Bændablaðið - 13.01.2009, Page 15

Bændablaðið - 13.01.2009, Page 15
15 Bændablaðið | þriðjudagur 13. janúar 2009 Inngangur Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða um hugsanleg áhrif rafsviða/rafsegulsviða á heilsufar manna og dýra. Þær raddir hafa heyrst að kveða beri niður í eitt skipti fyrir öll þær tilgátur að raf- svið/rafsegulsvið geti haft áhrif á heilbrigði og er þá m.a. bent á að engar rannsóknir hafi, með óyggj- andi hætti, sýnt fram á neikvæð áhrif þessara sviða á heilsufar manna og dýra. Aðrir hafa bent á að þótt ekki hafi tekist að sýna fram á slíkt orsakasamband með óyggj- andi hætti sé ekki þar með sagt að það sé ekki fyrir hendi. Greinarhöfundar hafa reynslu af baráttu við sjúkdóma og vanda- mál í fiskeldi og skeldýraeldi þar sem sterkar vísbendingar voru um áhrif rafmagns (rafsviða/rafseg- ulsviða) á heilsufar eldisdýranna. Okkur finnst mikilvægt að skýra frá þessari reynslu og finnst reynd- ar ábyrgðarhluti að gera það ekki. Reynslusaga úr laxeldi Í seiðaeldisstöð Silfurlax hf. að Núpum í Ölfusi olli tálknveiki í laxaseiðunum miklum dauðs- föllum á árunum 1986-1994. Afföllin voru mismikil eftir seiða- árgöngum, eða frá 30% upp í 87%. Sjúkdómseinkennin komu fram í tálknum seiðanna og þaðan er nafnið dregið. Tálknveikin bar að sumu leyti einkenni smitsjúkdóms því hópar laxaseiða, sem einu sinni höfðu fengið veikina, veiktust ekki aftur nema í undantekning- artilfellum, þ.e. ef þau voru undir miklu álagi. Gott eftirlit var með heilbrigði seiðanna á þessu tíma- bili. Ekki var hægt að sýna framá að bakteríur eða veirur tengdust vandamálinu. Í sumum tilvikum fannst einfrumu sníkjudýr (Costia) á tálknum seiðanna en sníkjudýrið er þekkt fyrir skaða tálkn laxaseiða en alla jafnan er auðvelt er að með- höndla gegn sníkjudýrinu ef vanda- málið er greint í tæka tíð. Ýmislegt var reynt til að sporna gegn tálknveikinni en allt kom fyrir ekki. Náið eftirlit var með heilbrigði seiðanna og baðað var gegn sníkjudýrinu þegar þess varð vart. Einnig var beitt fyrirbyggj- andi meðferð með reglubundnum böðunum á viðkvæmasta lífsskeiði seiðanna. Allir þekktir eldisþættir voru staðlaðir eins og hægt var. Ýmsar tilraunir voru gerðar á þessu tímabili, m.a. var gerð til- raun til að sýkja heilbrigð seiði með því að láta affall frá keri með tálknveikisjúkum seiðum renna í ker með heilbrigðum seiðum (gert í Tilraunastöð Háskólans í Meinafræði að Keldum). Þetta var gert til að reyna að sýna fram á að um áður óþekktan bráðsmitandi smitsjúkdóm væri að ræða en ein- kenni vandamálanna í Núpastöðinni gátu hæglega bent til þess en seiðin smituðust ekki. Vitað var að allir hefðbundn- ir eldisþættir voru í góðu lagi í Núpastöðinni enda var þessi seiðaeldisstöð og er enn ein af best hönnuðu og best búnu seiðaeld- isstöðvum hér á landi og vel var fylgst með öllum eldisþáttum. Næst var kannað hvort um streituvald gæti verið að ræða en þekkt er að streita getur haft mikil áhrif á líf og heilsufar laxaseiða líkt og margra annarra dýrategunda. Við streitu verður bæling á mótstöðuafli seið- anna og þau verða viðkvæmari fyrir hverskyns kvillum og uppákomum. Þekkt er að neikvæð umhverfisá- hrif og/eða snöggar breytingar á hagstæðum umhverfisþáttum geta hæglega aukið streitu seiðanna. Ýmislegt var reynt á árun- um 1986-1994 en kaflaskil urðu þegar kallaður var til Brynjólfur Snorrason sem þá þegar hafði getið sér orð fyrir störf er stuðluðu að bættu heilsufari húsdýra m.a. með breytingu á fyrirkomulagi rafkerfis í umhverfi þeirra. Í árslok 1994 og ársbyrjun 1995 var rafmagnskerfi stöðvarinnar á Núpum breytt sam- kvæmt ráðleggingum Brynjólfs. Jarðtengingar og spennujöfnun voru efldar auk annarra breytinga á raf- kerfinu. Öðrum þekktum umhverf- isþáttum var haldið óbreyttum og litlar breytingar voru gerðar á eld- isaðstæðunum á tímabilinu. Strax í kjölfar þessara aðgerða hvarf tálkn- veikin og afföll á laxaseiðunum minnkuðu niður fyrir 10 % og hefur sú góða staða haldist síðan í þessari seiðaeldisstöð. Hér vilja höfundar taka skýrt fram að ekki var gripið til neinna annarra aðgerða á þessu tímabili. Sníkjudýrið var enn til staðar í stöðinni/í umhverfi hennar en tálknveikin var horfin og auðvelt var að meðhöndla gegn sníkjudýr- inu þegar þess gerðist þörf. Byggt á fyrrgreindri reynslu er hægt að setja fram þá kenningu að óhagstæðar umhverfisaðstæður, af völdum rafmagns, hafi veiklað seiðin og gert þau viðkvæmari fyrir sjúkdómum og/eða að ,,rafmeng- unin” hafi jafnframt áhrif á tálknin sjálf með einum eða öðrum hætti. Skýrt skal tekið fram að þetta er kenning sem ekki hefur verið sann- reynd með skipulögðum tilraunum. Reynt var á þessum tíma að sækja um rannsóknatyrki til að skera úr um með tilraunum hvort orsaka- samhengi væri milli rafsviða/raf- segulsviða og tálknveikinnar en fjármagn til rannsóknanna fékkst ekki. Tálknveikin er því enn athygl- isvert fyrirbæri og áhugavert tæki- færi til rannsókna, sem ekki hefur verið nýtt til að skapa mikilvæga þekkingu Reynslusaga úr sæeyrnaeldi Þegar sæeyrnaeldisfyrirtækið Hali- otis á Íslandi (að Hauganesi við Eyjafjörð) var stofnað árið 2004 var Brynjólfur Snorrason fenginn til að veita ráðgjöf varðandi uppbygg- ingu stöðvarinnar svo hægt væri að draga úr/fyrirbyggja ,,rafmengun“ strax frá byrjun. Markmið fyrirtæk- isins var framleiðsla ungviðis svo og áframeldi sæeyrna á neytenda- markað. Eldið gekk vel til að byrja með en aukin framleiðsla kallaði smám saman á meira rými og í maí 2006 var hluti dýranna fluttur í stál- grindahús við hliðina á upphaflega framleiðslurýminu. Fljótlega kom í ljós að vöxtur dýra í þessu viðbót- arhúsnæði var ekki fullnægjandi og mun lakari en í upphaflega eld- isrýminu. Dýrin hegðuðu sér jafn- framt óeðlilega, þau þjöppuðu sér saman í endum keranna auk þess sem það var mikið vandamál að dýrin leituðust við að skríða upp úr kerunum. Mælingar Brynjólfs Snorrasonar leiddu í ljós mikla ,,rafmengun” í stálgrindahúsinu og í byrjun árs 2007 var Brynjólfur fenginn til þess að breyta rafkerfi húsnæðisins. Ákveðið var að vakta vel hvort og þá hvaða áhrif aðgerðir Brynjólfs hefðu á eldisdýrin. Vöxtur sæeyrna í einstaka kerum var mældur mán- aðarlega og var gerður samanburð- ur á dagvexti dýranna síðustu tvo mánuðina fyrir breytingarnar og næstu tvo mánuðina eftir að breyt- ingar voru gerðar á rafkerfi hússins. Samtals voru borin saman vaxt- argögn úr 48 keraeiningum sem innihéldu mismunandi stærðarhópa sæeyrna (4 til 16 ker í hverjum hópi). Jafnframt var atferli dýr- anna vaktað og skráð en fylgst var með dreifingu og uppskriði dýra úr eldiskerum á fyrrnefndu tímabili. Greinilegt var að dýr- unum leið betur eftir breytingarnar því þau dreifðust jafnar um kerin og uppskrið minnkaði verulega. Erfitt er að gera tölfræðilegan sam- anburð á vexti dýranna vegna þess að í sæeyrnaeldi eru dýrin mikið meðhöndluð (stærðaflokkanir eru tíðar auk annarrar meðhöndlunar). Meðhöndlunin ein og sér hefur áhrif á tímabundinn vöxt og viðgang dýranna auk þess sem dýrunum er endurraðað í kerin við stærðaflokk- anir og því er erfitt að rýna í breytt skilyrði í einstaka keri. Þegar vaxt- argögnin voru hinsvegar skoðuð í heild sást að vöxtur dýranna var meiri eftir breytingarnar á rafkerf- inu en til að fá marktækan tölfræði- legan samanburð var einn hópur sem ekkert hafði verið hreyft við á tímabilinu (hvorki stærðarflokkun né önnur meðhöndlun) skoðaður sérstaklega. Niðurstöðurnar sýndu að tölfræðilega marktækur munur var á vexti dýra eftir (0.065 mm á dag) samanborið við fyrir (0.03 mm á dag) breytingar á rafkerfi húsnæðisins. Lokaorð Við teljum ærna ástæðu til að fylgja ofangreindum vísbendingum eftir með frekari rannsóknum. Talsverð þekking hefur orðið til á þessu sviði hér á landi á undanförnum 20 árum og ástæða er til að nýta hana og efla með skipulögðum rannsóknum á þeim fyrirbærum sem hér hefur verið lýst. Ef vel tekst til er hugs- anlega hægt að skapa þekkingu til að búa dýrum í eldi betri skilyrði og þannig bætt heilsufar þeirra. Á grunni slíkrar þekkingar gæti skap- ast tækifæri til nýsköpunar hér á landi jafnt sem erlendis. Jafnframt hvetjum við alla þá sem kunna að vera að fást við óþekkt vandamál í dýraeldi til að nálgast vandamálin með opnum huga og kanna sem flesta möguleika til úrbóta. Greinarhöfundar eru líffræð- ingarnir Júlíus B. Kristinsson, Rannveig Björnsdóttir, og Snorri Jósefsson, sem allir hafa fengist við hugsanleg áhrif rafmagns á dýr í fiskeldi. Sæeyrun á Hauganesi hnöppuðu sér saman og reyndu að skríða upp úr kerjunum þangað til rafmagnsmálin höfðu verið tekin til endurskoðunar. Þá datt óeirðin úr þeim. Mynd | Ásgeir E Guðnason Hefur rafmagn áhrif á heilsufar dýra? Samkvæmt samningi um starfs- skilyrði mjólkurframleiðslu frá 2004 verður hluti af stuðningi hins opinbera við mjólkurfram- leiðslu, svokallaður ófram- leiðslutengdur og minna mark- aðstruflandi stuðningur. Hlutfall þess háttar stuðnings mun fara vaxandi út samningstíma gild- andi samnings. Samþykkt hefur verið að ráð- stafa þessum óframleiðslutengda stuðningi á þann hátt að, frá og með framleiðsluárinu 2008/2009, verði hann greiddur til þeirra fram- leiðenda er standast kröfur um gæðastýringu í skýrsluhaldi í naut- griparækt. Settar hafa verið upp reglur um gæðakröfur í skýrsluhaldi með það að markmiði að bæta gæði skýrslu- haldsgagna og auka samræmingu í afurðaskýrsluhaldi þar sem slíkt skýrsluhald er grundvöllur að því sameiginlega ræktunarstarfi sem stundað er í nautgriparækt. Framleiðsluárið 2008/2009 er áætlað til aðlögunar og um þetta fyrsta ár gæðastýringar gilda því eftirfarandi reglur: a. Í janúar 2009, 1/3 af flatri greiðslu, auk 1/3 af greiðslu miðað við fjölda árskúa á skýrslu 2008. Áskilið er að við- komandi býli sé með í uppgjöri skýrsluhalds í desember 2008 og hafi skilað skýrslum ársins 2008 fyrir 20. janúar 2009. b. Í júní 2009, 1/3 af flatri greiðslu, auk 1/3 af greiðslu miðað við fjölda árskúa á skýrslu reiknað í þeim mánuði sem greitt er út. Áskilið er að viðkomandi býli sé með í uppgjöri skýrsluhalds í maí 2009. Skýrsluskil þurfa að vera regluleg, þ.e. fyrir 11. næsta mánaðar eftir mæling- armánuð. Skýrslu vegna maí 2009 sé skilað fyrir 11. júní 2009. Auk þess þarf að liggja fyrir a.m.k. ein niðurstaða efnamælinga úr kýrsýnum fyrir búið, teknum á fyrsta ársfjórð- ungi ársins 2009. c. Í september 2009, 1/3 af flatri greiðslu, auk 1/3 af greiðslu miðað við fjölda árskúa á skýrslu reiknað í þeim mán- uði sem greitt er út. Áskilið er að viðkomandi býli hafi skil- að skýrslum með reglulegum hætti, þ.e. fyrir 11. næsta mán- aðar eftir mælingarmánuð. Það skal hafa verið með í uppgjöri í ágúst 2009 og hafa skilað skýrslum fyrir 11. september 2009. Á þeim tíma skulu liggja fyrir a.m.k. tvær niðurstöður efnamælinga (tvö sett) kýrsýna fyrir búið. Skulu niðurstöður þessar vera af fyrsta og öðrum ársfjórðungi ársins 2009. Samantekt Til að hefja þátttöku í gæðastýr- ingu og öðlast hlutdeild í fyrstu greiðslu þarf skýrsluhaldari að hafa skilað afurðaskýrsluhaldi árs- ins 2008 með fullnægjandi skrán- ingum fyrir 20. janúar 2009. Skýrsluhaldari sem ekki nær að ganga frá afurðaskýrsluhaldi ársins 2008 fyrir 20. janúar hlýtur ekki hlutdeild í fyrstu greiðslu en hefur möguleika á að komast inn í gæðastýringu það sem eftir er verðlagsársins með því að ganga frá skýrsluhaldsárinu 2008 fyrir 11. febrúar 2009 ásamt janúar- skýrslu ársins 2009. Kröfur vegna greiðslna það sem eftir lifir verðlagsárs 2008/2009 eru þær að skila mjólkurskýrslum til uppgjörs fyrir 11. næsta mánaðar eftir mælingarmánuð og taka a.m.k eitt kýrsýni á ársfjórðungi fyrsta og annan ársfjórðung ársins 2009. Vert er taka fram að þeir skýrsluhaldarar sem tekið hafa virkan og reglubundinn þátt í skýrsluhaldinu hingað til munu ekki verða mikið varir við breyt- ingar vegna þessa en jafnframt er ljóst að fyrir einhverja þýðir þetta gagngerar breytingar á verklagi varðandi þátttöku í skýrsluhaldinu. Bændur eru hvattir til að leita nánari upplýsinga og aðstoðar hjá búnaðarsamböndum eða Bændasamtökum Íslands. Tilkynning vegna gæðastýringar í skýrsluhaldi í nautgriparækt

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.