Bændablaðið - 07.07.2011, Síða 26
26 Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 2011
Utan úr heimi
Í grein Pelle Neroth í tímaritinu
E&T (Engineering and Technology
Magazine) í apríl er bent á að
Evrópusambandið sé nær algjör-
lega háð utanaðkomandi ríkjum
um olíu. Það sárvanti aðgengi
að Norðurheimsskautssvæðinu
og því sé nú mikil áhersla lögð á
að ná Íslandi inn í ESB. Er þetta
samhljóða orðum þingmanns
Evrópuþingsins í óformlegum
viðræðum við fulltrúa BÍ fyrir
skömmu.
Í greininni segir að nýlegur fundur
Norðmanna á olíu í Barentshafi
hjálpi ESB lítið, þar sem Noregur
standi utan sambandsins. Stríðið um
yfirráð yfir olíulindunum í fram-
tíðinni muni snúast um aðgengi
að Norðurheimskautinu. ESB vilji
ná þar ítökum sem sambandið
hefur ekki í dag. Bent hefur verið
á að þó Danir séu í ESB, þá standa
Grænlendingar utan þess og hafa
engan áhuga á aðild.
Segir Pelle Neroth, sem er frétta-
ritari E&T hjá Evrópusambandinu,
að þetta hafi beint athygli ESB að
Íslandi sem hafi mögulega auðlindir
á sínu yfirráðasvæði og aðgengi að
þessum hafsvæðum, þó það sé ekki í
sama mæli og Noregur og Rússland.
Þá geti Reykjavík orðið Hong Kong
norðursins á 21. öldinni varðandi
flutninga um leið og siglingaleiðir
opnist á milli Asíu, Evrópu og
Ameríku yfir Norðurheimskautið.
Það skipti miklu máli fyrir orku-
hungraða Evrópu. Það hafi því verið
sérlega góðar fréttir fyrir ESB þegar
Íslendingar ákváðu að sækja um
aðild að sambandinu. Vondu frétt-
irnar séu hinsvegar sú mikla andstaða
íslenskra kjósenda við að ganga í
Evrópusambandið sem hafi endur-
speglast í þjóðaratkvæðagreiðslunni
um Icesave-málið.
ESB hefur áhyggjur af
þjóðaratkvæðagreiðslu
„ESB hefur raunverulega ástæðu
til að hafa áhyggjur. Jafnvel þótt
Íslendingar endurgreiði skuldir sínar
vegna efnahagshrunsins liggur annað
vandamál óleyst. Þegar aðildar-
viðræðum lýkur hefur íslenska
ríkisstjórnin þær skyldur að leggja
samninginn í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Sem stendur bendir allt
til að Íslendingar séu mótfallnir
aðild þó ekki sé út af öðru en yfir-
ráðum fyrir fiskimiðunum. Fiskimið
ESB eru verulega ofnýtt. Því munu
íslensk fiskimið opna nýja möguleika
fyrir örvæntingarfulla fiskimenn í
Evrópusambandinu.
Siglingaleiðin um Norður-
heimskautið er möguleiki. Þegar
Íslendingar segja nei við ESB ættu
menn að líta til annarra smáríkja við
svipaðar aðstæður. Singapúr varð ein
af þýðingarmestu hafnarborgum
heims og viðskiptamiðstöð og það
án þess að vera í nánu sambandi við
aðra.“
Niðurstaða greinarhöfundar E&T
er að ESB verði að leggja mikið
meira á sig í samningaviðræðum
við Íslendinga til að ná markmiðum
sínum um aðgengi að orku í norðri.
Engu er líkara en forsvarsmenn
ESB hafi tekið þessum orðum Pelle
Neroth sem áskorun því á vegum
ESB eru nú kynntar markvissar
styrkveitingar til fjölbreyttra verk-
efni á Íslandi.
Markmið ESB eru ítök í
hafsvæðunum umhverfis Ísland
Þessi grein í E&T er athyglisverð
í ljósi óformlegra viðræðna sem
fulltrúar Bændasamtaka Íslands
áttu við einn af þingmönnum
Evrópusambandsins nú í vor en
hann hefur jafnframt tekið þátt
í samningaviðræðunum vegna
aðildarumsóknar Íslands að ESB.
Hann sagði þar hreint út, að megin-
markmið Evrópusambandsins væri
að ná ítökum í Norður-Atlantshafinu
með tengingu inn í Norður-Íshafið.
Evrópusambandið væri tilbúið
að seilast ansi langt til að ná því
markmiði. Vegna stöðu sinnar sem
þingmaður á Evrópuþinginu og jafn-
framt sem fulltrúi í viðræðunum við
Íslendinga sagðist hann þó ekki geta
sagt þetta undir nafni. Hann hafði
samt ekkert á móti því að þetta kæmi
upp á yfirborðið.
Samningsferlinu ekki breytt
Þingmaðurinn sagði líka athyglis-
verða umræðuna hérlendis um að
viðræðum verði flýtt og áhersluröð
hugsanlega breytt varðandi land-
búnaðar- og sjávarútvegsmál. Slíkt
sé einfaldlega ekki inni í myndinni.
ESB hafi skýrt markaða stefnu í sinni
samningatækni. Viðræður muni taka
þrjú til fjögur ár og sá tími verði ekk-
ert styttur. Þar verði helstu ágrein-
ingsatriðin geymd þar til síðast.
ESB horfir til norðurs
Talsvert hefur verið skrifað í erlend-
um fjölmiðlum og á vefsíðum um
vaxandi áhuga Evrópusambandsins
á Norðurslóðum. Staðfesta þær það
sem kemur fram í grein E&T og orð
Evrópuþingmannsins. Bent er á að
ESB sé þegar farið að búa sig undir
að ná ítökum í Norður-Íshafinu.
Einn liður í því væri plagg sem
lagt hafi verið fyrir Evrópuþingið
undir fyrirsögninni „The European
Union and the Arctic Region“. Í
janúar 2011 var einnig lagt fram
plagg um stefnumörkun ESB fyrir
Norðurheimskautið, sem það á þó
lítinn sem engan aðgang að í dag
(European Parliament Resolution of
20 January 2011 on a sustainable EU
policy for the High North).
Heimildir: Engineering and
Technology Magazine, 19. apríl
2011 - European Commission -
European Parliament
Ísland er lykill ESB að Norður-
Atlantshafi og norðurslóðum
- Meginástæða fyrir áhuga Evrópusambandsins á Íslandi segir E&T
Kína styrkir tengsl sín við Brasilíu
Kína leitar fyrir sér víða um heim
um kaup á korni og öðrum mat-
vælum en íbúafjöldi landsins
er kominn á annan milljarð og
þurrkar hafa dregið þar úr upp-
skeru á stórum svæðum.
Athygli Kínverja hefur í þeim
efnum beinst í vaxandi mæli að
Brasilíu en óvíða ef nokkurs staðar
á byggðu bóli eru meiri möguleikar
á að auka matvælaframleiðslu.
Sl. hálft ár hafa Kína og Brasilíu
gert með sér stóra viðskiptasamn-
inga. Íbúar Brasilíu hafa brugðist
af nokkurri tortryggni við þeim, en
viðurkenna jafnframt að þeir geti
verið bændum landsins hagstæðir.
Áhugi Kínverja á þessum við-
skiptum stafar að hluta til af því að
þeim er í mun að losa sig undan því
að vera háðir Bandaríkjunum um
þessi viðskipti og leita því nýrra
viðskiptasambanda. Efst á óskalista
þeirra í viðskiptum við Brasilíu
eru þó jarðakaup. Frá árinu 2008
hafa Kína og Saudí-Arabía keypt
5,6 milljón hektara ræktunarlands í
Afríku, sem svarar til allrar ræktunar
Bandaríkjanna á maís og hveiti.
Bændur í Brasilíu gefa hins vegar
ekki kost á slíkum viðskiptum.
Samningar Brasilíubúa og Kínverja
á fyrrihluta þessa árs, 2011, hafa
hins vegar verið fólgnir í því að veita
brasilískum bændum lán til að marg-
falda framleiðslu sína á sojabaunum
sem Kínverjar sækjast eftir, m.a. til
skepnufóðurs.
Í forsetatíð Lulu da Silva í
Brasilíu var gerður stór viðskipta-
samningur við Kína, sem skipaði
Brasilíu í efsta sæti í utanríkisvið-
skiptum Kínverja, en auk matvæla
kaupa þeir einnig m.a. járngrýti
þaðan. Þá hafa Kínverjar fjárfest í
stórum stíl í brasilískum orkufyrir-
tækjum.
Þessi miklu viðskipti við Kína
hafa átt mikinn þátt í því að lyfta
efnahag um 20 milljóna Brasilíubúa
upp úr mikilli fátækt. Á hinn bóginn
hafa þessi miklu samskipti vakið
verulegar áhyggjur í Brasilíu. Árið
2010 voru hráefni 84% af útflutningi
Brasilíu til Kína og höfðu aukist úr
68% árið 2000. Innflutningur frá
Kína til Brasilíu hefur á sama tíma
einkum verið iðnaðarvörur, þar á
meðal bílar.
Brasilískur iðnaður stendur því
gagnvart risastóru verkefni að bæta
úr því, en samskipti landanna minna
óþægilega mikið á að Brasilía sé
nýlenda Kína.
Tilraunir Kínverja til kaupa á
jarðnæði í Brasilíu hafa mætt þar
mikilli andspyrnu og stjörnvöld í
Brasilíu hafa gert ýmsar ráðstaf-
anir gegn þeim. Dómsmálaráðherra
Brasilíu, Luis Inácio Adams, gekkst
fyrir lagabreytingum sem torvelda
verulega að útlendingar geti keypt
þar jarðnæði. Hið sama gerðist í
Argentínu.
Dómsmálaráðherra Brasilíu,
Adams, lagði áherslu á að það væri
vegna eftirspurnar margra landa eftir
jarðnæði í Brasilíu að lagabreytingin
var gerð og að hún beindist ekki ein-
vörðungu að Kína. Kaup útlendinga
á jarðnæði þar verða þó ekki bönnuð
en strangar reglur settar um þau,
sagði Adams í viðtali við New York
Times.
(Nationen, 23. júní 2011)
Brasilía eftirsótt
Jarðakaup útlendinga í Brasilíu
hafa aukist verulega frá árinu
2008, skv. skýrslu Alþjóðabank-
ans. Kina og Saudí-Arabía eru
þar stórtækust.
Kína hefur leitað víðar eftir
kaupum á jarðnæði, bæði í Afríku
og á Filippseyjum, en þar hefur
þeim verið mótmælt harðlega.
Alþjóðabankinn áætlar að
fjárfestingar efnaðra landa í
jarðnæði í þróunarlöndum nemi
alls um 50 milljörðum dollara.
Stór hluti af þessum landkaupum
er ætlaður til framleiðslu á
lífeldsneyti.
Kína sækist mest eftir sojabaun-
um til dýrafóðurs og þá einkum
handa svínum.