Bændablaðið - 07.07.2011, Side 4

Bændablaðið - 07.07.2011, Side 4
Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 20114 Fréttir Þann 30. nóvember 2010 rann út samningur milli Starfs- greinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Fundur hefur verið boðaður í kjara- deilunni hjá Ríkissáttasemjara fimmtudaginn 7. júlí. BÍ hafa hins vegar kynnt stéttar- félögunum Framsýn á Húsavík og Bárunni á Selfossi þá skoðun sam- takanna að þrátt fyrir að ekki hafi verið gengið frá kjarasamningi fyrir starfsmenn í almennum landbúnaðar- störfum á bændabýlum, verði greidd laun til félagsmanna í aðildarfélögun SGS, samkvæmt 10. flokki launatöflu sem samið var um í kjarasamningi SGS og SA frá 5. maí 2011. Sú launa- tafla fylgir hér með og gildir frá 1. júní sl. að telja. Kjarasamningur landbúnaðar- verkafólks til Ríkissáttasemjara Launaflokkur 10 (landbúnaðarverkamenn) Byrjunarlaun Eftir 1 ár Eftir 3 ár Eftir 5 ár Eftir 7 ár 184.711 kr. 186.500 kr. 188.316 kr. 190.159 kr. 192.030 kr. Héraðs- og Austurlandsskógar: Planta 25 milljónustu trjáplöntunni Á vegum skógræktarverkefnis- ins Héraðs- og Austurlandsskóga verður á morgun, föstudaginn 8. júlí, plantað 25 milljónustu trjáplöntunni. Plöntunin fer fram í landi Litla-Steinsvaðs í Hróarstungu klukkan 14:00. Ólöf Inga Sigurbjartsdóttir framkvæmdastjóri Héraðs- og Austurlandsskóga segir þetta merkan áfanga. „Þetta er elsta landshlutaverk- efnið og 20 ár síðan Héraðsskógar voru stofnaðir 1991. Svo eru tíu ár síðan Austurlandsskógar voru settir á laggirnar 2001. Verkefnin voru sam- einuð um áramótin 2006/2007 eftir að ný lög um landshlutaverkefnin voru samþykkt í júní 2006.“ Hafa plantað í 7.200 hektara Ólöf segir að nú sé búið að planta í um 7.200 hektara á vegum bænda og víða um Austurland farnir að myndast skógar. Fyrir utan þetta sé svo Skógrækt ríkisins með rækt í Hallormsstaðaskógi. Hún segir að verkefni Héraðs- og Austurlandsskóga sé að byrja að gefa af sér efni í girðingarstaura og trjákurl. „Skógarnir eru komnir í þá stærð að þurfa fyrstu grisjun. Við markaðs- hrunið breyttust aðstæður þannig að hægt varð að selja allt sem úr skógun- um kemur, sérstaklega kurl. Þar varð m.a. til markaður með tilkomu kurl- kyndistöðvarinnar á Hallormsstað. Síðan eru það girðingastaurar sem eru að koma úr bændaskógunum.“ Ólöf segir að ekki sé að búast við að hægt verði að ná trjám í fram- leiðslu á borðviði fyrr en í fyrsta lagi þegar skógarnir eru búnir að ná 40-50 ára aldri. „Það er þó alltaf verið að kanna nýjar leiðir við nýtingu á smá- viði. Vandinn við grisjun er þó aðal- lega að ná efninu út úr skógunum og í það fer mikil vinna.“ Niðurskurður á fjárveitingum mjög bagalegur Efnahagshrunið 2008 olli því að ríkið hefur dregið verulega úr fjár- veitingum til landshlutaverkefn- anna í skógrækt. Segir Ólöf þetta verulega bagalegt því að í ræktun nytjaskóga þurfi að vera samfella. Eyður í gróðursetningu komi illa niður á vinnslunni síðar. „Ég sé ekki að fjárveitingar aukist neitt til þessara verkefna á næsta ári. Þetta er slæmt, því ef eitthvað fer að rofa til þá tekur það talsverðan tíma að koma þessum verkefnum í gang aftur.“ Í kuldunum í vor hefur verið áberandi hvað tún sem njóta skjól- beltis virðast fljótari að spretta. Ólöf segir því bagalegt að ræktun skjólbelta hafi orðið að sitja á hak- anum vegna niðurskurðar á fjár- magni. Telur hún að miklu meira megi gera af því að rækta skjólbelti í sveitum, en bændur sjái samt oft meira eftir þeim landræmum sem fari undir slíkt en þeir horfi í nota- gildi skjólbeltanna. Hjá Héraðs- og Austurlands- skógum starfa nú fimm manns en ársverkin eru 4,2. Gróðursetningin sjálf og umhirða skóganna eru svo að mestu í höndum bænda. /HKr. Búið er að planta í um 7.200 hektara lands á vegum Héraðs- og Austurlands- skóga á síðastliðnum 20 árum. Þessi mynd er tekin á Litla-Steinsvaði 1. Trjárækt getur líka skapað ævintýri fyrir smáfólkið. Þessi mynd er frá Vallanesi. dögunum í dúnhreinsunarstöð Íslensks æðardúns ehf. í Stykkishólmi þar sem kvikmyndatökur fóru fram vegna gerðar á fræðslumynd um æðarræktina og vinnslu æðardúns. Um þessar mundir er Æðarræktarfélagið að vinna að nýju kynningarefni um búgreinina í samvinnu við Bændasamtökin en m.a. á að útbúa bækling og vef auk fræðslu- myndarinnar. Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður á veg og vanda af myndinni sem verður að stærstu leyti endurgerð á myndinni Nábúar - æður og maður sem hann frumsýndi árið 1995. Á myndinni eru frá vinstri: Anna Guðný Guðmundsdóttir kvikmyndatökumaður, Agnieszka Galanty sem starfar við dúnhreinsun, Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður, Erla Friðriksdóttir hjá Íslenskum æðardúni, Marek Mynd / TB Nýtt kynningarefni um æðarfuglinn í smíðum Nýtt hlutafé í Moltu notað til að greiða upp erlent lán - Hefur tekið á móti 10.700 tonnum af úrgangi Samþykkt var á hluthafafundi í Moltu ehf. í liðinni viku að heimila stjórn að auka hlutafé félagsins um 40 milljónir króna. Aukið hlutafé mun styrkja efnahag fyr- irtækisins, en samið hefur verið um að erlent lán sem tekið var til tækjakaupa verði greitt upp. Greiðslubyrði lánsins er þung og hefur verið félaginu erfið. Bæjarráð Akureyrar hefur sam- þykkt að taka þátt í fyrirhugaðri hlutafjáraukningu með allt að 25 milljóna króna framlagi. Bærinn á hlut í félaginu í gegnum félagið Flokkun Eyjafjörður ehf., en það félag er stærsti hluthafi Moltu með um 68% hlut. Öll sveitar- félög í Eyjafirði eiga hlut í félaginu sem eigendur í því félagi. Þá eru stærstu matvælaframleiðendur á Eyjafjarðarsvæðinu, Norðlenska, Kjarnafæði, Samherji, Brim og B. Jensen í hópi hluthafa. Alls eru hlut- hafar 12 talsins, auk áður talinna eru í hópnum Gámaþjónustan, Sagaplast, Tækifæri, Þverár Fasteign, Virkni og Preseco, en það fyrirtæki starfar í Finnlandi og við það var samið um kaup á vélbúnaði. Eiður Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Moltu segir líklegt að leitað verði til annarra hluthafa félagsins um aukið hlutafé í sam- ræmi við eignaraðild. Fyrirtækið Molta var stofnað í mars 2007, en hóf starfsemi um miðjan júní árið 2009 og hefur því verið í rekstri í um tvö ár. Á þeim tíma hefur verið unnið úr 10.700 tonnum af úrgangi en innifalin í þeirri tölu eru stoðefni sem notuð eru við moltugerðina. Lífrænn úrgangur, slátur- og fiskúrgangur sem og heim- ilissorp er ríflega helmingur fram- leiðslunnar. Molta hefur undanfarið boðið bæjarbúum að nýta afurðina, en moltuhaugar eru við Gömlu gróðrar- stöðina í Innbæ Akureyrar og hjá Sólskógum í Kjarnaskógi. Eiður segir að bæjarbúar hafi tekið vel við sér og nýtt sér moltuna, Akureyrarbær hafi notað hana í sína garða, hún hafi veirð notuð í Lystigarðinum og þá hafi skógræktendur einnig prófað. Í framtíðinni segir Eiður að menn sjái fyrir sér að unnt verði að nota moltuna í landbúnaði. „Við teljum að innan nokkurra missera verði hægt að nýta moltuna í landbúnaði og sjáum fjölmörg tækifæri á þeim vettvangi, þetta er gott efni og alveg örugglega hægt að nota það, en núna erum við að skoða ýmsa möguleika sem fyrir hendi eru í þeim efnum.“ Molta er eina jarðgerðarstöðin hér á landi sem hefur öll tilskilin leyfi varðandi nýtingu á moltu sem framleidd er úr sláturúrgangi eða heimilisúrgangi, en Eiður segir að mikil vinna og strangar kröfur liggi að baki áður en slík leyfi fáist.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.