Bændablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011 „Mér þóttu þetta góðir þættir og hafði lengi velt fyrir mér hvort grundvöllur væri fyrir að gefa þá út á bók,“ segir Hermann R. Herbertsson bóndi á Sigríðarstöðum, sem hafði frum- kvæði að útgáfu Fnjóskdælasögu fyrir síðustu jól. Í bókinni eru 60 sögugreinar Sigurðar Bjarnasonar, sem ná aftur til ársins 1623 og fram til ársins 1850 og segja frá lífi og starfi alþýðufólks í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu á þeim tíma. Þá eru í bókinni heimildaskrá, myndaskrá, nafnaskrár úr sögu- greinum og nafnaskrár við myndir úr Fnjóskadal auk nafna styrktar- manna, en alls er bókin 316 síður. Auk Hermanns voru í ritstjórn þeir Jón Aðalsteinn Hermannsson og Sigurður Jósefsson, en hann er barnabarn Sigurðar Bjarnasonar, þess er ritaði þættina. Þættirnir birtust í Nýjum kvöldvökum sem fram- haldssaga á árunum 1932 til 1933. Sigurður var frá Snæbjarnarstöðum í Fnjóskadal, hann bjó þar lengst af en flutti svo að Grund í Eyjafirði, en þar lést hann árið 1951. Bókin var tilnefnd til menn- ingarverðlauna DV í flokki fræði- rita fyrr á þessu ári og var Sigurði líkt við alþýðlega fræðaþuli á borð við þá sem björguðu stórum hluta íslenskrar þjóðmenningar og arf- leifðar frá gleymsku. Í rökstuðningi dómnefndar er nefnt að ritstjórarnir haldi rödd og ástríðu íslenskrar alþýðufræðimennsku á lofti, en framtakið varðandi útgáfuna hafi alfarið verið í höndum áhuga- fræðimanna og grúskara, sem hafi tileinkað sér margt af aðferðum og yfirbragði atvinnufræðimennsku án þess að glata rödd safnarans og áhugamannsins. Hermann segir að hann hafi lengi gengið með hugmyndina í kollinum áður en látið var til skarar skríða. Haustið 2008 rak hann augun í auglýsingu frá sveitarfélaginu Þingeyjarsveit, þar sem vakin var athygli á styrkjum til menningar- starfa. „Ég ákvað að slá til og sækja um styrk þó svo að ég hefði á þeim tíma ekki annað en hugmyndina, enga fjárhagsáætlun eða neitt slíkt,“ segir Hermann, en hann hlaut 25 þúsund krónur í styrk og gat þar með hafið vinnu við verkefnið. Jón Aðalsteinn, sem með honum er í ritstjórn, hitti hann á þorrablóti í Bárðardal og viðraði fyrirhugaða útgáfu við hann. „Hann var strax til í að aðstoða við þetta og síðar komumst við að því að Sigurður Jósefsson, barnabarn Sigurðar Bjarnasonar, ætti í sínum fórum gamla handrit afa síns og eftir að við komust yfir það hófumst við handa við að slá texta upp úr því inn í tölvu,“ segir Hermann. Síðar feng- ust fleiri styrkir vegna útgáfunnar, en að öllu leyti var unnið við hana í sjálfboðavinnu. Bókin er gefin út af Vörslu útgáfu ehf. sem er í eigu Jóns Aðalsteins, en hann vann velflestar skýringar- greinar og valdi viðbótarefni við fjórar sögugreinar, sem eru í öðrum kafla bókarinnar. Þar má nefna grein Björns í Lundi um „Geitfé“, sem hann skrifaði 1830 og birtist í tímaritinu Ármann á Alþingi, en sú grein ætti að vekja sérstaka forvitni fólks sem stundar geitfjárbúskap. Áhugaverðir þættir en óaðgengilegir „Mér fannst þessir þættir afar áhuga- verðir, en þeir voru óaðgengilegir og fæstir vissu af tilurð þeirra. Margt yngra fólk hafði til að mynda ekki hugmynd um að þeir væru yfirhöfuð til. Mér þótti upplagt að kynna þessa þætti fyrir yngra fólki og gefa því færi á að kynnast þessum frásögnum sem eru um líf og störf bændafólks fyrri tíðar,“ segir Hermann. Í þáttum Sigurðar er fjallað um ýmsa atburði sem upp komu og fréttnæmir þóttu, slys og áföll margs konar, daglegt líf fólks í Fnjóskadal, störfum þess og búskap, en þar er einnig að finna þátt um móðuharðindin og hvernig þau léku alþýðu manna. Í bókinni eru um 140 myndir, en Hermann segir að mikil leit hafi verið gerð að myndum af öllum gömlu torfbæjunum sem eitt sinn voru í Fnjóskadal. Þá eru þar og myndir af fólki að störfum. Hópmyndir í bókinni eru teknar af Jónatan Davíðssyni um 1927 af fólki í Fnjóskadal, og margar myndir eru úr safni Hans Kuhn frá sama tímabili. „Bókin hefur fengið ágætar viðtökur og það er mjög ánægju- legt, en við höfum ekki haft tök á að auglýsa hana mikið og því margir sem vita ekki af tilvist hennar,“ segir Hermann,en bókin er fáanleg í Bókaverslun Þórarins Stefánssonar á Húsavík, Sparisjóði Suður-Þingeyinga, Búgarði á Akureyri, Skagfirðingabúð, Ferðamannaversluninni við Goðafoss, Þjónustumiðstöðinni Illugastöðum, M/M Laugavegi 18 (Iðu), Bóksölu stúdenta, hjá Eymundsson í Reykjavík og á Akureyri og hjá útgefanda. /MÞÞ Hermann R. Herbertsson, bóndi á Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði, hafði frumkvæði að útgáfu Fnjóskdælasögu: „Vildi gefa yngra fólki færi á að kynnast lífi og starfi bændafólks á fyrri tíð“ Hermann R. Herbertsson bóndi á Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði með Fnjóskdælasögu, sem út kom fyrir síðustu jól og byggir á þáttum Sigurðar Fnjóskadal fyrr á tíð. Á föstudag í síðustu viku, 3. júní, voru brautskráðir 62 nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Þess má geta að brautskráð var af fjórum námsstigum, búfræði (24), BS-námi (32), meistaragráðu (5) og einn með doktorsgráðu. Í fyrsta skipti voru útskrifaðir nemendur af meistraranámsbraut í skipulagsfræði. Meistaranámsbrautin hefur hlotið viðurkenningu Skipulagsfræðingafélags Íslands. Brautskráningin fór fram í Reykholtskirkju að viðstöddu fjöl- menni. Ágúst Sigurðsson, rektor, sagði í ræðu sinni að það væri einkum þrennt úr starfsemi skólans sem hann vildi nefna. Fyrsta doktorsvörnin „Á liðnu skólaári fór fram fyrsta dokt- orsvörnin frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Þetta má telja mikinn áfanga í þróun skólans. Rannsóknamiðað framhaldsnám er nýjung í starfsemi skólans og einungis fáein ár frá því að Meistaranám var innleitt í náms- framboðið og útskrifaðist fyrsti meistaraneminn á fyrsta starfsári LbhÍ eða árið 2005. Raunar er það þannig að framhaldsnám af þessu tagi er ungt í sögu háskólastarfs á Íslands en mikið hefur breyst í þessum efnum nú síðustu árin,“ sagði Ágúst. Ágúst minnti á að mikil úttekt var gerð á íslenska háskólakerfinu fyrir um 4 árum síðan. „Í því ferli fékk m.a. LbhÍ viðurkenningu á sínum fræðasviðum sem eru annars vegar Auðlinda- og búvísindi og hins vegar Náttúruvísindi. Samhliða þessu sótti LbhÍ um leyfi til þess að bjóða fram doktorsnám á sínum sviðum. Þetta leyfi fékkst að undangenginni nákvæmri úttekt á starfsemi skólans. Hugmyndir okkar um doktorsnám hafa verið þær að hafa á hverjum tíma einungis 5 - 8 nema og miða einvörðungu við þau svið þar sem við teljum okkur hafa hvað sterkastan fræðilegan grunn. Þarna rétt eins og í öllu öðru starfi skólans eru það gæði sem skipta mestu máli. Velja inn þá nemendur sem líklegir eru til þess að standast kröfurnar og hlú að þeim sem best við getum. Fyrsta doktorsvörnin fór síðan fram í nóvember síðastliðnum er Elsa Albertsdóttir varði ritgerð sína á sviði búfjárerfðafræði og stóðst hinar alþjóðlegu kröfur með láði.“ 62 brautskráðir frá Landbúnaðarháskóla Íslands Útskriftarhópurinn í landbúnaðarháskóla Íslands. Mynd / ÁÞ - Í fyrsta skipti voru útskrifaðir nemendur af meistraranámsbraut í skipulagsfræði

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.