Bændablaðið - 10.09.2009, Side 8

Bændablaðið - 10.09.2009, Side 8
8 Bændablaðið | fimmtudagur 10. september 2009 Það hefur farið góðum sögum af loðdýrarækt undanfarin ár. Miklar framfarir hafa orðið í greininni á flestum sviðum og afkoma bænda sem hana stunda verið góð. Loðdýrarækt er ekki fjölmenn atvinnugrein, hún er stunduð á rúmlega 20 býlum og veitir tæplega 100 manns vinnu. Framtíðarhorfur eru hins vegar afar bjartar, ef marka má orð Björns Halldórssonar formanns Sambands íslenskra loðdýra- ræktar. Bændablaðið hefur að undanförnu rætt við formenn búgreinasamtaka íslenskra bænda og nú er röðin komin að loð dýra bændum. Loðdýrarækt hefur þá sérstöðu meðal íslenskra búgreina að fram- leiða að heita má eingöngu til út- flutnings. „Já, við erum algerlega háð heims markaði og flytjum alla okk- ar framleiðslu úr landi. Þessi litli innanlandsmarkaður sem hér er fyrir skinn sækir nær ekkert til okkar. SÍL er umboðsaðili fyrir Copenhagen Fur í Danmörku sem er uppboðshús og markaðsfyrirtæki í eigu danskra loðdýrabænda. Þetta fyrirtæki tekur við svo gott sem allri okkar framleiðslu. Bændur borga ákveðna upphæð á hvert skinn og fyrir það gjald fá þeir sendar allar umbúðir og merkingar. Þeir þurfa svo að koma skinnunum á næsta flutningsaðila en kostnaður við flutning og trygg- ingar er innifalinn í gjaldinu sem er 8,50 danskar krónur á skinn. Í þeirri upphæð er einnig fólginn allur kostnaður við sölu og mark- aðssetningu skinnanna. SÍL fær 1 kr. danska á hvert skinn í umboðs- laun og 0,25% af veltu íslenskra loðskinna á uppboði. Undanfarin ár hafa bændur svo fengið 1% af verði hvers skinns til baka sem einskonar premíu vegna þess hve vel gengur að reka Copenhagen Fur, þannig að heildarkostnaður þeirra við að koma vöru sinni á markað hefur verið um 5 krónur danskar, eða um 120 ísl. kr. fyrir hvert skinn. Mér er til efs að nokkur útflutningsgrein í landinu búi við sambærileg kjör.“ Skinnaverðið hefur líka verið talsvert hátt að undanförnu. „Já, síðustu 7-8 árin hefur það varla farið undir 200 krónur dansk ar og farið upp í tæpar 300 kr. Þetta gerir að lágmarki 4.800 ísl. kr. á núverandi gengi. Fram- leiðslu kostnaður skinnanna er að meðal tali um 3.200 krónur og þá er búið að reikna inn mjög mikinn fjár magns kostnað. Afkoman er því mjög góð eins og er.“ Tekjur og skuldir í erlendri mynt Hversu mikil er framleiðslan? „Undanfarin ár hefur hún verið á bilinu 150-180.000 minkaskinn á ári. Búin eru rétt rúmlega 20 tals- ins og meðalvelta á bú hefur verið á bilinu 25-30 milljónir króna.“ Þessi staða að hafa tekjur ykkar og skuldir í erlendum gjaldmiðli hefur væntanlega þýtt það að hrun- ið sem hér varð hefur ekki komið eins illa við ykkur og flesta aðra bændur. „Já, það er rétt að skuldir flestra loðdýrabænda eru í erlendri mynt, enda eðlilegt að tengja þær tekjun- um. Langflestir eru með afurðalán sín í Danmörku og þau eru á mun betri kjörum en bjóðast hér á landi, 4,8% vexti og enginn annar kostn- aður. Þetta er samkvæmt samningi við uppboðshúsið. Að öðru leyti hafði hrunið áhrif á markaðsverðið í heiminum. Lækkunin er í kringum 20% í doll- urum. Það er ekki mikil lækkun í ljósi þess að gengi íslensku krón- unnar hefur lækkað um 100% á sama tíma. Þetta er mikil breyting frá því sem var hér í mörg ár þegar gengið var allt of hátt skrifað, það var eins og ætlunin væri að drepa allar útflutningsgreinar nema kannski álframleiðslu. Það mun- aði litlu að það tækist. Við lifum að verulegu leyti á útflutningi og það eru galnir pólitíkusar sem halda að við getum lifað ár eftir ár við nei- kvæðan viðskiptajöfnuð. Það dæmi gengur einfaldlega ekki upp. Við sitjum í súpunni út af þessu núna.“ Mikill hraði í minkarækt Fóðurframleiðslan var lengi vanda mál en er það ekki liðin tíð? „Jú að miklu leyti, það var gengið í að laga það sem var að í fóðurgerðinni og auka stöðugleik- ann í henni sem skiptir mestu máli. Smæðarinnar vegna náum við ekki eins langt í því og við viljum, en við fengum aðstoð til þess að hag- ræða í fóðurstöðvunum enda höfðu þær liðið fyrir fjármagnsskort frá upphafi og voru illa búnar tækni- lega. Þetta tókst að laga og á fimm ára timabili lækkaði fóðurverð í krónutölu þrátt fyrir verðbólgu. Nú erum við með eitt allra lægsta fóðurverð í Evrópu, þriðjungi lægra en í Danmörku og Noregi. En við erum ekki hætt því það er hægt að gera miklu meira. Hraðinn í þessari búgrein er mun meiri en í öðrum greinum. Sjálfur er ég með kýr og kindur ásamt minkunum og mér finnst tíminn standa kyrr þar í samanburði við minkaeldið. Þar kemur líka til að ræktunin geng- ur hratt fyrir sig, það er svo stutt á milli kynslóða og fjöldi dýranna mikill. Þekkingin og tæknin er á svo háu stigi í minkaræktinni að maður verður að vera á tánum til þess að fylgjast með.“ Í ljósi þessarar góðu stöðu er þá ekki grundvöllur fyrir að auka ræktina? Er ekki pláss fyrir fleiri bændur í greininni? „Jú, það er það. Ekki er það markaðurinn sem takmarkar okkur. Heimsmarkaðurinn fyrir minka- skinn er 47 milljónir skinna á þessu ári svo við gætum alveg aukið okkar framleiðslu í 1-2 milljónir án þess að það væri til trafala á mark- aðnum. Ef við getum framleitt ódýrari skinn en aðrir þá er ekkert því til fyrirstöðu að auka ræktina. Við höfum flest allt sem þarf til að auka framleiðsluna. Hráefnismálin í fóðurgerðinni yrðu auðveldari viðfangs ef greinin stækkaði því við höfum liðið fyrir smæðina. Sporin hræða Við erum með samtök og umgjörð sem virka vel og tökum virkan þátt í norrænu og evrópsku samstarfi. Menn taka eftir því sem við erum að gera því hér hafa orðið meiri framfarir en í öðrum löndum und- anfarin ár í kynbótum og gæðum skinnanna. Við þessir eldri í brans- anum vitum hvaða mistök hafa verið gerð og hvað þarf að gera til þess að láta hlutina ganga. Við höfum hins vegar verið tregir til að hvetja menn til þess að fara út í þessa starfsemi og því ræður forsagan. Það er þannig að loðdýrarækt hefur um langt skeið verið eitt tveggja helstu skamm- aryrða tungunnar ásamt fiskeldi þó þau hafi nú horfið í skuggann af útrásinni. En við vitum miklu betur núna hvernig á að reka loðdýrabú en íslenskt bankafólk hvernig á að reka banka.“ Sérðu fyrir þér að bændum sem leggja loðdýrarækt fyrir sig muni fjölga? „Mér fyndist í raun fáránlegt ef það gerðist ekki. Það er verið að leita að atvinnutækifærum og leiðum til þess að nýta það sem landið hefur upp á að bjóða. Þessi grein gefur augljóslega færi á því að nýta hráefni og þekkingu sem til er. Náttúran hrópar á skít, meiri áburð, en við erum í þeirri und- arlegu stöðu að heilbrigðiseftirlitið bannar okkur að nota skítinn. Hann er nýttur til matvælaframleiðslu í nágrannalöndum okkar en við megum ekki nota hann. Þessi grein byggist á því að nýta úrgang og gera úr honum verðmæti, vissulega með nokkrum bygging- um og tækjum, en að mestu leyti með vinnu. Af hverju skinni sem selt er fara 6-700 krónur í laun og það í hreinum gjaldeyri. Mér fynd- ist því mjög skrítið ef menn huga ekki að möguleikum loðdýrarækt- ar, en sporin hræða.“ Leitað eftir erlendum fjárfestum Björn segir að verið sé að skoða að frumkvæði Fjárfestingarstofunnar hvort það sé raunhæfur kostur að kynna Ísland fyrir erlendum fjár- festum sem land tækifæranna í loð- dýrarækt. „Þessi vinna er að fara af stað. Það er verið að skoða stöðu okkar og markaðinn í samanburði við nágrannalöndin. Þetta er gríðar- lega spennandi verkefni, enda hefur það verið stefna SÍL undanfarin ár að fá erlenda aðila inn í greinina. Það eru blikur á lofti í þessari grein í öðrum löndum. Hún er beinlínis bönnuð í Bretlandi og Austurríki og önnur lönd eins og Holland og Svíþjóð eru að þrengja að henni. Danir eru búnir að banna refarækt en það tekur gildi eftir 15 ár. Þörfin fyrir framleiðslu skinna hefur hins vegar vaxið. Þegar hrunið varð í greininni árið 1986 fór heimsframleiðslan úr 30 millj- ónum skinna í 20 milljónir. Núna er framleiðslan miklu meiri, fór í 55 milljónir skinna fyrir tveimur árum. Það eru tugir þúsunda starfa í Evrópu tengd loðdýrarækt og ljóst að ef hún verður bönnuð þar þá flyst hún til annarra landa. Við höfum sagt að við teljum skynsam- legt að auka hana hér því við þekkj- um allar aðstæður og vitum hvaða kröfur eru gerðar til aðbúnaðar dýr- anna og faglegrar meðhöndlunar þeirra. Það er hins vegar staðreynd að í sumum þeirra landa sem hafa verið að hasla sér völl í greininni er ekki litið sömu augum á dýravernd og hér á Vesturlöndum. Ef við vilj- um að þessi framleiðsla fari fram í löndum þar sem dýravernd er í hávegum höfð þá er Ísland augljós kostur. Hér er heldur enginn áhugi á að leggja þessa grein í einelti, það ég best veit.“ Þarf að vera aðalbúgrein Þú sagðist vera með kýr og kind- ur meðfram loðdýraræktinni. Er hún yfirleitt aukabúgrein eða hafa menn hana að aðalstarfi? „Hún verður helst að vera aðal- búgrein. Þetta er mjög sérhæfð vinna sem krefst sérhæfðrar þekk- ingar og búnaðar. Auðvitað er hægt að stunda þetta sem aukabú- grein, til dæmis ef sameinast er um skinnaverkun og slíkt. En það er skynsamlegast að menn einbeiti sér að þessu og þannig er það í flestum tilvikum. Það eru 4-5 blönduð bú, hin eru hrein loðdýrabú og þau eru yfirleitt frekar stór með veltu allt upp undir 100 milljónir. Á stærstu búunum eru um 4.000 læður og árs- framleiðslan um 20.000 skinn. Alls skaffar þessi grein á bilinu 80-100 störf en þau gætu verið mikið fleiri. Hráefnisframboðið í landinu er það mikið að það væri auðvelt að tífalda veltuna. Við vitum hvernig á að gera þetta svo þeir sem hafa áhuga ættu að snúa sér til okkar hjá SÍL.“ Að lokum, Björn, hver er af staða SÍL til aðildar Íslands að Evr ópu- sam bandinu sem nú hefur verið sótt um? „Hún er mjög skýr, við vilj- um alls ekki fara inn í Evrópu sam- bandið. Fyrir því eru margvísleg rök þótt bein áhrif á rekstur okkar yrðu ekki mikil við aðild. En hlið- arverkanir af aðild yrðu þær að loð- dýrarækt myndi leggjast fljótlega af. Fyrir því eru einföld rök. Við aðild myndi mjólkurframleiðsla dragast verulega saman og þar með fram- boð á sláturúrgangi af nautgrip- um sem skiptir okkur miklu máli. Neysla kindakjöts myndi minnka en sláturúrgangur úr sauðfjárrækt er einnig mikilvægur í fóðurfram- leiðslunni, sem og úrgangur úr kjöt- vinnslum. Það þarf enginn að efast um hvað verður um sjávarútveginn sem heyrði ummæli spænska sjáv- arútvegsráðherrans í sumar, hann færi illa, vinnslan myndi færast burt af landinu. Við það myndi framboð á hráefni snarminnka og þar með grundvöllur undir loðdýrarækt, svo einfalt er það. Þess vegna segjum við nei,“ segir Björn Halldórsson bóndi á Akri í Vopnafirði og for- maður Sambands íslenskra loðdýra- bænda. –ÞH Fáránlegt ef loðdýrabændum fjölgar ekki á næstunni – segir Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, SÍL, en samtökin vinna nú að því að laða erlenda fjárfesta að greininni Björn Halldórsson loðdýrabóndi að störfum hjá minkunum á Akri í Vopnafirði. Landbúnaðarsýningin Glæta 2009 var haldin í Borgarnesi í lok ágúst en um 3.000 manns lögðu þangað leið sína. Enginn kreppubragur var á sýningarhöldurum sem náðu að fylla nýja reiðhöll Borgnesinga af fyrirtækj- um sem höfðu ýmislegt að bjóða. Þá var húsdýrasýning þar sem m.a. mátti sjá geitur og hænsni í öllum regnbogans litum. Nokkrir bændur kynntu framleiðsluvörur sínar en á meðfylgjandi mynd má sjá bændurna frá Ytra-Álandi sem voru komnir alla leiðina úr Þistilfirði til að kynna kofareykt sauðahangikjöt. Þeir eru með- limir í „Beint frá býli“ og ekki var annað að sjá á viðtökum gesta að hangikjötið félli í góðan jarðveg. Hangikjötið freistaði gesta

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.