Bændablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 21
BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 9. JÚNÍ 2011 Ýmsir viðburðir sumarsins - 21 Á vegum Þekkingarnets Þingeyinga verður í sumar unnið að menningar- og ferðamála- tengdu verkefni sem felst í því að safna heimildum, upplýsingum, ljósmyndum og fleiru er varðar hús á Þórshöfn á Langanesi í því skyni að miðla sögu þeirra bæði til heimamanna og ferðalanga. Síðar er svo ætlunin að setja upp skilti við sögufræg hús og miðla sögunni. „Þetta verkefni er rétt um það bil að fara í gang,“ segir Sunna Björk Ragnarsdóttir háskólanemi, sem í sumar mun vinna við heimildasöfnun í tengslum við verkefnið. „Ég mun safna myndum og upplýsingum um byggingar og mannlíf á Þórshöfn,“ segir hún. Leitað verður til heima- manna í tengslum við söfnun ljós- mynda af mannlífi, byggingum og öðru sem tengist Þórshöfn, en síðar gætu þær prýtt skilti sem komið verður fyrir í bænum. Bæði verður um að ræða hús sem enn standa og eins þau sem hafa verið rifin í tímans rás. Leita gamalla ljósmynda Byggt er á hugmynd Helga Mars Árnasonar og Sóleyjar Indriðadóttur um Söguslóð á Þórshöfn, sem þau kynntu fyrir atvinnu-, menningar- og ferðamálanefnd Langanesbyggðar. Farið er út í verkefnið á þeim for- sendum að hægt verði seinna meir að vinna úr þessum upplýsingum skilti þar sem saga viðkomandi húsa er sýnd í máli og myndum. Þessum skiltum verður síðan komið fyrir í þorpinu, á þeim stað sem ljós- myndarinn stóð þegar hann festi viðkomandi hús á filmu. Þetta er annað sumarið í röð sem Sunna starfar fyrir Þekkingarnetið. Í fyrrasumar vann hún við að safna saman þjóðsögum og öðrum sögum úr Þistilfirði, en fyrir síðustu jól var gefin úr kiljan Þistlar – sögur og munnmæli úr Þistilfirði. „Að mínu mati á Þekkingarnetið hrós skilið, bæði fyrir að ýta undir og aðstoða mörg menningar-, nýsköp- unar- og atvinnutengd verkefni, sem og að gefa háskólanemum af svæð- inu möguleika á að koma heim yfir sumartímann með því að bjóða upp á áhugaverð og skemmtileg sumar- störf,“ segir Sunna. Elsta húsið sem enn stendur byggt árið 1902 Þórshöfn hefur verið löggiltur verslunarstaður frá árinu 1846 og fyrsta skráða búsetan á staðnum er frá árunum 1881 til 1882. „Þetta er mikil og löng saga sem mikilvægt er að skrásetja og varðveita fyrir komandi kynslóðir,“ segir Sunna. Afrakstur verkefnisins er hugsaður sem afþreying fyrir ferðamenn, en fram til þessa hefur skort á menn- ingartengda afþreyingu fyrir ferða- menn innan þorpsins. Elsta húsið sem enn stendur í þorpinu er Sandvík og var byggt árið 1902 af Friðriki beyki Stefánssyni. Þá segir Sunna að á Þórshöfn sé mikill fjöldi merkilegra húsa, en m.a. hafi hús verið flutt þangað frá Skálum og frá Heiðarhöfn á Langanesi, „á þeim tíma þegar hvorki voru góðir vegir til staðar né vélakostur upp á marga fiska fyrir þessa flutninga,“ segir hún. Þegar heimildaöflun lýkur er ætlunin að útbúa gönguleið um bæinn þar sem fólki gefst kostur á að fræðast um sögu staðarins með því að þræða leið á milli skilta sem komið verður fyrir í þorpinu. Jafnframt gefst fólki kostur á að skoða bæinn og mannlíf Þórshafnar á þessari göngu. „Eins má hugsa sér að útbúa bækl- ing eða stórt skilti miðsvæðis, sem myndi veita yfirsýn og uppástungur um gönguleið á milli skiltanna og um bæinn,“ segir Sunna. /MÞÞ Unnið að verkefni um Söguslóð á Þórshöfn: Löng og merkileg saga sem mikilvægt er að varðveita Sunna Björk. Ragnarsdóttir. Mynd | Berglind Sigurðardóttir Sandvík, elsta húsið á Þórshöfn sem enn stendur, byggt árið 1902. Nú er Mynd | Sunna Björk Ragnarsdóttir Bjartar nætur – Fjöruhlaðborðið Sumarhátíðin Bjartar nætur á Vatnsnesi verður að þessu sinni haldin 25. júní, en hún var fyrst haldin fyrir 17 árum. Frá byrj- un hefur þessi hátíð verið vegleg matar- og menningarveisla, þar sem Húsfreyjurnar leitast við að halda gamalli matarhefð á lofti. Á Fjöruhlaðborðinu í Hamarsbúð á Vatnsnesi er því boðið upp á margar gerðir af mat, sem almennt ekki eru á borð bornar, ásamt nýrri og hefðbundnari tegundum. Á staðnum verður stórtjald með hljóðfæraleik, fjöldasöng og vin- sælu bögglauppboði. Matseðilinn verður birtur á www.nordanatt.is í tæka tíð. Ekki er hægt að panta en hópar sem hafa hug á að taka þátt í fjörinu eru beðnir að láta vita fyrir- fram síma 898 5154 eða á hamars- bud@gmail.com. Í tengslum við Fjöruhlaðborðið er farið í gönguferð, frá Illugastöðum, um Brandafell og niður í Hamarsbúð. Ferðin endar við Fjöruhlaðborðið. Nánar á www. nordanatt.is í tæka tíð.         !"#$$$%&%                        '( ( )     **     + , *      -  (. + /   0  & * 1 0 + (%                                       

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.