Bændablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 11
Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 2011 11 Það kemur greinilega fram að ESB leggur höfuðáherslu á eflingu og velferð dreifbýlis í ríkjum sambandsins og tekur það markmið fram yfir stuðning við framleiðslu í einstökum, völdum búgreinum. Þetta kom fyrst fram í þróun blómlegra byggða í Alpafjöllunum og öðrum fjallbyggðum á ESB-svæðinu, þar sem skilyrði til búvöruframleiðslu eru fremur bágborin. Í stað framleiðslutengdra styrkja, eins og tíðkast hérlendis í völdum búgreinum, er lögð áhersla á eflingu byggða í dreifbýli, verndun umhverfis í sveitum, s.s. verndun votlendis, aðgæslu og vandvirkni í notkun áburðar og eiturefna. Þá er áhersla lögð á bætta meðferð búfjár og velferð þess og viðhald og ræktun skóglendis. Mikil áhersla er lögð á menningarstarfsemi til sveita og eflingu félagslífs og upplýsingatækni, nýtingu endur- nýjanlegrar orku og stuðning við nýliðun í landbúnaði o.fl. Ýmis sérákvæði gætu komið íslenskum landbúnaði til góða. Svæði norðan 62. breiddargráðu eru skilgreind sem harðbýl svæði og er því heimilt að styrkja búskap á þeim sérstaklega. Dæmi um slík svæði eru nyrstu hlutar Svíþjóðar og Finnlands. Ísland allt er norðan 62. breiddargráðu. Þá eru önnur svæði styrkt sérstaklega sem annaðhvort liggja langt frá innri mörkuðum Evrópu eða búa við erfið náttúruleg skilyrði til búskapar. Dæmi um þau eru Azoreyjar. Með slíkum stuðningi má koma í veg fyrir að erfið búskaparskilyrði minnki samkeppnishæfni og að rask komist á búsetu í dreifbýli. Ísland er jafnvel verr sett en Azoreyjar í þessu tilliti. Stuðningskerfi ESB virðist því vel henta íslenskum búskaparháttum. samhliða verndun náttúrunnar. Þá er rétt að geta þess að búfjár- búskapur nýtur meiri styrkja en aðrar búgreinar í ESB-löndum. Þessi áhersla á byggðasjónarmið og að efla mannlíf í dreifbýli hefur leitt til þess að ESB hefur lagt niður framleiðslutengda styrki til landbúnaðar, en miðar styrkjakerfi sitt frekar við landnotkun og styrkir eru því greiddir per hektara eftir því hver notkun landsins er. Mér sýnist á þessu að ESB vilji stuðla að því að land sé í byggð óháð því hvort þar er framleidd búvara og að íbúar í dreifbýli geti stundað hvers konar aðra atvinnu sem hægt er að lifa á, s.s. ferðamennsku, úrvinnslu hráefna, heimilisiðnað og sölu varnings frá býli o.fl. Þar sem eitt aðaleinkenni samstarfs ESB-ríkjanna er frjáls verslun á innri mörkuðum þeirra, myndi tollvernd búvara falla niður hér með afdrifaríkum afleiðingum fyrir sumar búgreinar. Mér sýnist því að áhrif inngöngu Íslands í ESB gæti leitt til þess að sauðfjárrækt og nautgriparækt, ásamt ferðaþjónustu, skógrækt, ræktun ýmissa garðávaxta og ýmisleg önnur starfsemi, gætu haldið áfram að dafna og skapa þeim sem þetta stunda viðunandi framfærslu. Á hinn bóginn gæti aðild leitt til þess að okkar eini kalkúnabóndi, okkar ca 4 svínabændur og 10-20 kjúklinga- og eggjaframleiðendur gætu lent í erfiðri samkeppni þar sem framleiðsla þeirra, a.m.k. enn sem komið er, byggist að mestu á innflutningi fóðurs sem ræktað er á erlendu akurlendi. Þegar ég las þetta yfir fannst mér eins og megin innihald þessarar áhugaverðu landbúnaðarstefnu ESB gæti sómt sér vel í stefnuskrá Vinstri grænna og reyndar nær allra hinna stjórnmálaflokkanna á Íslandi, nema ef vera skyldi Samfylkingarinnar sem er þó eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur inngöngu Íslands í ESB á stefnuskrá sinni! Þurfa ekki hinir flokkarnir að leggjast undir feld og skoða ESB og landbúnaðarmálin betur? Greinin birtist þann 16. júní sl. í Fréttablaðinu Landbúnaðarstefna Evrópusambandsins. Hugsum m u við viljum koma eftirfarandi skilaboðum til bænda um land allt. Töluvert hefur verið birt í blöðunum að undanförnu af gagnlegum upplýsingum um landbúnaðarstefnu ESB. Umfjöllun um hana hefur verið af ýmsu tagi og sýnist sitt hverjum sem algengt er um flókin og afdrifarík málefni. Ég hef reynt að gera mér grein fyrir því hvaða stefnumál ESB leggur aðaláherslu á og hver aðalmarkmiðin eru fyrir utan það að tryggja tollfrítt flæði búvara á innri mörkuðum sambandsins. Hér er aðeins rúm til að stikla á stóru. Jaisland | www.jaisland.is Já Ísland er sameiginlegur vettvangur einstaklinga og félagasamtaka sem eru hlynnt aðild Íslands að ESB enda verði framtíðarhagsmunir þjóðarinnar tryggðir. Auglýsingin er greidd með frjálsum framlögum og vinnuframlagi sjálfboðaliða. Já Ísland - Skipholti 50a, 105 Reykjavík | sími 517 8874 | jaisland@jaisland.is eftir Björn Sigurbjörnsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu Beint frá smiðju, í sveit. Íslensk gæða framleiðsla. Vandaðar og fallegar göngubrýr. Vandaðir og traustir ÞYNGDARKLOSSAR. á þyngdarklossum. Kynntu þér málið. RÚLLUBAGGASPJÓT. á rúllubaggaspjótum. Kynntu þér málið. ÞVOTTASNÚRUR. Alvöru þvottasnúrur fyrir íslenskar aðstæður. Bendum á heimasíðuna okkar. www.vig.is Sími: 486-1810 LÉTTHLIÐ. Íslensk framleiðsla á góðu verði. HLIÐ fyrir þá sem gera kröfur. Bændablaðið

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.