Bændablaðið - 13.01.2009, Qupperneq 16

Bændablaðið - 13.01.2009, Qupperneq 16
16 Bændablaðið | þriðjudagur 13. janúar 2009 Umræða um áhrif ESB aðildar á Ísland og íslenskan landbúnað mótast mjög af stefnu og stöðu líðandi stundar eða fortíðar. Enn meiri nauðsyn er þó á því að reyna að horfa til framtíðar. Evrópusambandið er í sífelldir mótun og þróun. Miklar breyt- ingar hafa t.d. orðið á síðustu 10-15 árum, eða frá því þegar sambandið mynduðu 12 ríki í V-Evrópu og þrjú bættust við þann 1. janúar 1995. Landbúnaðarstefna ESB (CAP) hefur þannig á undanförnum árum tekið stórfelldum breytingum. Að hluta til er sú þróun til komin til að mæta kröfum í alþjóðasamn- ingum um viðskipti innan Alþjóða viðskiptastofnunarinnar, WTO. Stækkun ESB til austurs hefur einn- ig knúið á um þessa þróun. Helstu markmiðin eru að: ► Framleiðsluákvarðanir bænda ráðist af markaði án opinberrar íhlutunar. ► Hvetja til að búskapur verði sjálfbær umhverfislega og efna- hagslega ► Gera landbúnaðarstefnuna ein- faldari fyrir bændur og fram- kvæmdaraðila hennar Nýjasti áfanginn í breytinum á CAP er svokölluð „heilsufars- skoðun“ (Health Check), en nið- urstöðurnar voru kynntar þann 20. nóvember sl. Mariann Fischer Boel, framkvæmdastjóri landbún- aðarmála ESB segist á bloggsíðu sinni sannfærð um að breytingarn- ar muni styðja bændur innan ESB í því verða hæfari til að bregð- ast við skilaboðum markaðarins og takast á við áskoranir t.d. af völdum loftslagsbreytinga. Enn er dregið úr greiðslum sem tengjast framleiðslu og þær verða flestar aflagðar fyrir 2013. Áfram verður þó t.d. heimilt að halda greiðslum út á sauðfé (20 €/kind) Þá verð- ur ýtt á eftir aðildarlöndunum að draga úr tengingu greiðslna til einstakra framleiðenda við stuðn- ing til þeirra á árunum 2000-2002 en í staðinn verði teknar í vaxandi mæli upp svokölluð „héraða-mód- el“ þar sem greiðslur á hektara ræktunarlands verða þær sömu til allra bænda, innan skilgreindra svæða í einstökum löndum. Fyrir íslenska bændur gæti þetta t.d. þýtt ef af ESB aðild yrði, að greiðslur af CAP yrðu þær sömu á ha lands sem uppfylla stuðningsskilyrði alls staðar á landinu í stað þess að stuðningur tæki mið af framleiðslu eða beingreiðslum til einstakra búa á tilteknu tímabili. Við þetta má bæta að ESB á aðild að sam- komulagi innan WTO um afnám útflutningsbóta. Breytingarnar sem samþykktar voru 20. nóvember sl. fela einnig í sér fjölbreyttari möguleika fyrir einstök aðildarlönd til að beina afmörkuðum hluta stuðnings við landbúnað (10% af eingreiðslum sem heimilt er að greiða út á land) til annarra afmarkaðra verkefna. Þetta geta verið verkefni tengd umhverfismálum, til að bæta með- ferð búfjár, styðja við tilteknar búgreinar (mjólkurframleiðsla, nautgripakjötsframleiðsla, sauðfjár og geitabúskapur og hrísgrjóna- rækt) á efnahagslega illa stöddum svæðum og við efnahagslega veik- burða búskaparform (economically vulnerable types of farming) sem er nýtt. Einnig er gert ráð fyrir fram- lögum í sameiginlega sjóði til að takast á við búfjár- og plöntusjúk- dóma. Þetta er frjálst val fyrir eins- tök ríki en lækkar á móti greiðslur út á hektara til framleiðenda almennt, eftir því í hvaða mæli er valið að beita þessum heimildum. Af öðrum ákvörðunum má nefna afnám kröfunnar um að hafa land í „tröð“ og að hámarksstuðn- ingur við unga bændur til að hefja búskap er hækkaður úr 55.000 € í 70.000 €. Þessu hafa samtök ungra bænda í ESB lýst ánægju með. Evrópusamtök bænda (COPA) hafa hins vegar lýst vonbrigðum með nýjustu breytingarnar. Segja þau m.a. að afkomuöryggi bænda hafi versnað og að CAP verði sífellt minna sameiginleg en meira komið undir ákvörðunum einstakra landa um útfærslur. Þá sé framkvæmd- in sífellt flóknari og erfiðara að útskýra hana fyrir almenningi. Stækkun ESB til austur kallar síðan áfram á breytingar á landbúnaðar- stefnunni, ekki síst til að halda aftur af útgjöldum til málaflokksins sem og mæta skuldbindingum í WTO samningum. Í heildina er þróunin á þann veg að, að því marki sem sameiginleg- ar reglur gilda, er verið að rjúfa tengslin við framleiðslu en þess í stað eru greiðslur tengdar öðrum verkefnum eða starfsemi á búunum. Aðstæður hér á landi eru töluvert frábrugðnar því sem gerist víðast í Evrópu. Mengun frá landbúnaði er án efa minni, eiturefna- og áburð- arnotkun minni og ræktunarland stendur í margfalt minna mæli opið yfir veturinn. Á hinn bóginn er framleiðslukostnaður hærri vegna norðlægrar legu landsins og flutn- ingskostnaðar og smæðar markaðar þegar kemur að öflun mikilvægra aðfanga. Ef afurðaverð á mark- aði að viðbættum styrkjum tengd- um framleiðslu lækkar niður fyrir breytilegan kostnað við framleiðsl- una kemur fljótt að því að hagstæð- ara verður fyrir bændur að minnka eða hætta búvöruframleiðslu en uppfylla aðrar kröfur til að fá greiðslur út á land. Þessarar þróun- ar sér þegar stað innan ESB t.d. í Skotlandi þar sem breytingar hafa orðið á sauðfjárbúskap. Því er einn- ig spáð að nautakjötsframleiðsla í Danmörku og Svíþjóð muni fara halloka þegar greiðslur sem nú eru inntar af hendi út á lifandi gripi, verða fluttar inn í Eingreiðslukerfið (SPS) og greiddar út á land. Eflaust má finna ýmis atriði í landbúnaðarstefnu ESB sem vert væri að horfa til hér á landi, t.d. stuðning við nýliða í greininni. Ekkert er hins vegar í veginum fyrir því að innleiða slíkan stuðning eða annan við fjárfestingar og hagræð- ingu í búrekstri ef vilji stendur til þess. Fyrir landbúnaðinn á það því ennþá við að utan ESB er ótvírætt meiri sveigjanleiki fyrir Ísland til að móta eigin landbúnaðarstefnu til að mæta markmiðum eins og t.d. varðandi matvælaöryggi þjóðarinn- ar eða önnur þau sem valið er að byggja á. Á markaði Útgjöld til mat- og drykkjarvörukaupa hlutfallslega lægst í hálaunalöndum Íslendingar verja 14,6% af útgjöldum heimilanna (án eigin húsnæðis) til matar- og drykkjarvörukaupa. Hlutfallið er lægra en í mörgum okkar nágrannalöndum og sem fyrr eru það ríki Austur-Evrópu sem eyða hlutfallslega mest af sínum tekjum í mat og drykkjarvörur. Það er Hagstofa Evrópu sem safnar upplýsingum um verðlag og útgjöld neytenda í löndum Evrópska efnahagssvæðisins auk fleiri landa sem stefna á ESB-aðild, s.s. Króatíu og Tyrklands. Samanburður á útgjöldum er gerð- ur án útgjalda vegna eigin húsnæðis. Þegar útgjöld til matar- og drykkjar- vörukaupa eru skoðuð sem hlutfall af heildarútgjöldum samkvæmt vísitölu neysluverðs án eigin húsnæðis á árinu 2008 var Ísland í 9. sæti. Lægst er hlutfallið í Sviss eða 10,7%, í Bretlandi 10,9% en þar er ekki virðisauka- skattur á matvöru, og í Luxemborg 11,2%. Noregur er í 6. sæti (13.3%) og Ísland er síðan í 9. sæti með 14,6% af útgjöldum (án eigin húsnæðis) til matar- og drykkjarvörukaupa. Á hæla okkar koma síðan Svíþjóð (15%), Finnland (15,4%) og Danmörk (15,5%). EB Sviss Bretland Lúxemborg Þýskaland Austurríki Noregur Holland Írland Ísland Svíþjóð Finnland Danmörk Frakkland Grikkland Slóvenía Belgía Ítalía Malta Slóvakía Kýpur Portúgal Tékkland Ungverjaland Spánn Eistland Pólland Litháen Búlgaría Lettland Tyrkland Rúmenía 0 5 10 15 20 25 30 35 40% Innflutningur á kjöti í nóvember Í nóvember voru flutt inn alls 16,8 tonn af kjöti. Fyrstu 10 mánuði ársins vour hins vegar flutt inn 1.108 tonn af kjöti eða um 110 tonn á mánuði. Þetta er því mikil breyting sem augljóslega verður rakin til falls krónunn- ar og breytinga í gjaldeyrismálum. Meðfylgjandi tafla sýnir samantekinn innflutning á kjöti fyrstu 11 mánuði áranna 2007 og 2008 eftir tegundum. EB Tímabil: janúar-nóvember 2007 2008 Nautakjöt 284.090 319.502 Alifuglakjöt 342.296 506.475 Svínakjöt 225.082 278.770 Aðrar kjötvörur af áðurtöldu 13.635 19.918 Samtals 865.103 1.124.665 Framtíð landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins Þessi mynd sem fengin er úr bæklingi um landbúnaðarstefnu ESB skýrir ágætlega hvernig hún hefur þróast síðan 1980. Fram yfir 1990 eru framleiðslustyrkir (appelsínugular súlur) og útflutningsbætur (dumbrauðar) allsráðandi en árið 1991 koma beingreiðslur (bláar) til sögunnar. Fimm árum síðar hefjast byggðastyrkirnir (ljósgular) sem hafa vaxið hægt en örugglega síðan. Beingreiðslur voru ríkjandi fram til 2005 en þá koma svonefndar „aftengdar greiðslur“ (grænar) til skjalanna. Þær eru stundum kallaðar grænar greiðslur og hafa það séreinkenni að þær eru ekki tengdar framleiðslumagni heldur oftast nær landi. Eigendur þess verða svo að uppfylla ýmis skilyrði um gæðastýringu, umhverfismál og sjálfbærni til þess að fá þennan stuðning. Súlurnar sýna landbúnaðarstuðning- inn í milljörðum evra (sjá vinstri ás) en rauða línan sýnir hlutfall hans af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna (hægri ás). Efst má sjá hvernig ríkjunum fjölgar í áranna rás úr 10 í 25 (nú 27). SS gefur út afkomuviðvörun Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur sent frá sér tilkynn- ingu um afkomuviðvörun. Þar kemur fram að vegna óhagstæðs rekstrarum- hverfis íslenskra fyrirtækja á árinu 2008 - gengisfalls krónu, verðbólgu og hárra vaxta - verði fjármagnsliðir Sláturfélags Suðurlands svf. afar óhagstæðir á árinu 2008 í samanburði við árið á undan. Það valdi því að umtalsvert tap verði af rekstri félagsins á árinu 2008, þó endanlegar afkomutölur liggi ekki fyrir. SS var með óverulegar stöð- ur í framvirkum samningum, hlutabréfum og öðrum verð- bréfum við fall bankanna og varð því ekki fyrir beinu tjóni vegna þess. Velta félagsins á árinu hefur aukist talsvert og almennur rekstur gengið vel og því fyrirséð að hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) verður mun hærri en árið 2007, að því er segir í tilkynningunni. Til að styrkja greiðslustöðu félagsins hafa verið nýtt ákvæði í lánasamningum til frestunar á stærri afborgunum lána fram til ársins 2010. Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Evrópumál Útflutningsbætur M ill ja rð ar e vr a H lutfall af þjóðarfram leiðslu Framleiðslustyrkir Aftengdar greiðslur Beingreiðslur % af þjóðarframleiðslu ESBByggðastyrkir

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.