Bændablaðið - 07.07.2011, Side 9

Bændablaðið - 07.07.2011, Side 9
Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 2011 9 Á aðalfundi Dýralæknafélags Íslands lýstu dýralæknar áhyggj- um af því hvert stefndi varðandi dýralæknaþjónustu í dreifðari byggðum landsins og var eftir- farandi ályktun samþykkt: „Aðalfundur Dýralæknafélags Íslands, haldinn í Stykkishólmi þann 5. júní 2011, átelur harðlega seinagang Sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytis varðandi útgáfu reglugerðar sem er ætlað að kveða á um stuðning við dýralæknaþjónustu í dreifbýli. Aðalfundur skorar á ráðherra að láta málið til sín taka sem allra fyrst; þannig að velferð dýra verði ekki stefnt í voða við þá kerfisbreytingu sem tekur gildi þann 1. nóvember 2011.” Í athugasemd formanns Dýralæknafélags Íslands segir síðan: „Sú breyting verður 1. nóvem- ber 2011 að störf héraðsdýralækna sem sinna bæði opinberu eftirliti og almennri dýralæknaþjónustu verða lögð niður. Þetta á við um héraðs- dýralæknana sem nú eru staðsettir í Borgarnesi, Stykkishólmi, Búðardal, á Ísafirði, Hvammstanga, Blönduósi, Húsavík, Egilsstöðum, Breiðdalsvík, Höfn og á Kirkjubæjarklaustri. Í stað þess koma stærri opinber eftirlits- svæði þar sem Matvælastofnun hefur umdæmisskrifstofur og ákveður stofnunin staðsetningu héraðsdýra- lækna og annarra eftirlitsaðila sem þar verða ráðnir til opinberra eftir- litsstarfa og sóttvarna. Með þessari breytingu verður jafnframt nauðsyn- legt að tryggja almenna dýralækna- þjónustu í dreifðum byggðum lands- ins með öðrum hætti en verið hefur. Markmiðið er að tryggja dýra- eigendum um allt land nauðsynlega dýralæknaþjónustu og þar með, m.a. af dýraverndarástæðum, að veik og slösuð dýr fái rétta meðhöndlun eins fljótt og kostur er. Ólíklegt er að dýralæknar fáist til starfa þar sem dýrafjöldi er takmark- aður og verkefni við lækningu dýra fremur fá. Til að ná markmiðum greinarinn- ar um að tryggja dreifðum byggðum reglubundna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu verður að stuðla að því að fyrir hendi verði nauðsynleg starfsaðstaða fyrir sjálfstætt starf- andi dýralækna á Snæfellsnesi, í Dalasýslu, á Vestfjörðum, í Austur- og Vestur-Húnavatnssýslum, í Suður- og Norður-Þingeyjarsýslum, í Norður- og Suður-Múlasýslum og í Austur- og Vestur-Skaftafellssýslum. Jafnframt þarf hið opinbera að greiða einhverja staðaruppbót og/ eða kostnað við ferðir dýralækna á þessum stöðum. Að öðrum kosti er ekki tryggt að dýralæknaþjónustan verði nægileg til að tryggja heilbrigði og velferð dýra. Þar sem samkvæmt framanrituðu er verið að gera verulegar breytingar á dýralæknakerfinu með því að fækka héraðsdýralæknum sem áður hafa annast þjónustu við dýraeigendur er talið nauðsynlegt að gefin verði út reglugerð um hvernig dýraeigendum í hinum dreifðu byggðum landsins verði tryggð dýralæknaþjónusta. Gert er ráð fyrir því að ráðherra skuli hafa samráð við Dýralæknafélag Íslands, Bændasamtök Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og Matvælastofnun. Guðbjörg Þorvarðardóttir Formaður Dýralæknafélags Íslands" Aðalfundur Dýralæknafélags Íslands átelur seinagang ráðuneytis Hátíðin Kátt í Kjós verður haldin laugardaginn 16. júlí. Er þetta í fimmta sinn sem efnt er til slíks opins dags í sveitarfélaginu. „Kátt í Kjós“ hefur tekist með miklum ágætum á undanförnum árum þar sem fleiri þúsund manns hafa sótt Kjósina heim. Í fréttatilkynningu frá sveitar- félaginu segir að með „Kátt í Kjós“ vilji Kjósverjar gefa íbúum höfuð- borgarsvæðisins og öðrum lands- mönnum tækifæri til að koma í sveitaheimsókn og skoða sveitina og sjá með eigin augum hvað Kjósin hefur upp á að bjóða. Markmið með opna deginum er meðal annars að vekja athygli á þeirri starfsemi sem fram fer í Kjósinni, mann- lífi Kjósarinnar og náttúrufegurð hennar. Bændur opna býli sín og bjóða gestum heim til að kynna þeim starfsemi sína og starfsvettvang og Kjósverjar og aðrir kynna fram- leiðsluvörur sínar í Félagsgarði í Kjós. Á „Kátt í Kjós“ munu t.d. þessi fyrirtæki kynna starf- semi sína: Biobú á Neðra-Hálsi, Matarbúrið á Hálsi, Ólaskógur á Stekkjarflöt, matvælaframleiðslan að Sogni, Gæludýragrafreiturinn að Hurðarbaki, Kaffi Kjós og ferða- þjónustan Hjalla, Ferðaþjónustur að Eyrarkoti, Þúfu og Kiðafelli 1, Samansafnið að Kiðafelli, Veiðikort ið/Meðalfel lsvatn, Hvammsvík o.fl. Í Félagsgarði verður alvöru sveitamarkaður þar sem vörur úr sveitinni verða kynntar og seldar af um 20 aðilum. Kvenfélag Kjósarhrepps verður með kaffisölu. Íslandsmeistaramót Poulsen í heyrúlluskreytingum verður haldið þriðja árið í röð við Félagsgarð ef heyskapur gengur að óskum. Skólahreystibrautin verður sett upp á vellinum við Félagsgarð og vonandi verður hægt að koma af stað keppni um frumlegustu fuglahræðuna. Opið frá kl. 12-17. Nánari upplýsingar er að finna á www.kjos.is. Kátt í Kjós í Kjósinni

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.