Bændablaðið - 07.07.2011, Qupperneq 40
13. tölublað 2011 Fimmtudagur 7. júlí
Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út
18. ágúst
Hjá okkur færðu betri verð
Varahlutir og rekstrarvörur í:
• New Holland dráttarvélar og heyvinnutæki
• Case IH / Steyr dráttarvélar og heyvinnutæki
• Komatsu vinnuvélar
• Zetor dráttarvélar
• Fella Heyvinnutæki
• Alö Quicke ámoksturstæki
• Kongskilde jarðvinnutæki
• Weidemann smávélar
• Överum plóga
• Howard jarðtætara og rótherfi
• Nordsten sáðvélar
Útvegum varahluti í allar gerðir véla og tækja
Dalvegi 6-8
201 Kópavogur
Sími 535 3500
www.kraftvelar.is
kraftvelar@kraftvelar.is
Mikið um að vera í Grýtubakkahreppi - Mikil gróska í atvinnulífi og ferðamenn streyma að:
Grenivíkingar leggjast í víking með elsta sparisjóð landsins
Viðgerð á sundlauginni á Grenivík
er lokið og nýtt þjónustuhús
hefur verið reist á tjaldstæðinu
Atvinnulífið er einstaklega öflugt
og nú hyggjast Grenvíkingar fara í
sókn með Sparisjóð Höfðhverfinga
og opna útibú á Akureyri í haust.
„Það var eins og við manninn
mælt, að um leið og sólin byrjaði að
skína iðaði hér allt í mannlífi,“ sagði
Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri í
samtali við Bændablaðið. Var hún
þá nýbúin að setja pistil inn á heima-
síðuna um að nú vantaði aðeina ferða-
mennina. „Hér var frábært veður, sól
og 20 stiga hiti um síðustu helgi.
„Það er voða gaman að fá alla þessa
ferðamenn en ég held samt að við
komum seint til með að lifa á ferða-
þjónustunni hér á Grenivík,“ segir
Guðný. Þar hefur atvinnulíf af öðrum
toga verið mjög blómlegt og ekkert
atvinnuleysi. Í Grýtubakkahreppi
standa landbúnaður og sjávarútvegur
styrkum stoðum og margvíslegur
annar atvinnuvegur. Þar má nefna
lyfjafyrirtækið PharmArctica, sem
framleiðir lyf og snyrtivörur.
Útibæu sparisjóðsins
opnað á Akureyri
„Þá er starfandi á Grenivík elsti
sparisjóður landsins, Sparisjóður
Höfðhverfinga. KEA og
Akureyrarbær hafa verið að auka
þar sitt stofnfé. „Nú ætlum við bara
að leggjast í víking með sparisjóð-
inn. Trúlega verður opnað útibú á
Akureyri í haust. Það er allavega í
hendi hvað sem framtíðin ber annars
í skauti sér.“
Til viðbótar þessum tíðindum
hefur Bæjarverk verið í startholunum
með að hefja malbikun í plássinu. Þá
er verið að standsetja upplýsingamið-
stöð í Jónsabúð og mun hún vera að
taka til starfa þessa dagana. Eins er
búið er að opna tvö gallerý á Grenivík,
Gallerý Miðgarða og Gallerý Glóa
en að auki er Útgerðarminjasafnið
opið daglega eftir hádegið fram til
15. ágúst.
Mikið líf í fiskvinnslu og útgerð
„Gjögri er hér með fiskvinnslu og
síðan er Darri með harðfiskverkunina.
Ætli það vinni ekki um 40 manns á
þessum stöðum í sumar. Síðustu
misserin hefur gengið mjög vel hér í
atvinnulífinu og maður vonar að svo
verði áfram. Uppsjávarveiðiskipið
Hákon hefur verið í viðhaldi og eins
frystitogarinn Frosti en bæði skipin
eru með heimahöfn á Grenivík. Þessi
skip eru nú farin að fiska aftur á
fullu,“ segir Guðný. /HKr./MÞÞ
Grenivík. Mynd / MÞÞ