Bændablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 2011 Árið 2010 kom út skýrsla OECD (Efnahags- og framfarastofnun- arinnar) um landbúnað í aðildar- löndunum. Stuttlega var gerð grein fyrir helstu niðurstöðum þessarar skýrslu í Bændablaðinu 26. ágúst 2010 (14. tbl.) Nýjustu tölur í þeirri skýrslu fyrir Ísland um framleiðslumagn og verð á afurð- um til bænda voru þá frá árinu 2008, þar sem bráðabirgðatölur fyrir árið 2009 voru þær sömu og tölur ársins 2008. Engir nýir útreikningar hafa síðan komið fram frá OECD á stuðningi við landbúnað í aðildarlöndum þess, þ.m.t. Íslandi. Sú skýrsla sem fjölmiðlar fjöll- uðu um í síðustu viku frá OECD ber heitið OECD Economic Surveys Iceland. Í skýrslunni er fjallað um efnahagsmál á Íslandi, úrvinnslu hrunsins haustið 2008 o.s.frv. Skýrslan kemur nokkuð víða við. T.d. kemur fram að við endurskipu- lagningu skulda einstaklinga hafi reynst sérstaklega erfitt að fást við útlán lífeyrissjóða til félagsmanna sinna til fasteignakaupa þar sem stjórnir lífeyrissjóða mega ekki taka ákvarðanir sem rýra hag sjóðs- félaga. Lagt er til að stjórnvöld hætti að leyfa lífeyrissjóðum að lána til fasteignakaupa nema þá með veði í réttindum viðkomandi sjóðfélaga og einnig að ekki megi lána nema að tilteknu hámarki eigna lífeyris- sjóðanna í lán af þessu tagi. Þetta er dregið fram hér til að benda á að ekki fá allar tillögur OECD viðlíka athygli eða þykja eftir því góðar. Ekkert nýtt undir sólinni OECD hefur um árabil hvatt til minnkandi stuðnings við landbún- að í aðildarlöndum. Ekkert er nýtt undir sólinni í því. Þegar litið er á Ísland og Evrópusambandið kemur enda í ljós að í báðum tilvikum hefur stuðningurinn minnkað mikið síðan stofnunin hóf að gefa út skýrslur sínar um stuðning við landbúnað. Árin 1986-88 var PSE% (tekjuígildi stuðnings) á Íslandi 77% en 53% að meðaltali árin 2007-2009. Fyrir ESB voru sambærilegar tölur 39% og 23%. Í báðum tilfellum hefur stuðningur því minnkað umtalsvert. Almenn sátt hefur hins vegar ríkt um að hér á landi þurfi stuðningur að vera meiri en í löndum sem betur henta til landbúnaðar, þar sem sumur eru lengri og rekstrar- grundvöllur fyrir fleiri búgreinar. Annað sem skilur greinilega á milli er að hærra hlutfall stuðnings á Íslandi er tengt tilteknum búgreinum en í ESB þar sem greiðslur út á land, ótengdar tiltekinni framleiðslu, eru orðnar þorri stuðnings við land- búnað. Þegar hins vegar litið er til harðbýlli svæða innan ESB, allt norður til norðurhéraða Svíþjóðar og Finnlands, kemur strax í ljós að stuðningi umfram grunnstuðning sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar er að verulegu leyti beint á búgreinar. Sem dæmi má nefna greiðslur út á gripi og framleidda mjólk. Þessi stuðningur er hins vegar ekki talinn sem framleiðslustuðningur í skýrslum OECD heldur byggðastuðningur. Þannig er því miklu minni munur á stuðningi við landbúnað á harðbýlum svæðum innan ESB og á Íslandi en útreikningar OECD gefa til kynna. /EB OECD-skýrsla: Miklu minni munur á stuðningi við landbúnað á harðbýlum svæðum en útreikningar OECD segja Dagur sauðfjárræktarinnar var haldinn hjá Landbúnaðarháskóla Íslands – 24. júní: Íslensk sauðfjárrækt í sátt við náttúru og umhverfi - Erindi Ólafs R. Dýrmundssonar Landsráðunauts í lífrænum búskap og landnýtingu Fæðuöryggi er nú aftur meira í sviðsljósinu en það var um áratuga skeið þegar almennt var reiknað með því að stöðugt væri hægt að lækka matvælaverð. Þessi umræða tengist nú umfjöllun um sjálfbæra þróun en hækkanir á matvæla- verði tengjast einkum hækkandi olíuverði, hlýnun jarðar og vax- andi eftirspurn. Búskaparhættir og framleiðsluaðferðir geta skipt miklu máli (1). Sauðfjárrækt hér á landi, sem byggist að mestu á heimaöfluðu fóðri og nýtingu úthagabeitar í heimalönd- um og afréttum, uppfyllir í megin atriðum skilyrði sjálfbærrar þróunar. Miklu máli skiptir hið kostamikla íslenska sauðfé og sá ágæti árangur sem náðst hefur við framleiðslu gæðaafurða. Það er nú stærsti stofn stuttrófufjár í heiminum, um 60% af stofninum, en þau fjárkyn eru sam- tals 34 að tölu (2). Rannsóknir, leiðbeiningar og kennsla hafa skilað miklum árangri og Sheepskills verkefnið er gott dæmi um framtak til að bæta verk- þekkingu og alhliða fræðslu um sauðfjárrækt. Nýsköpun í sauðfjárrækt kemur einnig við sögu. Þótt kjötframleiðsla skili um 90% af tekjum sauðfjár- bænda blasa við ýmsir aðrir mögu- leikar. Þeirra á meðal er framleiðsla og markaðssetning nýrra afurða, svo sem úr sauðamjólk (3), og nýting ýmiss konar hráefnis sem íslenska sauðkindin gefur af sér til handverks. Þá koma tengslin á milli sauðkind- arinnar og ferðaþjónustunnar fram með ýmsum hætti. Á meðal erlendra gesta eru eigendur íslensks sauðfjár erlendis og göngur og réttir hafa töluvert aðdráttarafl, svo að dæmi séu nefnd. Sátt við náttúru og umhverfi er veigamikill þáttur. Gæðastýring og virk þátttaka fjölda sauðfjárbænda í landgræðslu og skógrækt sýnir að sauðfjárræktin getur fallið vel að verndun náttúru og umhverfis. Við þurfum þó að vera vel á verði þannig að sem best samræmi sé á milli fjár- fjölda og tiltækra beitilanda, bæði á einstökum jörðum og í samnýttum sumarhögum. Nú er markaður fyrir dilkakjöt betri en hann hefur verið um fjölda ára og fé er farið að fjölga nokkuð aftur. Okkur vantar alhliða landnotk- unarstefnu því að margvíslegir hags- munir koma við sögu og samkeppni um land til ýmissa nota fer vaxandi (1). „Hollur er heimafenginn baggi” er spakmæli sem hefur öðlast veiga- mikla merkingu á heimsvísu. Hægt er að draga verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og þar með áhrifum þeirra á hlýnun jarðar, með því að draga úr flutningum aðfanga og afurða, og ekki síst, að neyta matvæla sem næst framleiðslustað. Sauðfjárræktin er vissulega meðal þeirra búgreina sem byggir á mikilli heimaöflun (4,5) og stuðlar mjög að viðhaldi fjölskyldubúskapar og dreif- býlis. Lífræn sauðfjárrækt gengur lengst í átt til heimaöflunar og sjálfbærni en þá segja bændur skilið við efna- og lyfjavæddan landbúnað, að mestu (6). Aðstæður til að aðlagast slíkum búskaparháttum eru mjög breyti- legar eftir jörðum og er erfiðasti þröskuldurinn fóðuröflun án notk- unar tilbúins áburðar. Þessi valkostur nýtist einkum á smærri og miðlungs- stórum fjárbúum (7,8). Markaðshorfur eru góðar, bæði fyrir lífrænt vottaðar sláturafurðir og ull, og til 1. júlí n.k. er hægt að sækja til Bændasamtaka Íslands um aðlögunarstuðning til allt að fimm ára (9). Höfundur er landsráðunautur í lífrænum búskap og landnýtingu Bændasamtökum Íslands ord@bondi.is, www.bondi.is Tilvísarnir: (1) Ólafur R. Dýrmundsson (2011). Sjálfbær þróun – landbúnaður á Íslandi í sátt við náttúruna. Náttúruvernd og skipulag. Vorráðstefna Náttúruverndarsamtaka Austurlands (NAUST). Hótel Framtíð, Djúpa- vogi, laugardag 4. júní 2011. Fjölrit 5 bls. (2) Ólafur R. Dýrmundsson og Roman Niznikowski (2010). North European short-tailed breeds of sheep: a review. Animal, volume 4, issue 8, 1275-1282. (3) Sigríður Bjarnadóttir (2011). Framleiðsla á sauða- og geitaostum. Fræðaþing landbúnaðarins 8, 250-257. (4) Magnús Óskarsson og Ólafur. R. Dýrmundsson (1997). Sauðfé og engjarækt. Freyr 93. árg., 6. tbl., bls. 252-254. (5) Ólafur R. Dýrmundsson (1995). Using the sea as a resource for animal agriculture in Iceland. Journal of the University of Wales Agricultural Society 75, 63-76. (6) Reglur Túns um lífræna framleiðslu og aðföng. 6. breyting (2011). Útg. Vottunarstofna TÚN ehf., Bíldshöfða 12, 110 Reykjavík, 108 bls. (7) Ólafur R. Dýrmundsson (2003). Lífræn sauðfjárrækt – leið til nýsköpunar. Freyr 99. árg., bls. 13-17 og 42. (8) Ragnhildur Sigurðardóttir, Þorsteinn Guðmundsson og Ólafur R. Dýrmundsson (2010). Sustainable and/or organic sheep farming in Iceland. Proceedings of the 6th Congress of the Portuguese Agricultural Economics Association. Section: Environmental management and sustainability. Azores, Portugal, 15 July 2010. Fjölrit 8 bls. (9) Verklagsreglur Bændasamtaka Íslands um framlög úr ríkissjóði til stuðnings við lífræna aðlögun í landbúnaði. Vefslóð: www.bondi. is/pages/23/newsid/1312. Ólafur R. Dýrmundsson Ph.D.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.