Bændablaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 23
Bændablaðið | Þriðjudagur 28. ágúst 20073 Handverksmaður ársins 2007 var kynntur á hátíðinni Uppskera og handverk 2007 sem hald­ in var aðra helgina í ágúst við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Að þessu sinni var Guðrún Hadda Bjarnadóttir valin handverks­ maður ársins, meðal annars fyrir frumkvöðlastarf sitt og fyrir að leggja allt í sölurnar til að hug­ sjónir hennar rætist. Guðrún Hadda vefur með líni og bómull og einnig úr hálmi og sér­ hæfir sig því í náttúruefnunum. „Þegar ég var níu ára prjónaði ég fyrstu peysuna mína, sem var ekki óvanalegt á þeim tíma svo þetta geta níu ára börn gert en það eru ekki gerðar eins miklar kröfur til barna nú til dags. Á sínum tíma fór ég í verknám í gagnfræðiskóla í Reykjavík þar sem var afar flott og vönduð kennsla í textíl. Ég saum­ aði alltaf og prjónaði á mig föt og þetta var vissulega á mínu áhuga­ sviði en síðan opnaðist mér svolítið ný hugsun þegar ég bjó í Svíþjóð í níu ár. Þar var þjóðlegt handverk mikils metið og það var unnið mjög fallega og af mikilli hugsjón. Þegar ég kom svo heim og settist að á Akureyri hafði ég sterka og örugga tilfinningu gagnvart heimilisiðnaði. Ég fór í Myndlistarskólann en þar var „tabú“ að tala um heimilisiðnað með virðingu og lotningu því þá var maður ekki myndlistamaður. Þegar síðan 20 milljónir króna voru veitt­ ar úr Jóhannesarsjóðnum vítt um landið til að halda konum í sveit­ um fór handverkið smám saman að skapa sér sinn sess. Það var þó ekki verið að upphefja handverkið sem slíkt, heldur upphefja það sem söluvöru,“ segir Guðrún Hadda. Í handverksstjórn og Laufáshópnum Guðrún Hadda hefur fengist við kennslu á Akureyri sem tengist handverki hennar, bæði í Mennta­ smiðju kvenna og í grunnskólanum, svo fátt eitt sé nefnt. „Fyrir nokkrum árum var ég beðin að vera í handverksstjórn­ inni fyrir sýninguna í Hrafnagili og ég vildi að til þess að handverkið þróðist væru haldin námskeið á sýningunni og að þetta yrðu eins konar töðugjöld. Út úr þessu fékk ég til dæmis fleiri tíma í handverki í skólum í Eyjafjarðasveit því að mér fannst skrýtið að halda handverks­ sýningu hér í Eyjafirði ef ekki væri mikil handverksmenning á svæðinu. Sýningin er að breytast og þróast og aðsóknin sífellt að aukast, sem er mjög jákvætt fyrir handverks­ fólk um allt land,“ útskýrir Guðrún Hadda sem tilheyrir jafnframt Laufáshópnum sem vinnur að því að viðhalda þekkingu á þjóðháttum landsins, hvort sem er í handverki, tónlist, sagnahefð eða náttúru. ehg Guðrún Hadda við bækistöð sína á hátíðinni Uppskera og handverk 2007 sem haldin var aðra helgina í ágúst við Hrafnagilsskóla í Eyjafarðarsveit. Prjónaði fyrstu peysuna níu ára

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.