Bændablaðið - 02.02.2012, Page 14

Bændablaðið - 02.02.2012, Page 14
Bændablaðið | fimmtudagur 2. febrúar 201214 Hjónin Bergþóra Guðnadóttir og Jóel Pálsson stofnuðu fatahönn- unarfyrirtækið Farmers Market fyrir sex árum og hefur starfsemin vaxið ár frá ári. Þau eru einir stærstu kaupendur ullar á Íslandi, enda með um 400 vörunúmer á lager og selja árlega hátt í 40 þús- und flíkur til flestra heimshorna. „Við höfum tekið varleg skref í gegnum tíðina og því finnum við ekki mikið fyrir efnahagsástand- inu. Það varð mikil söluaukning hér innanlands eftir hrun því versl- unarferðum Íslendinga til útlanda fækkaði mikið. Það sem hefur einnig breyst frá því við byrjuðum fyrir sex árum er að það er mun meira úrval af íslenskri hönnun en var og okkur finnst tíðarandinn vera þannig að fólki finnist mikilvægara en áður að versla hjá íslenskum hönnuðum og fyrirtækjum,“ segir Bergþóra og Jóel bætir við: „Fólk vandar sig meira þegar það verslar, það er ekki endilega magnið sem skiptir máli heldur gæðin.“ Heimamarkaðurinn mjög stór Þegar Jóel og Bergþóra hófu rekstur- inn keyptu þau inn um 100 kíló af íslenskri ull yfir árið en nú hlaupa viðskiptin á fleiri tonnum á ári. „Við erum talsvert í útflutningi sem dreifist á mörg lönd. Stærstu viðskiptavinirnir okkar eru í Japan og hefur þetta útflutningsferli geng- ið vel miðað við vinnu. Hingað til höfum við farið á eina sýningu í Kaupmannahöfn tvisvar sinnum á ári, sem gefur vanalega af sér ný sambönd, en einnig hafa fyrirtæki samband við okkur að fyrra bragði, einhver hefur séð vörurnar okkar í verslunum og þannig veltur boltinn áfram,“ útskýrir Jóel og segir jafn- framt: „Heimamarkaðurinn er enn mjög stór hjá okkur og við finnum vel hversu Íslendingar eru okkur vel- viljaðir og hafa tekið vörunum okkar vel, en það skiptir okkur miklu máli. Vaxtarbroddurinn er augljóslega erlendis en við tökum eitt skref í einu í þeim efnum.“ Íslensk bæjarheiti á flíkunum Í febrúar munu þau flytja í stærra húsnæði, steinsnar frá núverandi höfuðstöðvum, að Hólmaslóð á Grandanum. „Okkar viðskiptahugmynd bygg- ir á íslenskri hefð en stór hluti af lín- unni okkar er unninn úr íslenskri ull. Þetta er einhver sérviska og áhugi hjá mér að nota íslensku ullina en einnig hugsjón,“ útskýrir Bergþóra sem er hönnuður fyrirtækisins. „Hugsunin er að nýta ræturnar til að búa til eitthvað nýtt og við notum jafnan sveitamenninguna í okkar kynningarstarfi, það er til dæmis ekki sjálfgefið í útlöndum líkt og hér að fólk eigi nálæga tengingu í sveitina.Við nefnum allar okkar flíkur eftir íslenskum bæjum og þannig reynum við jafnframt að finna einhverja tengingu,“ segir Bergþóra einnig. Framleiðsla víða um heim Vörur Farmers Market eru fram- leiddar víða um heim, hjá Glófa og Ístex hérlendis ásamt iðnum íslensk- um prjónakonum og í framleiðslu- fyrirtækjum í Evrópu og Asíu. „Það er gaman að geta notað alla þá framleiðslumöguleika sem eftir eru hérlendis. Glófi hefur til dæmis ekki undan að framleiða fyrir okkur og við erum mjög heppin með að hafa góða og vandaða framleiðendur á bakvið okkur. Það er lykilatriði fyrir okkur að berja ekki hausnum við steininn yfir því sem ekki er hægt að gera hérlendis, heldur nýta þá möguleika sem eru til staðar,“ segir Jóel. Hjá fyrirtækinu eru fjórir starfs- menn í fullu starfi en fjöldi aðila kemur að starfseminni á einn eða annan hátt. „Þetta sýnir okkur hvað lítil fyrirtæki geta skapað mörg afleidd störf, gert nýja hluti jákvæða og haft áhrif á það sem fyrir er. Það eru margir hlekkir í keðjunni sem skipta gríðarlega miklu máli, það er margt sem á eftir að smella saman þegar ég hef hannað flík. Textíllinn er og verður alltaf grunnurinn hjá okkur en þó höfum við þetta ansi opið og hugsum í allar áttir í framtíðinni,“ útskýrir Bergþóra. /ehg Fatahönnunarfyrirtækið Farmers Market: Íslenska ullin í forgrunni Jóel Pálsson og Bergþóra Guðnadóttir stofnuðu Farmers Market fyrir sex árum og eru einir stærstu kaupendur ullar á Íslandi í dag. Mynd / Ari Magg Þau Jóel og Bergþóra hafa átt mjög gott samstarf við Ara Magg ljósmyndara, sem túlkar stemninguna að þeirra mati hárrétt og „gerir gott alltaf aðeins betra“, eins og Bergþóra komst að orði. Hér má sjá fyrirsætur í kápunum „Keldur“ og „Barðastaðir“. Mynd / Ari Magg Alls komu 1189 fiskar úr Eyjafjarðará á liðnu ári; 780 bleikjur, sem er aðeins meira en á árinu áður, 393 sjóbirtingar og 9 laxar. Aðalfundur Veiðifélags Eyjafjarðarár var haldinn á dög- unum þar sem gerð var grein fyrir starfinu á liðnu ári. Ágúst Ásgrímsson i Kálfagerði, formaður Veiðifélags Eyjafjarðarár, segir að veiði hafi farið seint af stað á liðnu sumri sökum kulda og mikilla vatnavaxta, sem stóðu alveg fram- undir 20. júlí. „Um miðjan júlí var til dæmis um það bil einum metra meira í ánni en vant er,“ segir hann. Veiði fór svo loks vel af stað síðustu dagana í júlí, einkum á svæði 4 og eins sást mikið af bleikju á svæði 5 þegar veiði hófst þar 1. ágúst. Bleikjuveiði reyndist mest á svæði 4 þar sem náðust 355 bleikjur og 166 bleikjur veiddust á svæði 5. Veiði á sjóbirting fór af stað upp úr miðjum ágúst og var nær ein- göngu á svæðum 3 og 2, en á síðar- nefnda svæðinu dalaði veiði frá því sem var í fyrra. Seiðabúskapur á uppleið Seiðabúskapur árinnar er ennþá á uppleið, en hann náði algjöru lágmarki eftir hamfarirnar miklu þegar Djúpadalsvirkjun gaf sig, seint á árinu 2007. Ágúst segir að minkaveiðiátak sem staðið hefur yfir á liðnum árum hafi haft gríðarlega mikið að segja, en nánast sé búið að útrýma mink á svæðinu. „Menn verða að vera á verði gagnvart minknum, allar gildrur sem komið var fyrir þegar átakið stóð yfir eru enn til staðar og þær vaktaðar,“ segir Ágúst. Tæplega 1200 fiskar komu úr Eyjafjarðará í fyrrasumar og segir Ágúst að búist sé við að áin verði komin á gott ról árið 2016 hvað bleikjuna varðar, þrátt fyrir að lofts- lag fari hlýnandi. Eyjafjarðará 2011: Tæplega 1200 fiskar veiddust - Veiði fór seint af stað

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.