Bændablaðið - 13.01.2009, Page 3

Bændablaðið - 13.01.2009, Page 3
3 Bændablaðið | þriðjudagur 13. janúar 2009 Íbúar víða á landsbyggðinni bíða óþreyjufullir eftir háhraðanet- sambandi til að geta tekið þátt í upplýsingasamfélaginu, en fjar- skipti eru mikilvægur þáttur af grunnþjónustu við þegnana. Bændablaðið leitaði upplýsinga um stöðu mála hjá Fjarskiptasjóði hjá Jóni Baldri Lorange, forstöðu- manni tölvudeildar Bændasamtaka Íslands, en hann á einnig sæti í Fjarskiptasjóði. Jón Baldur sagði að það fjármálafárviðri sem skoll- ið hefði á þjóðinni á haustdög- um hefði sett niðurstöðu útboðs Fjarskiptasjóðs á háhraðanetteng- ingum til um 1.100 staða í upp- nám, eins og flest annað í þjóð- félaginu. Eina leiðin hefði verið að bíða veðrið af sér, sem var gert með framlengingu tilboða til 20. þessa mánaðar. Skýringarviðræður hefðu verið í fullum gangi milli Ríkiskaupa og Símans, sem fékk flest stig í útboðinu með tilboði sínu upp á háhraðanettengingu með 6 Mb gagnaflutningshraða og 12 mánaða uppbyggingarhraða. Tilboð Símans var upp á 379 milljónir kr., mun lægri upphæð en kostnaðar- áætlun sem Fjarskiptasjóður hafði látið gera og hljóðaði upp á um 2 milljarða kr. Önnur tilboð sem bárust eru ennþá inni í myndinni en allir tilboðsgjafar samþykktu framlengingu. „Á ágætu samráðs- þingi hagsmunaaðila, sveitarfélaga, fjarskiptafyrirtækja og fleiri aðila sem verkefnanefnd fjarskiptaáætl- unar og samgönguráðuneytið efndu til í desember vegna endurskoð- unar fjarskiptaáætlunar stjórnvalda fannst mér koma fram ríkur vilji til að skoða betur aðkomu ríkisins að grunnþjónustu í fjarskiptum á landsbyggðinni til að ná fram og tryggja jafnræði allra íbúa til sjós og lands. Hér er náttúrulega átt við hið umtalaða grunnnet fjarskipta, sem við sölu Símans fékkst ekki skilgreint af sérfræðingum, en síðar var fært til sérstaks dótturfyrirtækis Símans, þ.e. Mílu. Það er einnig rétt að minna á ályktun Búnaðarþings frá því í fyrra þar sem lagt var til að Fjarskiptasjóði yrði breytt í sjóð sem myndi styrkja sveitarfélögin í uppbyggingu fjarskipta í heima- byggð. Hér er verið að horfa til framtíðar. Það sem er núna brýnast er að klára háhraðanetsútboðið og hefja uppbyggingu á fjarskiptaþjón- ustunni þar sem markaðsforsendur eru ekki fyrir hendi í dag. Það þarf jafnframt að leysa fjarskiptamál um 500 staða í viðbót við þá sem skil- greindir eru í háhraðanetsútboðinu og mér finnst vera fullur vilji til þess hjá stjórnvöldum. Allt snýst þetta þó á endanum um fjármuni,“ sagði Jón Baldur. Um gagnrýni margra á starfsemi Fjarskiptasjóðs á síðustu misserum vildi Jón Baldur segja að oft væri þessi gagnrýni byggð á grundvallar misskilningi á því hvað sjóðurinn gæti gert. Það mætti heldur ekki gleymast að Fjarskiptasjóður væri búinn að byggja upp GSM samband á nær öllum stofnvegum í kringum landið, á helstu ferðamannastöð- um og á hálendinu í góðu sam- starfi við stærstu fjarskiptafyrirtæki landsins, Símann og Vodafone. Þá væri samningur í gangi milli Telenor og Fjarskiptasjóðs um að tryggja útsendingar RÚV í gegnum gervihnött, sem stæðu sjómönnum og bændum til boða. Verkefni og umsvif Fjarskiptasjóðs væru hins vegar takmörkuð með lögum um Fjarskiptasjóðinn nr. 132 frá árinu 2005. Lögbundið hlutverk hans er að stuðla að uppbyggingu á sviði fjarskiptamála á grundvelli fjar- skiptaáætlunar stjórnvalda. Þar má sjóðurinn aðeins úthluta fjár- magni til verkefna sem stuðla að uppbyggingu stofnkerfa fjarskipta og annarra verkefna „og ætla má að ekki verði ráðist í á markaðs- legum forsendum,“ eins og segir orðrétt í lögum nr. 132/2005 um Fjarskiptasjóð. Síðan þarf að fylgja ströngum ESB-reglugerðum um ríkisstyrki samkvæmt EES- samningnum. Þannig hefur ekki verið talið mögulegt að veita ein- staka styrki til fjarskiptafyrirtækja eða sveitarfélaga á landsbyggðinni svo dæmi sé tekið. Jón Baldur vildi að síðustu að kæmi fram að hann teldi alla, sem hefðu komið að þess- um málum í samgönguráðuneytinu og nefndarmenn í Fjarskiptasjóði, hafa lagt sig alla fram við að vinna þessu mikilvæga máli fyrir lands- byggðarfólk brautargengi. Þá hefði vilji og stuðningur samgönguráð- herra og allrar ríkisstjórnarinnar komið fram í þessu þýðingarmikla byggðamáli þegar litið væri til mál- efnasamnings og stuðnings við verkefnið t.d. með því að tryggja fjárveitingu til þess á þessu ári þrátt fyrir þrönga stöðu ríkissjóðs. Hvenær fær landsbyggðin langþráða háhraðanettengingu? JANÚAR-TILBOÐ! McCormik CX105 HeyþyrlurStjörnumúgavélar B-Niewiado BE6317U Flutningakerra 304 x 130 cm Tilboðsverð með vsk. kr. 299.000 B-Niewiado A2532HTP Vélafl utningavagn 300 x 150 cm Tilboðsverð með vsk. kr. 494.265 B-Niewiado BE6317U Flutningakerra 170 x 1,3 m Tilboðsverð með vsk. kr. 118.960 CT 0080 Galvaniseruð Flutningakerra 224x115x40 cm Tilboðsverð með vsk. kr. 75.000 Ótrúlegt verð á kerrum Zagroda fl aghefi ll Brettagafl arStoll blokkskerar Zagroda valtariTanco rúllugreipar Warfarma sturtuvagnar HiSpec haugsugurBreviglieri pinnatætarar Örfáar notaðar dráttarvélar á frábæru verði Stoll ámoksturstæki Allt á gamla genginu Gæði á góðu verði Minnt á skil á sauðfjár- skýrsluhaldi Skil á skýrslum í sauðfjár- ræktinni hafa verið góð, en samt er mikið enn ókomið. Rétt er að minna á að með reglugerðarbreytingu á síð- asta ári var skiladeginum breytt þannig að nú þarf að skila öllum skýrslum fyrir 1. febrúar til að uppfylla skil- yrði gæðastýringar. Þeir sem enn eiga verki ólokið eru því hvattir til að beita pennanum eða hamra á lyklaborð tölv- unnar sem allra fyrst.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.