Bændablaðið - 13.01.2009, Side 20

Bændablaðið - 13.01.2009, Side 20
20 Bændablaðið | þriðjudagur 13. janúar 2009 4 9 1 6 5 5 7 8 8 5 9 4 5 3 9 2 4 6 2 8 3 9 1 4 1 8 6 5 2 7 2 6 3 4 3 8 4 5 9 6 7 9 6 8 4 2 1 5 2 8 5 9 7 2 8 6 6 7 3 7 2 3 4 8 5 8 1 5 9 7 7 5 4 9 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn- ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóðrétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari línum. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn- ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Líf og lyst Hugað að hollustu Þá færum við okkur frá Fljótshlíðinni austur í Hornafjörð, að bænum Árbæ. Þar búa þau Sæmundur Jón Jónsson og Anne Manly Thomsen. Foreldrar Sæmundar, þau Jón Kristinn Jónsson og Sigurlaug Gissurardóttir, keyptu jarðirn- ar Árbæ og Brunnhól saman með öðrum hjónum árið 1980. Fljótlega upp úr því eignuðust Jón og Sigurlaug jarðinar að fullu og stunduðu blandaðan búrekstur með kýr og sauðfé. Síðar bættist ferðaþjónustan við en fénu fækk- aði á meðan kúnum fjölgaði. Árið 2005 keyptu Sæmundur og Anne svo jörðina Árbæ með öllum búrekstri, sem þá var eingöngu orðin í mjólkurframleiðslu. Eftir að Sæmundur og Anne tóku við hefur bústofnin haldið áfram að stækka auk þess sem þau hafa einbeitt sér að því að bæta vinnu- aðstöðu. Býli? Árbær á Mýrum í Hornafirði Staðsett í sveit? Við erum 50 km austan við Jökulsárlón og 30 km vestan við Höfn, m.v. núverandi þjóðveg 1 en 10 km í beinni loftlínu. Ábúendur? Sæmundur Jón Jónsson og Anne Manly Thomsen. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Eigum tvö börn – Líney Sif og Jakob Jón, tvo hunda – Tító og Perlu og einn kött – Fymis en það á eftir að breytast, Maine Coon kötturinn Esra er væntanlegur í janúar. Stærð jarðar? Innan girðinga jarðanna Árbæjar og Brunnhóls, þar sem foreldrar Sæmundar búa, eru rúmir 400 ha. Þess utan er óskipt land sem nær upp að Fláajökli. Tegund býlis? Nautgriparækt, bæði kjöt- og mjólkurframleiðsla, auk þess sem ísgerð hófst sl. vor. Jarðrækt skipar stóran sess og er einungis notast við heimaræktað hey og korn auk fiskimjöls og kalkþör- ungamjöls til fóðrunar. Svo er hrossarækt til yndisauka. Fjöldi búfjár og tegundir? 120 nautgripir, þar af 40 mjólk- urkýr. 12 hestar. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig í Árbæ? Hann hefst og endar á mjöltum ef frá er talið eftirlit á kvöldin. Annars er það árstíðarbundið. Jarðvinnsla á vorin, heyskapur á sumrin, kornuppskera á haustinn og svo bera flestar kýrnar í kring- um áramótin. Jöklaísinn er svo framleiddur allt árið. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Taka á móti kálfum og samvera með hrossunum er meðal þess skemmtilegasta. Að eltast við kálfa eða hesta sem eru slopnir eða reka rollur úr túnunum er meðal þess leiðinlegasta. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Áframhaldandi uppbygging, meiri fullvinnsla á bæði kjöt & mjólk og sala beint til neytenda. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Það er mikilvægt að bændur séu virkir í félagsmálum, ekki síst þar sem þeim er alltaf að fækka og stöðugt er sótt að okkur. Það sem helst hefur háð félagsmálum er að þar sitja helst gamlir karlar sem eru lítið fyrir að breyta hlutunum. Í staðinn ætti að leyfa yngra fólki að komast að sem hefur lengri fram- tíðarsýn og kæmi hlutunum strax í verk. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Honum mun farnast vel, spurn- ingin er bara hvaða stefnu menn ákveða að taka. Muni Ísland ganga í Evrópusambandið verða miklar breytingar á landbúnaðar- málum. Ákveði menn að standa utan þess, verður líka að taka ákvörðun um hvort við viljum halda áfram að hjakkast í sama farinu eða hvort þeir eru til sem geta komið vörum okkar á fram- færi í útlöndum en þar er stærsti möguleikinn fyrir okkur þar sem við höfum nóg land til að fram- leiða góðar og heilnæmar land- búnaðarvörur. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Sagt er að lambakjötið okkar sé það besta í heimi og mjólkin úr íslensku kúnni sé engri annarri lík, þá hljóta tækifærin að liggja í því. Mestu skiptir þó að koma á fram- færi við hvaða aðstæður landbún- aðarvörurnar eru framleiddar, þ.e. hreina vatnið, loftið og landið. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, smjör, skyr og íslenskt álegg. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við leystum kýrnar af bás- unum og hleyptum þeim inn í lausagönguna. Þess má vænta að nýja árið sem nú er gengið í garð verði ár mik- illa átaka. Nú eru einmitt margir byrjaðir í átaki með því að efna áramótaheit sín um að hreyfa sig meira og borða minna og hollara. Því er ekki úr vegi að byrja árið með stæl og grípa niður í holl- ustuuppskriftir frá heilsuversl- uninni Maður lifandi. Mokka-pekan baka Deig: 80 g smjör, einnig má nota olíu 1 bolli spelt, fínmalað 3 msk. kalt vatn Aðferð: Hrærið vel saman og fletjið síðan út og komið fyrir í góðum bökunardisk. Fylling: ½ bolli agavesíróp ¼ bolli hlynsíróp 2 msk. sterkt kaffi 2 msk. smjör 2 msk. spelt 3 egg ½ bolli dökkt súkkulaði, 70-75% 1 bolli ristaðar pekanhnetur Aðferð: Setjið allt saman í matvinnsluvél nema pekanhneturnar. Blandið vel saman þar til súkkulaðið hefur blandast vel saman við mulninginn. Setjið ristuðu hneturnar yfir deigið, hellið fyllingunni yfir og bakið í 200°C í 10 mínútur. Lækkið niður í 180°C og bakið í 30 mínútur. Kælið niður og berið fram með rjóma eða ís. Hollustuhrákökur handfylli apríkósur handfylli döðlur handfylli fíkjur handfylli kókos Aðferð: Setjið allt í matvinnsluvél og vinn- ið vel saman. Annaðhvort er hægt að búa til kúlur úr deiginu eða setja bökunarpappír í form og fletja deig- ið ofan í. Setjið inn í kæli í klukku- stund áður en borið er fram. Gott er að bera fram með rjóma og fullt af góðum ávöxtum. ehg Mokka-pekan baka er einstaklega ljúf og góð og er skemmtlega gott súkkulaði og hnetubragð af henni MATUR Árbær á Mýrum í Hornafirði Bærinn okkar Fjölskyldan í Árbæ Anne Manly Thomsen, Sæmundur Jón Jónsson og börn- in Líney Sif og Jakob Jón.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.