Bændablaðið - 07.07.2011, Qupperneq 16

Bændablaðið - 07.07.2011, Qupperneq 16
Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 201116 Páll Lárusson Rist, bóndi á Litla- Hóli í Eyjafjarðarsveit verður níræður 1. ágúst næstkomandi og er að líkindum elsti starf- andi bóndi landsins. Hann rekur ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Þorgeirsdóttur, sauðfjárbú að Litla-Hóli og voru þau með ríf- lega 170 kindur á liðnum vetri og 9 hross. „Já, ætli það ekki, því miður,“ segir Páll aðspurður hvort hann sé ekki elsti starfandi bóndi landsins. Hann segir Grím Jónsson í Klifshaga í Öxarfirði hafa borið þann heiður með sóma, „og helst vildi ég að hann bæri titilinn áfram því hann er sannur fjárræktarmaður. Ég heimsótti hann í haust sem leið og fékk hjá honum gullfallegan lambhrút, þannig að við erum nú enn að og ekki hættir í fjárbúskap. Við erum nokkurn veginn á sama róli, þannig að við getum skipt þessum titli með okkur,“ segir Páll. Grímur í Klifshaga er árinu yngri en Páll, fæddur árið 1922. Markaði lömbin með hárbeittum hníf Foreldrar Páls voru Lárus Rist íþrótta- kennari og Margrét Sigurjónsdóttir, en Páll fæddist á Akureyri 1. ágúst 1921, yngstur í hópi 7 systkina. Margrét lést ung og varð að ráði eftir lát hennar að drengjunum var komið fyrir á bæjum í Eyjafirði, en systurnar fylgdu föður sínum. Páll var sendur í fóstur á Litla-Hóli til þeirra Vilhjálms Jóhannessonar og Margrétar Ingimarsdóttur sem þaðan var ættuð. Páll bjó á Litla-Hóli til ársins 1958 og var við búskap með fóstur- foreldrum sínum, búskapurinn var blandaður, bæði kýr og kindur. Vilhjálmur og Margrét brugðu búi og Pál langaði að breyta til, þannig að hann flutti til Akureyrar og gekk þar til liðs við lögregluna þar sem hann starfaði í ríflega þrjá áratugi, til ársins 1991 er hann varð sjötugur. Hann flutti aftur að Litla Hóli um síðastliðin aldamót og hóf búskap að nýju. Páll rifjar upp að þegar hann var á níunda ári, vorið 1930, var hann með eldri manni í sauðburði. „Ærnar voru hafðar í afgirtum bithaga með smá aðhaldi og var mitt starf að handsama lömbin, en gamli maðurinn markaði þau með vasahnífnum sínum. Þetta var skemmtilegur tími en ég hafði nokkrar áhyggjur af því að líklega gæti ég ekki orðið bóndi eins og mig langaði til, því ég gæti ekki markað lömbin með svona hárbeittum hníf,“ segir Páll. Í Bændaskólanum á Hólum Á árunum 1939 og 1940 var Páll við nám í Bændaskólanum á Hólum og lauk þaðan búfræðiprófi. „Þetta var góður skóli, en á mínum námsárum gafst ekki kostur á að læra neitt nýtt á sviði hins verklega náms fram yfir það sem sjá mátti á góðu bænda- býli,“ segir Páll, en stóran þátt í því átti langvarandi kyrrstaða í land- búnaði. „Það voru til úrvalsgóðir dráttarhestar á Hólum og um þá var vel hugsað þannig að þeir áttu góða daga með vinnunni. Hestarnir urðu fljótt vinir manns, það var eitt- hvað við þá sem greip mann, ein- hver tengsl urðu á milli hestanna og þeirra starfa sem verið var að fást við,“ segir Páll og minnist þess að ein dráttarvél hafi verið til á staðn- um sem stöku sinnum var tekin til plæginga, „en mörgum fanst bara hentugra að gípa til hestanna.“ „....þá fóru menn að hugsa um peninga“ Páll segir að hann hafi rétt náð í skottið á gamla tímanum í sveitinni á sínum barns- og unglingsárum þegar kyrrstaða var ríkjandi. Að hans mati urðu skörp skil í samfé- laginu í kjölfar þess að breski her- inn kom til landsins árið 1940, þá hafi augu manna opnast eftir lang- varandi stöðnunartímabil. „Þá strax fóru menn að hugsa um peninga, allir vildu safna peningum og eiga sem mest af þeim til að kaupa fyrir lífsins gæði,“ segir hann. Á styrjaldarárunum safnaðist upp gjaldeyrir í þjóðarbúinu en honum var ekki hægt að eyða á meðan stríðið stóð sem hæst, einungis það nauðsynlegasta var keypt. Eftir stríð var staðan því góð og við bættist Marshall-aðstoðin bandaríska. „Peningar eru afl þeirra hluta sem gera skal, eins og mál- tækið segir. Nú gátum við keypt okkur það sem vantaði; dráttarvélar, jarðýtur, skurðgröfur og margs konar tæki önnur sem komu til góða í landbúnaði og auðvitað fékk sjávarútvegurinn sína togara sem strax drógu björg í bú,“ segir Páll, en með tilkomu tækninnar hafi hjólin farið að snúast fyrir alvöru. Osturinn sendur heim í mjólkurdunkum Kallað var eftir aukinni framleiðslu, en bændur undu glaðir við sitt, segir Páll og voru ánægðir með þau tæki sem við höfðu bæst og léttu þeim bústörfin. „Ég held það hafi aldrei verið jafn skemmtilegt í sveitunum og á þessum árum,“ segir hann. Aukinni tækni fylgdi aukin fram- leiðsla, hún jókst hratt þó svo að fólkinu sem vann við bústörfin fækkaði í sveitunum. „Það kom svo að því einn daginn að bændum brá í brún, framleiðslan var orðin of mikil og þeir vöknuðu upp við það að skyr og ostur úr samlögunum var sendur heim á bæina í mjólkurdunkum. Ég held að margur osturinn hafi rúllað aftur í bæinn til vina og kunningja sem svo aftur hafði í för með sér að ekki jókst við það salan,“ segir Páll en bætir við að á málum hafi svo verið tekið með skynsemi og úr þeim leyst. „Ég hef nú aldrei verið með neinn stórbúskap,“ segir Páll, en rifjar upp að eitt haustið hafi ásetn- ingsféð staðið í 200 kindum og eins og gengur og gerist voru menn að spyrja hversu margt fé yrði á fóðrum á komandi vetri. „Ég varð að sjálfsögðu að gefa upp rétta tölu, en datt rétt si svona í hug að best væri að kaupa eina kind til viðbótar svo ég gæti sagst vera með á þriðja hundraðið,“ segir Páll, en bætir við að til þess hafi ekki komið. Fær góða aðstoð Páll segist við sæmilega heilsu nú þegar hann stendur rétt á níræðu og að hann fái aðstoð við ýmis verk er tengjast búskapnum.„Það er langt í frá að ég standi einn í þessu, börnin og tengdabörnin eru liðtæk og koma á álagstímum og hjálpa okkur. Þá eigum við hjónin góða vinafjölskyldu á Akureyri sem alltaf er til staðar og veitir okkur aðstoð. Það þarf aldrei að biðja um hjálp, þau vita alltaf hvenær þörf er fyrir þeirra krafta, en ég gæti ekki staðið í þessum búrekstri gengi ég ekki að þessari aðstoð vísri,“ segir Páll. /MÞÞ Páll Lárusson Rist á Litla-Hóli, elsti starfandi bóndi landsins, að verða níræður: Rétt náði í skottið á gamla tímanum í sveitinni Man ekki eins langvarandi kuldakafla áður Langvarandi kuldatíð stóð yfir á austan- og norðanverðu landinu frá því um miðjan maí og til loka júní nú í ár. Hún setti mark sitt á bústörf bænda í þes- sum landshlutum, kindur voru hafðar á húsi yfir sauðburðinn, lítið var hægt að sinna jarðvinnu og heyskapur er mun seinna á ferðinni en vant er. Páll kveðst ekki muna svo langvarandi kuldatíð áður. „Þetta var óvenjulangur kuldakafli, ég man ekki til þess að hafi verið svona kalt í þetta langan tíma. Það komu oft slæm áhlaup að vori og jafnvel í júní en þau stóðu yfirleitt stutt,“ segir Páll. Áður fyrr þóttu honum skarpari skil á milli árstíða en nú er, veturinn leið með sínum vetrarveðrum, á stundum stórhríðum sem stóðu linnulaust í allt að þrjá sólarhringa en yfir sumarmánuðina, einkum fyrri part sumars var bjart og hlýtt. Nú þykir Páli veðrið jafnara yfir árið og skilin milli árstíða ekki eins skörp og áður. „Við sluppum vel, bændur í framanverðum Eyjafirði, hér var góð tíð í lok apríl og byrjun maí og gróður hafði tekið vel við sér áður en kuldatíðin skall á. Það var því góður gróður á túnum og ágæt beit fyrir sauðfé. Við sluppum betur en margir aðrir frá þessari miklu ótíð,“ segir Páll. Öllum þykir okkur mikilvægt að finna til öryggis í lífinu. Dynjandi hefur verið leiðandi á sviði öryggisvara síðan 1954. Dynjandi örugglega fyrir þig! ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG! Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is Dynjandi hefur mikið úrval af vatns-, borholu-, og háþrýsti- dælum af ýmsum stærðum og gerðum. Hafðu samband og við aðstoðum þig. Dynjandi örugglega fyrir þig! HJÁ OKKUR F ÆRÐU VATNSDÆLU R

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.