Bændablaðið - 07.07.2011, Side 35

Bændablaðið - 07.07.2011, Side 35
35Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 2011 Kattaeigendur kannast við það hvað það er erfitt að hafa hemil á heimiliskettinum á vorin og sumrin þegar fuglarnir eru að koma upp ungunum sínum. Þá dugar ekkert nema góð hálsól og ein eða fleiri bjöllur til að vara umhverfið við að köttur sé á ferð. Hér kemur uppskrift að heklaðri hálsól með bjöllu sem hringir í hvert sinn sem kisa hreyfir sig, ekki skemmir fyrir að ólin er mýkri og léttari en plastól. Hálsól 1 Garnið heitir Frapan og liturinn er no 70924 fjólublátt. Heklunál nr 3,5. Aðferð: Fitjið upp 35-40 loftlykkjur eða það margar sem þarf kringum hálsinn á kisa. Snúið við og heklið 1 stuðul í hverja loftlykkju. Snúið við og heklið 12 fastalykkjur í næstu 12 stuðla, *2 stuðla í 3ja stuðul frá fastalykkjunni, 1 tvöfaldan stuðul, 2 loftlykkjur, 1 tvöfaldan stuðul og 2 stuðla í sömu lykkju þannig að það myndist tunga, 1 fastalykkju í 3ja stuðul frá miðjunni á tungunni* endurtakið þrisvar. Þannig eiga að myndast 3 tungur fyrir miðju, heklið fastalykkjur út á enda. Heklið 3 loft- lykkjur og tengið þannig að myndist lítið hnappagat. Saumið litla tölu í hinn endann. Hengið svo 1-3 bjöllur framan í hálsbandið. Hálsól 2: Garn Whistler frá Garn.is bleikt. Heklunál nr 3,5. Aðferð: Fitjið upp 35-40 loftlykkjur, eða það sem þarf kringum hálsinn á kisa. Snúið við og heklið 1 stuðul í hverja loftlykkju til enda. Snúið við og heklið 2 loftlykkjur , *3 stuðla í 3ju lykkju frá síðustu fastalykkju , 2 loftlykkjur og 3 stuðla í sömu lykkju, 1 fastalykkju í þriðju lykkju frá síðasta stuðli* endurtakið 6 sinnum og heklið svo fastalykkjur til enda, heklið 3 loftlykkjur og tengið svo myndist hnappagat. Klippið frá og gangið frá enda, saumið litla tölu hinum megin. Hengið eina eða fleiri bjöllur framan á hálsbandið. Ég vona svo að þið eigið gott sumarfrí. Prjónakveðja; Inga Þyrí Hekluð hálsól Axel Ingi Auðunsson er Sand- gerðisbúi á ellefta ári sem æfir knattspyrnu og mun eyða lungan- um úr sumrinu í að sparka í tuðrur. Hann mun þó eitthvað kíkja í tölvu þegar tími gefst til og þá er, að hans mati, skemmtilegast að vera á fés- bókinni. Nafn: Axel Ingi Auðunsson. Aldur: 10 að vera 11 ára. Stjörnumerki: Ljón. Búseta: Sandgerði. Skóli: Grunnskólinn í Sandgerði. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Heimilisfræði. Hvert er uppá- halds dýrið þitt? Blettatígur. Uppáhalds- matur: Pítsa. Uppáhalds- hljómsveit: Black Eyed Peas. Uppáhalds- kvikmynd: Fast and the Furious. Fyrsta minn- ingin þín? Þegar Gróa amma dó. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Já, fótbolta. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Að vera á Facebook. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Atvinnumaður í fótbolta. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að hoppa af trampólíni í heitan pott úti í Lúxemborg. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að fara í skólann. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar? Ég fór á N1-mótið á Akureyri. /ehg Hoppaði af trampólíni ofan í heitan pott Axel Ingi æfir knattspyrnu og stefnir á að verða atvinnumaður. Tómás Helgason fæddist í Hnífsdal 23. apríl 1918. Hann lést á Landspítalanum 16. júní sl. Útför Tómásar fór fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. júní sl. Ég kynntist Tómási lítillega þegar hann vann í fornbókaverslun, en ég leit oft þar inn um skeið. Fljótlega fann ég að hann vissi allt um bókmenntir er snertu landbúnað og hvar hugsanlegt var að ná í það sem mig vanhagaði um. Þegar Tómás komst að því að ég var Hvanneyringur, var eins og hann ætti í mér hvert bein. Hann ræddi alltaf um dvölina á Hvanneyri með ljóma í augum og félagar hans, skólabræðurnir, voru honum dýr- mætir, bæði sem félagar og vinir. Eftir að ég kom að Hvanneyri og tók við skólastjórn og 100 ára afmæli Bændaskólans nálg- aðist komu þeir til mín, Tómás og Magnús Óskarsson kennari. Erindið var að Tómás vildi láta okkur Hvanneyringa vita af þeim óskum sínum og Vigdísar konu hans, að ánafna skólanum bóka- safn það sem Tómás hafði komið sér upp. Tómás var að kanna hvort Bændaskólinn hefði áhuga á að taka við safninu. Eftir alllangar umræður og kynningu á umfangi safnsins, varð mér ljóst að hér dygði ekki einfalt já, eða að lýsa vilja til að taka við safni þeirra hjóna. Hér þurfti meira til. Við Magnús Óskarsson vorum þó sam- mála um að það yrði mikil lyfti- stöng fyrir fræðastörf við skólann að eignast þetta mikla bókasafn um landbúnað. Seinna kynnti ég óskir Tómásar og Vigdísar fyrir kennurum og öðrum starfsmönn- um skólans. Allir voru sammála um að þetta yrði mikill fengur og hróður fyrir stofnunina. Hafa ber í huga að rafræna byltingin var ekki hafin á þessum árum! Öllum var hins vegar ljóst að hér dygði ekki að segja bara já og láta þar við sitja. Það þyrfti að koma þessu safni fyrir í sómasam- legu húsnæði og tryggja öryggi þeirra verðmæta sem þar er að finna. Verkefni mitt var því að útvega fjármagn, svo hægt væri að hefjast handa við að innrétta sérstakt herbergi fyrir Tómásar- og Vigdísarsafn. Ég fór því á fund ráðuneytisstjóra landbún- aðarráðuneytisins, Sveinbjörns Dagfinnssonar, og kynnti málið fyrir honum. Viðbrögð ráðu- neytisins voru jákvæð. Sérstök fjárveiting til skólans vegna afmælisins var myndarleg og var fjárveitinganefnd Alþingis með- vituð um bókagjöfina og því með- mælt að tekið yrði við henni. Innréttað var sérstakt her- bergi á jarðhæð Skólastjórahúss, þar sem bókasafn skólans var til húsa. Þetta herbergi var að fullu innréttað og tilbúið þegar kom að formlegri afhendingu safnsins. Á hundrað ára afmæli skólans, 24. júni 1989, var hátíðlegasta athöfnin þegar Tómás ahenti einkasafn þeirra hjóna sem gjöf til skólans. Það gerði hann með því að afhenda afrit af Reykholtsmáldaga ásamt fleiri fágætum bókum. Eins og fram hefur komið annars staðar er safnið sennilega full- komnasta safn bóka og bæklinga um landbúnað sem til er í landinu. Reyndar var margt fleira í safninu, t.d. auglýsingaspjald frá upphafi notkunar tilbúins áburðar í land- búnaði, svo eitthvað sé nefnt. Eftir 1989 hefur Tómás bætt við safnið nær árlega ritum sem honum hafa áskotnast eða hann keypt til að fylla uppí eða bæta við. Hvanneyringar minnast Tómásar með virðingu og þökkum. Við hjónin vottum aðstandendum samúð og þökkum þeim þátt þeirra í að hlúa að og fegra líf heiðurs- hjónanna Vigdísar Björnsdóttur og Tómásar Helgasonar frá Hnífsdal. Gerður og Sveinn Hallgrímsson Minningarorð Tómás Helgason frá Hnífsdal YFIRHEYRSLA PRJÓNAHORNIÐ Á hundrað ára afmæli skólans, 24. júni 1989, var hátíðlegasta athöfnin þegar Tómas afhenti einkasafn þeirra hjóna sem gjöf til skólans. Lesendabásinn Bændur, sveitarfélög, sumarhúsaeigendur Borum fyrir heitu og köldu vatni. Áratuga reynsla. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf Sími 480 8500 - www.raekto.is

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.