Bændablaðið - 18.11.2010, Síða 37

Bændablaðið - 18.11.2010, Síða 37
„Við sjáum fyrir okkur slag við ríkisvaldið um þjóðlendur næstu tíu árin. Barátta land- eigenda fyrir því að verja sjálfan eignar- réttinn mun harðna frekar en hitt. Það standa á okkur öll spjót en við munum aldrei gefast upp þrátt fyrir að leikurinn sé ójafn. Ríkið hefur gefið örlítið eftir í þjóð- lendukröfum sínum í augnablikinu en trú- lega er ástæðan sú að fjármunir ríkissjóðs eru af skornum skammti nú á kreppu- tímum. Það er ótrúlegt en satt að ríkið hefur þegar varið hálfum öðrum milljarði króna í stríðsrekstur gegn landeigendum og á eftir að setja í hann til viðbótar fúlgur fjár af skattfé landsmanna. Landeigendur verða svo að eyða miklum tíma og pen- ingum í að verjast þessum atlögum sem fáir eða engir landsmenn trúðu að yrðu nokkurn tíma staðreynd.“ Örn Bergsson, bóndi á Hofi í Öræfum og formaður Landssamtaka landeigenda á Íslandi, er vígreifur. Hann hvetur landeig- endur til að halda vöku sinni og þétta rað- irnar. Þjóðlendukröfur ríkisins urðu á sínum tíma til þess að landeigendur skipulögðu sig í samtökunum en þeir verða í ljósi reynslunnar að beita samtakamætti sínum á fleiri vígstöðvum. Verður gróðurmoldin ríkisvædd næst? „Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lét á sér skilja í áramótaávarpi sínu að vatnið ætti að hafa sömu réttarstöðu og fiskurinn í sjónum, vera með öðrum „sam- eign íslensku þjóðarinnar“, hvað svo sem sá frasi þýðir í raun. Ég skildi hana sem svo á gamlárskvöld að eignaupptaka vatnsrétt- inda yrði nú sett á dagskrá. Ríkisstjórnin hunsar landeigendur mark- visst og meðvitað í hverju málinu á fætur öðru sem varðar beinlínis hagsmuni og eignarrétt allt frá dögum Grágásar. Stjórnin er til dæmis að endurskoða lög um vatns- réttindi, lög um veiðar á villtum fuglum og spendýrum og jarða- og ábúðarlög. Lands- samtök landeigenda eru alls staðar snið- gengin, rétt eins og stjórnvöld telji að málin komi landeigendum ekkert við! Ég heyrði fjármálaráðherra orða það svo að í Afríku brytust út styrjaldir vegna vatns og rétt væri því að lögfesta svokallaða þjóðar- eign á vatni á Íslandi. Mér sýnist að hér sé boðað að hirða af landeigendum rétt sem þeir hafa ágreiningslaust haft allt frá land- námi. Það væri eftir öðru að stjórnlagaþingið, sem reyndar verður fyrst og fremst skipað fólki á höfuðborgarsvæðinu ef að líkum lætur, legði til eignaupptöku vatns í nýrri stjórnarskrá. Hvar ætlar þetta fólk að draga mörkin? Gróðurmoldin er vissulega auðlind. Verður næst sett á oddinn að ríkisvæða hana? Eina ráðið okkar er að berjast og við höfum stundum árangur sem erfiði. Til dæmis tókst okkur að hafa áhrif á laga- setningu um frístundabyggð. Félagsmála- ráðherra flutti frumvarp þar að lútandi og gerði ráð fyrir því að eigendur sumar- bústaða gætu tekið land leigunámi til 25 ára, þ.e. framlengt leigusamning um sum- arbústaðaland einhliða ef þeir féllust ekki á efni nýs samnings sem landeigendur kynntu þeim. Okkur tókst að afstýra þessu og þar má tvímælalaust segja að Lands- samtök landeigenda hafi sannað tilverurétt sinn.“ Kínverskir kommúnistar frjálslyndari en íslenskir vinstrimenn Formaður samtaka landeigenda gagnrýnir stjórnmálaflokka og alþingismenn harð- lega fyrir afstöðu eða afstöðuleysi gagn- vart þjóðlendumálum og öðrum atlögum að eignarréttinum. „Fyrst skal nefna Sjálfstæðisflokkinn til sögunnar, sjálft stjórnmálaaflið sem kennir sig á hátíðastundum við frelsi, einkarekstur og varðstöðu um eignarréttinn. Fyrrver- andi formaður flokksins, Geir H. Haarde, var ráðherra þjóðlendumála þegar ríkið lagði til atlögu við landeigendur. Síðan tók Árni M. Mathiesen við embætti fjármála- ráðherra og stýrði áfram herdeildum lög- fræðinga ríkisins gegn landeigendum. Báðir voru þeir með Framsóknarflokkinn í bandi á vegferð sinni. Við hefðum getað búist við að núver- andi stjórnarflokkar, sem báðir starfa í anda sósíalískrar hugmyndafræði, hefðu hafið hernað gegn landeigendum en að það skyldi gerast í valdatíð sjálfstæðis- manna í fjármálaráðuneytinu er bæði óskiljanleg og óskýranlegt með öllu. Við horfum ekki fram hjá því að ríkis- væðing í smáu og stóru er beinlínis stefna núverandi ríkisstjórnarflokka og þeir eru bara stoltir af því. Fulltrúar landeigenda fóru til dæmis forðum á þingflokksfund vinstri-grænna. Þáverandi þingflokksfor- maður lýsti þeirri skoðun sinni í fundar- byrjun, svo við værum með afstöðu hans alveg á hreinu, að hann vildi allra helst að ríkið ætti allt land á Íslandi. Einkaeign á landi og einkarekstur er meira að segja viðurkenndur að hluta í Alþýðulýðveldinu Kína. Kommúnistaflokkur Kína er því frjáls- lyndari en ýmsir vinstri menn á Íslandi!“ Samfélög tréna ef fólk er svipt eignarrétti sínum Föðurætt Arnar Bergssonar hefur búið á Hofi óslitið í tvær aldir. Hann hefur fengið að kenna á eigin skinni harkalega fram- göngu ríkisvaldsins í þjóðlendumálinu. „Eignarrétturinn er drifkraftur samfélags- ins. Ef hann er tekinn af fólki trénast sam- félögin, eins og dæmin sanna. Eignar- rétturinn er undirstaða og því engin tilviljun að hann er friðhelgur samkvæmt stjórnar- skránni. Hof í Öræfum er í mínum huga ekki eign sem hefur verðmiða heldur land sem ég hef tekið að mér að lifa af, hirða og rækta, og skila síðan af mér til afkomend- anna. Við fáum bara ekki að búa lengur í friði fyrir ríkisvaldinu og eftirlitsiðnaði þess. Ég lít svo á að landeigendur hafi ekki bara rétt heldur líka skyldur. Gjarnan má kalla það umhverfisstefnu. Landeiganda ber að skila landinu jafngóðu eða betra til næstu kynslóðar. Þar með eru uppfyllt skilyrði fyrir því að vera landeigandi. Þetta er í mínum huga einfalt og skýrt.“ „Baráttan er bara að byrja og hún mun harðna. Þess vegna viljum við styrkja sam- tökin og fjölga félagsmönnum. Okkur vantar fleiri í hópinn, bæði einstaklinga, lögaðila og sveitarfélög,“ segir Örn Bergsson, formaður Landssamtaka landeigenda á Íslandi. Hann bætir því við að markmiðið með þessu kynn- ingarblaði sé einmitt það að ná í fleiri liðs- menn og styrkja innviðina. Samtökin urðu upphaflega til vegna þjóð- lendumála en á aðalfundi 2009 var sam- þykkt að auka umboð þeirra til hagsmuna- gæslu fyrir landeigendur, meðal annars gagnvart stórfyrirtækjum, opinberum fyrir- tækjum og stofnunum og aðilum á þeirra vegum. Félagsmenn kölluðu beinlínis eftir því að samtökin yrðu líka brjóstvörn þeirra gagnvart Vegagerðinni, Landsvirkjun, Lands- neti og RARIK og vegna annarra opinberra framkvæmda. Einnig gagnvart Alþingi og opinberri stjórnsýslu vegna laga og reglu- gerða þar sem til dæmis væri gengið á rétt landeigenda varðandi eignarnám hins opin- bera og framkvæmd eignarnáms. Hægt er að ganga í samtökin á heimasíðu þeirra, landeigendur.is. Þar kemur fram að ár- gjald fyrir einstaklinga er 5.000 krónur. Sveitarfélög greiða árgjald í samræmi við stærð þeirra, 30.000-100.000 krónur, og lögaðilar greiða 15.000 króna árgjald. „Árgjöldin eru einu tekjurnar og þeim er stillt í hóf. Við viljum gera samtökin að afli sem hvorki ríkisvald né aðrir geta með nokkru móti sniðgengið þegar hagsmunamál landeigenda eru á dagskrá að einu eða öðru leyti. Þingmenn sem samþykktu þjóðlendulögin á Alþingi forðum sögðu við okkur þá að ef ríkið ætlaði að hirða af okkur þinglýst land yrði lögunum einfaldlega breytt. Þeir hafa svikið þetta loforð og þögnin um þjóðlendu- hneykslið er ærandi í þingsölum. Landeigendur sjálfir verða að berjast fyrir hagsmunum sínum. Enginn gerir það fyrir þá. Það er líka hagsmunamál sveitarfélaga að vera í samtökunum og taka þátt í baráttunni gegn því að ríkið sölsi undir sig lönd og traðki á eignarréttinum. Baráttan hefur staðið frá því fyrstu kröfur ríkisins litu dagsins ljós í Árnessýslu í mars 1999. Á yfirborðinu virðist lítið að gerast núna en sá „friður“ er falskur. Við þurfum því stærri og fjölmennari Lands- samtök landeigenda á Íslandi.“ Stríðsreksturinn gegn landeigendum hefur kostað skattgreiðendur 1.500 milljónir króna Landeigendum í hag að þeir efli nú samtök sín og fjölgi félagsmönnum LANDSbréfið Kynningarblað Landssamtaka landeigenda á Íslandi - nóvember 2010 Örn Bergsson, formaður Landssamtaka landeigenda á Íslandi. Ríkið krefst þess að Hnjótafjall í Svarfaðardal og aðliggjandi land verði þjóðlenda. Allt til- heyrir þetta svæði Atlastöðum. Guðrún Edda Gunnarsdóttir og Einar Sigurbjörnsson keyptu jörðina árið 2004. Þau segja að það misbjóði réttlætiskennd sinni að standa nú frammi fyrir kröfum ríkisvaldsins í þinglýstar eignir sínar. Sjá nánar á bls. 2. Mynd: Guðrún Edda.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.