Bændablaðið - 10.09.2009, Síða 9
9 Bændablaðið | fimmtudagur 10. september 2009
ÉG HEF ekkert skrifað um málefni
Matvælastofnunar í meira en ár,
en sé það núna að við svo búið má
ekki standa.
Í september í fyrra fengum við
senda frá Sláturfélagi Suðurlands
tilkynningu um förgun á bóta-
skyldu fé. Það var raunar afrit
af tilkynningu sem ætluð var
Matvælastofnun og ég geri ráð fyrir
að MAST hafi borist þetta erindi
um svipað leyti og okkur. Nærri ári
seinna, eða síðasta dag ágústmán-
aðar, skrifaði starfsmaður MAST
okkur bréf sem hófst með þess-
um orðum: Með bréfi þessu vill
Matvælastofnun vekja athygli á að
stofnuninni hefur borist tilkynning
um að sauðfé í yðar eigu hafi farið
yfir varnarlínu. Það er reyndar ekk-
ert skýrt nánar, en ég geri ráð fyrir
að þarna sé átt við féð okkar sem
kom fram í Hrepparéttum í fyrra og
var fargað hjá SS.
Í fyrrahaust sóttum við um
að fá féð okkar bólusett gegn
garnaveiki. Þeirri umsókn svaraði
Matvælastofnun aldrei og við feng-
um enga bólusetningu.
Ég færi fram þessi tvö litlu dæmi
um vinnubrögð Matvælastofnunar
til að sýna fram á að enn er þar
flest í skötulíki sem áður var og að
sleifarlagið viðgengst þar enn sem
fyrr. Flestir sem þurfa að skipta við
stofnunina vita þetta. Einhverjir
kunna þó að halda að hjá MAST
hafi allir hlutir verið færðir til betri
vegar. En svo er greinilega ekki.
Við hjónin í Arnarholti erum
búin að gefast upp á að ná fram
réttlæti í okkar málum gagnvart
þessu apparati en við munum aldrei
sætta okkur við að stofnunin, sem
fer með jafn mikilvæg málefni
landbúnaðarins á vegum hins opin-
bera og raun ber vitni, sé vanhæf, í
besta falli gagnslaus, í öðru falli til
bölvunar. Og stundum spyr ég þann
sem öllu ræður, hvað við bændur
höfum gert til að eiga það skilið að
íslenska ríkið setji yfir okkur annað
eins og þetta.
Sigríður Jónsdóttir, Arnarholti
Skötulíki og sleifarlag
FYLGJENDUR AÐILDAR Íslands að
Evrópusambandinu hafa ítrekað
beitt þeim blekkingum að okkur
standi til boða undanþágur frá
reglum ESB, t.d. í sjávarútvegs-
málum og landbúnaðarmálum. Þetta
eru ósannindi. Ekki veit ég hvað
fólki sem þannig talar gengur til
nema að því sé sama um fullveldi
Íslands og að Ísland verði aðeins lít-
ill ósjálfstæður og áhrifalaus hrepp-
ur í ESB. Það er þó óþolandi að
þetta fólk gangi um ljúgandi, jafn-
vel fólk í æðstu stöðum þjóðfélags-
ins. Þetta hefur að vísu gerst áður,
t.d. á Sturlungaöldinni svokölluðu.
Þá seldu menn fullveldið fyrir fé
og völd en er eitthvað slíkt í boði
núna? Ekki svo ég viti. Allir ábyrg-
ir aðilar innan ESB sem við hefur
verið rætt hafa sagt að okkur stæðu
engar varanlegar undanþágur í boði.
Það hefur t.d. verið bent á Möltu en
það sem þeir fengu í sjávarútvegs-
málum var aðeins 25 mílna belti í
kringum eyjuna og það er meira að
segja ekki varanlegt frekar en neitt
annað sem ESB notar sem agn til
að ná yfirráðum yfir löndum sem
hafa eitthvað að bjóða fyrir hin nýju
öxulveldi í Evrópu sem öllu ráða
þar, Þýskaland, Frakkland og Ítalíu.
Evrópusambandið stefnir nú hrað-
byri í þá átt að verða hin nýju ráð-
stjórnarríki álfunnar með allri þeirri
miðstýringu og frelsisskerðingu sem
slíkum ríkjum fylgja. Mörg þeirra
ríkja sem teljast vera áhrifamikil í
ESB eru nú farin að gerast óróleg
vegna þess að aðildin að ESB hefur
ekki verið þeim sú blessun sem þau
bjuggust við. Í þeim hópi eru t.d.
Spánverjar og Bretar sem ekki voru
mjög ákafir fylgjendur aðildar í upp-
hafi. Meðal þess sem ESB-sinnar
hafa haldið fram er að aðgangur að
allskonar sjóðum sem ESB hefur
komið sér upp muni veita miklum
fjármunum inn í atvinnulíf okkar.
Þetta er bara bull og vitleysa því
kostnaður okkar við að gerast með-
limir í ESB er miklu meiri en styrkir
úr þessum sjóðum, sem eru hvort eð
er bara til málamynda á meðan ESB
er að ná yfirráðum í viðkomandi
löndum. Eitt af því sem Íslendingar
hinir fornu gerðu að skilyrði við
að gerast þegnar Noregskonungs/
Danakonungs var að „engar utan-
stefnur viljum við hafa“. Í því fólst
m.a. að Íslendingar voru ekki skyld-
aðir til að gegna herþjónustu fyrir
norrænu kóngana. ESB stefnir að
því að koma sér upp sameiginlegum
her. Verði Íslendingar aðilar að ESB
verður herskylda eitt af því sem við
verðum að gangast undir. Erum við
tilbúin til að samþykkja það? Að
lokum: Það eina sem við getum full-
vissað okkur um að aðild að ESB
muni hafa í för með sér fyrir Ísland
er afnám fullveldisins. Ísland hættir
að vera sjálfstætt ríki, íslenskt þjóð-
erni og íslensk tunga munu hverfa
af yfirborði jarðar á e.t.v. innan við
100 árum. Viljum við Íslendingar
það? Nei!
Íslendingar! Segjum nei við
ESB! Verum áfram sjálfstæð þjóð!
Áfram Ísland!
Hermann Þórðarson
ESB – engar undanþágur í boði