Bændablaðið - 07.07.2011, Qupperneq 18
Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 201118
Undanfarin ár hefur Bjarni
Eiríkur Sigurðsson fyrrum kenn-
ari , skólastjóri og leiðsögumaður
með meiru, unnið að bók þar
sem hann reynir að svara því
með rökum sem Njála upplýsir
ekki um landnám Íslands. Segir
hann að eftir að hafa kynnst vel
sögum „leigupennans“ Ara fróða,
þá hafi æ fastar sótt á hug sínum
ýmsar frásagnir í Njálu sem voru
á skjön við viðtekna söguskýringu
um að víkingar hafi fyrstir numið
hér land árið 874. Er Bjarni langt
kominn með bókina sem mun bera
heitið „Hugarflug Njáluhöfunda“
og vonast til að hún verði tilbúin
til útgáfu næsta vetur.
Öflugt bændasamfélag löngu
fyrir tíð Ingólfs
„Mín kenning er sú að hér hafi
verið öflugt bændasamfélag löngu
áður en Ingólfur Arnarson og
norsku landnámsmennirnir sett-
ust hér að. Þetta var friðsamt fólk,
hákristið sem hefur flúið hingað frá
Orkneyjum og víðar undan ofríki
víkinga og víkingakonunga sem
réðust á Bretlandseyjar.“
Urðu að treysa á bústofn
frumbyggjanna
„Víkingarnir gátu aldrei komið
með á sínum 20 metra löngu og
7,5 metra breiðu skipum þann
bústofn sem þeir þurftu til að lifa
af. Bændur þekkja það manna
best að það tekur nokkur ár að fá
fjölda kinda út af tveim gimbrum,
kú, hænum og tveim geitum eða
svo til að um 20 manns geti lifað
á því eins og algengt var á bæjum
víkinganna. Þegar þessir strákar
komu frá Noregi gátu þeir engan
veginn komið með nægan bústofn
í skipum sínum. Það hlaut því að
hafa verið hér fyrir samfélag sem
hafði bústofn sem þeir gátu gengið
í til að komast af. Sá bústofn var i
eigu þessa gallíska fólks sem kom
hingað og hafði m.a. með sér þekk-
inguna á að yrkja og kunni bæði að
lesa og skrifa.
Norðmennirnir voru ómenntaðir
gaurar sem höfðu átt í sífelldum
innanlandsárekstrum í Noregi áður
en þeir fóru til Íslands. Þeir gerðu
Írana sem hér voru að sínum leigu-
liðum og neyddu þá til að sjá þeim
fyrir mat. Ella yrðu þeir drepnir.“
Bústofninn ekki
upprunninn í Noregi
„Ég vil því með bók minni slá á þann
krumpna hugsunarhátt að öll okkar
dýr séu upprunnin í Noregi. Það
er bara ekki rétt. Landnámshænan
sem mikið er gert úr en verið er
að rannsaka uppruna hennar á
Hvanneyri, var löngu komin hingað
á undan víkingunum. Hænurnar
komu frá Írlandi. Ég var úti á Mön
í Írlandshafi fyrir tveim árum og þar
fann ég hænur sem voru nákvæm-
lega eins og hænurnar okkar,“ segir
Bjarni.
Landnámið var mun fyrr en
kennt hefur verið
Athyglisvert er að kenningar
Bjarna virðast þegar hafa verið
staðfestar að nokkru með kolefnis-
mælingum á munum úr uppgreftri á
Suðurnesjum. Er það meira að segja
svo að talið er líklegt að þörf sé á
að endurskrifa íslenskar sögubækur.
Aldursgreiningar á mannvistarleif-
um á Reykjanesi sem Fréttablaðið
greindi frá í júníbyrjun, sýna að
dvöl fólks þar hafi mögulega náð
aftur til ársins 770 eða fyrr. Það er
meira en hundrað árum fyrir það
landnám sem sögubækur greina frá
að hafi átt sér stað árið 874.
Aldursgreiningar á mannvist-
arleifum í Höfnum á Reykjanesi
sýna að skáli sem þar stóð var
byggður töluvert fyrir árið 874.
Kolefnisaldursgreining sýnir að sá
skáli var yfirgefinn á tímabilinu 770
til 880 og draga má þær ályktanir að
fólk hafi hafst þar við eitthvað fyrir
þann tíma. Fornleifafræðingurinn
Bjarni F. Einarsson telur að skálinn
hafi verið útstöð erlendra manna frá
Skandinavíu eða Bretlandseyjum og
að hingað hafi menn sótt sér tekjur
á borð við fugl, egg, hvalreka og
fisk. Hann telur einnig að landnám
hafi því orðið í kjölfar þess að hér
hafi verið slíkar útstöðvar.
Ýmislegt hefur komið fram
sem styður kenningar um að
Ísland hafi verið numið af fólki
frá Bretlandseyjum mun fyrr
en sögubækurnar kenna okkur.
Kross í Seljalandshelli er t.d.
talinn klappaður þar í bergvegg-
inn um árið 800 eða fyrr en hann
er sambærilegur krossum sem
fundist hafa í Skotlandi frá þeim
tíma. Mannvistarleifar við munna
Kverkhellis á sömu slóðum sýna
líka ummerki manna löngu fyrir
árið 871 en greint var frá þeim á
vefsíðunni Unreported Heritage
News þann 23. desember 2010.
Bjarni Eiríkur Sigurðsson reynir
að finna sannleikann um upphaf
byggðar á Íslandi í skrifum sínum og
reynir að hrekja með rökum ýmis-
legt úr Njálu. Telur hann ómögulegt
annað en að hér hafi verið búið að
koma á fót umtalsverðu bændasam-
félagi áður en víkingarnir komu.
Að öðrum kosti hefðu víkingarnir
aldrei getað þraukað.
Bók til að útskýra ýmsa hluti
„Þessi bók er skrifuð til að útskýra
ýmsa hluti sem ég fékk aldrei skýr-
ingar á þegar ég las Njálu eða fór
á námskeið í Njálu hjá Jóni Bö og
fleirum. Landbúnaðurinn á Íslandi
má gjarnan vita af því að Ari fróði
og Sæmundur fróði voru leigu-
pennar. Biskuparnir létu þá skrifa
Íslendingabók, Flateyjarbók og
Landnámu. Það er sérkennilegt að
okkar ágætu fræðimenn, sem margir
eru samt afskaplega snjallir, skuli
aldrei hafa tekið þessa leigupenna
betur í gegn.
Biskupinn í Skálholti kærði
sig ekkert um að verið væri að
nefna það fólk sem hér var fyrir.
Enda voru þetta viðkvæm mál.
Leigupenni getur aldrei skrifað
annað en það sem leigjandinn vill
láta koma fram. Allt sem gerðist
áður en norsku landnámsmenn-
irnir komu er því látið liggja á milli
hluta.“ Í landnámabók segir (s 145,
H116) Þuríður sundafyllir fóru af
Hálaugalandi og námu Bolungavík
og bjuggu í Vatnsnesi Hún tók til á
kollótta af hverjum bónda í Ísafirði.
Hverjir bjuggu í Ísafirði þegar Þura
kom þangað?
Líkir Bjarni þessu við þá þekktu
speki að sagan sé alltaf skrifuð af
sigurvegurunum og hagrætt til að
fegra þeirra sögu. Sögu þeirra sem
tapa er þá ekki haldið á lofti og
gleymist.
„Af hverju kíkja fræðimennirnir
ekki á augljós merki eins og tilurð
kennileita á borð við Papey og Papós.
Einnig Apavatn sem auðvitað hefur
heitið Papavatn. Við getum líka nefnt
Papafjall í Suðursveit og minjar
sem þar eru. Það er skrítið að þessir
fræðimenn okkar skuli ekki gera sér
grein fyrir því að landnámsmennirnir
svokölluðu gátu ekki lifað eingöngu
af því sem landið gaf af sér. Þeir urðu
að hafa aðgang að bústofni sem var
Írskir bændur námu Ísland löngu á undan norskum víkingum:
Landnámssagan var hugarflug Njálu-
höfunda og skrifuð af leigupennum biskupa
- segir Bjarni Eiríkur Sigurðsson sem er að skrifa bók til að upplýsa um það ósagt er sagt í Njálu
Bjarni Eiríkur Sigurðsson hyggst koma á framfæri í nýrri bók því sem ekki er sagt í Njálu. Mynd / HKr.
Menningarveisla Sólheima, verð-
ur haldin laugardaginn 9. júlí.
Að því er fram kemur í fréttatil-
kynningu mun Unnur Birna og
Munaðarleysingjarnir halda tón-
leika í Sólheimakirkju kl. 14:00.
Unnur Birna syngur og spilar á
fiðluna og meðleikarar hennar eru
Halldór Gunnar Pálsson á gítar,
Tómas Jónsson á hljómborð, Óskar
Þormarsson á trommur og Brynjar
Páll Björnsson á bassa.
Á dagskránni verða blús-
lög, þjóðlög og frumsamið efni.
Fjölbreyttir og fjörugir tónleikar í
Sólheimakirkju!
Fyrirlestur um gæði og miklvægi
íslensks neysluvatns
Hrólfur Sigurðsson, matvæla-
fræðingur og sérfræðingur hjá
Matís fjallar um gæði og mikilvægi
íslensks neysluvatns. Fyrirlesturinn
hefst í Sesseljuhúsi að loknum tón-
leikum kl. 15:00.
Menningarveislan stendur svo til
13. ágúst með tónleikum, fræðslu-
fundum og listsýningum.
Opið verður á Grænu könnunni
og í versluninni Völu alla daga frá
kl. 12:00-18:00 í sumar.
Aðgangur er ókeypis og allir
hjartanlega velkomnir.
Menningarveisla Sólheima:
Tónleikar og
fyrirlestur
Þórhildur Jónsdóttir frá Lambey í Fljótshlíð gerði þessar myndir af Njáli
persónum í Njálu.
Krossmark úr Seljalandshelli sem á
samsvörun í krossum í Skotlandi frá
því fyrir árið 800.
Bjarni hefur áhuga á ýmsu öðru en
fornsögunum. Þannig fékk hann
hausa af villifé, sem var drepið
eftir smölun í fjallinu Tálkna á milli
Tálknafjarðar og Patreksfjarðar í
janúar 2010. Ekki er að sjá á þes-
haldið en þarna hafði gengið úti fé
allt árið um kring áratugum saman.
Kverkhellir.
Í kjölfar eldgossins í Grímsvötnum,
ákváðu stjórnendur Kraftvéla að
gefa New Holland og Case IH eig-
endum á öskufallssvæðinu nýjar
loftsíur í dráttarvélarnar.
Starfsmenn fyrirtækisins höfðu
urðu úti í öskufallinu, og buðu þeim
fríar loftsíur, og var það auðvitað
kærkomin gjöf. Starfsmaður bú-
vélasölu fór svo af stað með fullan
bíl af loftsíum og dreifði til eigenda
New Holland og Case IH dráttarvéla.
New Holland og Case IH
eigendur á gossvæðinu:
Fengu fríar
loftsíur frá
Kraftvélum