Bændablaðið - 07.07.2011, Page 1
13. tölublað 2011 Fimmtudagur 7. júlí Blað nr. 352 Upplag 23.000
14
Aðildarsamningar nýrra ríkja við
Evrópusambandið (ESB) hafa ekki
skilað ríkjunum varanlegum und-
anþágum frá reglum sambandsins
varðandi landbúnaðarmál nema
að mjög litlu leyti og alls ekki frá
meginstoðum sambandsins. Ein
meginstoðin er t.a.m. frjáls för
vöru milli aðildarríkja sambands-
ins, án tolla eða annarra hafta.
Þetta er niðurstaða Stefáns Más
Stefánssonar prófessors við laga-
deild Háskóla Íslands og sérfræð-
ings í Evrópurétti en hann er höf-
undur ritsins Landbúnaðarlöggjöf
Evrópusambandsins og Evrópska
efnahagssvæðis ins , sem
Bændasamtök Íslands hafa nú
gefið út.
Í varnarlínum Bændasamtakanna
sem kynntar voru formlega í gær er
meðal annars sett fram sú krafa að
íslenskum stjórnvöldum verði áfram
heimilt að
leggja tolla
á búvörur
frá löndum
E S B .
Samkvæmt
þessum nið-
u r s töðum
Stefáns er
því ljóst að
við ramman
reip verður
að draga í
samninga-
viðræðum
Íslands við ESB um landbúnaðarmál.
Stefán segir að ríki hafi sett fram
alls konar kröfur um undanþágur
frá reglum sambandsins í aðildar-
viðræðum sínum. „Það er hins vegar
ekki að sjá að þær hafi skilað miklum
árangri.“
Stefán segir nauðsynlegt að halda
því á lofti að ESB geti veitt allar þær
undanþágur sem hægt sé að hugsa
sér. Hins vegar þurfi að vera vilji til
þess. „Aðildarsamningur [Íslands]
verður að vera samþykktur af öllum
aðildarríkjunum og því er það bara
vilji þeirra sem ræður för.“
Jafnframt bendir Stefán á að ef
Ísland fái aðild að ESB þurfi að
hlíta þeim reglum sem þar gilda.
Aðildarríki geti ekki lagt fram
harðari eða veikari reglur en sam-
bandið hafi innleitt. Hins vegar veiti
EES-samningurinn Íslandi ákveðið
frjálsræði í því hvaða gerðir ESB séu
teknar upp hér. Íslendingar þurfi því
ekki möglunarlaust að taka upp gerð-
ir sambandsins sem ekki eigi erindi
hér á landi. „Í því liggur munurinn
á því sjálfræði sem við höfum með
EES-samningnum en myndum ekki
hafa innan ESB.“ /fr
- Sjá viðtal við Stefán á bls. 12
Nýtt rit um landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins:
Undanþágur frá meginstoðum
ESB hafa hingað til ekki náðst
- Kröfur um undanþágur í aðildarviðræðum hafa ekki skilað miklum árangri
Bændasamtök Íslands kynntu í
gær með formlegum hætti kröfur
sínar í yfirstandandi samninga-
viðræðum íslenskra stjórnvalda
við Evrópusambandið og nýja bók
um laga- og regluverk ESB.
Haraldur Benediktsson, formaður
Bændasamtaka Íslands, segir að það
sé mikilvægt að málefnaleg umræða
fari fram um sérstöðu og kröfur
Íslands nú þegar samningaviðræð-
urnar eru formlega hafnar.
„Bókinni sem nú kemur út eftir
Stefán Má Stefánsson lagaprófess-
or er ætlað að varpa skýru ljósi á
það hvað landbúnaðarstefna ESB og
Evrópska efnahagssvæðisins felur
í sér.
Það er ástæða til að hafa veru-
legar áhyggjur af þróun mála og
hagsmunagæslu fyrir Íslands hönd
í komandi viðræðum. Svo virðist
sem samningsafstöðu Íslands eigi
ekki að ræða með opnum hætti,
heldur innan þröngra veggja samn-
inganefndar embættismanna. Við
þurfum öfluga málsvörn, enda hafa
Bændasamtökin í langan tíma bent
á að ekkert sé í „aðildarpakkanum“
nema reglur ESB,“ segir Haraldur.
- Sjá nánar á bls. 2
Sama dag og varnarlínurnar sjö voru kynntar var boðað til fundar í Bænda-
höllinni með sendiherrum Evrópuríkja á Íslandi. Þeim voru kynntar lág-
markskröfur íslenskra bænda í viðræðum stjórnvalda við ESB. Hér má sjá
fulltrúa Noregs, Danmerkur og Bretlands rýna í gögn BÍ. Mynd / TB
Kanínurækt til manneldis er hafin
á Hvammstanga, en það er Birgit
Kostizke sem stendur á bak við
hana og hefur stofnað fyrirtæki
um reksturinn. Hún hefur búið
í Húnaþingi vestra frá árinu
2007 og greindi fyrst opinberlega
frá þessum áformum sínum í
Bændablaðinu 26. maí sl.
Stefnir hún nú á að reka kanínubú
með um 250 lífdýrum og tæplega
6.000 sláturdýrum. Hlaut verkefnið
m.a. styrk frá Atvinnumálum kvenna
en Impra hefur séð um gerð við-
skiptaáætlunar og markaðskönnunar.
Birgit hefur fest kaup á hús-
næði sem er neðan við vatns-
tankinn á Hvammstanga. Á
Hvammstangavefnum er svo greint
frá því að hún sé þegar komin með
fjórar kanínur sem hún fékk hún frá
Egilsstöðum á dögunum.
Til ræktunar verða notaðar tvær
tegundar, innlendar holdakan-
ínur og innfluttar svokallaðar Helle
Grosssilber (Silver Gray). Hefur
Birgit sótt um innflutningsleyfi hjá
Matvælastofnun og sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðuneytinu á þeirri
síðarnefndu, sem er þýsk.
Hugmyndin að því að rækta kan-
ínur til manneldis á Íslandi kviknaði
fyrir tveimur árum þegar Birgit fór að
velta fyrir sér af hverju Íslendingar
borði ekki kanínukjöt þrátt fyrir að
vera mikil kjöt þjóð. Sjálf hafði hún
alist upp við kanínukjöt í Þýskalandi
og eftir smá umhugsun ákvað hún að
tími væri kominn til að gera eitthvað
í þessu og hóf að undirbúa verkefnið.
Kanínukjöt er að hennar áliti spenn-
andi valkostur fyrir sælkera sem og
kröfuharða neytendur, enda kjötið
talið hollt.
Kannanir Birgit leiddu í ljós að
um 75% þeirra sem spurðir voru
sögðust vera tilbúnir að smakka
kanínukjöt en vildu helst gera það í
fyrsta skipti á veitingahúsi.
Birgit áætlar að fyrst um sinn
verði kjötið selt til veitingahúsa og
seinna muni neytendur fara að sjá
það í kjötborðum verslana. Þar sem
landsmenn eru ekki vanir kanínu-
kjöti ætlar Birgit að kynna það og
eiginleika þess m.a. með því að gefa
út matreiðslubók með uppskriftum
og fróðleik. Á heimasíðu hennar,
kanina.is er að finna margvíslegar
upplýsingar og fróðleik um kanínur.
/MÞÞ/HKr.
Birgit Kostizke byrjuð í kanínurækt á Hvammstanga:
Verður með um 6000 sláturdýr
af íslensku og þýsku kyni
Það var margt um manninn og mikill fjöldi glæsilegra hrossa á Landsmóti hestamanna sem lauk á Vindheimamelum
Mynd / HKr.
Birgit Kostizke kannaði í Kringlunni
í vor afstöðu fólks til neyslu á kaní-
nukjöti.
Stefán Már Stefánsson.
„Þurfum öfluga málsvörn"
Tækifærin felast í breytingum í
matvælaframleiðslu
Bærinn okkar
Innri - Múli
3416
Rétt náði í skottið á gamla
tímanum í sveitinni