Bændablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011 Á markaði Bændasamtök Íslands hafa á undanförnum misserum unnið margvíslegt starf vegna umsókn- ar Íslands um aðild að ESB. Því miður hefur nokkuð borið á að rangt sé farið með í þessu efni. Meðal annars var því haldið fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um útvistun opinberra verkefna til Bændasamtaka Íslands að samtökin hefðu hafnað beiðni sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytisins um að starfsmenn samtakanna veittu sérfræðiað- stoð um landbúnaðarmál vegna aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Rangt með farið Sá sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið ástæðu til að senda sér- staklega út fréttatilkynningu þar sem orðrétt segir: Hér er rangt með farið. Bændasamtök Íslands höfnuðu ekki beiðni ráðuneytisins um upp- lýsingar eða sérfræðiaðstoð; þvert á móti undirbjuggu sérfræðingar samtakanna öll þau svör við spurn- ingum framkvæmdastjórnar ESB sem óskað var eftir, bæði síðastliðið haust og eins haustið 2009 þegar annar spurningalisti var á ferðinni. Hins vegar höfnuðu Bændasamtökin því að sérfræðingar þeirra tækju þátt í svokölluðum rýnifundum í Bru,ssel eins og óskað hafði verið eftir. Full ástæða er því til að fara betur yfir á opinberum vettvangi hvaða störf samtökin hafa innt af hendi í þessu sambandi. Haustið 2009 skipaði utanríkisráð- herra tíu samningahópa sem fjalla um afmörkuð efnissvið og einstaka kafla samningaviðræðanna við ESB, og til að starfa með samninganefnd- inni. Bændasamtökum Íslands var boðið að tilnefna fulltrúa í þrjá samningahópa. Bændasamtök Íslands eiga þrjá full- trúa í samningahópi um landbúnað, þau eru: Baldur Helgi Benjamínsson, Erna Bjarnadóttir og Sigurbjartur Pálsson. Haldnir hafa verið 13 fundir í samningahópnum og var síðast haldinn fundur 21. febrúar sl. Á þeim fundi var þeim sem taka þátt í starfi hópsins boðið að skipta sér í þrjá undirhópa til að fjalla um mótun samningsmarkmiða, sem síðan yrðu send aðalsamninganefnd til meðferðar. Tveir hópar af þessum þremur hafa síðan komið saman til fundar, annar einu sinni og hinn þrisvar. Síðast var haldinn fundur í undirhópi þann 5. maí sl. Fulltrúar BÍ hafa sótt alla fundi í samninga- hópnum og undirhópnum og tekið virkan þátt í umræðum og starfi hópsins. Fulltrúar BÍ sátu einnig, í gegnum fjarfundarbúnað, svo kallaða rýnifundi sem haldnir voru með ESB um landbúnað. Fyrri fundurinn var haldinn dagana 30. nóvember til 3. desember 2010 og sá síðari 24.–27. janúar sl. Þrír starfsmenn BÍ og Lands- samtaka sauðfjárbænda unnu einnig við að fara yfir reglugerðir og til- skipanir ESB um landbúnað sem falla undir 11. kafla. Alls var um að ræða 25 reglugerðir upp á hundruð blaðsíðna, skriflegri greinargerð var skilað um hverja þeirra. Einnig mættu þessir starfsmenn á fundi samningahóps um landbúnað til að kynna vinnu sína og tóku þátt í samráðsfundum starfsmanna stjórn- arráðsins, sem unnu að greiningu annarra reglugerða um landbúnað. Fulltrúi BÍ í hópnum er Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. Sigurður hefur sótt 13 fundi af 15 í hópnum. Einnig flutti hann fyrir- lestur um byggðastefnu Finnlands á fundi samningahóps um byggðamál í ágúst 2010 og sótti 2ja daga ráð- stefnu um byggðamál í Salnum í Kópavogi fyrr á því ári. Hann hefur einnig sótt tvær aðrar ráðstefnur um efnið sem samningahópurinn hefur skipulagt og setið rýnifund í gegnum fjarfundarbúnað. Þessu hefur einnig fylgt margvísleg gagnayfirferð. Í þessum samningahópi er fjallað um dýra- og plöntuheilbrigði og mat- vælaöryggi. Fulltrúi BÍ í hópnum er Ólafur R. Dýrmundsson en auk þess hefur Erna Bjarnadóttir sótt fundi sem tengiliður við samningahóp um landbúnað. Ólafur hefur setið á annan tug funda og afgreitt fjölda beiðna um upplýsingar sem varða starf hópsins. Þar við bætast mál- þing og lestur ýmissa gagna á skrif- stofu. Starfsmenn BÍ fylgdust með rýnifundum með ESB um dýra- og plöntuheilbrigði og matvælaöryggi í gegnum fjarfundarbúnað í utan- ríkisráðuneytinu. Fyrri fundurinn var haldinn 14.–15. febrúar sl. og sá síðari 28.–31. mars. Haustið 2009 sendi ESB umfangs- mikla spurningalista til íslenskra stjórnvalda til að byggja síðan á skýrslu sína um umsókn Íslands um aðild að ESB. Bændasamtökin lögðu fram u.þ.b. 250 vinnustundir við að svara þeim hluta spurning- anna sem beint var til þeirra og lutu einkum að margvíslegum þáttum varðandi framkvæmd búvörulaga og búnaðarlagasamnings. Fjölmargar sendinefndir og sér- fræðingar hafa komið hingað til lands undanfarin tvö ár til að kynna sér ýmsa þætti í landbúnaðarstefn- unni hér á landi. Nokkrir hópar hafa sótt Bændasamtökin heim til að fræðast um þátt þeirra í framkvæmd og mótun landbúnaðarstefnunnar. Einnig hafa Bændasamtökin tekið á móti fjölmörgum öðrum gestum, bæði þingmönnum frá einstökum aðildarlöndum, blaðamönnum og fleirum sem sótt hafa landið heim vegna ESB-umsóknar. Slíkar heim- sóknir hafa bæði verið af pólitískum toga, þ.e. gestirnir hafa viljað kynna sér sjónarmið BÍ en einnig hefur verið beinlínis um miðlun upplýs- inga um landbúnað og landbúnaðar- stefnuna að ræða. Starfsmenn BÍ hafa einnig sótt fjölda funda í sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytinu og utanríkis- ráðuneytinu með sérfræðingum á vegum ESB. Þarna hafa verið fjöl- þætt verkefni til umfjöllunar s.s. hagtölur, búreikningar, stuðningur við bændur og landbúnað, markaðs- mál o.fl. Flestir þessara funda voru haustið 2009 og á fyrri hluta ársins 2010. Um árabil hafa Bændasamtökin kynnt sér málefni ESB, einkum sameiginlegu landbúnaðarstefnuna, CAP. Samtökin áttu fulltrúa í nefnd sem skilaði skýrslu til þáverandi utanríkisráðherra haustið 2003 um íslenskan landbúnað í alþjóðlegu umhverfi, þar sem mikil áhersla var á möguleg áhrif ESB-aðildar. Mikil áhersla var þar á að skoða hvernig búið er um landbúnað í Norður- Finnlandi. Síðan þá hefur reglulega verið fjallað um þróun landbún- aðarstefnu ESB á vettvangi BÍ, t.d. í Bændablaðinu og sérfræðingar BÍ hafa flutt fjölda erinda um CAP og íslenskan landbúnað fyrir ekki aðeins bændur heldur víða annarsstaðar, s.s. í háskólum og hjá stjórnmálaflokkum. Einnig hefur margvíslegu efni verið miðlað til bænda og trúnaðarmanna í félagskerfi þeirra. Af því sem að ofan greinir má ráða að Bændasamtökin hafa lagt mikla vinnu í að kynna sér landbúnaðar- stefnu ESB, sinna lögbundnu hlut- verki sínu um miðlun upplýsinga og ráðgjöf til stjórnvalda og taka þátt í starfi samningahópa utanríkisráðu- neytisins. Það er því fjarri sanni að samtökin hafi ekki sinnt skyldu sinni á þessum sviðum, um það vitna tölvupóstar og bréf til stjórnvalda, fundargerðir samningahópa o.s.frv. Slík gagnrýni er því ómálefnaleg og greinilega ætluð til að draga úr trúverðugleika Bændasamtakanna. Mikil vinna hefur einnig verið lögð í að afla upplýsinga um CAP til að undirbyggja afstöðu og málflutning BÍ. Á búnaðarþingi 2011 var t.d. kynnt í handriti rit Stefáns Más Stefánssonar um Landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins, sem unnið er fyrir Bændasamtökin. BÍ hafa því lagt fram mikla og faglega vinnu í tengslum við aðildarumsóknina og svo mun áfram verða. Málflutningur samtakanna gegn aðild hefur ekki verið hrakinn og þeir sem ekki eru sammála þeim sjónarmiðum verða að svara þeim með rökum, en ekki söguburði. /EB Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is ESB-málefni Störf Bændasamtaka Íslands við ýmis verkefni tengd ESB-umsókn Innflutt kjöt Tímabil janúar - apríl 2011 2010 Alifuglakjöt 213.785 98.855 Nautakjöt 49.554 27.604 Svínakjöt 113.308 14.207 Aðrar kjötvörur af áðurtöldu 13.911 9.422 Samtals 390.558 150.088 Nautabændur fá meira Verð til bænda á nautakjöti hefur tekið nokkrum breytingum undan- farna mánuði. Dæmi eru um allt að 6% hækkun til bænda um síðustu mánaðamót. Á vef Landssambands kúabænda er fylgst með verðþróun á kjöti og verðlistar sláturleyfishafanna birtir á einum stað. Síðasta mánudag voru verðlistarnir uppfærðir og þá kom í ljós að Sláturhúsið Hellu og Sláturfélag Suðurlands bjóða á bilinu 4-5% betri kjör en aðrir sláturleyfis- hafar. Í verðlíkani LK er tekið tillit til flokkunar og meðalþunga slátur- gripa á tímabilinu 1. maí 2010 til 30. apríl 2011. Sem dæmi þá borgar SS nú 625 kr/kg á UN úrval A, 575 kr/ kg á UN1 A og 500 kr/kg á K1 A. Flutningskostnaður og heimtaka er óbreytt en hjá SS gildir hækkunin afturvirkt frá 30. maí sl. Í dag, 9. júní, verður haldin upp- skeruhátíð á vegum Vaxtar- sprotaverkefnisins á Suðurlandi. Hátíðin verður haldin á Hótel Heklu og hefst kl. 14:30. Frá því að Vaxtarsprotaverkefnið hóf göngu sína hafa 180 manns lokið nám- skeiðum á vegum verkefnisins, að þátttakendum á Suðurlandi með- töldum. Þessir aðilar hafa unnið að 145 verkefnum alls, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá verkefnisstjóra hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Vaxtarsprotar er stuðningsverkefni sem hefur það að markmiði að hvetja og styðja við fjölbreytta atvinnusköpun í sveitum landsins. Verkefnið, sem er á vegum Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Framleiðnisjóðs landbún- aðarins, hóf göngu sína á árinu 2007, en hefur síðan komið til framkvæmdar víða um land. Framkvæmd verkefnisins á Suðurlandi var unnin í samvinnu við Búnaðarsamband Suðurlands og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands. Þátttakendum í verkefninu hefur staðið til boða margvíslegur stuðn- ingur svo sem námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja og einstaklings- bundin leiðsögn, auk þess sem ýmsir styrkjamöguleikar hafa verið kynntir. Þátttakendurnir sem nú ljúka nám- skeiði eru 16 talsins og unnu að 14 verkefnum. Sjö verkefni níu þátttak- enda eru tilbúin til kynningar opinber- lega á þessu stigi, þau eru: Guðrún Pálína Haraldsdóttir Kvistum, Ölfusi. Pálína framleiðir hestatengda gjafa- og nytjavöru, til dæmis ábreiður á hesta úr íslenskri ull sérmerktar hesti, ræktunarbúi og/eða eiganda, peysur, húfur, vettlinga og fleira merkt með nafni og ræktunarbúi. Íslenska ullin hentar vel í ábreiður því að ullin heldur hita á hestunum en hleypir raka út. Herdís Friðriksdóttir Daltúni, Bláskógabyggð. Betula Travels er lítil ferðaskrifstofa sem býður upp á fræðsluferðir fyrir bandaríska háskólanema sem leggja stund á nátt- úrufræðitengd fög. Fyrirtækið sérhæfir sig í sérsniðnum fræðslu- og skemmti- ferðum þar sem náttúra Íslands er í forgrunni. Vilborg Ástráðsdóttir Skarði og Eygló Jósephsdóttir Öxl, Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru með vefversl- unina www.hialin.is, sem er með lága álagningu og veitir lista- og handverks- fólki tækifæri á að skapa sér tekjur af list sinni. Verslunin gerir kröfur um fallegt handbragð og að varan sé eigin hugarsmíð þess sem selur. Gauti Gunnarsson og Guðbjörg Jónsdóttir Læk, Flóahreppi eru með framleiðslu og sölu hreinna afurða úr héraði sem verkefni, undir merkinu Búbót. Verslunin er staðsett í Gömlu- Þingborg í Flóahreppi. Maríanna Bergsteinsdóttir Dalbrún, Bláskógabyggð, er með verkefni sem kallað er Náttúruspil dýralæknisins. Maríanna er dýralæknir og hannar fróðleg og skemmtileg spil um íslensk dýr og íslenska náttúru. Spilastokkurinn er fjögur spil í einu og honum fylgir vasabók með helstu upplýsingum um þau dýr sem eru í hverju spili. Fróðleikur og skemmtun sem getur fylgt manni hvert sem er. Fyrsti spilastokkurinn kemur á markað í haust. Kristbjörg Hilmarsdóttir Þykkvabæjarklaustri II, Skaftárhreppi er með verkefnið „Út í auðnina“. Um er að ræða fjölskylduvæna ferðaþjónustu í einstöku umhverfi innan jarðvangsins Katla Geopark, sem ábúendur á Þykkvabæjarklaustri 2 í Álftaveri, Skaftárhreppi reka. Í fróðlegum gönguferðum með leið- sögn gefst kostur á að kynnast land- inu og lífinu á svæðinu fyrr og nú. Innsýn í söguna má enn dýpka með því að fylgjast með uppbyggingu Brynkabragga, sýningar um reka- og fjörunytjar. Gistingin í ,,farfuglastíl‘‘ er í Nonna- og Brynju húsi, stóru íbúðarhúsi með fullbúnu eldhúsi og fleiri þægindum. Heiða Björg Scheving Hvassafelli, Rangárþingi er með Gamla fjósið. Í byrjun júlí verður Gamla fjósið, veit- ingastaður og markaður opnaður að Steinum undir Eyjafjöllum. Þar er um að ræða gamalt fjós sem breytt hefur verið í veitingastað. Boðið verður uppá súpur og grillpinna í hádegi, kaffi og kökur og brauð um miðjan daginn og sérvalda rétti á kvöldin. Áhersla verður lögð á að vera með hráefni úr heimabyggð, einkum nautakjöt sem framleitt er á bænum. Á markaðnum verða seldar handverksvörur og nautakjöt beint frá bónda. Gamla fjósið mun fyrst um sinn vera opið yfir sumartímann og einstaka helgar. 16 Vaxtarsprotar bætast í hópinn Talsvert meiri innflutningur hefur verið á kjöti það sem af er árinu en á sama tíma í fyrra. Þannig er búið að flytja inn tæplega áttafalt það magn af svínakjöti sem flutt var innfyrstu fjóra mánuði ársins 2010. Einnig rösklega tvisvar sinnum meira magn af alifuglakjöti og tæplega tvöfalt magn af nautakjöti. Mest nautakjöti kemur frá Þýskalandi, Danmörku og Litháen. Svínakjöt kemur frá þess- um þremur löndum auk Hollands. Mestur hluti innflutts alifuglakjöts kemur frá Danmörku, Þýskalandi og Bretlandi. /EB Innflutningur á kjöti

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.