. Flutningsréttur og flutningsskylda er for- senda þess að sjálfstæð fjarskiptafyrirtæki sem ekki ráða yfir sjónvarpsefni geti byggt upp fjarskiptanet í hinum dreifðu byggðum landsins þar sem áhorfendur eru að kaupa aðgang að efni en ekki fjarskipti. Til að það skapist hvati til að byggja háhraða fjar- skiptanet í dreifbýli verða fjarskiptafyrirtæk- in að fá rétt til að falast eftir efni í eigu ann- arra. Flutningsréttur og flutningsskylda Í fjölmiðlafrumvarpinu eru sett fram tvö hugtök sem rétt er að skýra. Flutningsskylda. Í 6. grein frumvarpsins segir: "Útvarpsstöð, sem óskar eftur því að fá aðgang að almennu stafrænu fjarskiptaneti sem hagnýta má til útsendinga en hef- ur ekki náð samningum við fjarskiptafyrirtæki um það, getur krafist úrskurðar útvarps- réttarnefndar … [sem] getur skyldað fjarskiptafyrirtæki til að flytja útsent efni útvarps- stöðvar" að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Frá þessu er sú undantekning að ekki má skylda fjarskiptafyrirtæki að flytja dagskrár sem taka upp meira en þriðjung af flutningsgetu fyrirtækisins. Flutningsréttur. Á sama hátt getur fjarskiptafyrirtæki krafist úrskurðar útvarpsréttar- nefndar um flutningsrétt á tilteknu sjónvarpsefni og getur það verið hvort sem er öll dagskrá ákveðinnar stöðvar eða útsending á tilteknum viðburðum, svo sem íþrótta- og listviðburðum. Í báðum tilvikum gildir það að sjónvarpsstöðin verður að vera með staðfestu á Íslandi og efnið verður einnig að vera íslenskt. Það er því ekki hægt að skylda stöð sem hef- ur endurvarpsrétt á erlendu sjónvarpsefni til þess að senda það út hjá þeim fyrirtækj- um sem þess óska. Ákvæði um flutningsskyldu (á ensku: must carry) eru til í evrópskum rétti og hafa meðal annars þann tilgang að auðvelda nýjum efnisveitum, sjónvarps- og útvarps- stöðvum, inngöngu á markaðinn. Þær þurfa ekki að byrja á að koma sér upp dýru dreifikerfi áður en þær geta hafið útsendingar. Ákvæðið um flutningsrétt (á ensku: may carry) er minna þekkt og hafa margir erlend- ir aðilar mikinn áhuga á að fylgjast með hvernig það verður framkvæmt hér á landi. Uppbygging fjarskiptakerfa sem ná til allra lands- manna er eitt brýnasta byggðamál samtímans

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.