Bændablaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 7
7 Bændablaðið | þriðjudagur 13. janúar 2009
Kæru lesendur.
Gleðilegt nýtt ár, 2009. Megi
það verða okkur hagfellt til
lands og sjávar og fara batnandi
þegar á líður. Þennan þátt rita ég
í Litlu-Brekku á Höfðaströnd í
Skagafirði og tekur efnið nokk-
urt mið af því.
Séra Sigfús Jónsson, prest-
ur á Mælifelli, gerðist síðar
kaupfélagsstjóri Skagfirðinga
snemma á síðustu öld. Eftir ára-
mót sendi hann gömlum granna,
Sveini á Mælifellsá, sjávarfang
og þessar óskir með:
Gleðilegt nýár, góði Sveinn,
gæfan við þér brosi.
Lifðu ávallt hjartahreinn
á heilagfiski og trosi.
Ásgrími Kristinssyni í Ásbrekku
í Vatnsdal þótti fækka úr hófi
hagmæltum Húnvetningum:
Víða andans vorköld jörð
vill ei rísa úr dái.
En skyggnist ég í Skagafjörð
skáld er á hverju strái.
Sighvatur Birgir Emilsson var
prestur á Hólum í Hjaltadal.
Á þeim árum var hann félagi
í Lionsklúbbnum Höfða á
Hofsósi. Eitt sinn var fundur
og Þorvaldur bóndi á Krossi
forfallaður vegna veikinda.
Sighvatur var nú hvattur til að
sýna annaðhvort bænhita sinn
eða kynngi sem kraftaskáld og
lækna Þorvald einhvers konar
fjarlækningu eða hvetja mátt-
arvöldin til þess. Vísa varð þá
til:
Besti faðir bjarga oss,
bóndann þarf að hvíla.
Sendu engil oní Kross
með aspirín og stíla.
Öðru sinni var séra Sighvatur að
aka um Hjaltadalinn í fljúgandi
hálku. Sú ferð endaði utan vegar
og laskaðist bíllinn nokkuð á
annarri hliðinni. Rósberg G.
Snædal orti:
Það er illt að þurfa að aka
þrönga veginn.
Sighvatur er soldið sleginn,
sérstaklega hægra megin.
Þórður á Stafnshóli bað Fjól-
mund Karlsson á Hofsósi fyrir
bréf í póst, en átti ekki smápen-
inga í vösum heldur aðeins þús-
und króna seðil í veskinu.
Illt er að búa upp við fjall,
allt er af bændum rúið.
Þórður á bara þúsundkall
og þá er það líka búið.
Aðra vísu gerði Fjólmundur
þegar hann hafði gert við bíl og
var að ganga frá reikningnum
ásamt bíleigandanum. Sá síðar-
nefndi gerði góðlátlega athuga-
semd við alla þessa aukaliði á
reikningnum. Fjólmundur svar-
aði, ekki síður með glettni í svip:
Fimmhundruðkallinn er fyrstur,
þá fáum við skrifaðan tíma
Svo koma „trygging“ og „tvistur“
og tvöhundruð krónur í síma.
Friðrik Steingrímsson í
Mývatnssveit varð afi fyrir
skömmu:
Montið upp um metra þaut
þó mikið verið hafi,
nýlega ég nafnbót hlaut
nefnilega AFI.
Sem minnir á gamla vísu Bald-
urs á Ófeigsstöðum af sama
tilefni:
Hérna fæddist lítið lamb,
ljúfir draumar rættust.
Við Ófeigsstaða ættardramb
11 merkur bættust.
Bestu kveðjur og óskir.
Hjálmar Jónsson
hjalmar@domkirkjan.is
Í umræðunni
MÆLT AF
MUNNI FRAM
Umræða í samfélaginu er farin á
fulla ferð um hugsanlega inngöngu
Íslands í ESB. Hvernig hafa
Bændasamtök Íslands brugðist við
þessari umræðu ?
Þessi umræða fór í gang af fullum
krafti sl. haust meðan á fundaferð
BÍ stóð og var strax þar brugðist
við henni. Síðasti fundurinn í þeirri
fundaröð var síðan hér á Hótel Sögu
10. desember sl. þar sem frummæl-
endur voru Haraldur Benediktsson og
Christian Anton Smedshaug sérfræð-
ingur Norges Bondelag í málefnum
ESB. Fjölmenni var á fundinum og
þar náðum við að koma sjónarmið-
um BÍ vel til skila út í þjóðfélags-
umræðuna. Síðan var annar fundur
með aðildarfélögum BÍ þann 19. des-
ember þar sem farið var yfir afstöðu
BÍ eins og hún hafði verið kynnt
fram að því og fyrirhugað starf næstu
vikur. Síðan hafa fleiri fundir í því
ferli verið haldnir innanhúss og annar
fundur sem aðildarfélög voru boðuð
til. Einnig hafa bæði sjónarmið BÍ
og ýmsar upplýsingar um land-
búnað og ESB verið reifuð á síðum
Bændablaðsins.
Það kemur sér vel núna að
Bændasamtökin hafa fylgst með
þessum málum um árabil, aflað sér
upplýsinga m.a. með starfi í nefnd
utanríkisráðherra á árunum 200-2003
og í gegnum samstarf við norræn
systurfélög og þannig reynt að máta
íslenskan landbúnað inn í þennan
heim. Við teljum okkur vera vel und-
irbúin fyrir þessa umræðu.
Getur þú útskýrt hvaða áhrif það
myndi hafa á íslenskan landbúnað
(og tengdar greinar) ef við þyrftum
að gangast undir sameiginlega
landbúnaðarstefnu ESB (CAP)?
Sameiginlega landbúnaðarstefnan er
óásættanleg fyrir íslenska bændur;
hún gengur gegn þeirri stefnu sem
um árabil hefur verið fylgt og miðar
að því að tryggja framleiðslu á gæða-
vöru.
Hugmyndafræði þessarar stefnu
gengur kannski upp í þéttbýlli Evrópu,
en ekki hér, aðstaða þessara þjóða og
fjarlægð frá mörkuðum er allt önnur.
Svo má ekki gleyma að landbúnaðar-
stefna ESB er í sífelldu breytingaferli,
halda menn að þær breytingar verði
gerðar fyrst og fremst með hagsmuni
Íslands í huga?
Landbúnaðarstefna ESB er sameig-
inleg og ytri tollar sameiginlegir. ESB
fer t.d. með þessi mál öll gagnvart
Alþjóða viðskiptastofnuninni, WTO.
Áhrifin kæmu strax fram við afnám
tolla gagnvart öðrum ESB löndum.
Innflutningur jafnt sem útflutningur
yrði tollalaus. Þetta myndi ekki breyta
miklu varðandi útflutning búvara til
ESB þar sem samið hefur verið um
tollkvóta fyrir mikilvægustu vörur
okkar eins og t.d. lambakjöt sem ekki
er fullnýttur. Þetta getur þó auðveld-
að útflutning á hrossum til Evrópu
til dæmis. Stóra atriðið er hins vegar
tollalaus innflutningur á búvörum frá
öðrum ESB löndum samhliða grund-
vallar breytingum á opinberum stuðn-
ingi við landbúnað.
Afnám tolla þýðir gerbreytta sam-
keppnisstöðu okkar framleiðslu við
innfluttar vörur. Þetta á við marga
vöruflokka t.d. osta, svína-, nauta- og
alifuglakjöt, egg, blóm, kartöflur og
svo má áfram telja. Í núverandi stöðu
krónunnar gagnvart evru er erfitt að
leggja mat á áhrifin en ég tel að inn-
fluttar vörur myndu taka til sín verulega
markaðshlutdeild í þessum flokkum.
Líkur má leiða að í sumum greinum
yrði algert hrun. Verð til framleiðenda
myndi lækka hér á landi. Ef horft er til
reynslu nágrannaþjóða okkar má nefna
að framleiðsla á afskornum blómum
hefur nánast lagst af í Danmörku vegna
undirboða hollenskra framleiðenda.
Svíar eru orðnir stór innflytjendur á
kjöti síðan þeir gengu í ESB og reynd-
ar flytja þeir líka mikið inn frá löndum
utan ESB. Óraunhæft er annað en að
gera ráð fyrir svipaðri þróun hér.
Stuðning ESB við landbúnað er
einnig á öðru formi en hér á landi.
ESB er að hverfa frá stuðningi við
búgreinar en þess í stað er stuðningi
beint að bændum og landbúnaðarlandi
sem greiddir voru styrkir til á skil-
greindum viðmiðunartíma. Ekki eru
kröfur um framleiðslu heldur frekar
meðferð lands, að það sé í landbún-
aðarhæfu ástandi, sem og meðferð
búfjár. Hér á landi beinist stuðningur
hins vegar í meira mæli að búgreinum
og framleiðslu – og sýnileg landbún-
aðarframleiðsla stendur að baki. Þetta
telja Bændasamtökin farsælli leið og
má einnig tengja öðrum markmiðum
eins og gert er varðandi stuðning við
sauðfjárrækt.
Nú gengu Finnar í
Evrópusambandið árið 1995. Hvaða
lærdóm getum við dregið af þeirra
reynslu innan ESB?
Ég hef einkum kynnt mér reynslu
Finna varðandi landbúnað og aðild-
arsamning þeirra á sínum tíma við
ESB. Á sínum tíma var unnið mark-
visst að því í finnskum stjórnmálum
að fá bændur til að fallast á aðild. Í
aðildarsamningum var mikið kapp
lagt á að ná sem hagstæðastri nið-
urstöðu fyrir landbúnað og almennt er
það skoðun manna að Finnar hafi náð
mun betri samningum fyrir sinn land-
búnað en Svíar. Við aðild Svíþjóðar
og Finnlands var skrifaður nýr kafli
í sameiginlegu landbúnaðarstefnuna
um stuðning við norðlægan land-
búnað. Samið var um að þessi lönd
mættu, af eigin fjármunum, styðja við
landbúnað norðan 62. breiddargráðu
umfram það sem annarsstaðar gerist í
Evrópu. Einnig var allt Finnland skil-
greint sem harðbýlt svæði frá árinu
2000 (85% frá 1. janúar 1995).
Finnskir bændur fengu einnig
greidda umsamda heildarupphæð á
fyrsta ári aðildar til að mæta tekjutapi
vegna afnáms tolla frá 1. degi aðildar.
Í því ljósi tel ég að íslenskur landbún-
aður myndi ganga inn í regluverk ESB
um stuðning við norðlægan landbún-
að. Þess vegna skiptir afstaða þeirra
stjórnvalda, sem semja við ESB (ef til
þess kemur), til landbúnaðar og fjár-
veitinga til hans gríðarlega miklu máli.
Engu að síður er reynsla Finna af
aðild þekkt, tekjutap var mikið. Þá er
augljós óvissa um ýmislegt sem þarf
að semja um við ESB s.s. grundvöll að
úthlutun á stuðningi. Landbúnaðurinn
verður alltaf að horfa til langs tíma,
og í ljósi undangenginna breytinga á
sameiginlegu landbúnaðarstefnunni
má ætla að hagsmunir Mið- og Suður-
Evrópu verði þar ráðandi. Það er
áhætta sem er tekin ef menn framselja
ákvörðunarréttinn yfir eigin ákvörð-
unum á nýtingu auðlinda í þessu tilfelli
landinu.
Gæti innganga í ESB stofnað
matvælaöryggi þjóðarinnar í hættu
undir einhverjum kringumstæðum?
Bændasamtökin hafa löngum und-
irstrikað mikilvægi eigin mat-
vælaframleiðslu og þar með land-
búnaðar fyrir matvælaöryggi þjóð-
arinnar, þ.e.a.s. að ákveðið framboð
á matvælum sé tryggt. Við kynnt-
umst anga af birtingarmynd þessa
þegar gjaldeyriskreppa skall hér á
fyrirvaralaust. Ef eigin matvæla-
framleiðsla minnkar við ESB aðild
blasir við að birgðir og framboð
af eigin matvælaframleiðslu yrði
minna en ella ef meiriháttar trufl-
anir yrðu á flutningum til og frá
landinu. Við megum ekki gleyma
að kreppt getur að af öðrum ástæð-
um en efnahagslegum, matvæla-
öryggi er því alvöru viðfangsefni.
Heimsmyndin er líka að breytast,
mannkyninu fjölgar ört, gróð-
urhúsaáhrif hafa víða valdið versn-
andi ræktunarskilyrðum og mik-
ilvægi matvælaframleiðslu annars
staðar í heiminum hefur því vaxið.
Ein af höfuðrökum ESB-sinna lýtur
að lækkun á mætvælaverði með
inngöngu. En er ljóst hvað verður
með vörur utan ESB?
Rökin eru sett fram án þess að taka
tillit til aðstæðna á smásölumarkaði
hér á landi og standast ekki alfarið
skoðun. Ef ég ræði aðeins fyrst full-
yrðinguna um lækkun matvælaverðs
þá mætti stundum halda að þeir sem
þetta fullyrða fylgist tæpast með, því
menn tala ennþá um allt að 20-40%
lækkun ef af aðild yrði. Fyrir tveimur
árum lækkaði virðisaukaskattur á mat
úr 14% í 7% og það hefur auðvitað
leitt til lækkunar á matvöruverði. Verð
á matvörum hefur líka lækkað minna
en á mörgum öðrum liðum vísitölu
neysluverðs undanfarna mánuði.
Tengsl lífskjara og launa við verðlag
eru líka vel þekkt og í rannsókn sem
Hagfræðistofnun gerði fyrir nokkrum
árum kom fram að breytileiki á laun-
um skýri 60% af mun á verðlagi milli
Íslands og Þýskalands. Þegar litið er
á hlutfall útgjalda neytenda til mat-
og drykkjarvöru kemur því mun hag-
stæðari mynd fyrir íslenska neytendur
í ljós. Það er líka mikilvægt að muna
að kjöt, mjólk og grænmeti, innlent
og innflutt vegur 5,8% af útgjöld-
um samkvæmt vísitölu neysluverðs.
Hlutur innfluttra mat- og drykkjar-
vara og innlendra, annarra en kjöts,
mjólkur og grænmetis, í útgjöldum
samkvæmt vísitölu neysluverðs er
hins vegar 7,5% og innfluttar vörur
og hráefni til framleiðslu eru tolla-
lausar.
Ísland mun fara inn fyrir sameig-
inlega ytri tolla ESB verði af aðild.
Innfluttar matvörur frá ESB sem í dag
eru tollalausar verða það áfram en
ýmsar matvörur sem í dag eru fluttar
inn frá öðrum löndum koma til með að
bera toll. Dæmi um vörur sem tollur er
lagður á af ESB – en eru tollalausar hér
(samkvæmt dönsku tollskránni á ver-
aldarvefnum) – eru epli, perur, pasta,
kúskus, morgunverðarkorn, blómkál,
gulrætur og salat. Gulrætur, salat, pasta
og morgunverðarkorn eru dæmi um
vörur sem verulegur hluti innflutn-
ings kemur í dag frá löndum utan ESB
og tollur yrði lagður á. Þessar vörur
hækka þá í verði.
Er hægt að segja til um það með
einhverri vissu hvernig þróun á mat-
vælaverði yrði með inngöngu í ESB?
Það má vel rökstyðja að einhver
lækkun gæti orðið á matvælaverði.
Ég efast hins vegar um að lögmál
samkeppni á matvælamarkaði
muni færa neytendum mögulegan
ábata af lækkun á verði til framleið-
enda. Reyndin í Finnlandi var t.d.
11% lækkun matvælaverðs meðan
verð til framleiðenda lækkaði svo
nam jafnvel tugum prósenta. Því má
ekki gleyma að íslenski matvæla-
markaðurinn er í reynd ör-mark-
aður þar sem fákeppni ríkir. Við
höfum síðustu 3 ár horft upp á að
þegar tollar falla niður á innfluttum
kartöflum á vorin snar hækkar kart-
öfluverð í búðum.
Það er líklegt að sterkir aðil-
ar taki sig t.d. til og bjóði tilteknar
afurðir á lágu verði þann tíma sem
tekur að ryðja innlendum framleið-
endum af markaði og nýti sér síðan
stöðuna síðar meir þegar innlends
framboðs nýtur ekki lengur við, til
að verðleggja viðkomandi vöru með
öðrum hætti.
Hvernig sérðu að þessi ESB-
umræða muni þróast á næstu
vikum og mánuðum – hvað munu
Bændasamtök Íslands leggja
áherslu á í þeim málum?
Það er mikill þungi í þessari umræðu
núna. Mér finnst líklegt að nið-
urstöður landsfunda Framsóknar- og
Sjálfstæðisflokks í þessum málaflokki
hafi mikið að segja um hvernig málin
þróast. Bændasamtökin munu áfram
leggja í sínum málflutningi áherslu á
mikilvægi landbúnaðar fyrir atvinnu
og byggð í dreifbýli og líka sem
vettvang ýmiskonar nýsköpunar.
Við munum líka halda fram gæðum
íslenskra búvara og leggja aukna
áherslu á merkingu þeirra sem og þátt
landbúnaðarins í matvælaöryggi. Við
tökum líka undir fleiri atriði sem mæla
gegn ESB aðild og bendum m.a. á að
allar líkur eru á að greiðslur okkar til
ESB yrðu hærri en það sem fengist til
baka frá sambandinu.
Hvaða skilaboð sendir þú bændum
varðandi þeirra þátttöku í
umræðunni næstu daga og vikur?
Ég hvet bændur til að vera ódeiga við
að koma sínum sjónarmiðum á fram-
færi út frá hagsmunum landbúnaðar
og láta ekki flokkslínur og flokka-
drætti trufla sig í því. Um leið hvet
ég þá til að afla sér upplýsinga og ég
bendi t.d. á skýrslu nefndar utanrík-
isráðherra frá því í nóvember 2003.
Einnig er ýmislegt efni að finna í
Bændablaðinu og víðar.
Bændablaðið heldur áfram umfjöllun um málefni íslensks
landsbúnaðar og Evrópusambandsins, enda brýn þörf á að
varpa ljósi á helstu álitamálin í þessum snúnu málefnum.
Helsti sérfræðingur Bændasamtak Íslands í Evrópumálum
er Erna Bjarnadóttir og því ekki úrhendis að leita til hennar
með nokkrar áleitnar spurningar.
Erna hefur starfað sem hagfræðingur hjá Bændasamtökum Ísands frá árinu
2000 en var áður hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins og forstöðumaður
Hagþjónustu landbúnaðarins. Frá 1999 hefur hún setið í miðstjórn norrænu
bændasamtakanna NBC þar sem m.a. er fjallað um WTO og þróun landbún-
aðarstefnu ESB. Einnig sat hún í nefnd utanríkisráðherra á árunum 2002-2003
sem vann ítarlega skýrslu um íslenskan landbúnað í alþjóðlegu umhverfi.
Síðan hefur hún skrifað margar greinar í Bændablaðið um þessi mál og situr
nú í tveimur nefndum á vegum utanríkisráðherra sem fjalla um þessi mál.
Önnur þeirra skoðar stefnu ESB í landbúnaðarmálum og íslenskan landbúnað
en hin á að greina stefnu ESB í byggðamálum.
Í sumum greinum yrði algert hrun