Bændablaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Þriðjudagur 28. ágúst 20071 Í kjölfar álitamála sem komið hafa upp í tengslum við Múla­ virkjun á Snæfellsnesi og Fjarð­ arárvirkjun við Seyðisfjörð hafa þrír ráðherrar sem að málinu koma, iðnaðar­, umhverfis­ og félagsmálaráðherra, ákveðið að skipa starfshóp til þess að gera almenna rannsókn á verkferlum, ákvörðunum og lögum tengdum leyfisveitingum og framkvæmda­ eftirliti vegna virkjunarfram­ kvæmda. „Nú er verið að fara yfir mál Fjarðarár­ og Múlavirkjunar og aðilar á vegum Orkustofnunar og Skipulagsstofnunar hafa farið á vettvang Fjarðarárvirkjunar til að kanna aðstæður. Þegar úttekt er tilbúin verða síðan teknar ákvarð­ anir í framhaldinu. Einnig er verið að skipa starfshóp til að fara yfir málefni smávirkjana almennt og ekki hvað síst að kanna eftirlitsþátt­ inn. Það er lögð áhersla á að ljúka þessum málum eins fljótt og auðið er en þetta er margslungið og marg­ þætt mál og í ýmis horn að líta,“ segir Guðjón Axel Guðjónsson, skrifstofustjóri hjá iðnaðar­ og við­ skiptaráðneytinu. Eftirliti ábótavant Málið snýst um að vorið 2006 veitti þáverandi iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, Íslenskri orkuvirkjun leyfi til að reisa og reka tvær vatnsaflsvirkjanir í Fjarðará, samtals 9,8 megavött. Leyfisveitingin var ekki í sam­ ræmi við þau gögn sem lágu til grundvallar þegar umhverfisráðu­ neytið og Skipulagsstofnun tóku ákvörðun um að framkvæmdin yrði ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Þar var gert ráð fyrir samtals 7,4 megavatta framleiðslugetu virkj­ ananna. Leyfisveiting Valgerðar Sverrisdóttur fór því 2,4 megavött fram úr úrskurði umhverfisráðuneyt­ is og mati Skipulagsstofnunar og við það eru menn sannarlega ósáttir. Til að mynda hefur sveitarstjórinn á Seyðisfirði gagnrýnt að virkjanirn­ ar skuli ekki hafa farið í umhverf­ ismat. Hann sagði framkvæmdirnar hafa valdið meira raski en talið var í fyrstu og að eftirliti með fram­ kvæmdinni væri ábótavant. Í umsögn Þórodds F. Þórodds­ sonar, sviðsstjóra umhverfissviðs Skipulagsstofnunar, kemur meðal annars fram að umrót og eyðilegg­ ing á náttúru sé langt út fyrir fyr­ irhugað athafnasvæði. Verkþættir sem þegar hafi verið unnir liggi undir skemmdum og þurfi að vinna þá upp á nýtt. Umhverfisáhrif séu óljós. Meðal alvarlegustu athuga­ semda sviðsstjórans er að óvíst sé hvort framkvæmd verksins uppfylli alla öryggisstaðla vegna lagning­ ar þrýstipípu og byggingar stíflu­ garðs. Umsögn Þórodds styður það sem virtur náttúrufræðingur hefur fullyrt í fjölmiðlum; að Fjarðarárvirkjun sé ekki aðeins dæmi um „óafmá­ anleg náttúruspjöll“, heldur sé hún ógn við öryggi íbúa Seyðisfjarðar. Fullyrðingar um að lífi og limum Seyðfirðinga kunni að vera hætta búin vegna virkjunarframkvæmda eru þess eðlis að óhjákvæmilegt er að bregðast við þeim af einurð. Sveitarstjórnir misvel í stakk búnar Í máli Múlavirkjunar gerðu Landvernd og Skipulagsstofnun athugasemdir um að virkjunin, sem ekki fór í umhverfismat, verði minnkuð til samræmis við upphaf­ legar áætlanir. Virkjunin er hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir og umhverf­ isáhrif hennar önnur. Fljótlega eftir að Össur Skarphéðinsson tók við sæti iðnaðarráðherra lýsti hann því yfir í fjölmiðlum að virkjanaleyfi Múlavirkjunar yrði ekki endurnýjað nema tímabundið og að mótvægis­ aðgerðir þyrftu að koma til. Skipulagsstofnun sendi frá sér tilkynningu í sumar í tilefni fjöl­ miðlaumfjöllunar um eftirlit með framkvæmdum við smávirkjanir og kemur þar fram að sveitarstjórnir beri ábyrgð á eftirliti með því að framkvæmdir séu í samræmi við útgefin framkvæmdaleyfi og að framkvæmdaleyfi sé í samræmi við samþykkt skipulag og mat á umhverfisáhrifum þegar það á við. Jafnframt er þó bent á að sveit­ arstjórnir séu misvel í stakk búnar til að sinna eftirliti með meiriháttar framkvæmdum, bæði vegna stærð­ ar sinnar og fjárhags. Staðreyndir um Múla- og Fjarðarárvirkjanir ► Virkjanir undir tíu megavöttum þurfa ekki að fara í umhverf­ ismat. ► Hvorki Múla­ né Fjarðarárvirkjun fóru í umhverfismat, enda undir tíu megavöttum að stærð. ► Össur Skarphéðinsson iðnaðar­ ráðherra hefur viðurkennt að vankantar séu á stjórnsýslunni þegar kemur að smærri virkj­ unum. ► Iðnaðarráðuneytið hefur óskað eftir því að Orkustofnun kalli inn nú þegar öll gögn frá Fjarðarárvirkjun og eftirlitsaðil­ um vegna hennar. ► Orkustofnun hefur verið falið að kanna hvort framkvæmdir við Múlavirkjun séu umfram þau skilyrði sem opinberar stofnanir settu fyrir leyfisveitingu. ► Iðnaðarráðherra mun í ljósi um­ sagnar Skipulagsstofnunar og niðurstöðu Orkustofnunar taka afstöðu til þess hvort virkjunar­ leyfi Fjarðarárvirkjunar verði afturkallað. ehg Notaðar vélar á hagstæðu verði Símar 568-1500 / 461-1070 Sjá einnig nánari upplýsingar á www.thor.is Deutz-Fahr Agroplus 95, 4x4 Nýskr. ‘06. 95 hö, 4 cyl. 400 vst. Ásett verð kr. 4.400.000 án vsk FENDT 510C, 4x4 Nýskr. ‘95. 100 hö, 4 cyl., 6000 vst. Ásett verð kr. 2.100.000 án vsk John Deere 6310, 4x4 Nýskr. ´98, 100 hö, 4 cyl., 4500 vst. Ásett verð kr. 2.800.000 án vsk. New Holland TL80A, 4x4 Nýskr. ‘05. 98 hö, 4 cyl. 1300 vst. Ásett verð kr. 3.300.000 án vsk CASE MXU 125 Maxxum, 4x4 Nýskr. ‘06. 125 hö, 6 cyl TDI. 500 vst. Ásett verð kr. 4.600.000 án vsk Fjarðarár­ og Múlavirkjanir: Margir óvissuþættir Mönnum brá nokkuð í brún þegar framkvæmdir voru komnar í fullan gang á Fjarðarheiði. Þegar ljósmyndari blaðsins átti þar leið um í ágúst mátti heita að heiðin væri sundurgrafin allt upp á brún. Víða þurftu bílstjórar að krækja fyrir skurði á borð við þennan. Tré ársins 2007 er lindifura Laugardaginn 18. ágúst var Tré ársins 2007 útnefnt við hátíðlega at­ höfn í Trjásafninu í Mörkinni á Hallormsstað. Fyrir valinu varð 13,2 m há lindifura. Það er Skógræktarfélag Íslands sem stendur fyrir þessu vali og er því ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá­ og skógrækt. Magnús Jóhannesson formaður Skógræktarfélagsins afhenti Jóni Loftssyni skógræktarstjóra viðurkenn­ ingarskjal af þessu tilefni og Jón afhenti það strax Þór Þorfinnssyni skóg­ arverði á Austurlandi til varðveislu. Á þriðja hundrað manns voru viðstaddir þessa athöfn sem haldin var í tengslum við aðalfund Skógræktarfélags Íslands. Á þeim fundi bar það til tíðinda að Magnús Jóhannesson lét af formennsku að eigin ósk en við embættinu tók nafni hans Gunnarsson framkvæmdastjóri Avant. Meðfylgjandi myndir tón Gunnar Gunnarsson við athöfnina og sjást þeir Jón, Þór og Magnús með skjalið góða en lindifuran á stærri myndinni.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.