Bændablaðið - 07.07.2011, Síða 34
34 Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 2011
Bræðurnir Ásgeir og Barði tóku
við búi af foreldrum sínum árið
1998 og byrjuðu strax að byggja
og stækka bústofninn jafn og þétt.
Árið 2006 byggðu þeir nýtt 430
fermetra fjárhús.
Faðir þeirra tók við af föður
sínum upp úr 1960 og kaupir
jörðina í framhaldi af því. Áður
hafði Innri-Múli verið leigujörð
frá Haga. Á bænum voru kýr og
kindur fram til 1990, en þá var
mjólkurkvótinn seldur og keypt
greiðslumark í sauðfé.
Býli? Innri-Múli.
Staðsett í sveit? Barðaströnd í
Vesturbyggð.
Ábúendur? Sveinn og Kristín
ásamt sonum sínum tveimur,
Barða og Ásgeiri. Fjölskylda
Ásgeirs, Birna og strákarnir þeirra
Óliver Logi og Frosti Þór, er
búsett á Bildudal.
Fjölskyldustærð (og gæludýra)?
Sveinn og Kristín eiga átta börn og
helling af barnabörnum. Hundarnir
eru þrír Tryggur, Perla og Dimma
– allt Border Collie hundar.
Stærð jarðar? Ræktað land er 25
ha og sameiginlegur úthagi með
Ytri-Múla er 660 ha.
Tegund býlis? Sauðfjárbú.
Fjöldi búfjár og tegundir? 850-
900 kindur.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Með morgungjöfum og svo eftir
hádegið er gert það sem þarf að
gera hvert sinn og dagurinn endar
með kvöldgjöfum.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin? Heyskapur og smala-
mennskur eru skemmtilegastar en
hitt er allt svipað skemmtilegt.
Hvernig sjáið þið búskapinn
fyrir ykkur á jörðinni eftir 5
ár? Með svipuðum hætti.
Hvaða skoðun hafið þið á
félagsmálum bænda? Finnst
bændasamtökin bitlaus í garð
stjórnvalda! Bændur hafa tekið á
sig gríðarlegar kjaraskerðingar og
hækkanir á aðföngum en lítið sem
ekkert heyrist frá bændasamtök-
unum til varnar bændum.
Hvernig mun íslenskum land-
búnaði vegna í framtíðinni?
Vel ef við höfnum aðild að ESB.
Hvar teljið þið að helstu tæki-
færin séu í útflutningi íslenskra
búvara? Á íslenska lambinu og
mjólkurafurðum.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Mjólk!
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu? Grillaðir hryggvöðvar.
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin? Þegar við fluttum
fyrstu kindurnar í nýja fjárhúsið
2007.
2 9
8 7 2
6 7 4 5
8 3
9 4
5 2
5 6 7 2
7 2 9
7 1
1 3
4 1
3 5
1 7 2
5 4
6 7 8 3
1 9 5 2
2 8 3
1
7 4 9
7 5
5 2 8 1
2 9
7
2
6 3 5
1 8 6 2 9
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er
að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar.
Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar
í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki
innan hvers reits sem afmarkaður er
af sverari lín um.
Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem
er lengst til vinstri er léttust og sú
til hægri þyngst en sú í miðjunni
þar á milli.
Hægt er að fræðast nánar um
Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni
www.sudoku2.com og þar er einnig
að finna fleiri þrautir ef þessi
skammtur nægir ekki.
Líf og lyst
Kalt kaffi á heitum
sumardögum
Það er skemmtileg tilbreyting á
heitum sumardögum að fá sér
ískalt og hressandi ískaffi í stað
þess að drekka heita kaffidrykki.
Síðan er hægt að leika sér með
samsetningar, vanilla, kanill eða
mynta passa til dæmis einstaklega
vel saman við kaffi, ísmola og
örlítið rjómatár!
Ískaffi með vanillubragði
Aðferð:
Takið kaffið og setjið í kokteil-
hristara eða einhverskonar hristara
sem er nógu stór. Bætið sykrinum
út í og látið standa í um 30 sekúnd-
ur eða svo og bætið þá mjólk eða
rjóma út í og klakamolum. Berið
fram í fallegu glasi með röri.
Suðurríkja-ískaffi
Aðferð:
Setjið kaffi og krydd í skál og
hrærið saman. Látið standa í
klukkustund á köldum stað undir
loki. Þá er kaffið síað í stóra könnu
og líkjörnum hrært saman við og
kannan fyllt með ísmolum.
(Úr bókinni Matarást).
/ehg
MATARKRÓKURINN
8
er engin hindrun
Innri-Múli
BÆRINN OKKAR