Bændablaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 2
 Fyrsta skilarétt í Önundarfirði senn fullbyggð Í Önundarfirði hafa bændur verið að byggja fjárrétt í sumar og er áætlað að hún rúmi 12­14 hundruð fjár. Réttin er byggð í landi jarðarinnar Traðar og það merkilega við þessa fram­ kvæmd er að þetta er fyrsta skilarétt sem byggð er í gamla Mosvallahreppi. Tíðindamaður blaðsins heilsaði upp á réttarsmiðina á dögunum og þá var verkið langt komið. Réttin er öll byggð úr timbri, 43x24 metr­ ar??? að stærð og uppistöður steypt­ ar niður. Um helmingur er almenn­ ingur og hinn hlutinn skiptist í átta dilka. Í réttinni er 45 sm breiður gangur sem ætlunin er að féð renni eftir og svo opni hver eigandi fyrir sinni kind þegar hún kemur eftir ganginum. Ásvaldur Magnússon, bóndi í Tröð, stjórnar byggingu réttarinnar. Hann sagði að bændur vildu prófa þetta fyrirkomulag við fjárdráttinn og í þeim tilgangi yrði settur upp hringur í réttinni sem tæki 50­60 fjár og úr honum ætti féð svo að renna í ganginn. Þeir teldu það a.m.k. mun léttara fyr­ irkomulag en það hefðbundna en það krefðist þess að vísu að menn væru allir samtímis við réttarstörf­ in. Ásvaldur sagði að hingað til hefðu menn rekið féð inn á vissum bæjum og dregið í sundur en nú væri svo komið að það kæmist ekki inn í hús og því væri nú farið út í réttarbyggingu. Ásvaldur sagði að fé úr Önundarfirði yrði rekið þarna til réttar og auk þess talsvert margt úr Dýrafirði sem sækti í auknum mæli yfir Gemlufallsheiðina. Það er Ísafjarðarbær sem kostar bygg­ ingu réttarinnar. ÖÞ Fréttir Bændablaðið | Þriðjudagur 28. ágúst 2007 Sigurður Jóhannesson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, segist eiga von á því að álíka mörgu fé verði slátrað í haust og í fyrra en það var um 550 þúsund fjár sem gáfu um 8.500 tonn af kjöti. Verð til bænda telur hann að muni hækka um 5,1–5,2% frá því verði sem greitt var í fyrra. Þar með takist að halda í við verðlagsþróunina frá í fyrra og segir Sigurður það í sjálfu sér ágætan árangur. Sumarslátrun hófst í síðustu viku og stutt er í að almenn haust­ slátrun hefjist. Ferskt lambakjöt ætti því að vera komið á markaðinn þegar þetta tbl. af Bændablaðinu kemur út. Sigurður segir að erfitt sé að spá fyrir um sölumálin næstu 12 mán­ uðina því að vaxandi þrýstingur sé á innflutning á kjöti til landsins. Að vísu er ekki mikið flutt inn af kindakjöti ennþá en þrýstingur fer vaxandi á að fá að flytja það inn. Innflutningur á öðrum kjöttegund­ um hefur að sjálfsögðu áhrif á sölu á kindakjöti. Aukið framboð af svínakjöti ,,Menn eru nú að spá auknu fram­ boði af svínakjöti enn einu sinni og mun það án efa hafa áhrif á verðþróun á öðrum kjöttegund­ um. En ef við horfum einangrað á lambakjöt tel ég að horfurnar séu ágætar. Við verðum þó ávallt að gæta þess að ofgera ekki mark­ aðnum. Það er hins vegar ljóst að verð hér á landi, bæði á nautakjöti og svínakjöti, er orðið mjög hátt og umtalsvert hærra en annars staðar á Norðurlöndunum,“ segir Sigurður. Því er nú haldið fram að búast megi við auknum áhuga Bandaríkjamanna á fersku íslensku lambakjöti. Sigurður bendir á að unnið hafi verið að markaðssetn­ ingu á lambakjöti í Bandaríkjunum í mörg ár. Stundum hafi gengið vel og stundum síður. Hann bend­ ir einnig á að gengisþróunin hafi gríðarlega mikil áhrif á afkomu þegar um útflutning er að ræða. Sömuleiðis skiptir miklu máli hver dreifingarkostnaðurinn er og eftir hvaða leiðum er flutt út, hvort það er með flugi eða skipum. Eins og er sé ekki til nóg lambakjöt ef stórauknar óskir kæmu um það frá Bandaríkjunum eða öðrum lönd­ um. S.dór Sigurður Jóhannesson, formaður Landssambands sláturleyfishafa: Aukinn þrýstingur á innflutning á kjöti Margir hafa haft samband við Bændablaðið og sagt að óvenju lítið sé um mófugl í ár og hafi raunar verið í fyrra líka. Margir vilja kenna um fjölgun tófu í byggð og jafnvel minks líka. Tómas Grétar Gunnarsson, fuglafræðingur hjá Náttúrustofu Vesturlands, er manna fróðastur um mófugla. Hann var spurður hverja hann teldi ástæðuna fyrir fækkun mófugla. Hann sagði að þetta færi nokk­ uð eftir tegundum en hins vegar vantaði alla vöktun á mófugli hér á landi eins og svo mörgu öðru í náttúrunni hjá okkur því að auð­ vitað væri hægt að telja mófugla eins og annað. Hins vegar tækju glöggir menn eftir því ef stór­ fækkun yrði á fuglum. Þurrkarnir slæmir Varðandi árið í ár sagði hann að sunnan fjalla hefðu þurrkarnir haft sitt að segja. Flestir mófuglar væru mjög háðir vatni og sumarið hefði verið óvenju þurrt. Hann tók dæmi af jaðrakan, sem fær sína fæðu úr votlendi eins og stelkur og hrossa­ gaukur. Þessir fuglar hafa átt mjög erfitt uppdráttar í sumar sökum þess að votlendi hefur þornað upp. Fyrir aðra fugla er mun dýpra í ánamaðka í túnum en í venjulegu ári og fæðuöflun því erfið. ,,Ef veður eða aðrar aðstæður eru vondar á vorin gefast fuglarnir upp við varpið og fara niður á leir­ ur að leita að fæðu og margir þeirra eru svo farnir aftur til útlanda um miðjan júní. Tímaramminn virðist vera svo knappur hjá mófuglinum að vitað er til þess að þegar síðustu spóarnir voru að koma til landsins í maí voru þeir sem fyrstir komu að fara aftur til útlanda, búnir að gefast upp á að reyna varp vegna einhverra ytri aðstæðna í nátt­ úrunni. Stofninn er því aldrei allur á einum tímapunkti á óðölum í einu,“ sagði Tómas. Mikil afföll í fyrra Hann benti hins vegar á að í maí 2006 hefðu margir fullorðnir mófuglar, og jafnvel stærri fuglar, hreinlega drepist úr kulda, einkum á Norðurlandi. Fuglar reyna að þrauka á hreiðrum fram í rauðan dauðann. Fugladauðinn í þessu mikla kuldakasti segir Tómas að hafi komið í ljós við talningu á vetrarstöðum fugla í fyrrahaust. Spurður hvort fjölgun tóf­ unnar hefði mikið að segja varð­ andi fækkun mófugla sagði hann að vissulega æti tófan nokkuð af eggjum og ungum en hann sagðist efast um að það hefði úrslitaáhrif. ,,Meðal mófugl verpir 40 til 50 eggjum yfir ævina og af þeim þurfa ekki nema tveir eða þrír ungar að ná fullorðinsaldri til þess að viðhalda stöðugleika í stofn­ inum. Þess vegna er það hættulítið þótt tófan éti mikið undan þeim. Stofninn þolir vel afföll af eggj­ um og ungum en illa breytingar á lífslíkum fullorðinna fugla,“ sagði Tómas Grétar Gunnarsson. S.dór Tómas Grétar Gunnarsson fuglafræðingur Í erfiðu árferði geta mófuglar farið snemmsumars Á myndinni eru við minnisvarðan, talið frá vinstri; Guðmundur Sigurðsson og Bergljót Þorsteinsdóttir á Reykhól, Katrín Þ. Andrésdóttir og Sveinn Ingvarsson, Reykjahlíð, Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri og Rúnar Bjarnason og Birna Þorsteinsdóttir, Reykjum. 100 ár frá því að sandgræðsla á vegum ríkisins hófst Fyrr í sumar voru liðin 100 ár frá því að sandgræðsla á vegum ríkisins hófst hér á landi og af því tilefni var afhjúpaður minn­ isvarði á Reykjum á Skeiðum. „Þann 8. júlí 1907 var byrjað að byggja grjótgarða á Reykjasandi á Skeiðum til að hefta sandfok sem þá ógnaði miklum hluta sveitarinn­ ar. Fyrsta sumarið voru gerðir 700 faðmar af grjótgörðum, sem voru einhlaðnir, 3 fet á hæð, og þurfti að flytja grjótið langan veg á hest­ vögnum. Grjótgarðanna sér enn stað á Reykjasandi,“ sagði Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri í samtali við blaðið. MHH Landeigendur í Nesjum stefna Vegagerðinni Hópur bænda og annarra land­ eigenda í Nesjum í Hornafirði hefur stefnt Vegagerðinni og íslenska ríkinu og krefst þess að úrskurður umhverfisráðherra frá 11. maí 2007 um matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrif­ um lagningar hringvegar um Hornafjarðarfljót verði felldur úr gildi. Framkvæmdir við hringveg­ inn í Hornafirði hafa lengi stað­ ið til. Með nýjum vegi á að bæta samgöngur á Suðausturlandi og styrkja byggðarlög á Suðaustur­ og Austurlandi. Vegagerðin hefur lagt fram tillögur um þrjár veglínur yfir Hornafjarðarfljót vegna fyrirhug­ aðra framkvæmda – nr. 1, 2 og 3. Munu þær stytta hringveginn um 10­12 km. eftir því hvaða leið verður valin. Landeigendur eru óánægðir með allar þessar leiðir og segja til að mynda að leiðir 2 og 3, sem myndu að stórum hluta liggja um votlendi, myndu hafa í för með sér meiriháttar umhverfis­ og nátt­ úruspjöll. Allar leiðirnar þrjár telja þeir ótækar og segja að þær myndu hafa í för með sér stórfellda röskun fyrir landeigendur. Fyrirhuguð vegarstæði munu m.a. skerða eignarlönd og rýra möguleika til landnýtingar, valda spjöllum á ræktunarlöndum, raska rannsóknar­ og tilraunalandi í skógfræði, stefna kartöflurækt í hættu og spilla beitilöndum – allt eftir því hvaða leið yrði valin. Fleiri kosti Af þessum sökum telja stefnend­ ur nauðsynlegt að taka fleiri kosti til umhverfismats og hafa því lagt fram tvær tillögur að veglínum til viðbótar, nr. 4 og 5, sem uppfylla markmiðin með gerð nýs vegar en hafa hins vegar ekki þá ókosti sem tillögur Vegagerðarinnar hafa. Vegagerðin hafnaði því að veglínur 4 og 5 yrðu metnar umhverfismati en í ákvörðun Skipulagsstofnunar 5. desember 2006, um matsáætl­ un vegna umhverfismats, var lagt fyrir Vegagerðina að meta allar veglínurnar fimm, auk þess sem meta skyldi endurbyggingu núver­ andi vegar. Vegagerðin kærði þessa ákvörðun til ráðuneytisins sem úrskurðaði að þeir kostir sem stefn­ endur lögðu til yrðu ekki metnir umhverfismati. Það veldur því að þeir koma ekki til álita þegar end­ anleg ákvörðun um vegarstæði verður tekin. Með málssókn sinni vonast stefnendur til þess að geta hindrað stórfellt umhverfis­ og skipulagsslys í Hornafirði. S.dór Dettifossvegur og Lyngdalsheiðarvegur boðnir út í haust Tveir mjög umdeildir veg­ arkaflar eru nú komnir á útboðslista Vegagerðarinnar og verða boðnir út í haust. Um er að ræða Dettifossveg (862) og Lyngdalsheiðarveg (365) sem nær frá Laugarvatni að Miðfelli. Í nýjustu Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar er greint frá því að þessir vegarkaflar séu komnir á útboðslista en ekki tekið fram hvenær í haust útboð­ ið fari fram. Miklar deilur hafa staðið um legu beggja þessara vegarkafla. Varðandi Dettifossveg er það leið B á kortinu sem hér fylgir sem farin verður en á kortinu yfir vega­ gerð á Lyngdalsheiði er það leið 7 á kortinu sem valin hefur verið. Heimamenn segja nýjan veg yfir Lyngdalsheiði breyta mjög miklu fyrir þá enda styttist leiðin til höfuðborgarinnar umtalsvert frá því sem nú er. Allmargir eiga heimili í Bláskógabyggð en vinna í Reykjavík.Varðandi Dettifossveg, sem nær frá þjóðvegi 1 niður á þjóðveg 85, eru það þeir sem ann­ ast ferðamannaþjónustu sem fagna gerð hans. Þeir unnu að réttarbyggingunni: Kristján Ástvaldsson, Þingeyri, Karl Bjarna­ son, bóndi í Neðri­Hjarðardal, og Ásvaldur Magnússon í Tröð. Mynd ÖÞ. Rauða strikið sýnir veglínuna yfir Lyngdalsheiði. Efst í vinstra horni sér í Þingvallavatn en efst til vinstri má eygja smáhorn af Laugarvatni. Kort frá Vegagerð ríkisins.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.