Bændablaðið - 10.09.2009, Síða 20

Bændablaðið - 10.09.2009, Síða 20
20 Bændablaðið | fimmtudagur 10. september 2009 Í byrjun ágúst sl. voru undirritað- ir samningar milli Vélaborgar ehf. og hollenska fyrirtækisins Lely þess efnis að Lely kæmi inn sem hluthafi og bakhjarl að félaginu VB Landbúnaður ehf. (Vélaborg Landbúnaður). Flestir bændur þekkja Lely sem framleiðanda ýmiss konar landbúnaðarvéla og tækja, m.a. mjaltaþjóna. Með þessum samningi er ljóst að hags- munum þeirra bænda er borgið, sem þurfa á þjónustu að halda vegna Lely-tækja. Stefán Bjarnason er fram- kvæmdastjóri VB Landbúnaðar, en hann mun þó áfram sinna störfum fyrir Vélaborg. „Það hefur verið eitt af forgangsverkefnum Vélaborgar að undanförnu að bændur, okkar ágætu viðskiptamenn, lendi ekki í neinum vandæðum vegna þess ástands sem skapast hefur á Íslandi. Landbúnaður er og verður ein af grunnatvinnugreinunum á Íslandi og þar verða hjólin að snúast hvort sem vel eða illa árar,“ segir hann. „Við eigendur Vélaborgar höfum í talsverðan tíma verið í við- ræðum við Lely um aðkomu þeirra að landbúnaðararmi Vélaborgar. Vélaborg hefur enda náð mestri markaðshlutdeild sem Lely hefur í heiminum, en 80% mjaltaþjóna á Íslandi eru Lely mjaltaþjónar,“ segir Stefán. Stefán segir að aðaláhersla fyr- irtækisins verði á mjaltaþjónum, heyvinnuvélum, hreinsivörum og öðrum vörum frá Lely, en í framtíð- inni mun fyrirtækið að öllum líkind- um taka yfir meira af landbúnaðar- armi Vélaborgar. Auk Stef áns hafa sex aðrir starfsmenn verið ráðnir til VB Landbúnaðar ehf. Hann segir að með stofnun þess sé orðið til félag með 100 milljónir króna í eigið fé og mjög öflugan bakhjarl, sem eigi að geta þjónustað íslenskan landbúnað vel í framtíðinni. VB Landbúnaður ehf. og Vélaborg muni í framtíðinni hafa með sér margvíslegt samstarf, viðskiptamönnum sínum til hags- bóta. VB Vörumeðhöndlun Að sögn Stefáns hefur Vélaborg undanfarin ár starfað á þremur meginsviðum; í landbúnaði, vöru- meðhöndlun og verktöku. Nú hefur einnig verið stofnað sérstakt fyrir- tæki á sviði vörumeðhöndlunar, VB Vörumeðhöndlun ehf. (Vélaborg Vörumeðhöndlun), sem Stefán segir að sé samskonar félag og VB Landbúnaður, sem starfi við hlið Vélaborgar. „Þar eru viðræður við annan erlendan birgi í góðum far- vegi. Stofnun þessa félags er búin að vera í undirbúningi frá því 2007, en það var ekki fyrr en að krónan féll í fyrra sem þeir sýndu þessu máli verulegan áhuga. Vonandi tekst okkur að klára þá samninga einnig.“ Stefán segist ekki geta upplýst á þessu stigi málsins hver umræddur erlendur aðili sé. Stefán segir að rekstur VB Land- búnaðar og VB Vörumeð höndlunar styrki mjög stöðu Vélaborgar á ís- lenskum vinnuvéla- og tækjamark- aði. „Vélaborg hefur ekki þurft að segja upp nema sárafáum starfs- mönnum og enn starfa nærri 50 manns hjá fyrirtækinu. Fimm starfa hjá VB Vörumeðhöndlun og sjö hjá VB Landbúnaði. Það er sorglegt að sjá hvernig samdrátturinn er að leika mörg félög í þessari atvinnu- grein en við höfum trú á því að með aðstoð góðra aðila stöndum við sterkari eftir en áður.“ -smh Á markaði Norðlenska stefnir að útflutningi á rúmlega 30% sauðfjárfram- leiðslunnar í ár, en að mati for- svarsmanna félagsins er allt eins líklegt að útflutningsþörfin geti orðið meiri en það á næsta ári. Verðlagning sauðfjárafurða þetta haustið er ákvörðuð í skugga erf- iðra aðstæðna í þjóðfélaginu. Allur almenningur sem og atvinnurekst- ur býr við miklar aðfangahækk- anir, minnkandi kaupmátt og erf- itt rekstrarumhverfi. Bændur hafa ekki farið varhluta af þessu, frekar en aðrir landmenn. Það er því vandasamt að verðleggja sauðfjárafurðir segir í frétt á vef félagsins, því allir bændur hafa þörf fyrir hækkun á sínum afurð- um, en á sama tíma hafa yfir 30% launamanna orðið fyrir tekjuskerð- ingu auk þess sem kaupmáttur launa hefur minnkað verulega. „Kaupgeta íslenskra heimila hefur því minnkað verulega og þarf því að huga sérstaklega að því að verð- leggja ekki vörur út af markaði. Minnkandi kaupgeta hefur valdið því að verulegur samdráttur hefur orðið í sölu kjöts innanlands, sér- staklega hefur þetta verið alvarlegt nú síðustu fjóra mánuði. Þessi sölu- samdráttur hefur bitnað hvað harð- ast á lambakjöti.“ Þrátt fyrir minni innanlandssölu dilkakjöts hefur orðið aukning í útflutningi. Þar hefur lág skrán- ing krónu gagnvart öðrum gjald- miðlum vegið þyngst. Útflutningur dilkakjöts er vænlegri en áður, en þó ber þess að geta að miðað við sölusamdrátt innanlands stefnir í a.m.k. 2500 tonna útflutningsþörf, sem er um 1000 tonnum meiri útflutningur en fyrri ár. Að auki verði að hafa í huga að ekki eru bara vandamál í efnahagslífinu á Íslandi, aðrar þjóðir berjast líka við kreppu. Það er því ekki alveg gefið að auðvelt sé að flytja þetta magn út fyrir viðunandi verð. Nýr búvörusamningur hefur tekið gildi en honum fylgir ekki útflutningsskylda, þá hefur geymslugjald sem áður gekk til sláturleyfishafa verið lækkað. Óvarlegt þykir við þessar aðstæð- ur að hækka verð á innanlands- markaði, en hækkun sem gengur til bænda er hækkun á það sem áður var útflutningsverð og nemur sú hækkun 9,4% á heildarverði dilka- kjöts frá fyrra ári. Engin sumarslátrun var hjá SAH afurðum á Blönduósi í ár þar sem spurn eftir sum- arslátrun hefur nánast horfið. Sauðfjárslátrun hófst því hjá SAH afurðum 1. September sl. Sigurður Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri SAH afurða segir á vefsíðu félagsins að um langt árabil hafi SAH Afurðir verið leiðandi í því að lengja það tímabil sem sauðfjárslátr- un tekur yfir. „Á ákveðnum tíma gekk þetta vel og var til að mynda slátrað ríflega 10.000 fjár í ágúst fyrir fáum árum síðan. Allt frá þeim tíma hefur slátrun í ágúst dregist saman og var slátrað ríflega 350 fjár í ágúst á síðastliðnu ári. Þrátt fyrir að umtalsverðar yfirborganir hafi verið í boði,“ segir Sigurður Jóhannesson. Sigurður Jóhannesson segir að því miður séu ekki forsendur til hærri yfirborgana en í boði séu vegna almennt erfiðra efnahags- aðstæðna í þjóðfélaginu og ekki síður vegna markaðsaðstæðna. Hjá SAH afurðum er slátr- að sauðfé af svæði sem nær frá Kelduhverfi í austri til Dýrafjarðar í vestri, ásamt fé úr Borgarfirði, Dölum og Þingvallasveit. Nautgripum og hrossum er slátrað eftir því sem framboð gefur tilefni til. Samhliða rekstri sláturhúss er rekin kjötvinnsla sem stofnuð var 1963, þar sem megináherslan er lögð á grófvinnslu fyrir aðrar kjötvinnslur. Engin sumarslátrun á Blönduósi Verðlagning ákvörðuð í skugga erfiðra aðstæðna "  # $ &  '*+<$ $$> Allir sláturleyfishafar hafa nú birt verð sauðfjárafurða fyrir haust- ið. Verðbreytingin frá í fyrra er alls staðar með svipuðum hætti, þ.e. útflutningsverð 2008 hækk- ar upp í innanlandsverð þess árs. Það þýðir að hækkunin er á bilinu 8-10% á milli ára og meðalverð fyrir kindakjöt til bænda verð- ur um 407 kr/kg. Það er talsvert frá viðmiðunarverði LS en þar er meðalverðið 444 kr/kg. Sindri Sigurgeirsson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir þetta vera vonbrigði. „Samtökin töldu vera svigrúm fyrir meiri hækk un, ekki síst í ljósi þess að út- flutn ingur hefur verið að skila góðu verði. Sláturleyfishafar bera sig hins vegar illa vegna hás vaxtastigs og erfiðrar stöðu efnahagsmála. Því er ekki að neita, en það hefur einnig bitnað illa á bændum og ekkert ber á neinum aðgerðum ríkisstjórnarinn- ar til aðstoðar heimilunum og fyr- irtækjunum í landinu. Atvinnulífinu er smám saman að blæða út á meðan mörgum vikum var eytt í þvarg um ESB. Ég vil þó taka fram að það er mjög mikilvægt að útflutningur á kindakjöti gangi áfram vel og bænd- ur njóti ávinningsins af honum með sanngjörnum hætti.“ Í meðfylgjandi töflu er búið að reikna út meðalverð byggt á verð skrám allra sláturleyfishafa. Reikn að er út meðalverð á dilka- kjöti, ærkjöti og síðan heildarverð þar sem hin tvö eru vegin saman. Meðal verðið er reiknað út frá flokk un á landinu öllu árið 2008. Heildar verðið reiknast út frá hlut- falli ærkjöts og dilkakjöts í fram- leiðslu á landinu öllu árið 2008. Samskonar útreikningur er birtur fyrir viðmiðunarverð LS til saman- burðar. Verðið frá 2008 er með út- flutningsskyldu og tekur tillit þeirr- ar uppbótar sem Fjallalamb greiddi á útflutningsverð í júní sl, 10 kr. álagsgreiðslu SV sem greidd var á allt innlegg í nóvember 2008 og álagsgreiðslu SAH afurða á helstu flokka dilkakjöts í lok síðasta árs. Þess skal getið að til 16. október greiða KS og SKVH sérstakar 200 kr./kg álagsgreiðslur á allt dilkakjöt í fituflokkum 4 og 5. Að auki ber að geta þess að flestir sláturleyfishafar greiða sérstakar álagsgreiðslur á allt innlagt dilkakjöt út næstu viku (14.- 18. sept). Greiðslurnar eru misháar eftir tímabilum og einstökum slát- urleyfishöfum og bændur eru hvattir til að skoða verðskrárnar í heild sem nálgast má á heimasíðum þeirra. Þessar álagsgreiðslur eru ekki með í útreikningum á meðalverði í með- fylgjandi töflu. Afurðaverð til sauðfjárbænda 2009 2008 Dilkar Fullorðið Heild Viðmiðunarverð LS 428 kr. 133 kr. 400 kr. Fjallalamb 412 kr. 116 kr. 384 kr. Sláturfélag Vopnfirðinga 403 kr. 127 kr. 377 kr. SAH afurðir 401 kr. 127 kr. 375 kr. KS/SKVH 402 kr. 111 kr. 374 kr. SS 399 kr. 128 kr. 373 kr. Norðlenska með viðsk.samn. 397 kr. 127 kr. 371 kr. Norðlenska án viðsk.samn. 392 kr. 127 kr. 367 kr. Vegið landsmeðaltal 401 kr. 122 kr. 373 kr. 2009 Dilkar Fullorðið Heild Viðmiðunarverð LS 475 kr. 147 kr. 444 kr. Sláturfélag Vopnfirðinga 440 kr. 125 kr. 410 kr. KS/SKVH 440 kr. 119 kr. 410 kr. SAH afurðir 438 kr. 115 kr. 407 kr. SS 437 kr. 112 kr. 406 kr. Fjallalamb 436 kr. 116 kr. 406 kr. Norðlenska með viðsk.samn. 436 kr. 118 kr. 405 kr. Norðlenska án viðsk.samn. 418 kr. 113 kr. 389 kr. Vegið landsmeðaltal 438 kr. 116 kr. 407 kr. Innflutt kjöt Tímabil janúar - júlí Árið 2009 Árið 2008 Alifuglakjöt 192.185 377.547 Nautakjöt 70.929 275.930 Kindakjöt 61 0 Svínakjöt 110.954 206.769 Aðrar kjötvörur af áðurtöldu 19.747 12.721 Samtals 393.876 872.967 Leitað að kaupendum að Vélaveri Þann 19. ágúst síðastliðinn lagði Vélaver inn beiðni um gjaldþrot en nú er unnið að því að selja félagið. Eftir að kreppan skall á varð algjört hrun hjá fyrirtækinu í sölu atvinnutækja og minnkaði hún um 90 prósent. Þegar mest var voru um 60 starfsmenn hjá fyr- irtækinu en þegar það fór í þrot voru þeir 13. Var starfsmönnum sagt upp í kjölfarið en reiknað er með að flestir verði endurráðnir. „Fyrirtækið er rekið sem þrotabú og stendur Landsbankinn að baki rekstrinum. Vélaver er á sama stað og áður og starfsfólkið er hér í vinnu því fyrirtækið er rekið áfram. Hér er veitt sú þjónusta sem var áður en beiðni um gjaldþrot var lögð fram. Þó að sala á atvinnutækjum hafi hrunið er talsverð sala í rekstrar- og viðhaldsvörum. Þjónustufulltrúar okkar annast þjónustu við bændur enn um sinn en þegar um þrota- bú er að ræða er leitað að kaupendum og það sem við teljum jákvætt er að það er áhugi á fyrirtækinu. Í væntanlegri sölumeðferð leggjum við áherslu á að þjónusta við bændur verði í góðum höndum og eins tengslanet við birgja líkt og verið hefur. Markmið okkar er að bændur finni sem allra minnst fyrir því þó að hugsanlega verði einhver eig- endabreyting,“ segir Reynir Kristinsson, tilsjónarmaður með rekstri þrotabús Vélavers. ehg Breytingar hjá Vélaborg Q # '  'X X [Q  Kjötinnflutningur á fyrri hluta ársins

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.