Bændablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.200 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.100. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0332 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 Okkur bregður við þetta kalda vor, vorum orðin góðu vön. Undanfarin ár hafa bændur og aðrir landsmenn fengið góð og hlý vor. Frá fyrstu dögum maí, sem voru góðir, hefur verið kuldatíð. Kuldakastið er sagt vera eðlilegt skammtímafrávik frá stöðugt hækkandi hita- stigi. En umræða um hlýnun jarðar er fjarlæg þegar bjarga þarf lambfé inn úr snjókomu og kartöflugrös falla í júnímánuði. Einhver sagði að fundi um hlýnun jarðar væri frestað vegna veðurs! Samt er það svo að búskaparhættir íslenskra bænda hafa breyst verulega á undan- förnum árum sem að hluta má rekja til breytts veðurfars. Sauðburði hefur verið flýtt, bændur rækta fjölmargar nýjar nytjaplöntur og aukin grasspretta gerir mögulegt að komast af með minni tún. Landið grær Í kjölfar hagstæðara veðursfars og sannarlega fleiri þátta, eins og landgræðslustarfs og betra skipulags á nýtingu lands, er nú staðfest að gróður á Íslandi er í mikilli framför. Þessi tíðindi eru mjög mikilvæg. Af mörgu því sem borið hefur verið á bændur hefur umræðan um landeyðingu verið þeim þung. Líkt og mörgu öðru sem kemur upp í umræðu um landbúnað á Íslandi er ekki alltaf fyrir að fara mikilli nákvæmni. Þungar ásakanir á bændastéttina vegna landeyðingar af völdum búfjárbeitar hafa oftar en ekki verið settar fram og bændur gerðir að tákni landeyðingar. Vitanlega má viðurkenna að í ákveðnum til- fellum hefur verið um ofbeit að ræða. Það er hins vegar langt í frá að búfjárbeit sé sá skaðvaldur sem má ætla af orðum margra sem gengið hafa fram sem sérstakir verndarar og sérfræðingar í landverndarmálum. Bændur hafa leikið eitt af lykilhlutverkum í að snúa vörn í sókn í endurheimt landgæða. Hlýnandi veðurfar er þar sterkur áhrifavaldur. En þeir bændur og allir landsmenn, sem nú upp- lifa eyðileggingu eldgosa á gróðri, skilja að á skömmum tíma geta ógnarkraftar náttúrunnar unnið mikinn skaða. Vatnið er verðmæti framtíðarinnar Ein af mikilvægustu auðlindum lands okkar er vatnið. Gnótt og gæði vatnslinda eru vafalaust dýr- ustu gersemar framtíðarinnar. Í dag eru fjölmörg ríki sem ekki hafa aðgang að vatni og þeim fjölgar hratt. Ábyrgð okkar bænda sem landeigenda að vernda og verja slíkar auðlindir er sannarlega rík. En það eru fleiri sem verða að koma að því. Líkt og með gróðurinn er ekkert sjálfgefið í þeim efnum. Við eigum vafalaust eftir að upplifa sterka umræðu um réttindi og skyldur bænda í vatns- málum á komandi misserum og árum. Í Speglinum í Ríkisútvarpinu þann 30. maí sl. var viðtal við Guðmund Pál Ólafsson líffræðing um vatn og vatnsvernd, votlendi og endurheimt þess. Líffræðingurinn gumaði af því að hafa kynnt sér vatnsmál víða um heim og taldi sig geta talað af mikilli þekkingu um viðfangsefnið. Samt var það svo að þegar umræðan snéri að íslenskum bændum hélt líffræðingurinn því fram að íslenskir bændur væru óvinir votlendis, héldu áfram að ræsa það fram með opinberum fram- lögum. Undirritaður óskaði þegar eftir því við umsjónarmann fréttaþáttarins að ummælin yrðu leiðrétt, því framræsla á vegum bænda undanfarna áratugi hefur verið óveruleg. Hvað þá að opinber framlög komi þar við sögu. Þó líffræðingurinn hafi kynnt sér vatnsbúskap víða um heim kom strax í ljós að hann hafði nú ekki kynnt sér þau mál neitt sérstaklega vel hér heima. Að þessu dæmi röktu er enn krafist málefnalegrar umræðu um bændur og málefni þeirra hjá fjölmiðlum. Eitraður matur Heimsbyggðin hefur fylgst með alvarlegum afleiðingum þess að upp kom E. coli mengun í mat í Þýskalandi. Af allri þeirri umræðu má sjá hvernig hægt er að rústa afkomu einstakra bænda á skömmum tíma með ábyrgðarlausum og röngum upplýsingum sem gefnar eru. Það hafa grænmetisframleiðendur á Spáni fengið að reyna. Í málinu afhjúpast að þrátt fyrir umfangsmikið regluverk, ótal möguleika til að hafa eftirlit með framleiðslu og ferli matvæla, gengur illa að greina uppruna. Málið er grafalvarlegt og ætti öllum að vera umhugsunarefni um gæði matar, uppruna hans og meðhöndlun alla. /HB Kuldatíð Er E. coli 0104 afleiðing verksmiðjubúskapar? LEIÐARINN Fregnir af dauðsföllum af völdum saurgerla í Þýskalandi hafa vakið athygli að undanförnu. Þar er um að ræða ofurgerla sem ekki hefur heyrst nikið af áður í fjölmiðlum og eru þeir nefndir E. coli 0104. Fyrst í stað var agúrkum frá tveim framleiðendum á Spáni kennt um með tilheyrandi skaða fyrir viðkom- andi garðyrkjubændur. Fljótlega fóru þó böndin að berast að Þjóðverjum sjálfum þó enn hafi ekkert verið stað- fest um upprunann. Í Bretlandi og Hollandi hefur mikið verið rætt um þessi mál og sýnist sitt hverjum. Samkvæmt heim- ildum blaðsins í Hollandi hefur þar verið bent á að nú séu menn í bók- staflegum skilningi að súpa seyðið af afleiðingum verksmiðjubúskapar. Þar hafa heyrst fullyrðingar um að E. coli 0104 hafi orðið til vegna þess að coligerlar, sem lifa í þörmum dýra, hafi þróað með sér ónæmi. Er það sagt vegna ofnotkunar fúkkalyfja sem beitt er til að halda dýrum heil- brigðum í verksmiðjubúunum. Skítur frá búunum hefur síðan verið nýttur sem áburður og til að bæta gróður- mold, ekki síst fyrir lífræna. Engin staðfesting hefur fengist á þessu en um þetta var einnig fjallað í breskum sjónvarpsstöðvum á dögunum. Umræðan í Hollandi, þar sem verksmiðjubúskapur er einnig veru- legur, hefur í kjölfarið snúist um að nú verði að snúa við blaðinu. Hverfa verði frá þeirri stefnu verksmið- jubúskapar sem drifin hefur verið áfram innan Evrópusambandsins. Þar hefur þróunarstefna ESB verið rekin undir heitinu Common Agricultural Policy (CAP) síðan 1992. Er það eitt elsta stefnumót- unarplagg Evrópusambandsins. Stefnan sem átti að bjarga landbún- aðarkerfi álfunnar hefur þó reynst samkvæmt úttekt ESB sjálfs skapa mikil umhverfisvandamál. Þá er umræðan einnig á þann veg að dagar ódýrra landbúnaðarafurða sé liðinn. Héðan í frá verði land- búnaður ekki rekinn, - nema á for- sendum náttúrunnar. Það þýði ein- faldlega minni magnframleiðslu og hærra verð. Það kann því að hljóma kald- hæðnislega að íslenskur landbún- aður, sem margir hafa hugsað þegj- andi þörfina, kunni að hafa eignast nýjan bandamann af óvæntum toga. Allavega virðist þýski ofur-saurger- illinn vera að opna augu Íslendinga og annarra fyrir því að fæðuöryggi er ekki hugtak sem lengur er verjandi að hafa í flimtingum. /HKr Skoðunarferð sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu Félag sauðfjárbænda í Rangár- vallasýslu hóaði saman liði sem lagði land undir fót fyrir nokkru. Vildi félagið koma á framfæri þakklæti til þeirra sem lögðu þeim lið í ferðinni með því að birta ferðasöguna í stuttu máli í Bændablaðinu. Dagana 1. - 2. apríl var farið í ferð í Vestur-Húnavatnssýslu og Borgarfjörð á vegum Félags sauðfjár- bænda í Rangárvallasýslu. Lagt var afstað frá Hvolsvelli kl. 9 að morgni og ekið norður á Hvammstanga, þar var skoðað sláturhúsið undir leið- sögn Magnúsar framkvæmdastjóra og snæddur hádegisverður í boði sláturhússins. Gullni hringurinn á Vatnsnesi Næst lá leið okkar um Vatnsnesið eða gullna hringinn, eins og þeir kalla það fyrir norðan. Með okkur í för um Vatnsnesið var Heimir Ágústsson fyrrum bóndi á Sauðadalsá. Farið var á fjóra bæi á Vatnsnesinu; Sauðadalsá, Sauðá, Böðvarshóla og Vatnshóla. Við þökkum Heimi og bændum á bæjunum fyrir höfðing- legar móttökur. Eftir þetta var farið í náttstað að Reykjaskóla í Hrútafirði og borð- uðum við þar kvöldmáltíð. Eftir morgunmat í Reykjaskóla lá för okkar að Mýrum 2, þar voru eins og á hinum bæjunum þvílíkar móttökur að menn höfðu á orði að þeir væru mættir í fermingarveislu. Síðan lá leið okkar suður í Borgarfjörð, þar var komið við á Hesti og skoðað Búvélasafnið á Hvanneyri undir góðri leiðsögn Guðmundar Hallgrímssonar. Þá lá leið okkar til baka heim í Rangárvallasýslu. Eftirtöldum viljum við þakka stuðning við ferðina; Arion banka, Landsbankanum, Vélfangi, N1, Shell, Verði, Sláturfélagi Suðurlands, Fóðurblöndunni, Húsasmiðjunni, Vélsmiðjunni Magna, Búaðföngum og TM tryggingamiðstöð. Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.