Bændablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011 Sigurður Gunnarsson, bóndi á Hnappavöllum í Öræfum (þar sem búið er á þrem bæjum), var að aðstoða bændur í Fljótshverfi þegar blaðamenn Bændablaðsins bar að garði í fyrri viku. Hann segir öskuvandamál í Öræfunum hverf- andi í samanburði við það sem er í Fljótshverfinu. „Ég held að þar hafi ekki nokkur maður áhyggjur af heyskap í sumar. Þar er bara ryk í grasi og ég vona að það verði ekki til ama í sumar. Yfirleitt rignir það mikið hjá okkur í austanáttinni að við þurfum sjaldnast að kvarta undan skorti á vætu. Fréttir Best væri að fé yrði ekki hleypt á afrétti Skaftfellinga í sumar að mati Gústavs Magnúsar Ásbjörnssonar héraðsfulltrúi Landgræðslu ríkis- ins á Suðurlandi. Ástand þeirra er afar dapurt vegna ösku frá Grímsvatnagosinu og sömu sögu má segja um heimalönd á ákveðn- um svæðum. Að sögn Gústavs er um að ræða afréttarlönd upp af Kirkjubæjarklaustri. „Þetta eru Landbrotsafréttur, Miðafréttur og Austur-Síðuafréttur. Svo eru þrjár heiðar þarna sem eru heimalönd og ástandið þar er svipað, Núpahraun, Seljalandsheiði og Kálfafellsheiði.“ Ástandið víða slæmt Gústav hefur farið um svæðið allt og segir að ástandið sé víða slæmt. „Það er ansi mikil aska og það verður minna hægt að nýta svæðið í ár heldur en venjulega. Það væri best að sleppa því að fara með fé á þessa afrétti en auðvitað verður féð einhvers staðar að vera.“ Gústav bendir á reynsluna frá því í fyrra. „Það var í raun nægur gróður á svæðinu en þegar var um öskufok að ræða hraktist féið bara undan því og hafði það kannski ekki allt of gott. Það má gera ráð fyrir svipuðu ástandi í ár ef fé verður sett á afréttinn og það mun væntanlega koma niður á afurðum þá.“ Gústav segir að ýmislegt geti haft áhrif á framvindu mála á svæðinu. „Það hefur auðvitað verið mjög kalt og það hjálpar ekki gróðrinum. Góðu fréttirnar eru þær að í dag [þriðjudag] og í gær hefur mikið magn ösku fokið á haf út. Á sama tíma er hins vegar hefðbundið sandfok í gangi sem að særir gróðursvörðinn þannig að þetta er svona tvíbent sverð. Það væri auðvitað til mikilla bóta ef við fengjum verulega góða úrkomu, bæði til að hjálpa gróðrinum og til að binda öskuna.“ /fr Best ef fé færi ekki á afrétt Kindur að næla sér í tuggu á gossvæðinu undir Kálfafellsheiði. Mynd / HKr. Ekki áhyggjur af ösku í Öræfum Sigurður Gunnarsson, bóndi á Hnappavöllum í Öræfum. Mynd / HKr. Fjöldi manna hefur aðstoðað íbúa á gossvæðinu við að hreinsunarstörf. Mynd / TB Jarðvísindamenn sögðu Gríms- vatnagosið formlega lokið 30. maí og í kjölfarið afléttu Almannavarnir viðbúnaðarstigi vegna hamfaranna. Eftir gosið tók við hreinsunarstarf hjá íbúum á svæðinu, fjölda hjálparsveitar- manna og annarra sjálfboðaliða sem spúluðu byggingar og þrifu innandyra. Í Fljótshverfi hefur verið unnið að hreinsun úti við þar sem þess reynist þörf. Ráðunautar og dýralæknar hafa heimsótt bæi og rætt við bændur sem flestir hverjir bera sig vel þrátt fyrir óvenjulegar og á tíðum erfiðar aðstæður. Ljóst þykir að askan verður bændum og búpeningi til ama um nokkurt skeið, bæði hvað varðar gæði heyja og öskufok sem er afar hvimleitt. Bændur ættu að forþurrka hey eins og hægt er Unnsteinn Snorri Snorrason, bútækni- ráðunautur hjá Bændasamtökunum, fór um öskusvæðið í síðustu viku ásamt fleiri ráðunautum og ræddi við bændur um afleiðingar gossins. Hann sagði að heilt yfir væri ástandið bæri- legt og betra en hann hafði gert sér í hugarlund. „Þegar litið er til reynsl- unnar af Eyjafjallajökulsgosinu þá tel ég að heyskapur á svæðinu muni ganga ágætlega fyrir sig þó vissulega verði heyið öskumengað af sumum svæðum. Við teljum að bændur ættu að einbeita sér að því að forþurrka heyið vel og gæta að því að stilla sláttuvélar aðeins fjær en vaninn er. Sama er að segja um stillingar á snúnings- og rakstrarvélum. Þeir bændur sem ekki ætla að forþurrka þurfa að huga vel að gerjunarhæfni fóðursins og þá jafnvel notkun á sýrandi íblöndunarefni. Reynslan úr Eyjafjallagosinu sýndi okkur að áhrif ösku á vélarnar eru þónokkur, t.d. slitna hnífar margfalt hraðar þegar öskumengun er í sverðinum,“ sagði Unnsteinn. Hann taldi jafnframt að menn ættu að flýta sér hægt í endur- ræktun, skaðinn væri e.t.v. ekki eins mikill og liti út fyrir í fyrstu. Kornræktin skaddaðist ekki við öskufallið Jónatan Hermannsson jarðræktar- fræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og Kristján B. Jónsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands fóru um öskusvæðið síðasta dag maímánaðar til þess að meta ástand kornakra eftir öskufallið. Fóru þeir félagar á 17 bæi og nánast í hvern einasta kornakur í sýslunni að eigin sögn. Fram kom í pistli sem Jónatan ritaði á Netið eftir heimsókn- ina að ástandið reyndist mun betra en menn höfðu talið. „Akrar voru eðlilega misjafnir en í heildina leit kornið prýðilega út. Sáð hafði verið í akra á bilinu 30. apríl – 18. maí. Sumt kornið var því ekki komið upp þegar öskubylur geisaði og hafði því ekkert af honum að segja. En af korninu sem farið var að spretta hafði öskufok sorfið blöðin svo þau visnuðu. Við það gulnuðu akrar um hríð. Hvergi sást þó að askan hefði skemmt vaxtarsprota og ný blöð koma nú fram á eðlilegan hátt. Kornið er nú í sprettu og guli blærinn er að hverfa af ökrunum. Ætla má þó að askan hafi tafið sprettu eitt- hvað í þeim ökrum þar sem fyrst var sáð. Beinar skemmdir eru hins vegar ekki miklar,“ sagði Jónatan Hermannsson í stuttum pistli á vef LbhÍ eftir heimsóknina. Fé á batavegi Gunnar Þorkelsson héraðsdýralæknir á Kirkjubæjarklaustri sagði í sam- tali við Bændablaðið að það sem mest skæri í augun, ef svo mætti að orði komast, væri blindan sem lagðist aðallega á fullorðið fé. „Hún er hins vegar að ganga til baka og féð virðist vera að ná sér af þessu. Það var helst fullorðið fé sem varð blint en lambféð þoldi öskufjúkið betur. Féð er á batavegi og kindur að fá sjónina á ný. Vonandi verður þetta því ekki viðvarandi vandamál,“ sagði Gunnar. Hann sagði að það sem ylli áhyggjum væri hvernig fóðrið kæmi til með að verkast hjá bændum en öskumengað hey getur valdið auknu tannsliti í búpeningi. Varðandi öskuf- júkið þá sagði Gunnar það pirrandi bæði fyrir menn og skepnur. „Við höldum að það hafi hins vegar ekki teljandi áhrif á öndunarfæri búfjár en í lungum sem voru krufin af Eyjafjallasvæðinu í fyrra kom ekkert óeðlilegt í ljós.“ Áhrifin á lífríkið margvísleg Starfsmenn Veiðimálastofnunar fóru í vettvangsferð á gosslóðir og gerðu ýmsar mælingar við goslok. Ekki hafa fengist spurnir af dauðum fiski í ám eða vötnum á svæðinu ef frá er talið tjón hjá fiskeldisbændum sem var minna en á horfðist. Ein ástæða fyrir því að ekki hefur verið vart við fiskidauða er talin sú að sjóbirtingur, hrygningar- og geldfiskur sé genginn til sjávar. Þótt fyrstu niðurstöður Veiðimálastofnunar bendi til þess að gosaskan hafi ekki haft teljandi áhrif á fiska í ám í Skaftárhreppi kunna enn að koma fram skaðleg áhrif þegar aska skolast í árnar, segir í skýrslu starfsmanna sem birt er á vefnum. Kviðpokaseiði, sem eru viðkvæm, eru nú í mölinni og kunna þau að hafa skaðast. Frekari rannsóknir munu væntanlega gefa betri mynd af hver áhrif öskufalls frá Grímsvötnum hefur haft á fiska í ám í Skaftárhreppi. Gróður mun standast áfallið ef tíðarfar verður hagstætt Erling Ólafsson skordýrafræð- ingur og Sigurður H. Magnússon gróðurvistarfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands ferð- uðust um svæðið um mánaðamótin í þeim tilgangi að huga að gróðri, smádýra- og fuglalífi. Þeir mátu það svo að þrátt fyrir verulegt öskufall mætti ætla að gróður muni víðast hvar á láglendi standast áfallið en það fari þó mjög eftir tíðarfari á komandi vikum. Neikvæð áhrif á smádýr geta orðið veruleg, einkum á jarðvegsdýr af ýmsu tagi og smádýr sem byggja afkomu sína á víði og birkilaufum. „Lítið varð vart við varpatferli fugla, söng eða önnur merki um gott gengi þeirra. Það skal þó haft í huga að kalt var í veðri, mest um 6°C, og kann það að hafa ráðið miklu um það hve fuglalíf var dauft,“ segir í samantekt Erlings og Sigurðar sem birt er á vef Náttúrufræðistofnunar. Þjónustumiðstöð á Klaustri Þjónustumiðstöð fyrir íbúa í Skaftárhreppi hefur verið opnuð í grunnskólanum á Kirkjubæjarklaustri. Hún verður opin frá klukkan 10-13. Meginverkefni þjónustumiðstöðvarinnar er að sinna eftirmálum eldgossins í Grímsvötnum, sem snúa að íbúum, sveitarfélögum og uppbyggingar- starfi. /TB Skaftfellingar að ná vopnum sínum eftir Grímsvatnagosið: Askan gerir bændum í Skaftárhreppi erfitt fyrir

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.