Bændablaðið - 13.01.2009, Side 13

Bændablaðið - 13.01.2009, Side 13
13 Bændablaðið | þriðjudagur 13. janúar 2009 Það ríkir bjartsýni meðal Bárð­ dælinga, þrátt fyrir allt kreppu­ tal í samfélaginu, enda hefur þeim fjölgað lítillega undanfarin misseri; bæði hefur fólk flust að í sveitina og svo hafa börn komið í heiminn, það nýjasta skömmu fyrir jól. Fjölgunin hefur m.a. gert að verkum að unnt var að opna leikskóladeild í Kiðagili, félagsheimili Bárðdæla, en þar eru 6­7 börn að jafnaði í góðu yfirlæti yfir daginn. Það er því líflegt í Kiðagili, því auk leikskól­ ans stendur félagið Kiðagil ehf. fyrir starfsemi í húsinu árið um kring, almennri ferðaþjónustu yfir sumarið og yfir veturinn eru þar reknar vinsælar skólabúðir. Kiðagil ehf. er í eigu fimm Bárðdælinga, systkinanna Önnu Sæunnar og Sigurgeirs Ólafs­ barna frá Bjarnarstöðum, systranna Guðrúnar og Sigurlínu Tryggva­ dætra frá Svartárkoti og Magnúsar Skarphéðinssonar frá Úlfsbæ. „Þetta er allt mikið indælisfólk,“ segir Guðrún en Bændablaðið lagði leið sín að Kiðagili nú nýverið og hitti hana að máli, svo og Sigurgeir og Lilju Björk Þuríðardóttur, mark­ aðsstjóra Kiðagils. Barnaskóli Bárðdæla var um ára bil rekinn í Kiðagili og þar er líka félagsheimili sveitarinnar. Skólahald var lagt niður þar í upp­ hafi aldar og sækja börn á grunn­ skólaaldri nú skóla að Stóru­Tjörn­ um. Árið 2003 hóf sveitarstjórn rekstur skólabúða í Kiðagili og rak þær til ársins 2007. „Þegar sýnt þótti að sveitarfélagið ætlaði ekki að standa að þessum rekstri lengur tókum við okkur til nokkur hér í sveitinni og stofnuðum félag um reksturinn, við vildum endi­ lega halda þessari starfsemi áfram enda teljum við að möguleikarnir séu margvíslegir,“ segir Guðrún Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Kiðagils. Hún segir starfsemina fara vaxandi og vinsældir skólabúðanna aukist, en þær standa öllum grunn­ skólanemum opnar, sama á hvaða aldri þeir eru. „Við finnum við­ fangsefni sem hæfa hverjum aldurs­ hópi fyrir sig,“ segir Guðrún. En nú er þriðja ár þeirra í rekstrinum að renna upp og segir hún engan bill­ bug að finna á rekstraraðilum, þó svo að vissulega geri þeir sér grein fyrir að eitthvað hægi á nú í miðri efnahagslægð í íslensku þjóðlífi. Til stendur að byggja upp á staðn­ um, laga og endurbæta aðstöðu og segir Guðrún þau mál öll til skoð­ unar, þ.e. hversu mikið verði gert nú strax og hvað megi bíða lengur. „Við fórum aldrei fram úr okkur og erum því ekki í neinni skuldasúpu. Við höfum haft það að markmiði að fara rólega í sakirnar og byggja upp jafnt og þétt, við höfum skynsem­ ina að leiðarljósi í þessum efnum.“ Kiðagil er staðsett rúma 20 kílómetra frá Þjóðvegi 1 og er um klukkustundar akstur frá helstu þéttbýlisstöðum þangað heim. Staðurinn heitir eftir þröngu kletta­ gili, vestan Skjálfandafljóts. Gilið var frægur áningarstaður fólks sem fór gömlu Sprengisandsleiðina. Allir þeir sem að sunnan komu voru afar fegnir þegar þeir náðu þeim áfanga að komast í Kiðagil, þá voru draugar og aðrar vættir að baki, líkt og Grímur Thomsen orti um í kvæði sínu Á Sprengisandi. „Við erum vel staðsett, fyrir miðjum Bárðardal og hæfilega langt eða stutt eftir atvik­ um að koma hingað til dvalar og þá skemmir ekki fyrir að staðurinn á sér þessa sögu,“ segir Guðrún, en á liðnu sumri var sett upp sýn­ ingin Útilegumenn í Ódáðahrauni á staðnum og vakti verðskuldaða athygli. Skemmtun, lærdómur og ævintýri Í skólabúðunum er megináhersla lögð á skapandi starf og frumkvæði og er markmiðið að nám og leikur fari saman og eru allir virkjaðir til þátttöku. „Við viljum hafa þetta allt í senn, skemmtilegt, lærdóms­ ríkt og ævintýralegt,“ segir Guðrún og bætir við að forkólfar skólabúð­ anna hafi sótt námskeið hjá Howard Gardner, höfundi kenninga um fjöl­ greindir. „Við byggjum á því sem fyrir er á staðnum, menningu og náttúru og bjóðum upp á ákveðinn pakka en erum líka sveigjanleg að því leyti að einstaka skólar geta svo útfært hann eftir sínu höfði, eftir því hversu lengi er fyrirhugað að dvelja hjá okkur og á hvaða aldri krakkarnir eru sem sækja skólabúð­ irnar,“ segir Guðrún. Flestir sem heimsækja Kiðagil dvelja í þrjá daga en sumir eru alla vikuna. Meðal þess sem þau fá að kynnast er handverk og er ullin þar í önd­ vegi og vinnsla úr henni, enda rík hefð fyrir ullarvinnslu í Bárðardal. Þá sér Eiður í Árteigi um að kynna skólabörnum leyndardóma smá­ virkjana til sveita, Maggi og Lilja kenna börnum að gera stuttmyndir, kennd er notkun áttavita og farið er í heimsókn á Halldórsstaði og þar fá nemendur tilsögn í því hvern­ ig á að handmjólka kýr. Þá stend­ ur líka til að kynna kertagerð fyrir börnunum en slík framleiðsla fer fram á Stóruvöllum, sem er í næsta nágrenni við Kiðagil. Þá læra börn­ in að skilja mjólk, búa til skyr og tálga bein svo fátt eitt sé nefnt. „Starfsemin og það sem við bjóð­ um upp á byggist mikið á því sem er að gerast í okkar nærsamfélagi, leiðbeinendur eru úr okkar röðum og þannig skapast einhver atvinna í sveitinni í kringum þessa starf­ semi,“ segir Guðrún. „Við leggjum líka mikla áherslu á að hver og einn taki virkan þátt og prófi það sem í boði er, á þann hátt fá börnin meira út úr dvölinni hér.“ Fram til þessa hafa nemendur úr grunnskólum á Norðausturlandi verið einna fyrirferðarmestir í Kiðagili, en Guðrún segir að fyr­ irspurnir hafi borist víða að, m.a. leiti menn af höfuðborgarsvæð­ inu upplýsinga um starfemina í auknum mæli. „Við getum auðvit­ að ekki annað en gert ráð fyrir að þessi kreppa setji eitthvert strik í reikninginn og muni hafa áhrif á rekstur okkar, hún kemur alls stað­ ar niður, líka hér. Við ætlum samt ekki að láta það neitt á okkur fá, við munum standa hana af okkur og koma enn sterkari til leiks að henni lokinni,“ segir Guðrún, en auk þess að kynna starfsemina hér heima er Kiðagilsfólk nú að stíga fyrstu skrefin í að kynna hana í útlöndum. „Það er markaður fyrir hendi, það vitum við, það þarf bara að leggja sig eftir hlutunum. Það má segja að við ætlum okkur að stíga fyrsta skrefið á þeirri vegferð nú á nýju ári, en förum okkur hægt og sjáum til hvað út úr því kemur,“ segir Guðrún. Margt hingað að sækja Almenn ferðaþjónusta hefur verið rekin í Kiðagili allt frá árinu 1986, fyrst og fremst er í boði gisting og veitingasala. „En það er enginn skortur á hugmyndum, við erum opin fyrir öllu og höfum boðið upp á margs konar skemmtanir, haldið tónleika sem iðulega eru vel sótt­ ir og eins höfum við opið hús hér á mánudagskvöldum og þá koma sveitungarnir saman og bera saman bækur sínar yfir kaffibolla, rifja upp gömul spil, gera laufabrauð eða bara hvað sem er. Það er ótrú­ lega mikið líf í sveitinni og margt í gangi og samheldnin er mikil,“ segir Guðrún. „Við erum afskaplega ánægð með hvað fólk er duglegt að koma til okkar og hefur tekið þess­ ari starfsemi vel.“ Alls eru 11 herbergi, eins til fjögurra manna, á Kiðagili og bæði eru í boði uppbúin rúm og svefnpokapláss á staðnum. Vistleg setustofa er á staðnum þar sem er nettenging fyrir tölvur, en þráðlaust netsamband hefur t.d. nýst fjar­ nemum í hópi íbúa Bárðardals vel og koma þeir iðulega til að læra í Kiðagil. Þá er matsalurinn rúmgóð­ ur, en hann var áður samkomusal­ ur Bárðdælinga og hentar líka vel til funda­ og veisluhalda og fyrir mannamót af öllu tagi. Tjaldstæði er einnig í Kiðagili. „Við rekum ferðaþjónustu hér allt árið, nú eru velheppnuð jóla­ hlaðborð og aðrar skemmtanir tengdar jólum að baki og við taka þorrablót,“ segir Guðrún, en einn­ ig er vinsælt að halda ættarmót og afmælisveislur á staðnum og er þegar nokkuð vel bókað fyrir árið. Kaffihlaðborð eru alla sunnudaga yfir sumarmánuðina og eru jafn­ an vel sótt. Hún segir það tilval­ inn sunnudagsbíltúr fyrir íbúa nágrannasveitarfélaga að bregða sér hring í Bárðardalinn, en einn fal­ legasti foss landsins, Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti, er viðkomustað­ ur sem sífellt fleiri koma að. „Það er margt að sækja hingað og við höfum hugsað okkur að vinna að því í náinni framtíð að koma upp betri merkingum á svæðinu. Við teljum að þetta svæði eigi mikla möguleika og hugsum okkur gott til glóðarinnar að nýta þá.“ MÞÞ Ferðaþjónusta og skólabúðir að Kiðagili í Bárðardal „Svæðið á mikla möguleika og við ætlum að nýta þá“ Guðrún Tryggvadóttir framkvæmdastjóri, Sigurgeir Ólafsson kokkur og Lilja Björk Þuríðardóttir markaðsstjóri Kiðagils ehf. Ljósm. │ MÞÞ Félagsheimilið Kiðagil í Bárðardal, Skjálfandafljót í forgrunni. sunnar en hann er núna, en var fluttur þaðan á núverandi stað­ setningu upp úr 1860 vegna mikils uppblásturs. Gamla bæjarstæðið, sem gengur almennt undir nafn­ inu Gamlibærinn, er þrír rústhól­ ar sem standa á vatnsbakkanum. Samkvæmt athugun nokkurra fornleifafræðinga hefur bærinn verið reistur á rústum mun eldri byggðar sem virðist vera frá því fyrir 1158. Í Svartárkoti eru fimm gömul torfhús. Húsin voru hlaðin frá miðri 19. öld og fram á 20. öld­ ina, það yngsta er byggt í kringum 1960. Þau eru flest farin að láta nokkuð á sjá og því nauðsynlegt að gera þau upp en fjöldi manns sýnir þessum gömlu torfhúsum mikinn áhuga. Nokkur þessara húsa hafa verið í notkun fram á daginn í dag, m.a. er eitt notað sem reykhús og annað fyrir kind­ ur og lömb á vorin. Stefnt er á að byggja upp og lagfæra húsin á næstu árum. 36 bæir í byggð Bárðardalur var áður fyrr talinn lengsti dalur landsins. Náði hann þá frá Mjóadal í suðri og alla leið norður að botni Skjálfandaflóa. Upphaflega tilheyrði hann Ljósavatnshreppi eða fram til 1907 er Bárðdælahreppur var stofn­ aður. Við sameiningu árið 2002 sameinuðust Bárðdælahreppur, Hálshreppur, Ljósavatnshreppur og Reykdælahreppur og tilheyra þeir nú allir Þingeyjarsveit. Skjálfandafljót skiptir Bárðar­ dalnum í tvennt. Að vestan eru 13 bæir, þar af 12 í byggð. Að vestan er nyrsti bærinn Hvarf en syðstu bæir eru Mýri og Bólstaður og liggja þeir við upp­ haf Sprengisandsleiðar. Í aust­ anverðum dalnum eru 23 bæir, þar af 17 í byggð. Nyrsti bærinn er Úlfsbær og er hann skammt sunnan við Goðafoss. Syðstu bæir dalsins að austan, Bjarnarstaðir, Rauðafell, Engidalur, Stóra­Tunga og Svartárkot eru uppi á suður­ enda Fljótsheiðar. MÞÞ Hér hefur starfsliðið í Svartárkoti skroppið í skemmtiferð að Aldeyjar­ fossi en á hinni myndinni eru þátttakendur í sumarnámskeiði. menning – náttúra

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.