Bændablaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Þriðjudagur 28. ágúst 20071 SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, hafa skorað á umhverfisráðherra og bæjar­ stjórn Fjallabyggðar að beita sér fyrir friðlýsingu Héðinsfjarðar sem friðlands eða fólkvangs. Friðlandið yrði stofnað eigi síðar en jarðgöngin milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar verða opnuð, en samtökin benda á að undir­ búning friðlýsingar, merkingar gönguleiða og brúun lækja og mýrlendis þurfi að hefja sem allra fyrst. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, formaður samtakanna, segir að þau hafi stutt friðlýsingu Héðinsfjarðar þegar undirbúningur að henni hófst á vegum Náttúruverndar rík­ isins í kringum árið 2000. Þegar umræða hófst á sínum tíma um gerð jarðganga um Héðinsfjörð taldi Náttúrufræðistofnun Íslands nauðsynlegt að stofna þar frið­ land, m.a. til að koma í veg fyrir skaða á gróðri þegar fjörðurinn opnaðist fyrir aukinni umferð. Bent var á að þar væri sérstæður gróður, tegundaríkur og einkenn­ andi fyrir snjóþyngri svæði lands­ ins. Sambærilegan gróður væri að finna á nokkrum stöðum á landinu, m.a. í fjörðum austan Eyjafjarðar, Borgarfirði eystra, Loðmundarfirði og á Vestfjörðum, en Héðinsfjörður skæri sig frá öðrum svæðum að því leyti að þar væru einkennistegundir snjóþungra svæða útbreiddar á litlu svæði og gróður gróskumikill. Landeigendur lögðust gegn friðlýsingu Ekki varð af áformum um friðlýs­ ingu í það sinnið, en landeigendur í Héðinsfirði lögðust allir eindregið gegn friðlýsingu. Ingólfur telur að það sjónarmið hafi verið uppi meðal landeigenda á þeim tíma að forræði flyttist yfir til opinberra aðila yrði fjörðurinn friðlýstur og eins hefðu menn óttast að ekki yrði af framkvæmdum við fyrirhuguð Héðinsfjarðargöng ef fjörðurinn yrði friðlýstur. Sá ótti ætti að vera ástæðulaus nú, segir Ingólfur, þar sem unnið er af full­ um krafti við gerð ganganna. Að mati landeigenda var hin raunverulega ástæða fyrir til­ lögu um friðlýsingu Héðinsfjarðar sú að með henni færðist forræði í bygginga­ og skipulagsmál­ um frá Siglufjarðarkaupstað til Náttúruverndarráðs, sem þá var, og nýtingar­ og eignarréttur land­ eigenda yrði þar með takmark­ aður. Í þessu fælist miðstýring­ arárátta og virðingarleysi fyrir eignarrétti. Umhverfisráðuneytið beindi í kjölfarið þeim tilmælum til Náttúruverndarinnar að hætt yrði við tillögu um friðlýsingu Héðinsfjarðar. Friðlýsing hefði góð áhrif á ímynd svæðisins Ingólfur nefnir að Fjallabyggð, sem og önnur byggðarlög í nágrenninu, hafi mikla hagsmuni af því að frið­ land verði stofnað á norðanverðum Tröllaskaga, með eins konar hjarta í Héðinsfirði, eins og það er orðað í áskorun samtakanna. „Við teljum eðlilegt að sveitarfélagið beiti sér í þessu máli með umhverfisráðherra og þá þykir okkur líklegt að sam­ gönguráðherrann siglfirski hafi áhuga á framgangi þessa máls,“ segir Ingólfur. Hann bendir á að friðlýsing hefði góð áhrif á ímynd svæðisins alls og myndi án efa auka straum ferðamanna um norð­ anverðan Tröllaskaga. Á þann hátt yrðu þau jákvæðu áhrif sem íbúar á svæðinu vonast til að skapist vegna jarðganga og vegar sem liggur þvert yfir Héðinsfjörð. Hann segir engin viðbrögð enn hafi borist frá yfirvöldum í Fjallabyggð vegna áskorunar samtakanna. Í bréfi samtakanna til bæj­ aryfirvalda er nefnt að þó svo að Héðinsfjörður verði ekki friðland eða fólkvangur strax við opnun jarðganganna verði að gera frið­ unarráðstafanir þegar þar verður lagður vegur. Um það séu allir sam­ mála, landeigendur, náttúruvernd­ aryfirvöld og fleiri sem tjáð hafa sig um málið. „Menn eru sammála um að hindra þurfi bílaumferð utan þjóðvegar,“ segir Ingólfur. Eins nefnir hann að í firðinum þurfi að gera gott göngustíga­ og göngu­ leiðakerfi sem í senn verndi gróð­ ur og landslag og tryggi almenn­ ingi aðgang. Þannig þurfi að koma upp eins konar móttöku fyrir gesti, útbúa bílastæði, göngustíga, brúa læki og mýrlendi. Aðgerðir af því tagi gagnist mun betur ef land­ ið verði formlega friðlýst og þar komið upp landvörslu og upplýs­ ingagjöf fyrir ferðafólk. Gera þarf ráðstafanir vegna aukinnar umferðar „Við teljum mjög skynsamlegt að fara þá leið að friðlýsa Héðinsfjörð og okkar mat er það að umtalsverð­ ur ávinningur yrði af slíkri friðlýs­ ingu,“ segir Ingólfur. „Gera má ráð fyrir að umferð aukist mikið með tilkomu ganganna, en nú kemst enginn í Héðinsfjörð nema sjóleið­ ina eða ganga yfir fjöll. Það er nauðsynlegt að gera þegar ráðstaf­ anir vegna aukinnar umferðar til að koma í veg fyrir hugsanleg spjöll í Héðinsfirði og því vekjum við máls á þessu núna.“ Ingólfur segir líka tímabært að yfirvöld og land­ eigendur geri upp við sig hvernig þeir vilji sjá fjörðinni í framtíðinni. Hvort þeir vilji t.d. að þar rísi sum­ arhúsabyggð eða hann fái áfram að vera sá eyðifjörður sem hann hefur verið með því aðdráttarafli fyrir ferðamenn sem slíkum fjörðum fylgja. „Við vonum að menn fari að ræða þessi mál, enda teljum við það tímabært,“ segir Ingólfur. MÞÞ Niðurstaða sérstakrar mats­ nefndar sem falið var að meta verðmæti vatnsréttinda vegna Kárahnjúkavirkjunar kem­ ur landeigendum á svæð­ inu á óvart að sögn Hilmars Gunnlaugssonar lögmanns hjá Regula á Egilsstöðum, en lög­ mannsstofan starfaði að málinu fyrir um 60 einstaklinga sem eru eigendur um 50 jarða við Jökulsá á Dal. Úrskurður um verðmæti vatnsréttinda vegna Kárahnjúkavirkjunar var kveð­ inn upp á Egilsstöðum í liðinni viku og var niðurstaðan sú að vatnsréttindi vegna virkjunar­ innar eru metin á rúmlega 1,6 milljarða króna. „Því er ekki að neita að þessi niðurstaða kemur því miður verulega á óvart,“ segir Hilmar. Vissulega segir hann að menn hafi gert sér grein fyrir að mikil óvissa ríkti um hver niðurstaðan yrði, enda hefði mikið borið í milli. Kröfur landeigendur hljóðuðu upp á allt að 93 milljarða króna en Landsvirkjun taldi réttindin vera á bilinu 150 til 375 millj­ óna króna virði. Hilmar segir þá upphæð sem matsnefndin kom fram með í úrskurði sínum mun lægri en búist hafði verið við. Þegar hafist var handa við framkvæmdir við Kárahnjúka var gert eignarnám í vatnsrétt­ indum en við þann gjörning eiga þeir sem missa eign rétt á fullum bótum vegna þess tjóns sem þeir verða fyrir. Sérstök matsnefnd eignarnámsbóta sker vanalega úr um hversu háar bætur skuli vera, en í umræddu tilviki var talið heppilegra að sérstök matsnefnd legði mat á verðmæti vatnsréttinda vegna Kárahnjúkavirkjunar, eink­ um vegna þess hve umfangsmikil og sérstakt málið er. Úrskurður matsnefndar er á þá leið að vatnsréttarhafar á Jökulsá á Dal fá rúmar 1200 milljónir króna, eigendur vatnsréttar í Jökulsá í Fljótsdal rúmar 300 milljónir króna og eigendur vatnsréttar í Kelduá tæpar 111 milljónir króna. Skiptar skoðanir um forsendur útreikninga bótanna Tekist var á um þær forsendur sem nota ætti við útreiking bótanna. Landsvirkjun benti á að landeig­ endur ættu ekki að hagnast á eign­ arnámi heldur einungis að fá skaða sinni bættan. Að auki var í mál­ flutningi Landsvirkjunar nefnt að landeigendur legðu ekki fram fjár­ magn vegna virkjanaframkvæmd­ anna og tækju enga áhættu vegna virkjunarinnar. Þá hefðu þeir ekki haft neinn arð af vatnsréttind­ um sínum og geti því ekki vænst þess að verðmæti þeirra væri metið án tillits til framkvæmdanna við Kárahnjúka. Stofnkostnaður Kárahnjúkavirkjunar hlyti því að skipta sköpum við mat á verðmæt­ um vatnsréttinda. Landeigendur bentu aftur á móti á að nýjar aðstæður hefðu skapast með tilkomu nýrra raf­ orkulaga fyrir fáum árum. Frjáls verðmyndum hefði ekki verið til fyrir daga þeirra þar sem einung­ is var við einn viðsemjenda að eiga. Landeigendur fallast ekki á að stofnkostnaður virkjunarinnar sé góður mælikvarði á verðmæti hennar vegna þess hve hagkvæmur kostur virkjunin er. Vildu landeig­ endur miða við þá samninga sem gerðir hafa verið undanfarin ár á frjálsum markaði í tengslum við uppbyggingu smávirkjana. Loks vildu þeir að tekið yrði tillit til þess að verðmæti vatnsréttinda yrðu æ meiri vegna hlýnandi loftslags, þróunar bæði verðs fyrir vatns­ réttindi og fyrir ál sem og vegna möguleika á útflutningi orku. Matsnefndin telur ekki hægt að líkja saman stórvirkjunum vegna stóriðju og smávirkj­ unum fyrir almenna raforkukerfið þegar kemur að útreikningi bót­ anna. Stórvirkjanir væru háðar stórkaupendum og starfsemi þeirra, annað væri uppi á ten­ ingnum varðandi almenna mark­ aðinn. Niðurstaða nefndarinnar var sú að meta bæri bætur vatns­ réttarhafa sem hlutfall af stofn­ kostnaði Kárahnjúkavirkjunar, en sú leið var farin við greiðslu bóta í tengslum við uppbyggingu Blönduvirkjunar. Bætur vatnsrétt­ arhafa voru því ákveðnar 1,4% af stofnkostnaði virkjunarinnar auk nokkurra viðbóta. Egill B. Hreinsson, einn mats­ nefndarmanna skilaði séráliti og vildi hann meta vatnsréttindin mun verðmætari en aðrir nefndarmenn. Að hans mati ættu þau að vera um 10 milljarða virði hið minnsta og er þá vísað til markaðsverða á innlendum sem erlendum raforku­ markaði. Ljóst að um tímamótamál yrði að ræða Hilmar Gunnlaugsson lögmaður landeigenda á Jökulsá á Dal segir að sératkvæði Egils tóni mun betur við málatilbúnað og kröfugerð vatnsréttarhafa. Hann segir það hafa komið á óvart að útgangs­ punktur matsnefndarinnar hafi verið byggður á matsniðurstöðu vegna Blönduúrskurðar frá árinu 1991 með einhverjum breytingum. Fram kemur í tilkynningu frá lögmönnum landeigenda á Jökulsá á Dal að eftir að framleiðsla og sala á raforku var samkeppnisvædd hafi einkarekin orkufyrirtæki gert samninga við landeigendur um nýtingu vatnsréttinda fyrir umtals­ verðar upphæðir. Ljóst hafi verið að mat á verðmætum vatnsrétt­ inda vegna Kárahnjúkavirkjunar yrði tímamótamál, hvort heldur litið yrði á málið út frá hagsmun­ um einstakra vatnsréttarhafa eða í víðara samhengi út frá verðmætum vatnsréttinda á Íslandi. Málið snú­ ist um verðmat á 13,6% af virkj­ anlegu vatnsafli hér á landi og því feli niðurstaðan í sér viðmið um verðmæti allra vatnsréttinda hér­ lendis, virkjaðra sem óvirkjaðra. Þannig verði niðurstaða mats­ nefndar innlegg í umræðu um fórn­ arkostnað við friðun vatnsfalla og um það hvað orkufyrirtæki, m.a. í einkaeigu skuli greiða fyrir notkun á orkuréttindum í eigu ríkisins, s.s. vatnsréttindum í þjóðlendum. Fastir í fortíðinni Hilmar nefnir að heildarverðmæti vatnsréttinda þeirra sem til mats voru nú sé um 1,6 milljarðar króna, en það jafngildi því að heild­ arverðmæti virkjanlegs vatnsafls á Íslandi sé alls um 11,7 milljarðar króna. Hann fagnar málefnalegu sjónarmiði sem fram komi í áliti Egils, þar sem talið er að verðmæti vatnsréttinda sé á bilinu 10 til 65 milljarðar króna, sem geri að heildarverðmæti virkjanlegs vatns­ afls á Íslandi sé á bilinu 73,5 til 478 milljarðar króna. Síðarnefnda talan þýði að verðmæti vatnsrétt­ inda séu eilítið meiri en verðmæti alls þorskskvóta hér á landi miðað við útreikinga í maí síðastliðnum. Hvað útgangspunkt meiri­ hluta matsnefndar varðar, að miða við matsniðurstöðu vegna Blönduúrskurðar, segir hann menn fasta í fortíðinni. Miðað sé við 1,4% af stofnkostnaði Kárahnjúkavirkjunar, en vart verði séð að sú niðurstaða verði til þess fallin að vera grundvöllur að almennri verðmyndun á mark­ aði með vatnsréttindi í framtíðinni. Málatilbúnaður Landsvirkjunar hafi ekki verið á þeim nótum að miða ætti við tiltekið hlutfall af stofnkostnaði og því komi nið­ urstaðan á óvart. Eins segir hann koma á óvart að meirihluti matsnefndar teldi að núgildandi laga­ og mark­ aðsumhverfi á raforkumarkaði skipti engu við mat á vatnsrétt­ indum við Kárahnjúkavirkjun. Vatnsréttarhafar séu neyddir til að sætta sig við verðmætamat á öðrum forsendum, því virkjunar­ aðilar hafi ákveðið að selja raf­ orkuna til álvers. Vatnsréttarhafar telji að þar með séu þeir að greiða hugsanlegan samfélagslegan kostnað verkefnisins. Sjónarmið minnihluta nefndarinnar séu lík­ legri til að mynda grundvöll fyrir upplýsta umræðu og verðmyndun til framtíðar. Standa betur að vígi í samkeppni Lögmenn landeigenda benda á að það sé ekki einungis mikilvægt fyrir vatnsréttarhafa að fá fullar bætur úrskurðaðar í máli af þessu tagi, heldur hafi það einnig grund­ vallaráhrif á það hvort og hvernig lögbundin samkeppni á orkumark­ aði geti dafnað. Málflutningur vatnsréttarhafa gekk m.a. út á að benda á dæmi af vatnsréttindum fyrir 10MW virkjun sem framleið­ ir raforku til almenningsnota og var hún verðlög á 200­500 millj­ ónir króna miðað við eingreiðslu. Vatnréttindi fyrir 690 MW Kárahnjúkavirkjun sem framleið­ ir raforku fyrir álver samkvæmt ákvörðun Landsvirkjunar og stjórnvalda séu metin á 1600 millj­ ónir. „Það hlýtur að vera augljóst að orkufyrirtæki sem getur sótt sér vatnsréttindi með eignarnámi í stað samninga stendur betur að vígi í samkeppni,“ segja lögmenn landeigenda. MÞÞ Samtök um náttúruvernd á Norður- landi vilja friðlýsa Héðinsfjörð Undirbúning þarf að hefja sem allra fyrst Ingólfur Ásgeir Jóhannesson for­ maður Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi. Matsnefnd metur verðmæti vatnsréttinda vegna Kárahnjúkavirkjunar á 1,6 milljarð Kom landeigendum á óvart, en þeir telja réttindin mun meira virði Deilur standa nú um hversu verð­ mætt vatnið er sem Landsvirkjun tekur úr Jökulsá og tveimur hlið­ arám hennar, safn­ ar saman í Hálslón og miðlar niður um jarðgöngin og ofan í stöðvarhúsið í Fljótsdal þar sem úr því verður orka.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.